Skessuhorn - 12.02.2003, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 2003
Að þessu sinni sér Lilja Aðal-
steinsdóttir um Eldhúskrókinn.
Lilja býður lesendum Skessu-
horns upp á kjúkling eldaðan á
nokkuð sérstakan máta.
Hráefni
2 búnt broccoli
1-2 kjúklingar (eftir stœrS)
2 ds. Kjúklingaszípa
1 bolli majones
ca. 2 ?nsk. karrý
1-2 kjúklingasoð
1 tsk sítrónusafi (.má sleppa)
ca. 1/2 bolli stiiffmg mix
ca. 1/2 bolli rifinn ostur
Brætt smjör
Kjúklingurinn kryddaður,
steiktur og beinhreinsaður og
brytjaður niður. Broccoli soðið
og sett í smurt eldfast mót og
kjúklingabitar ofan á. Hræra
saman majones, súpu, karrý,
sítrónusafa og kjúklingasoð og
hellt yfir kjúkling. Stuffing mix,
rifinn ostur og brætt smjör sett
yfir. Eldað í 30 mínútur við
250°.
Verði ykkur aö góhd
Hinn ungi og eínilegi frjálsíþróttamað-
ur af Skaganum,Sigurkarl Gústavsson, var
valinn íþróttamaður Borgarfjarðar í kjöri
UMSB fyrir skömmu. Hann var einnig í
eldlínunni um helgina og náði góðum ár-
angri á Meistaramóti íslands í frjálsum í-
þróttum. Sigurkarl er gestur skráargatsins
að þessu sinni.
Nafn: Sigurkarl Gústavsson.
Fæðingadagar og ár: 17. janúar 1985.
Starf: Þjdlfari hjd ÍA og Þjót.
Fjölskylduhagir: Eingir sem stendur.
Hvertng bíl áttu: cntsa bara d mömmu og pabba btl Hyndai
Uppáhalds matur: Kjúklimigr ogfranskar það er alltafsígilt
Uppáhalds drykkur: Leppin ogAquarius.
Uppáhalds sjónvarpsefni: Vinir og Olis sportið.
Uppáhalds sjónvarpsmaður: Omar Ragnarsson þegar hann var með veð-
urfréttir.
Uppáhalds leikari innlendur: Laddi hann er nokkuð góður.
Uppáhalds leikari erlendur: Denzel Washington.
Besta bíómyndin: Gladiator.
Uppáhalds íjrróttamaður: Peter Schmeichel hann er kóngiir vallarins og
það erþað sem gerir hann flottann.
Uppáhalds íþróttafélag: L4 og UMSB.
Uppáhalds stjómmálamaður: Gísli ,frændi“ Einarsson.
Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Þorstein „irúbador“ Gíslasson
hann d það til að halda svona lokaða tónleika.
Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: James Hetfield íMetallica.
Uppáhalds rithöfundur: uff. Eg les nii ekki mikið en ég held bara að ég
verði að segja Snorri Stuluson hann d nokkrar sterkar bækur.
Ertu hlynntur eða andvtgur ríkisstjóminni: Davíð er náttúrulega kon-
ungiir Islandsþað liggar engin vafi d því annars held ég bara að ég sé hlynt-
ur henni, fjlgist samt ekki mikið með.
Hvað meturðu mest ífári annarra: Heiðarleika og hvaðfólk ersvona á-
nægt með lífið, það segir mikið umfólk ef það er alltaf ífílu og með leiðindi.
Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Leiðindi ogfrekja.
Hver þinn helsti kostur: Eg er mjógjdkvæður.
Hver er þinn helsti ókostur: Eg er ekki með mjög sterkt bein í nefmu til
að seg/a nei.
Kom valið á þér sem íþróttamanni Borgatjjarðar þér á óvart: já það kom
mér mjög á óvart. Það er alltafgaman aðfá svcma óvænta atburði.
Hvaða merkingu hefur valiðjýrir þig: Það bara sýnirþað aðfólkið sem
velur íþetta kjór er ánægt með þau störfsem ég er að vinna hjá þeim ogþetta
naúndega rekur á eftir manni til að æfa af mun meiri krafti en áður og
standa undir nafni.
