Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2003, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 12.02.2003, Blaðsíða 11
MIÐVTKUDAGUR 12. FEBRUAR 2003 11 jtttssunu... Silfriö í annað sinn Þrátt fyrir að hafa byrjað leik- inn af miklum krafti urðu Snæ- fellingar að beygja sig fyrir of- ureflinu í bikarúrslitaleiknum Hlynur Bæringsson gegn Keflvíkingum I Laugar- dalshöllinni síðastliðinn laugar- dag. Snæfellingarnir komu vel stemmdir til leiks, dyggilega studdir af sínum áhangendum sem fjölmenntu í höllina. Þó er ekki ólíklegt að Hólmararnir hafi gert sér grein fyrir því fyrirfram að þarna væru þeir í hlutverki Davíðs gegn Golíat og kann það að hafa skipt máli þegar leið á leikinn og Keflvíkingar náðu yfirhöndinni. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og eftirminnilegasta at- vikið er án efa slagsmál tveggja öflugustu leikmanna leiksins, þeirra Damon Johnson úr Kefla- vík og Hlyns Bæringssonar úr Snæfelli. [ viðureign þeirra sló sá fyrrnefndi til hins, sem hlýtur að teljast brottrekstrarsök. Dómararnir tóku hinsvegar þá ákvörðun að deila refsingunni milli slagsmálahundanna og létu þá hafa sitt hvort tæknivítið. Jafnræði var með liðunum fyrsta leikhlutann og að honum loknum var staðan 19-16. Um miðjan annan leikhluta var hins- vegar farið að dofna yfir Snæ- fellingum og þá kom munurinn á liðunum í Ijós sem felst annarsvegar í breidd leik- mannahópsins og hinsvegar I leikreynslunni. Staðan í hálfleik var 46 - 33 og eftir það var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn lenti. Mest komust Keflvíkingar í 30 stiga forystu, en á tímabili datt allt ofan í hjá þeim á meðan Snæfellingar gátu illa fótað sig gegn pressu- vörn Suðurnesjamannanna og voru að missa boltann klaufa- lega á stundum. í lok þriðja leik- hluta var staðan 73 - 44 en í þeim síðasta tók við hálfgerð flugeldasýning þar sem liðin skiptust á að skjóta og skoruðu um þrjátíu stig hvort. Lokatölur leiksins urðu 95 -71. Bestu menn Snæfells í leikn- um voru þeir Clifton Bus, Helgi Guðmundsson og Hlynur Bær- ingsson. Tölurnar - Snæfell Nr Nafn Mín HF STO STIG 4 Baldur Þorleifsson 2 0 1 0 5 Andrés M. Heiðarsson 1 1 0 0 6 Atli R. Sigurþórsson 15 1 1 0 7 Jón Ó. Ólafsson 23 8 1 6 1 8 Helgi R. Guðmundss. 35 4 7 7 10 Sigurbjörn Þórðarson 17 1 1 0 1 11 Clifton Bush 40 14 4 30 12 Lýður Vignisson 34 4 0 10 13 Guðlaugur 1. Gunnarss. 3 1 0 0 14 Hlynur E. Bæringsson 30 6 2 17 Sigur- karl í fjórða Frjálsíþróttamaðurinn Sigurkarl Gústafsson úr UMSB náði góðum árangri á Meistaramóti íslands í frjáls- um íþróttum innanhúss um síðustu helgi en hann hafnaði í fjórða sæti í 60 m. hlaupi á tímanum 7,16. FIMA í þremur efstu sætunum Alls 24 stúlkur, á aldrinu 8- 12 ára, frá Fimleikafélagi Akraness tóku þátt í Pæju- móti Hamars sem fram fór í Hveragerði um síðustu helgi. Mótið var það fyrsta sem stúlkurnar taka þátt í og var árangurinn framar öllum von- um. Keppt var í 1. þrepi og 1,- þrepi B í almennum fimleik- um og tóku Skagastelpurnar þátt í síðarnefnda þrepinu. Fyrirkomulag mótsins var með þeim hætti að sex stúlk- ur voru saman í liði og töldu fimm bestu einkunnirnar samanlagt hjá hverju liði. Eins og áður segir stóðu stúlkurnar sig framar vonum. FIMA varð í 1., 2., 3. og 5. sæti af 9 liðum. Aukaaðal- fundur KÍA Aukaaðalfundur Knattspyrnu- félags ÍA var haldinn sl. þriðju- dag í íþróttamiðstöðinni á Jað- arsbökkum. Aðalfundur félags- ins hafði farið fram fyrir tölu- verðu síðan, en vegna nýrra reglna frá KSÍ þurfa ársreikn- ingar knattspyrnufélaga á ís- landi í dag að fyigja