Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2003, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.02.2003, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 2003 ^■uUísunuK. Akraneskaupstaður gefur SHA giöf Fulltrúar bæjarráðs Akraness ásamt bæjarstjóra færðu Sjúkra- húsi og heilsugæslustöð Akra- ness málverk að gjöf í tíleíni af hálfrar aldar afmæli stoíhunar- innar á nýliðnu ári. Málverkið er eftir Bjarna Þór Bjarnason og sýnir Akrafjallið með kaupstað- inn í forgrunni. A myndinni má sjá fulltrúa Akraneskaupstaðar og með þeim eru þeir Guðni Tryggvason, formaður stjórnar SHA, og Guðjón Brjánsson framkvæmdarstjóri SHA. HJH Alfbeiður I Olafsdóttir fier se'r hákarlsbita og fimist hann bara mjög góður. Þorrablót yngri kynslóðarinnar Það er ekki bara fullorðnir sem halda sín árlegu þorrablót, leikskólabörn gera það líka. Leikskólakrakkar á Sólvöll- um í Grundarfirði héldu sitt þorrablót á dögunum. Sú hefð er fýrir því að bjóða 1. bekk í Grunnskólanum til þessara hátíðar. Einnig var foreldrum boðið á blótið. Eins og á stórum þorrablót- um var boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði sem margir höfðu gaman af. Að loknum skemmtiatriðunum var boðið upp á hefðbundinn þorramat td. hákarl, hangikjöt, sviða- sultu, hrútspunga og m.fl. 73 Eigi skal höggva! Þegar ég var lítill sagði amma mín mér sögu af tröll- karlinum Loðinbarða sem minnti á sig fýrir utan bæ með því að pissa á skjáinn. Fóru þá bóndadætur út að sendast fýrir gamlan föður sinn af því að alltaf fannst þeim regnið dynja á glugganum og vildu hlífa karlinum viðvætunni. Uti fýr- ir beið Loðinbarði þeirra og hafði þær á brott með sér í helli sinn eina af annarri. I æv- intýrum er þetta algengt minni, tröll og forynjur hafa af búaliði það sem því er kærast en oftar en ekki eru einhverjar góðar vættir kynntar til sögu sem koma tíl bjargar á ögur- stundu og leiða heim kúna eða frelsa dæturnar úr hellinum. I grein í síðasta tölublaði Skessuhorns ritar Runólfur Agústsson grein sem einna helst virðist rituð til að slá skjaldborg um Sparisjóð Mýrasýslu og kallar hann til liðs við sig konur og menn. Er að sjá að ég og aðrir í forystu- sveit Borgarbyggðarlistans séum í hlutverki Loðinbarða í ævintýrinu um sparisjóðinn. Því þykir mér rétt að skýra í stuttu máli frá því hvernig þetta mál kemur mér fýrir sjónir. Sparisjóði Mýrasýslu er stýrt af fimm manna stjórn og spari- sjóðsstjóra. Stjórnarmenn eru kjörnir af fulltrúaráði en full- trúaráðsmenn eru tilnefhdir af sveitarstjórnarmönnum. Stofhfjáreigendur í sjóðnum eru Borgarbyggð og Hvítár- síðuhreppur. Eftír að ný sveitarstjórn tók við síðasta sumar hér í Borgar- byggð þótti rétt að kanna hvort mögulegt og fýsilegt þætti að sveitarfélagið seldi stofhfé sitt í sjóðnum. Kom þar einkum þrennt tíl, miklar breytingar voru að verða á eignarhaldi á bönkunum, fjár- hagsstaða sveitarfélagsins var slæm og ljóst var að tiltekinn banki væri tilbúinn til við- ræðna við sveitarstjórnarmenn um kaup á stofnfé Borgar- byggðar í sjóðnum. I kjölfarið var málið rætt innan meiri- hlutans í bæjarstjórn og málið kynnt fýrir fulltrúum meiri- hlutans í stjórn sparisjóðsins og síðan sparisjóðsstjóra skömmu áður en gengið var til kosninga í annað sinn í byrjun desember. A þessum fundum upplýstu stjórnarmenn bæjar- fulltrúa um framtíðarstefnu- mótun