Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2003, Page 8

Skessuhorn - 12.02.2003, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 2003 onCiddunou. Herdís A. Siemundsdóttir Breytingar á atvinnuháttum landsmanna hafa verið gríðar- legar á síðustu árum og áratug- um. Störfum hefur fækkað í frumvinnslugreinum, landbún- aði og sjávarútvegi, en vaxið í hvers kynst þjónustustörfum. Þessar breytingar hafa að sjálf- sögðu komið misjafnlega niður á einstökum landssvæðum, fólki hefur þölgað mjög á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem störfum í þjónusm og opinberum rekstri hefur fjölgað mjög og að sama skapi hefur fólki fækkað á lands- byggðinni. Ný rannsókn Hagfræðistofn- unar Hásóla Islands leiðir í ljós að 40-60% þeirra sem fæddir eru á árunum 1968-1972, hafa yfirgefið heimabyggðir sínar. Jafnframt leiðir skýrslan í ljós að 60-70% fólks í þessum aldurs- flokki og sem hefur tekið lán hjá LIN til framhaldsmenntunar, hefur flust frá Vesturlandi, Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi. Þetta fólk snýr ekki aftur til sinna heimahaga ef það fær ekki störf við sitt hæfi. Þeg- ar sú kynslóð, sem nú ber uppi atvinnulífið á landsbyggðinni verður komin á eftirlaun, er hætt við að fáir verði til að taka við og vandamálin sem við stöndum frammi fyrir því stærri og vandleysanlegri. Ástæða þess að fólk flyst suð- ur er fyrst og fremst sú að þar eru störfin sem krefjast lang- skólamenntunar. Störf sem ákveðið hefur verið að skuli vera þar en ekki úti á landi. I fýrr- nefndri skýrslu Hagfræðistofn- unar er bent á nokkrar leiðir til að auka aðdráttarafl lands- byggðarinnar. I fyrsta lagi er bent á samgöngubætur sem auka aðgengi og stytta vega- lengdir að stærri þéttbýlisstöð- um. I Norðvesturkjördæmi eru verkefnin næg í samgöngumál- um. Það ætti t.d. að vera algjört forgangsatriði að tengja byggð- arlög á Vestfjörðum við hring- veginn með uppbyggðum veg- um og bundnu slitlagi. I öðru lagi bendir Hagfræðistofnun á mikilvægi menntastofnana á frainhalds- og háskólastigi, fýrir búsetuþróun. I Norðvesturkjör- dæmi eru 3 skólar á háskólastigi, Hólaskóli, Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri og Viðskipta- háskólinn á Bifföst, auk þess sem unnt er að sækja fjarnám á háskólastigi á nokkrum stöðum. Stofnanir sem þessar draga að sér langskólagengið fólk og hafa því mjög mikla þýðingu fýrir umhverfi þeirra. Það ætti að vera augljóst að eíling mennt- unar almennt sem og möguleika þessarra stofhana til þess að vaxa og þróast er ein mikilvægasta undirstaða þess að störfum sem krefjast langskólamenntunar fjölgi og þá um leið að ungt fólk vilji setjast að á landsbyggðinni. Sannarlega eru því sóknar- færin í þessu stóra Norðvestur- kjördæmi næg. Það veltur fyrst og fremst á gildismati og vilja manna, hvort tekst að nýta þessi sóknarfæri og jafna búsetuskil- yrði landsmanna. Fólksflóttinn er með öðrum orðum, ekkert lögmál, heldur snýst fýrst og síðast um almenna efnahags- stjórnun og raunhæfa áætlun um uppbyggingu og eftirfýlgni áætlana. I ljósi þess sem að framan er sagt og þeirrar upp- byggingar sem átt hefur sér stað á suðvesturhorninu