Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2003, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.07.2003, Blaðsíða 8
MIÐVTKUDAGUR 3Q.JULI 2003 ^ik£9SltlUu. Vel heppnað átak t fækkun umferðaslysa Undanfarin ár hafa Vega- gerðin í Borgarnesi, lög- reglan, bændur og aðrir landeigendur ásamt íjölda vegfarenda tekið höndum saman um að draga úr og helst koma með öllu í veg fyrir umferðarslys vegna búfjár á vegsvæðum helstu umferðarvega svæðisins. Vegagerðin hefur tekið I að sér viðhald girðinga meðfram þeim vegum þar sem umferðarþunginn er mestur. Hún hefur einnig látið smala sömu vegi einu sinni í viku, venjulega á að- | faranótt föstudags. Lögreglan hefur safnað I upplýsingum um óhöpp og lausagöngu og séð til að hestar og sauðkindur væru fjarlægðar af vegunum. Bændur hafa sífellt orðið I virkari í að gæta þess að fé komist ekki inn á vegsvæðin meðal annars með því að sjá til þess að hlið standi ekki opin og með því að smala búpeningi af vegsvæðunum þegar þeir hafa orðið varir við eða verið tilkynnt um lausagöngu. Vegfarendur hafa einnig sífellt orðið virkari í að til- kynna lögreglu um búfé á vegsvæðum þar sent þeir aka um. Allir þessir eiga sérstakar þakkir skildar enda er nú svo komið að fjöldi óhappa og slysa vegna búfjár á helstu vegum á Vesturlandi er aðeins orðinn lítið brot af því sem hann var ár hvert. Samstaða allra aðila hefur nánast öll verið á einn veg. Meðal annars í Ijósi þess og svo hins að síðustu vikur hafa orðið þrjú banaslys í umferðinni auk fjölmargra minni slysa og eignatjóns hrökkva menn ónotalega við þegar hlutir gerast eins og nýverið við hringveginn gegnt veitingaskálanum Baulunni í Borgarfirði. Einhverjum varð þar á að taka ófrjálsri hendi spenni- stöð, rafgeymi og sólarraf- hlöðu við rafgirðingu sem þarna er. Sjálfsagt hefur viðkom- andi ekki komið í hug að hann gæti með þessu orðið valdur að slysi - jafnvel líf- tjóni. Því er hér með komið á framfæri við hann og aðra sem hugsanlega vita af þessu að sjá til þess að hlut- unum verði komið til skila að veitingaskálanum Baul- unni. Það má vel gerast í skjóli nætur því eigendur útbún- aðarins hafa engan áhuga á að koma fram refsingu. A hinn bóginn væri mjög ánægjulegt ef tækist að vekja þó ekki væri nema einn mann til vitundar um það gildi sem átakið sem hér hefur verið lýst hefur fyrir fjölda fólks. Með bestu kveðjum. Jenni R. Olason. 7^e/uiinn~f Margrét Jánsdóttir Orfá orð til Dagbjarts Dagbjartssonar Heill og sæll Dagbjartur! Þakka þér bréfið þann 19. I júní, sem ég ætla ekki að svara, þar sem ég hef komið öllum mínum skoðunum á framfæri í fyrri skrifum, og ef ég reyndi eitthvað að svara því, þá yrði það bara enn ein endurtekningin á þeim. Oþarfa pappírseyðsla. En..........