í sjóðnum. I lok síðasta árs tóku gildi ný lög um fjármálafýrirtæki. Sparisjóðir falla undir þessi lög og var ljóst af lögunum að ekki væri lengur hægt að selja stofnfé í sparisjóði nema tíl annars sparisjóðs. Því þótti sitjandi meirihluta rétt að kanna hvort enn væri gerlegt fýrir sveitarfélagið að losna út úr rekstri sjóðsins þannig að arður af sölu eignarhlutar íbúa Borgarbyggðar í sjóðnum rynni til sveitarfélagsins. Leit- að var álits lögmanna á þessu og þar sem þeir töldu að þetta væri unnt var ákveðið að kanna hvort bankar hefðu áhuga á að kaupa rekstur sjóðsins. Stjórn- armenn í sparisjóðnum og sparisjóðsstjóri voru upplýstír um óformlegar viðræður sem fýlgdu í kjölfarið. Það er óumdeilt að kjörnir bæjarfulltrúar fara með stofh- fjáreign sveitarfélagsins í Sparisjóði Mýrasýslu. Stjórn sjóðsins og sparisjóðsstjóri fara með stjórn hans og bera á- byrgð á rekstrinum. Það er því afar mikilvægt að þarna á milli ríki trúnaður og hvorir um sig virði skyldur hinna. Það er rétt að það komi skýrt fram að hvorki ég né nokkrir aðrir sveitarstjórnarmenn höfum haft afskipti af störfum stjórn- armanna né brotið trúnað við þá á nokkurn hátt! Það vekur hinsvegar upp spurningar hvaða tílgangi það þjónar að skrifa um það í blöð að sveitar- stjórnarmenn vinni að því að Finnbogi Rögnvaldsson setja sparisjóðinn á uppboðs- markað og fækka störfum í sveitarfélaginu. Varla er þetta sett frani í þeim tilgangi að efla starfsemi sparisjóðsins. Og ekki er Runólfur svo barnaleg- ur að halda að formaður bæj- arráðs labbi með Sparisjóði Mýrasýslu á markað og selji hann fýrir poka af baunum! Það hlýtur að vera mönnum nokkurs virði að kanna, svo óyggjandi sé, hvernig hags- rnunir íbúa sveitarfélagsins séu best tryggðir. Ef menn komast að því að hagfellt sé að losa sveitarfélagið út úr starfsemi fjármálafýrirtækja ber mönn- um að sjálfsögðu að velja þann kost. En það hefur enginn selt neitt! Hér er eingöngu um það að ræða að menn vilja vita hvernig hagsmunir sveitarfé- lagsins séu best tryggðir. Einu sinni var rekið mjólk- ursamlag í Borgarnesi. Það var lagt niður. Sparisjóður Mýrasýslu er vel rekið fjár- málafýrirtæki, ekki mjólkur- samlag, ekki mjólkurkýr og ekki forsenda þess að fólk búi í Borgarfirði. Það væru stór mistök að grípa til þeirra ráð- stafana sem drægju þrótt úr starfandi fýrirtækjum í sveitar- félaginu, hvaða fýrirtæki sem þar ættu í hlut. Slíkt er ekki á döfinni. Margt hefur hinsvegar breyst á þeim rúmlega 90 árum sem Sparisjóður Mýra- sýslu hefur starfað. I 80 ár var þetta eina fjármálafýrirtækið í héraðinu (undanskilin er fjár- umsýsla kaupfélagsins) og því má heita að öll atvinnuupp- bygging í Borgarfirði sem nú á sér stað hafi orðið fýrir tilstyrk fýrirtækisins. A undanförnum árum hafa hinsvegar orðið miklar og örar breytingar á þessu sviði sem öðrum, fjár- málafyrirtækjum fjölgar og samkeppni fer vaxandi á bankamarkaði á sama tíma og opinberir aðilar eru að mestu hættir afskiptum af bankastarf- semi. Merm hljóta því að spyrja sig hvort skuldsett sveit- arfélag sé réttí aðilinn tíl að standa að rekstri sparisjóðs. I þeirri umræðu ættu menn hinsvegar að fara varlega og láta ekki stundarbræði hlaupa með sig í gönur. Eigi skal höggva! Finnbogi Rögnvaldsson formaður bæjarráðs Borgarbyggðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.