og eru í far- vatninu á Norðaustur- og Aust- urlandi, hlýmr það að teljast eðlileg og sjálfsögð krafa að á næstu árum verði lögð sérstök áhersla á aðgerðir til eflingar at- vinnulífsins í hinu nýja Norð- vesturkjördæmi. Herdís A. Sæmundardóttir, framhaldsskólakmnari Sauðárkróki. Skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. l/tutAht’inið UinhvetjFisráðherrann andJitið reisú Þegar settur umhverfisráðherra kvað upp sinn Salomonsdóm nú á dögunum þótti mörgum bera nokkuð nýrra við og Auðun Benediktsson á Akureyri sem er skólabróðir okkar Jóns Kristjánssonar ffá Reykholti taldi að þar hefðu komið upp a.m.k. 4 nýmæli í pólitískri sögu á Islandi. I fýrsta lagi horfði Jón hnarrreistur fram- an í alþjóð. I öðru lagi ýtti hann verulega við þeim sífrera sem hefur einkennt hug- myndaffæði beggja fýlkinga. I þriðja lagi fór fram snyrtileg jarðarför án þess að við- komandi lík eða nánustu aðstandendur óskuðu þess og í fjórða lagi skoraði Jón mörg mörk í einni sókn en það er nokkuð sem handboltaliðinu okkar hefur ekki enn tekist. Með öll þessi nýmæli í huganum orti Auðun: Umhverfisráðherrann andlitið reisti, andlegan sífrera leysti. Vandlega jarðaði vatnsorku flón viskuboltinn hann Jón. Nokkur tíðindi hafa borist að undan- förnu af ræktunarstarfi Húnvetninga og afskiptum lögregluyfirvalda þar í sóknum af tilraunum manna til búdrýginda. Við fýrstu fréttir af málinu taldi Vigfús Péturs- son að þar hefðu hreinræktaðir heima- menn verið að verki og viljað bæta sér missi graslendis undir Blöndulón: Eg vil ekki trúa að fmnist þarflón enfréttimar berast nú þaðan. Þeir töpuðu ofmiklu landi undir lón og langar að bœta sér skaðann. Við nánari athugun kom í ljós að þarna var um að ræða aðflutta aðila af suðvestur- útkjálkanum sem höfðu orðið leiðir á lé- legum ræktunarskilyrðum Suðurnesja og fest kaup á gamla prestbústaðnum á Ból- stað þar sem séra Hjálmar dómkirkju- prestur hóf sinn sálusorgaraferil. Um ræktunarstarf nýbúans orti Guðmundur Valtýsson: Fram til dalaflúði sjó, fílaði dópið nösin, glaður því í Bólstað bjó við blessuð fjallagrösin. Kristján Stefánsson frá Gilhaga er gam- all bóndi og þekkir fullvel hvað það er að vera blankur enda rann honum tap nýbú- ans mjög til rifja: Svipmynd afdigrum sjóði svífur á burt sem reykur, „Grœnkandi dalur góði“ gerist nú sinubleikur. Fjölgreindir lagaverðir Húnavatns- sýslna munu hafa átt í nokkrum erfiðleik- um með að ákvarða hvernig með skyldi fara pottaplöntusafn það er í þeirra hend- ur var komið og varð það úr að klippa hluta af þeim til að senda í opinbera rann- sókn til Reykjavíkur en blómapottum með eftirstandandi innihaldi síðan raðað snyrtilega á sorphauga Blönduósbúa þar sem þau ungmenni staðarins sem aðhyllast gróðurhúsaáhrif drógu síðan óspart að sér skrautjurtir til að punta upp á heimili sín. Onnur kemur hér eftir Guðmund Val- týs: I Svartárdal þó blómstri blóm bestu vonir skorður þvinga, ef rœktin öðlast dauðadóm í Draugagili Blöndósinga. Ekki hef ég þó enn haft fréttir af því að ungir menn norður þar hafi fært ástmeyj- um sínum blómvendi af þesum jarðar- gróða en slíkt væri þó ekki nema eðlilegt og mannlegt að