Skessuhorn - 19.02.2003, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 2003
aitiisaunu^
Iþróttamaður
Borgarbyggðar 2002
Val á íþróttamanni Borgar-
byggðar árið 2002 fer fram við
hátíðlega athöfn í íþróttamið-
stöðinni, að loknum leik
Skallagríms og Njarðvíkur,
föstudaginn 21. febrúar um kl.
20.40. Veitt verður viðurkenn-
ing úr Minningarsjóði Auðuns
Hlíðkvists Kristmarssonar og
Umf. Skallagrímur afhendir
viðurkenningar við sama
tækifæri.
Það var Hilmar Þór
Hákonarson knattspyrnukappi
sem varð fyrir valinu í fyrra.
Tómstundanefnd Borgar-
byggðar hefur veg og vanda
að þessum viðburði sem er
hugsaður sem hvatning fyrir í-
þróttafólk og ekki síður til
þess að ungir iðkendur sjái
hve langt er hægt að ná með
því að æfa vel og regiulega.
(Fréttatilkyrming)
Bridgefélag Akraness
Akranesmótið í
sveitakeppni
Akranesmótið í Sveita-
keppni 2003 stendur nú yfir.
Níu sveitir eru skráðar til leiks,
spilaðir eru tveir 16 spila leikir
á kvöldi, tvöföld umferð
Efstu sveitir að loknum 8
umferðum eru:
1. Hársnyrting Vildísar 189
stig, 2. Sveit Árna Bragasonar
186 stig, 3. Sveit Tryggva
Bjarnasonar 170 stig, 4. Öld-
ungarnir 160 stig, 5. SveitAI-
freðs Kristjánssonar 146 stig.
Þess ber þó að geta að
Öldungarnir hafa leikið einum
leik minna en hinar sveitirnar.
ÚRVALSDEILDIN í KÖRFUKNATTLEIK
SKALLAGRIMUR
Herslumuninn vantaði
Haukar - Snæfell: 81-80
I annað sinn á hálfri viku
voru Snæfellingar aðeins
hársbreidd frá sigri gegn
stóru liðunum þegar þeir
töpuðu með einu stigi gegn
Haukum á Ásvöllum á mánu-
dagskvöld.
Haukar höfðu að vísu frum-
kvæðið mest allan leikinn en
náðu aldrei verulegu forskoti.
Eftir fyrsta leikhiuta leiddu
heimamenn með þremur stig-
um, 28-25 og í hálfleik var
staðan 50-41 fyrir Hauka.
Segja má að leikurinn hafi
verið í járnum allan síðari
hálfleikinn þótt Haukarnir hafi
allan tímann verið ofan á en
Hólmararnir voru þó aldrei
langt undan og litlu munaði
að þeim tækist að stela
sigrinum á lokasekúndunum.
Snæfellingar
fengu gullið
tækifæri til að
gera út um
leikinn þegar
20 sekúndur
voru eftir og
staðan var 81-
80. Clifton
Bush fékk þá
boltann en lét dæma á sig
ruðning.
Eins og oft áður báru þeir
Clifton Bush og Hlynur Bær-
ingsson höfuð og herðar yfir
sína félaga í Snæfelli.
Tölurnar - Snæfell
Nr Nafn Mín HF STO STIG
5 Andrés M. Heiðarsson 20 4 1 8
6 Atii R. Sigurþórsson 17 1 2 7
7 Jón Ó. Ótafsson 17 3 2 2
8 Helgi R. Guðmundss. 35 1 10 8
10 Sigurbjörn Þórðarson 31 5 0 10
11 Clifton Bush 40 5 3 26
14 Hlynur E. Bæringsson 40 13 2 19
Það er vont að spila í Kópavogi
Breiðablik-Skaliagrímur: 99-77
Skallagrímsmenn náðu ekki
að fylgja eftir dýrmætum sigri
gegn KR-ingum í Borgarnesi
þegar þeir heimsóttu Breiða-
biik í Kópavoginn á sunnu-
dagskvöld. Skallarnir byrjuðu
illa og lentu undir strax í byrjun
og þegar fyrsti leikhlutinn var
hálfnaður var munurinn níu
stig. Fljótlega náðu Skallarnir
þó að rétta úr kútnum og fram
undir leikhlé var jafnræði með
liðunum en staðan í leikhléi var
47 - 43, Blikum í vil. [ þriðja
leikhlutanum gerðu heima-
menn hinsvegar út um leikinn
og hleyptu Borgnesingum ekk-
ert meira inn þannig að eftir-
leikurinn var auðveldur. Skall-
arnir léku mun verr en gegn
KR-ingum á föstudag og vant-
aði þann kraft sem oft hefur
einkennt leik þeirra í vetur þrátt
fyrir að árangurinn hafi ekki
alltaf verið eftir því. Það er Ijóst
að róðurinn verður þungur það
sem eftir er. Að-
eins eru fjórar
umferðir eftir,
en jafnmörg
stig skilur
Skallagrím frá
því að bjarga
sér frá falli.
