Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2003, Qupperneq 2

Skessuhorn - 30.07.2003, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. TULI 2003 jntaaunui.. Kvartað undan óþef á Akranesi Vænt og grænt í ferðaþjónustunni í sumar stendur yfir tilraunaverkefni á veg- um Lífrænnar mið- stöðvar á Hvanneyri og ferðaþjónustu- bænda sem felst í því að bjóða ferðafólki upp á ferskt heima- ræktað grænmeti. Tveir ferðaþjónustu- bæir taka þátt í verk- efninu, Fljótstunga í Hvítársíðu og Suður- Bár í Grundarfirði. „Verkefnið gengur út á að ferðaþjónustu- bændur rækti sitt eigið grænmeti á fljódegan hátt. Grænmedð er Ásdís Helga Bjamadóttir hjá Líj-rœnni miðstöð á Hvanneyri og Ema GiuSný Jónsdóttir á Suðurbár weö plöntur í upphafi sumars, og tbaksýn má sjá Töluvert hefur borið á kvört- unum undanfarið frá íbúum á neðri Skaga vegna lyktmengun- ar sem talin er koma frá fyrir- tækinu Laugafiski hf. sem starfar við fiskþurrkun. Fyrir- tækið flutti starfsemi sína til Akraness fyrir ekki svo löngu síðan en var áður rekið í Njarð- vík. Þaðan var fyrirtækið nánast hrakið af heilbrigðisyfirvöldum vegna þrálátrar lyktmengunar. Nú hyggjast íbúar sem búa á neðsta hluta Akraness taka Háhraða intemet í Skorradal Settír hafa verið upp ör- bylgjusendar fyrir háhraða Intemettengingar í Skorra- dal og stendur sumarhúsa- eigendum og íbúum í Skorradal til boða að kaupa þessa þjónustu af fyrirtækinu eMax. Samkvæmt fréttatil- kynningu frá eMax eru á- skrifendur þegar orðnir á annan tug, jafnt íbúar í sveit- arfélaginu sem og sumar- húsaeigendur. Sendar fyTÍr örbylgjusambandið era stað- settir á bænum Vatnsenda við norðanvert vatnið og við Haga að sunnanverðu. Fram tíl þessa hefur engin sambærileg þjónusta verið í boði á svæðinu en með send- um eMax er hægt að tryggja þjónustu sem er santbærileg við SDSL lausnir símafyrir- tækjanna. Tilraunir standa nú yfir með að reka netsíma á kerfinu. „Hágæða þjónusta af þessu tagi eykur not fyTÍr sumarhúsin og styrkir þá hugsun sem sífellt íleiri sum- arbústaðaeigendur meta mikils, að sumarhúsið sé í raun heimili í sveitínni,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá eMax. „Fyrirtækið undirbýr uppsetningu á sambærilegri þjónustu fyrir sumarhúsa- byggðir víðar á Suð-vestur- landi. Framtíðarmöguleikar á þessu sviði eru rniklir og víða utn heim er horft með eftirvæntingu til svokallaðr- ar IP afþreyingu, þ.e. að sjónvarp og video verði einnig tekið um tengingar af þessu tagi.“ A sama tíma hefur eMax í samstarfi við Fjarska sett upp senda í Borgarnesi og að hluta til í uppsveitum Borg- arfjarðar. Frekari uppsetn- ing á sendum er áforntuð í á- gúst. eMax er í samstarfi við Tölvubóndann, Sverri Guð- mundsson á Vesturlandi. GE höndum saman og leggja fram formlega kvörtun undan lykt- inni sem berst frá Laugafiski sem og Síldarverksmiðjunni. Skessuhorn hefur heimildir fyr- ir því að undirskriftarlisti sé í gangi þar sem kvartað er undan lyktinni og mun ætlunin sú að vera skila listanum til heilbrigð- iseftirlitsins. Einn íbúi á neðri Skaga sagði í samtali við Skessuhorn að allir væru orðnir dauðþreyttir á þessari skítapest. Astandið hafi oft verið slæmt en alveg sérstaklega í sumar. „O- þefurinn er ekki bara frá hausa- verksmiðjunni heldur líka frá Síldarverksiniðjunni. Þegar Síldarverksmiðjan var endur- byggð vantaði ekki yfirlýsing- arnar frá HB um að framvegis yrði nánast enga lykt að finna frá verksmiðjunni en annað hefur heldur betur komið á daginn," sagði íbúinn. Gerum allt sem hægt er Lúðvík Haraldsson, fram- kvæmdarstjóri Laugafisks, segir fyrirtækið vera með öflugasta mengunarbúnaðinn sem notað- ur er á landinu í dag. T.a.m. mun hreinsibúnaðurinn sem notast er við í dag vera tíu sinn- um öflugri en sá sem var notað- ur í Njarðvík. Fyrir um þremur vikum bilaði þessi búnaður og var óstarfhæfur í rúman sóla- hring og í kjölfarið barst fyrir- tækinu nokkrar kvartanir frá nálægum íbúurn. „Við höfum ráðist í fjárfestingar