þó þetta! Fátt þykir fólki skemmti- I legra en þegar einhverjum 1 verður á í messunni og það tókst mér í svari mínu til þín á dögunum, er ég óskaði þér góðs gengis í ræktun í Hvít- ársíðu, sem er jú hið besta mál í sjálfu sér. Veit ég vel, Dagbjartur, að Refsstaðir eru í Hálsasveit. Eg veit Iíka hvar Hvítársíða er. En þarna urðu mér á I mistök, því í stað „í Hvítár- síðu“ átti að standa „á Hvít- árbökkum“ (bökkum Hvít- ár). Bið ég þig innilega afsök- unar á þessari yfirsjón minni og þakka þér jafnframt á- bendinguna, því annars hefði ég ekki fengið tækifæri til að leiðrétta mig. Reyndar voru tvær aðrar prentvillur í sömu grein en þar er ég saklaus. I stað orðsins „dreifbýlisfólk“ á tveimur stöðum, átti að standa „sveitamenn“. Leið- réttist það hér með. Eg skal svo fuslega viður- kenna að það er svoleiðis langt í frá að ég geti „feðr- að“ alla sveitabæi á Islandi rétt. Og þó að þú sért bóndi þá er ég viss um að það er þér líka um megn. Sveitamenn eru reyndar heppnir að ég skuli ekki kenna landafræði, því sú landafræðikennsla yrði ekki með hefðbundnum hætti. Svo mikið er víst. Gangi þér svo vel með uppgræðsluna á Hvítár- bökkum (bökkum Hvítár). Mér finnst það FRÁ- BÆRT framtak og göfugt að stunda landgræðslu og mesti misskilningur hjá þér að það sé viðtekin regla á landi voru að menn standi í því að bæta upp tapaðan gróður. Ef þeir hefðu gert það væri ástandið á gróður- hulu landsins ekki eins slæmt í dag og raun ber vitni. Margrét Jónsdóttir, Melteigi 4, Akranesi melteigur@simnet. is 80 ára aftnæli Vatnaskógar Sæludagar í Vatnaskógi verða nú haldnir í tólfta sinn um Verslunarmannahelgina, en þeir eru að þessu sinni tileink- aðir 80 ára afmæli sumarbúð- anna. Margt verður við að vera á Sæludögum um verslunar- mannahelgi. Bátar, kvöldvökur, fjölskyldustundir, varðeldur og margt fleira. Þá munu KK, Magnús Eiríksson og Ellen Kristjánsdóttir koma fram á tónleikum á laugardagskvöld- inu. Vatnaskógur er einstakur staður fyrir íjölskylduhátíð á borð við Sæludaga. Oll aðstaða er til mikillar fyrirmyndar, góð aðstaða á sléttum flötum fyrir tjaldsvæði og góð hreinlætisað- staða í húsunum á svæðinu. Sæludagar í Vatnaskógi eru að sjálfsögðu vímulaus íjöl- skylduhátíð og öll neysla áfeng- is er stranglega bönnuð á svæð- inu. Hátíðin er styrkt af For- varnarsjóði. Dagskrá Sæludaga og nánari upplýsingar eru á www.kfum.is. Verði á hátíðina er stillt í hóf. Það kostar 3.000 krónur fyrir einstakling, en þó aldrei meira en 7.000 krónur fyrir fjöl- skyldu. Einnig er hægt að koma í dagsheimsókn og kostar þá 2.000 krónur inn á svæðið. Ef einhver hyggst aðeins fara á tónleikana kostar það jafnframt 2.000 krónur, en er að sjálf- sögðu ókeypis fyrir Sæludaga- gesti. ('fréttatilkynning) Söguferðir Sæmundar um verslunarmanna- helgina Laugardaginn 2. ágúst verð- ur ganga um slóðir Víglundar- sögu með Sæinundi Kristjáns- syni sagnamanni frá Rifi. Lagt verður upp frá Ingjaldshóli kl. 13. Gengið verður upp á Viður- hlíð (Bleikshamar). Á leiðinni sér til fjölmargra staða sem get- ið er um í Víglundarsögu og Bárðarsögu. Áætlaður göngu- tími er fjórar klukkustundir. Gangan er að mestu á jöfnu og þurru Iandi. Sunnudaginn 3. á- gúst verður svipast um í Fróð- árhverfi. Lagt verður upp kl. 13 frá golfskálanum við Fróðárvöll innan Olafsvíkur. Farið verður um svæðið þar sem Fróðár- undrin áttu sér stað. Gengin verður hluti þjóðleiðarinnar um Kambsskarð, en þá leið gekk Björn Ásbrandsson meint- ur ástmaður Þuríðar húsfreyju á Fróðá. Aætlaður göngutími er tvær til þrjár klukkustundir. Þátttaka er gestum að kosmað- arlausu, allir velkomnir. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.