Möguleikarnir
eru þó enn fyrir
hendi og
s p u r n i n g i n
hvort heppnin gengur aftur í lið
með Borgnesingum en það er
það sem þeir þurfa á að halda
í lokaslagnum.
JoVann Johnson var bestur í
liði Skallagríms á sunnudags-
kvöldið.
Tölurnar - Skallagrímur
Nr Nafn Mín HF STO STIG
4 Finnur Jónsson 7 1 0 0
5 Hafþór 1. Gunnarsson 26 5 2 4
6 Ari Gunnarsson 17 3 1 2
7 Pálmi Þ. Sævarsson 22 5 0 0
9 JoVann Johnson 37 10 2 31
10 Pétur M. Sigurðsson 26 0 3 5
11 Þorvaldur Æ. Þorvaldss. 1 0 0 0
14 Darko Ristic 34 4 0 21
15 Milosh Ristic 30 1 3 14
Frá UMSB
og
UMFN
Föstudaginn 21. febrúar
kl. 19:15
Iþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
ALLLLLLLLLIR Á VÖLLINNUU!!!
KÖRFUKNATTLEIKSDEILD SKALLAGRÍMS
Fonnannanámskeið
Formannanámskeið UMFI
var haldið á Hvanneyri, laugar-
daginn 15. febrúar, á vegum
þjónustumiðstöðvar UMFI í
Borgarnesi, en UMSB rekur
eina af fimm þjónustumið-
stöðvum UMFI, hinar eru á
Selfossi, Isafirði, Akureyri og
Egilsstöðum. Tilgangur þjón-
ustumiðstöðvana er að vera
tengiliður milli skrifstofu
UMFI í Reykjavík og ung-
menna- og héraðssambandanna
úti á landi. Skrifstofan í Borg-
arnesi á að sinna ungmenna- og
héraðssamböndunum á vestan-
verðu landinu þ.e. UMSB,
Umf. Skipaskaga, HSH, UND
og USVH.
Þátttakendur á námskeiðinu
voru 10 og komu þeir frá
UMSB, HSH og UND. Náms-
efnið á námskeiðinu var fjöl-
breytt og skemmtilega uppsett.
Það hófst með efni frá leið-
beinendum Junior Champer.
Stöllurnar Arna Gunnarsdóttir
og Svanfríður „Svana“ Lárus-
dóttir tóku fyrir hlutverk og
skyldur stjórnarmanna í félög-
um og áhersla lögð á að virkja
hvern og einn stjórnarmann
sem best og fá stjórnina til að
vinna sem eina heild. Valdimar
Gunnarsson starfsmaður
UMFI, sem stjórnaði nám-
skeiðinu, og Björn B. Jónsson
formaður UMFI kynntu starf-
semi UMFI. Valdimar kynnti
einnig ýmsa styrkjamöguleika
fyrir starfsemi ungmennafélag-
anna bæði fyrir einstaklinga og
fyrir verkefni á vegum ung-
mennafélaganna.
Að lokum var Gísli Blöndal
með erindi um leiðir til að gera
fundi árangursríkari, þar var
farið í helsm atriði fundarskapa
og eins hvernig næst betur til
þeirra sem ræðan er ætluð bæði
með orðum og athöfnum á
meðan á ræðunni stendur. Er-
indi Gísla var mjög líflegt og
hressilegt og náði vel til þátt-
takenda sem verða væntanlega
óhræddir við að tjá sig á næstu
fundum sem þeir mæta á.
Guðmundur Sigurðsson