Hvaða mót eru framundan hjá þér: Það er næstau tvær helgar þá er
bæði MI íjjölþraut og MI15-22 ogsvo var ég að Ijúka M1 og bætti íslands-
metið í 60m íflokki 17-18. Svo eru öll stóruverkefnin ekkifytr en í sumar
og stefnan tekin á þau öll.
Eitthvað að lokum: jamrn ég vtma bara að sem flestir fari að hoifa á
fjálsíþróttir á komandi thnmn. Og vona nú að íþróttabærinn Akranes fari
að setja frjálsíþróttafélag á lagghnar.
Stulknakór í Reykholtskirkju
Stúlknakórinn Graduale Nobili
heldur tónleika í Reykholtskirkju
n.k. sunnudag kl. 16. Kórinn mun
dvelja við æfingar í Munaðarnesi
ffá föstudegi til stmnudagsog lýk-
ur æfingabúðunum með því að
syngja í þessari frábæru kirkju.
Hann mun einnig syngja í messu í
kirkjunni kl. 14.
A efnisskránni verða innlend
og erlend verk, kirkjuleg og ver-
aldleg og að vanda verður hluti
efnisskrárinnar verk sem gera
mjög miklar kröfur til flytjenda.
Hluti efnisskrárinnar verður á
léttari nótunum, lög úr söngleikj1
um og sígild dægurlög s.s. Sum-
mertime, Thank you for the
Music og The man I love.
Kórinn undirbýr þátttöku í al-
þjóðlegu kórakeppninni í
Tampere í Finnlandi í júní n.k.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 en
500 fyrir nema og ellilífeyrisþega.
Graduale Nobili var stofnaður
haustið 2000. Kórinn er skipaður
24 stúlkum á aldrinum 17 _ 24
ára, völdum úr hópi þeirra sem
sungið hafa með Gradualekór
Langholtskirkju.
Allir kórfélagar hafa stundað
tónlistarnám og margir stefna á að
hafa tónlist að ævistarfi.
(Fréttatilkynning)
Aukin umsvif í
upplýsinga-
tækni á
Grundartanga
Tölvuþjónustan Skrm á
Grundartanga hefur gert
samning við Norðurál hf. á
Grundartanga um IPmpls fast-
línusamband og alla almenna
internetþjónustu. Samkvæmt
fréttatilkynningu ffá fyrirtæk-
inu er samningurinn beint
framhald af uppbyggingu
Skríns á Vestur- og Suð vestur-
landi en Skrín rekur starfsstöð
á Grundartanga, þar sem starfa
fjórir tæknimenn við þjónustu
hjá fyrirækjum á Grundar-
tanga, á höfuðborgarsvæðinu
og á Vesturlandi.
Unnar Þór Lárusson, fram-
kvæmdastjóri sölusviðs Skríns,
segir þjónustusamninginn við
Norðurál mikið fagnaðarefhi
fýrir fyrirtækið.
Við stofnun starfsstöðvar
Skríns á Grundartanga á síð-
asta ári voru starfsmenn þrír,
en hefur nú verið fjölgað í
fjóra. Unnar segir stíganda í
verkefhum og segir staðsetn-
inguna henmga, bæði gagnvart
þjónustu við viðskiptavini á
Vesturlandi og á höfuðborgar-
svæðinu. „Starfsstöðin vinnur
að líkum verkefnum og unnin
eru hér á Akureyri, en þó má
segja að meira sé um rekstrar-
þjónustu fýrir sunnan, þ.e.
samninga við fýrirtæki um að
annast þjónusm og vöktun á
netþjónum staðarnetkerfa.
Þessi þjónusta á væntanlega
eftír að vaxa hér fýrir norðan
líka en markmið okkar í starf-
inu á Grundartanga er að sjálf-
sögðu aukinn vöxtur,“ segir
Unnar Lámsson.
