Skessuhorn


Skessuhorn - 10.03.2004, Page 1

Skessuhorn - 10.03.2004, Page 1
Ný sóknarfæri með sameiningu fjögurra hafna Grundartangahöfn, Reykjavíkurhöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn í eina sæng á næsta ári I gær undirrituðu fulltrúar tíu sveitarfélaga viljayfirlýsingu um sameiningu Grundar- tangahafnar, Reykjavíkurhafn- ar, Akraneshafnar og Borgar- neshafnar. I viljayfirlýsingunni kemur fram að stefnt sé að sameiningu frá og með næstu áramótum en ætlunin er að byggt verði upp á Grundar- tanga en þess í stað hættir Reykjavíkurborg við umdeild- ar hafnarframkvæmdir í Geld- inganesi. Samningsaðilar leggja mikla áherslu á að framkvæmdum við fyrirhugaða Sundabraut verði hraðað eins og kostur er. Sam- gönguráðherra kvaðst ekki til- búinn til að gefa neinar yfirlýs- ingar þar að lútandi en fagnaði fyrirhugaðri sameiningu hafn- anna. Sjá bls. 5 Haraldur formaður Bændasamtakanna Haraldur Benediktsson, bóndi á Vestra-Reyni er nýr formaður Bændasamtaka Is- lands. Haraldur atti kappi við Þórólf Sveinsson frá Ferjubakka og hlaut Haraldur 30 atkvæði en Þórólfur 19. Haraldur hefur verið í stjórn Búnaðarsamtaka Vesturlands frá 1999 og sinnt formennsku frá 2002. Hann sat í stjórn Búnaðarsambands Borgarfjarðar á árunum 1995 - 2001 og hefur verið búnaðar- þingsfulltrúi frá 2001. Haraldur er stjórnarformaður Búhöldurs ehf. og stjórnarmaður í Mjólk- urfélagi Reykjavíkur. Aðspurður hvort búast mætti við miklum breytingum á Bændasamtökunum sagði Har- aldur að ekki yrði nein bylting en nýjar áherslur fylgja alltaf nýjum mönnum. „Það verður kannski fjósalykt í Bændahöll- inni,“ sagði Haraldur en nýr formaður Bændasamtakanna er rétt rúman hálftíma í Bænda- höllina ffá heimili sínu. Haraldur mun halda áfram ótrauður með búskap á Vestri- Reyni þar sem hann ásamt konu sinni Lilju Guðrúnu Ey- þórsdóttur eru með blandaðan búskap. Rætt verður við Harald í næsta tölublaði Skessuhorns. -háp Haraldur Benediktsson í pontu á Búnaðarþingi eftir að úrsiit lágu fyrir í gær. Mynd. Áskell Þórisson. Kæru vísað frá Kæru á hendur Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur, hjúkr- unarfræðings á heilsugæslu- stöðinni í Búðardal fyrir brot í starfi hefur verið vísað frá. Framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvarinnar hyggst vísa kærunni til ríkis- saksóknara. Sjá bls. 2. Heitt vatní Kolgraf- arfirði Áttatíu gráðu heitt vatn fannst á þrjúhundruð metra dýpi undir Laugaskeri á Ber- serskeyrarodda í Kolgrafar- firði í tilraunaborunum þar í síðustu viku. Vatnsæðin gef- ur sex sekúndulítra og gefur þessi niðurstaða auknar væntingar um að hitaveita í Grundarfirði geti verið í sjónmáli. Sjá bls 2 wtm Tilboðin gilda frá 11. mars til 16. mars eða meðan birgðir endast. BK Folaldabjúgu BK Grísabjúgu BK Lambabjúgu BK Kindabjúgu BK Kálfabjúgu Gulrætur 500 gr.poki Góð Kaup! Verð áður 288 kg. 444 kg. 288 kg. 444 kg. 444 kg. 59,- 359 kg. 549 kg. 359 kg. 546 kg. 546 kg 99,- Appelsínur Chicco/gæða vara 139 kg. Bounty eldhúsrúllur 3 stk. 379,- Ariel Comp. Sensetive 750 gr. 399,- Ariel Comp. Sensetive 11tr. fljót. 499,- Lenor Sensetive Nat. 750 mi. 268,- Lenor Sensetive 2 itr. 299,- Head & Shoulder Shampoo 6 teg. 299,- 189 kg. 448,- 489,- 598,- 299,- 359,- 358,- sm

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.