hugsa hlýtt til álitlegra kvenpersóna og hefur enda lengi verið sið- ur ungra manna á landi hér. Steinbjörn Jónsson orti brag um nokkrar ungar kon- ur í nágrenni sínu og eftir að hafa tilnefnt þá sem var fýrsta val kom síðan þessi vísa: Henni nœst að gœðum gekk Gerða ráðaþrota, sem að biðla fyrrumfékk fleiri en þurfti að nota. Stefán Sveinsson orti um aðra ægifagra heimasætu: Gekk ég ungur grýttan veg afglöpum þungum vola, Önnu í Tungu elska ég eins og lungun þola. Steinbjörn kvað síðar um aðra konu og þó í engu ómerkari: Drengjasolli sigfrá dró svo ei olli skaða, á til hollar ástir þó Unnur Bollastaða. Smekkur manna á fegurð hefur alla tíð verið breytilegur sem betur fer enda ekki heppilegt að allir séu ástfangnir af sömu konunni. Magnús Halldórsson horfði á sjónvarpskynningu á keppendum í fegurð- arsamkeppni þar sem keppendur tjáðu á- horfendum hugðarefni sín og hvaða stjörnumerki þær tilheyrðu: Að álfakroppi eg um hríð amorsglyrnum skaut, hún sýndist vera sœt og blíð en sagðist vera naut. Eftir að hafa misst þessa vísu út úr sér mátti Magnús hrekjast frá matborðinu undan óblíðu atlæti kvenkyns fjölskyldu- meðlima og hugleiddi þjáningar kúgaðra minnihlutahópa: Skilningur minn skýr og beinn skaðar yfirleitt, því síðan hefég setið einn og segi varla neitt. Já, það er vissara að passa á sér taland- ann ef vel á að fara. Málfar fólks er alltaf svoh'tið breytilegt og ákveðin orð og orða- sambönd meira notuð í vissum hópum en öðrum. Ungur maður kom orðinu „mað- ur“ íýrir að minnsta kosti einu sinni í flest- um semingum sem hann lét út úr sér og varð það tilefhi eftirfarandi vísu og langar mig að biðja þá sem vita um höfund að hafa samband við mig: Þess vegna segir maður „maður “ að maður þráir svo heitt aðfinni það enginn maður „maður" að maður sé ekki neitt. Á fýrri hluta síð- ustu aldar þegar Akranes var að byggjast upp og taka á sig svipmót þéttbýlis kom Ami Böðvarsson til Sveins í Mörk sem mun hafa verið oddviti á þeim tíma með reikning í sambandi við skolplögn sem Árni hafði lagt, kannske í félagi við aðra. Sveinn tókvið reikningnum en skrif- aði á hann í glettni „Mun vera rétt þó eigi sjáist" enda voru rörin komin undir mold og sáust ekki af yfirborði jarðar. Árni þótt- ist taka þetta óstinnt upp og sagði: Skrifar þú til skammar mér skakkt svo greiðsla fáist eigi, en Guð mun hafa gefið þér gáfur - þó að sjáist eigi. Stundum hafa menn iðkað það að end- urbæta vísur sínar eða annara með því að auka við orði eða orðum effir því sem við á og kemur hér smádæmi sem kemur upp í hugann en um höfundinn hef ég ekki fulla vissu (Jóhannes úr Kötlum ?): Jóhannes með létta lund (ölvaður) laðar til sín fagurt sprund (bölvaður). Postulíns eitt sinn átti hund (mölvaður) alsœll loks á dauðastund (fölvaður). Að lokum langar mig til að spyrja les- endur mína hvort einhver kannast við höf- und og eftir atvikum tildrög eftirfarandi vísu sem við látum verða lokaorðin að Fyrirhyggjanfmnst mér þá frekar verða að sökum, efhún skarar eldifrá annara manna kökum. Meó þökkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 dd@binet.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.