Gáfu krökkunum kaflSkönnu
A söngvakeppni félags-
miðstöövarinnar Oðals, í
Borgamesi í síðustu
viku, fierði fioreldrafiélag
Grunnskólans Nemenda-
fiélagi Grunnskólans fior-
láta kafifiikönnu að gjöfi
en kannan mun njtast
til kafifisölu ífélagsmið-
stöðinni. Við sama tæki-
færi var opnuð ný
heimasíða foreldrafélags-
ins en hún er á slóðinni: http//vefirggu?inborg.is/foreldrar
A myndmni eruf.v. María Þórarinsdóttir og Sædís Bjórk Þórðardóttir frá For-
eldrafélaginu og Gunnar Smári Jónbjömsson formaður Nemendafélagsins.
Mynd: GHP
Skorað á stjómvöld
Á fundi stjómar Verkalýðsfé-
lags Borgarness með trúnaðar-
mannaráði og trúnaðarmönnum
félagsins á vinnustöðum, sem
haldinn var þriðjudaginn 4. febr-
úar 2003, var m.a. fjallað um at-
vinnumál og þar á rneðal stækk-
unaráform Norðuráls á Gmnd-
artanga. Fundurinn taldi að eftir
úrskurð Jóns Kristjánssonar ráð-
herra í Norðlingaöldumálinu
væri komin ótvíræð staða til að
svara óskum Norðuráls um orku
til stækkunar verksmiðju þeirra á
Grundartanga.
Fundurinn samþykkti einróma
svohljóðandi ályktun:
„Sameiginlegur fundur stjórn-
ar Verkalýðsfélags Borgarness,
trúnaðarmannaráðs og trúnað-
armanna félagsins á vinnustöð-
um, haldinn 4. febrúar 2003,
skorar á Alþingi og ríkisstjórn að
verða nú án tafar við óskum
Norðuráls um orku til stækkunar
álversins á Gmndartanga.
Fundurinn telur þjóðhagslega
hagkvæmt að í þessar stækkunar-
framkvæmdir verði ráðist þegar á
þessu ári. Og tæknilega er því
ekkert til fýrirstöðu. Með því
móti er unnt að draga verulega úr
miklu atvinnuleysi á sunnan-
verðu Vesturlandi, auka hagvöxt í
þjóðfélaginu og kaupmátt launa-
fólks.
Brýnt er að þessum fram-
kvæmdum á Suður- og Vestur-
landi verði lokið áður en megin-
þungi væntanlegra framkvæmda
við virkjun og álver á Austurlandi
kemur inn í efhahagslífið. Því
leggur fundurinn áherslu á að
Alþingi og ríkisstjórn verði án
tafar við óskum Norðuráls varð-
andi orkuöflun.
Greinargerð:
Atvinnuleysi hefur vaxið gíf-
urlega hér á landi undanfarið. A
landinu öllu munu vera samtals
yfir 6000 manns án atvinnu. I
Borgarbyggð, á Akranesi og
nærsveitum em nú um þessar
mundir á þriðja hundrað manna
á atvinnuleysisskrám. Því horfa
íbúar á þessu svæði m.a. mjög til
uppbyggingaáforma á Gmndar-
tanjgasvæðinu.
Áætlanir Norðuráls nú gera
ráð fýrir að gangsetning næsta á-
fanga verksmiðjunnar geti orðið
síðla árs 2005 eða á fýrstu mán-
uðum ársins 2006. En til þess að
það takist verða að fást viðun-
andi svör varðandi orkuöflun
fýrir stækkunina á næstu vikum.
Reynsla síðustu ára sýnir að
atvinnuleysi hefur minnkað og
kaupmáttur launafólks hefur
aukist til muna samfara upp-
byggingu stóriðju. Undanfarinn
áratug höfúm við búið við auk-
inn hagvöxt en margt bendir til
að þar sé nú að verða breyting á.
Stækkun Norðuráls mun færa
inn í íslenskt efnahagslíf fjár-
hæðir sem milljörðum tuga
skiptir. Og það er fjárfesting sem
íslenska hagkerfið getur ekki og
má ekki missa af. Því er brýnt að
setja ekki fót fýrir þessar ffam-
kvæmdir heldur vinna þeim
framgang hratt og vel.“