Skessuhorn - 12.02.2003, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 2003
ún£99Unu>^
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi:
Ritstjóri og ábm:
Blaöamaður:
Auglýsingar:
Prófarkalestur:
Umbrot:
Prentun:
Tíðindamenn ebf 431
Gísli Einarsson 892
Hjörtur J. Hjartarson 864
Hjörtur J. Hjartarson 864
Inga Dóra Halldórsdóttir
Guðrún Björk Friðriksdóttir
Prentmet ehf.
5040 skessuhorn@skessuhorn.is
4098 ritstjori@skessuhorn.is
3228 hjortur@skessuhorn.is
3228 hjortur@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur úl alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent a aíi panta auglýsingaplass tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Vega-
styrlár
Það má með sanni segja að það sé notalegt að geta ver-
ið sæll í sinni trú á meðan maður fær að vera í friði og ekki
er verið að vekja athygli manns á því að það sé aðeins
hausinn sem er falinn í sandinum. A þeim forsendum get-
ur maður gengið um með þanið brjóst og sperrt stél og fíl-
að sig eins og Bjartur í Sumarhúsum flesta daga, frjáls og
óháður, uppi í sveit þar sem maður á sig sjálfur og notið
sjálfstæðisins sem er betra en kjöt. I þessum þönkum líð-
ur manni vel uppi í afdölum eða á náströndum en síðan
fær maður annað slagið þau skilaboð að maður sé í raun
ekkert annað en þurfalingur og baggi á íslensku þjóðfé-
lagi. Þegar talað er um íslenskt þjóðfélag í þessu sambandi
þá er að sjálfsögðu átt við höfuðborgarsvæðið en sam-
kvæmt skilgreiningu Höfuðborgarsamtakanna takmarkast
íslenskt þjóðfélag við landnám Ingólfs eða því sem næst. I
yfirlýsingu sem samtök þessi sendu frá sér er þess krafist
að samgönguáætlun fyrir árin 2003 - 2006 verði tekin af
dagskrá. Rökin eru þau að óréttlát kjördæmaskipting, sem
nú heyrir brátt sögunni til, valdi því að fé til samgöngu-
mála verði sólundað í tóma vitleysu. Vilja Höfuðborgar-
samtökin bíða eftir því að þingmönnum höfuðborgar-
svæðisins fjölgi en venjulegir landsbyggðarþingmenn hafa
ekki hundsvit á vegamálum sem kunnugt er. I yfirlýsingu
samtakanna segir ennfremur að núverandi kjördæmaskip-
an sé einhver mesta meinsemd á íslensku þjóðfélagi allt frá
því land byggðist og rúmlega það.
Samkvæmt skilgreiningu Höfuðborgarsamtakanna eru
gatnaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu framfaramál og
landslýð til blessunar en vegir og slóðar á landsbyggðinni
eru styrkir til handa þeim fáu hræðum sem þar hokra í
eymd og vesöld öllum til ama.
Reykjavík er sögð höfuðborg allra landsmanna. I ljósi
þess hlýt ég sem landsmaður að eiga rétt á að kreíjast þess
að höfuðborgarsamtök sem ganga fram með þvílíkum
hroka verði tekin af dagskrá. Eg kýs hinsvegar að gera það
ekki en óska þess að Höfuðborgarsamtökin gangi á Guðs
vegum eða sínum eigin en þau virðast ekki gera mikinn
greinarmun þar á.
Gísli Einarsson, styrkþegi.
Císli Einarsson,
ritstjóri.
Sjö umferðaróhöpp
á fjórum dögum
í Borgarfirði
Bifreiðin sem valt við Skorholt á laugardag varð ónýt eins og sjá má á þessari
mynd. Mynd: GE
Hálka og illviðri síðustu daga
hafa tekið sinn toll í umferðinni,
en sex umferðaróhöpp urðu í
umdæmi Borgameslögreglu frá
föstudegi til mánudags.
Aðfaranótt mánudags missti
ökumaður stjórn á bifreið sinni
við Hreðavatnsskála. Bifreiðin
fór út af veginum og valt. Oku-
maður fann fyrir eymslum í hálsi
og höfði og fór sjálfur á sjúkra-
húsið á Akranesi í skoðun. Bif-
reiðin var óökufær eftir atvikið.
Sama dag var ekið á bíl við
verslun Bónuss í Borgarnesi og
bifreið valt á sunnaverðri Holta-
vörðuheiðinni. Engin slys urðu á
fólki í síðari tveimur tilvikunum
en nokkuð eignatjón.
A laugardag fór jeppi út af veg-
inum og valt við Skorholt í Mela-
sveit. Fjórir vom fluttir á sjúkra-
hús. Ökumaður bifreiðarinnar
meiddist í baki og ung stúlka sem
í bflnum var skarst í andliti en
meiðsli hinna vom óveruleg.
A sunnudag fór bifreið út af
veginum í Hálsasveit við Hraun-
fossa. Engin slys urðu á fólki en
bifreiðin var óökufær. Sama dag
varð þriggja bíla árekstur um
kvöldið. Enginn slasaðist í á-
rekstrinum og vom bílarnir öku-
færir. Á mánudag varð síðan ann-
að umferðaróhapp í Hálsasveit
skammt frá Hraunfossum. Þar
fór bifreið út af veginum og lenti
á grjóti og stöðvaðist loks á girð-
ingu. Enginn slasaðist.
