Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2003, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 12.02.2003, Blaðsíða 1
Verkalýðsfélag Akraness Hervar segir af sér formennsku Aðalfundinum frestað í annað sinn og utanaðkomandi aðili fenginn til að skoða fjárreiður félagsins Hervar Gunnarsson For- maður Verkalýðsfélags Akra- ness sagði af sér í upphafi framhaldsaðalfundar félagsins nú í gærkvöldi. Miklar deilur hafa staðið innan félagsins undanfarin misseri. Hefur gagnrýnin beinst að störfum formanns og snúist meðal annars um með- ferð á fjármunum félagsins. Hervar sagði á fundinum að heilsa sín leyfði ekki þátttöku í þessum harmleik lengur. I kjölfar afsagnar sinnar Iagði hann til að aðalfundi yrði frestað þar til í maí en að skip- uð yrði þriggja manna starfs- stjórn til að annast daglegan rekstur félagsins þangað til. Þá lagði hann til að fenginn yrði utanaðkomandi aðili til að fara yfir fjárreiður félagins og skila skýrslu þar að lútandi á fund- inum í maí. Sjá nánar á bls. 2 Stefiit á toppinn Krakkarnir í badmintonfélagi Akraness hafa lengi verið í ffemsm röð en þó sennilega aldrei eins framarlega og nú. Hingað til hefur hinsvegar ekki náðst að mynda öflugan meistaraflokk innan félags- ins en vonir standa til að það sé að takast. Sjá umjjöllun á bls. 7 Þaö var mikiöjjör á þorrablóti Dvalarheimilisins í Borgamesi sem haldið var síðastliðið fmnntudagskvöld og hvergi gejið ejtir í dansinum. Mynd: GE Beðið eftir skýrslu um áhrif minnkandi skelfiskveiði á atvinnulífið á Snæfellsnesi Ætluin okkur að róa lífróður Segir Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar Framhalds- skóli 2004 Menntamálaráðuneytið til- kynnti í síðustu viku að náðst hefði samkomulag við sveitar- félög á Snæfellsnesi um stofn- un ffamhaldsskóla sem stað- setmr yrði í Grundarfirði. Miðað er við að skólinn hefji starfsemi haustið 2004, en nú þegar verði hafist handa við undirbúning. Þegar þessi tíð- indi bárust, síðastliðinn fimmmdag, brugðust Snæfell- ingar að vonum glaðir við og víða mátti sjá íslenska fánann blakta við hún í tilefni dagsins. Sjá nánar bls. 2 Eins og fram hefur komið í Skessuhorni eru bæjarfélögin í Stykkishólmi og Grundarfirði í uppnámi vegna hruns skelveiði- stofnins í Breiðafirði, en skelveið- ar og vinnsla hafa verið ein af meginstoðum atvinnulífsins í Hólminum og skipta einnig mjög miklu máli í Grundarfirði. Oli Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri Stykkishólms, talar um nátt- úruhamfarir varðandi hrun skel- fisksstofhsins og vill að málið sé meðhöndlað sem slíkt. „Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta neitt annað. Breitt hitastig sjávar- ins hefur valdið tímabundnu hruni skelfiskstofnsins. Þegar náttúran veldur tjóni af þessu tagi er ekki hægt að kalla það annað en náttúruhamfarir og við þeim hafa stjórnvöld alltaf brugðist við með einhverjum ráðum og ég trúi ekki öðm en það verði reyndin í þessu tilfelli.“ Óli Jón vill hinsvegar ekki tjá sig nánar um það með hvaða hætti eigi að bregðast við eða til hvaða ráða bæjaryfirvöld í Stykk- ishólmi muni grípa. „Við vildum byrja á því að átta okkur á stöð- unni áður en lengra er haldið og höfum í því skyni leitað til At- vinnuráðgjafar Vesturlands. Eg á von á skýrslu ffá þeim í næstu viku þar sem reynt er að útlista sem best hvaða áhrif þetta ástand kemur til með að hafa á atvinnu- lífið á svæðinu. Það er ljóst að þau verða mikil því skelfiskveiðin er ein af meginstoðum atvinnulífsins í Stykkishólmi. Þar á ég ekki ein- göngu við veiðarnar og vinnsluna, því þessi starfsemi hefur haft mik- il margfeldisáhrif. Þar má meðal annars nefna hafnargjöld og tekj- ur Vatnsveitunnar af þessari starf- semi til viðbótar við ýmiskonar þjónustu sem skelvinnslurnar þurfa að kaupa að. Við ætlum okkur að róa lífróður til að tak- marka tjónið eins og kostur er, en fýrsta skrefið er að átta sig á stöð- unni,“ segir Oli Jón. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.