fyrir 2-300 milljónir á svæðinu og viljum því hafa þessa hluti í lagi. Eftir að okkur bárust þessar kvartan- ir breyttu við verklagi okkar töluvert sem rniðar m.a. að því að vinna með ferskara hráefhi heldur en við höfum hingað til gert. Með þeim hætti og þess- um öfluga mengunarbúnaði sem við höfum yfir að ráða á ekki að berast mikil lykt frá fyr- irtækinu. Það er nú líka svo að lyktin sem fólk finnur stundum er ekki bara að berast frá okkur heldur líka frá öðram, bæði frá Síldarverksmiðjunni og þegar verið er að landa úr loðnuskip- um sem eru með nokkurra daga gamalt hráefni. Svo er það nú þannig að lyktin er alltaf mest á sumrin. En þegar allt kemur til alls þá gerurn við allt sem í okk- ar valdi stendur til að draga úr lyktmengun frá fyrirtækinu,“ sagði Lúðvík. forræktað á Hvann- gróðurhúsió. eyri en framræktað hjá okkur og síðan bjóðum við okkar gestum upp á þetta beint úr garðinum," segir Marteinn Njálsson, ferðaþjónustubóndi á Suður-Bár. „Við erum með fjölda teg- unda, bæði þær hefðbundnu eins og brokkoli, hvítkál, blómkál og rófur og einnig ýmiskonar salat, risatúnsúru og fleiri fágætari teg- undir. Þetta hefur gengið vel og matargesmm finnst alveg frábært að fá svona ferskt salat beint úr garðinum á diskinn. Þetta er hollur og góður heimafenginn baggi,“ segir Marteinn. A Suður - Bár er boðið upp á gistingu fyrir fjórtán manns og þar er boðið upp á morgunmat og kvöldverð. Einnig er boðið upp á golf, hestaleigu, veiði og gönguferðir. Marteinn segir að aðsóknin hafi verið góð í sumar og fullbókað ffá því síðustu vik- una í maí. GE Hrafitiaþing á Rifi Áhugamenn uin fuglalíf við Rif sendu nýverið bæjar- ráði Snæfellsbæjar bréf þar sem gerð er athugasemd við meðferð á lífrænu sorpi á svæði gámastöðvar bæjarins og á athafnasvæði við Rifs- höfn. Fram kom í bréfinu að sorp í opnum gámum laði að hrafna sem herja síðan á fuglavarpið við Rifsós. „Það hefur allt verið gert til að takmarka sorp í opn- um gámum og og reynt að halda vargi í skefjum ineð að farga honum,“ segir Krist- inn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. „Hvað hrafn- inn varðar hafa menn veigrað sér við að skjóta hann þar sem hann er á vá- lista. Aðalástæðan fyrir því að mikið hefur verið af hrafni í kringum Rif er að ruslahaugunum á Gufuskál- um hefur verið lokað og því leitar hann annað eftir æti. Það hefur verið einn opinn gámur á gámasvæðinu og yfir honum er þéttriðið net þannig að fuglinn kemst ekki í hann. Það er hinsveg- ar ekki rétt að opnir gámar séu á athafnasvæðinu við Rifshöfn,“ segir Kristinn. GE HJH Síðastlióinn fimmtudag var undirritað samkomulag milli Borgarbyggð- ar og Orkuveitu Reykjavíkur um yfirtöku hinna stðamefhdu á vatns- veitu Borgamess. Orkuveitan mun á næstu tveimur árum leggja nýja vatnsveitu frá Grábrókarhrauni í Borgarnes. A myndinni undirrita Páll S. Brynjarsson, bœjarstjóri Borgarbyggðar og Alfreð Þorsteinsson, stjómatfonnaður Orkuveitunnar, samkomulagið. Mynd: GE Gúmmíbát stolið Aðfaranótt laugardagsins 19.júlí2003 var 4,20 m Zodiac gúmmíbát með 25 hestafla Mercury utanborðsmótor stolið frá Geirabak- aríi á Sólbakkanum í Borgamesi. Báturinn var á vagni. Báturinn er svipaður þessutn Zodiac hér að ofan en þó ekki alveg eins. Um er að ræða gamlan bátfi-á lögreglunni í Reykjavík og má greina lögreglumerkingar á honum. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við bátinn eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Borgamesi. Þrettán tilboð í Uxahiyggjaleið í síðustu viku voru ipnuð tilboð í endur- jyggingu Uxahryggja- ægar við Sandkluftavatn i um 4,5 km. löngum cafla. Verkið á að vera okið 1. júlí 2004. Þrettán tilboð bárust í ærkið, það lægsta frá ?órarni Kristinssyni, fellskoti, rúml. 31 millj- 5n króna eða 71% af costnaðaráæltun. Næst ægsta tilboðið átti Jörfi tf á Hvanneyri, um 33. nilljónir króna eða 36% if kostnaðaráætlun. Sandkluftavatn á Uxahryvíjaleið. Mynd: GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.