GE
Krisdeifur
látinn
Kristleifur Þorsteinsson
bóndi á Húsafelli er látinn
79 ára að aldri. Krisleifur
fæddist 11. ágúst 1923 á
Húsafelli. Foreldrar hans
voru Þorsteinn Þorsteins-
son bóndi og hreppstjóri og
Ingibjörg Kristleifsdóttir.
Kristleifur var bóndi á
Húsafelli frá árinu 1958 en
tíu árum síðar hætti hann
fjárbúskap og lagði jörina
alfarið undir ferðaþjónustu.
Krisleifur og eiginkona
hans Sigrún Bergþórsdóttir
voru frumkvöðlar á sviði
ferðaþjónustu og hafa oft
verið nefnd fyrstu íslensku
ferðaþjónustubændurnir.
Kristleifur var sæmdur
riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu árið 2000
fyrr störf sín að ferðaþjón-
ustu.
Runólfur Agiistsson
Heggur sá er hlífa skyldi
Undanfarnar vikur hafa átt
sér stað þreifingar einstakara
bæjarfulltrúa um mögulega
sölu á Sparisjóði Mýrasýslu.
Lengst gekk þetta í liðinni viku
með fundi formanns bæjarráðs
og bankastjóra íslandsbanka
sem haldinn var að frumkvæði
þess fýrrnefnda um sölu sjóðs-
ins.
Sparisjóðurinn er drifkraftur
atvinnulífsins í Borgarfirði.
Það er okkur ómetanlegur
styrkur að hafa eigin peninga-
stofnun enda hefur sjóðurinn
staðið með borfirskum fyrir-
tækjum á þeim samdráttartím-
um sem hér hafa verið. Með
vel heppnuðum aðgerðum til
endurskipulagningar á fyrir-
tækjum og lánveitingum til
virðisaukandi starfsemi hefur
fjöldaatvinnuleysi verið forðað
hér í héraði. Þá vinna jafn-
framt um 25 manns í sjóðnum.
Þess má og geta að Sparisjóður
Mýrasýslu er öflugasti og
stærsti landsbyggðarsparisjóð-
urinn, leiðandi í þeirra hópi og
stendur firnavel fjárhagslega en
eigið fé sjóðsins er nú tæpur
1,1 milljarður króna. Vöxtur
sjóðsins undanfarin 4 ár hefur
verið gríðarlegur og arðskap-
andi. Sparisjóðurinn skiptir þó
ekki bara atvinnulífið máli því
sjóðurinn styður íþrótta- og
menningarstarfsemi um ótald-
ar milljónir króna á ári.
Sá sem þetta ritar hefur und-
anfarin 4 ár setið sem stjómar-
maður í Sparisjóðnum, kjörinn
fyrir atbeina Borgarbyggðar-
listans. Eg sit jafhframt í full-
trúaráði sjóðsins. Mig tekur
afar sárt að upplifa það að
forystumenn þess bæjarmála-
afls sem ég átti nokkurn þátt í
að koma á laggirnar fyrir rúm-
um fjórum árum síðan, skuli
vera svo úr tengslum við fólk
og fyrirtæki í sveitarfélaginu að
halda að það sér okkur til hags-
bóta að fækka störfum og selja
vaxtarbrodda með því að setja
sjóðinn á uppboðsmarkað.
Sérstaklega er þetta einkenni-
legt þegar tekið er mið af því
loforði stefnuskrár framboðs-
ins ffá í vor að standa vörð um
starfsemi sjóðsins. Hér hefur
orðið alger trúnaðarbrestur á
milli mín og forystumanna list-
ans og fylgi ég þeirn hvergi.
Eg heiti á alla dugandi menn
og konur að standa vörð um
þetta mikilvæga fyrirtæki okk-
ar. Við þurfum að efla hér at-
vinnulífið, ekki deyða það. Við
þufum að sækja fram en ekki að
hörfa. Þegar ég flutti hingað í
Borgarfjörðinn fyrir um 10
árum síðan lenti ég í deilum út
af Mjólkursamlagi Borgfirð-
inga sem uin það leiti var lagt
niður. Þar barðist ég á móti því
að leggja af þá starfsemi en
slíkt átti að skila samfélaginu
miklum ijármtmum og nýrri
starfsemi. Það hús stendur enn
autt og þau störf sem þar töp-
uðust eru enn óbætt. Nú stend
ég aftur í sömu sporum en von-
ast til að geta haft meiri áhrif á
framvindu mála. Forystu-
mönnum Borgarbyggðarlist-
ans vil ég góðfuslega benda á
að pólistísk eftírmæli þeirra
manna sem höndla með 30 silf-
urskildinga eru miður góð. I
þessu máli erum við skildir að
skiptum og áskil ég mér allan
rétt til að vinna gegn sölu með
héraðshagsmuni að leiðarljósi.
Runólfur Agtístsson
Höfundur erstjómar- og
fulltrúaráðsmaður í
Spariþóði Mýrasýslu