almanaks- árinu en hingað til hefur upp- gjörið hjá ÍA miðast við októ- ber til október. Aðalefni fund- arins var því að leggja fram reikninga fyrir október, nóvem- ber og desember 2002 en að auki tóku Ólafur Þórðarson, þjálfari mfl., Ingibjörg H. Ólafs- dóttir, þjálfari 2.fl. kvenna, og Þór Hinriksson, yfirþjálfari yngri flokkanna, til máls þar sem þau stikluðu á því helsta sem viökemur flokkunum þeirra í dag sem og þeim verk- efnum sem framundan eru. HJH Körfuknattleikur, 2. deild Góður árangur Vesturlandsliða Skagamenn hafa tekið for- ystu í A riðli 2. deildar í körfuknattleik. Liðið er með 16 stig eftir 11 leiki en í öðru sæti er Keflavík B sem á reyndar tvo leiki til góða. Skagamenn léku síðast þann 1. febrúar og sigruðu þá Val C á útivelli 111-90 og viku áður sigruðu þeir Deigluna á Akra- nesi 83 -73. Næsti leikur liðs- ins er við Keflavík B á Skag- anum næstkomandi föstu- dag. í D riðli leika tvö önnur Vest- urlandslið, Grundarfjörður og Reynir Hellissandi. Grundfirð- ingar eru í öðru sæti riðilsins með 16 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Selfossi/Laug- dælum C. Reynir Hellissandi er hinsvegar í neðsta sæti með tvö stig. Síðasti leikur lið- anna var innbyrðis viðuregn þeirra þann 1. febrúar síðastliðinn og sigruðu Grundfirðingar 82 -76. Viku fyrr töpuðu Grundfirðingar hinsvegar fyrir Þór Þorláks- höfn B 61 - 83. GE Molar Eins og sagt hefur verið frá hér á síðunni hefur landsliðsmaðurinn fyrrver- andi, Ólafur Adólfsson tekið við þjálfun meistaraflokks Skallagrfms í knattpspyrnu. Liðið lék sinn fyrsta leik undir hans stjórn um síð- ustu helgi. Skallagrímur mætti þá ÍH úr Hafnarfirði í æfingaleik á Ásvöllum. Skallagrímur sigraði 5 - 4 en sigur hefur verið sjald- gæfur síðustu misseri og vonandi að það færist í aukana. Bruni hefur ekki tilkynnt lið á íslandsmótið í 3. deild að þessu sinni en samkvæmt upplýsingum af heimasíðu liðsins hafa Brunamenn á- kveðið að taka sér ársfrí. Vesturlandsliðunum á ís- landsmótinu fækkar þar með um eitt og verða því aðeins þrjú að þessu sinni, þ.e. ÍA í úrvalsdeild og Skallagrímur og Víkingur Ólafsvík f þeirri þriðju. Vík- ingarnir koma því aftur inn undir sínu nafni en síðustu tvö ár hefur HSH sent lið til keppni sem reyndar hefur að stærstum hluta verið skipað Víkingum. Nokkrir leikmenn úr Bruna hafa mætt á æfingar hjá Skallagrími að undanförnu og sex Brunamenn léku með liðinu gegn ÍH á föstu- dag. Raðað hefur verið í riðla fyrir íslandsmótið í þriðju deild. Vesturlandsliðin, Skallagrfmur og Víkingur Ólafsvík munu leika í riðli með Boltafélagi ísafjarðar, Bolvíkingum, Drangi frá Vík í Mýrdal, Gróttu frá Sel- tjarnarnesi og Reykjavíkur- liðunum Deiglunni og Núma. IÞKOI IAMíMMLAG AKRANESS Guðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Vífifells, afhenti fyrir hönd fyrir- tækisins rekstrarfélagi mfl. ÍA i knattspyrnu styrk uppá ríflega 800 þús- und krónur sem var hlutur ÍA í söluátaki Vífilfells á Akranesi. Vífilfell styrkir ÍA með því að láta 5 krónur af hverjum seldum lítra af kóki á Akranesi renna til félagsins á meðan íslandsmótið í knattspyrnu stend- ur yfir eða frá byrjun maí fram til loka september. Á myndinni má sjá Guöjón (t.h.) afhenda formanninum, Gunnari Sig- urðssyni ávísunina. IÞROTTAMIÐSTOÐIN BORGARNESI KR-ingarnir koma! Nú er það baráttuleikur fyrir veru okkar í deildinni. Tökum þátt í leiknum og hvetjum okkar menn! Klappstýrur dansa! Mætum öll á baráttuleik! SKALLAGRIMUR - KR Föstudaginn 14. febrúar kl. 19:15

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.