Skessuhorn - 10.03.2004, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 10.MARS 2004
^■tcssunui. J
Til minnis
Við minnum á fyrstu leikina í úr-
slitum úrvalsdeildar og I. deildar í
körfuknattleik á fimmtudagskvöld
kl. 19.15.1 úrvalsdeild tekur Snæ-
fell á móti Hamri og í I. deildinni
tekur Skallagrímur á móti Ar-
manni/Þrótti.
Býst þú við mörgum
skipakomum í
Borgarneshöfn Páll?
Nei ég á nú
ekki von á
mörgum
skipakomum
en ég vonast
til að fjöldi
smábáta og
sportbáta
muni fjölga á
næstunni.
Borgarneshöfn er langminnsta höfn-
in í hinu nýja hafnarsamlagi þar
sem hafnirnar við Reykjavík,
Grundatanga, Akranes og Borgarnes
hafa verið sameinaðar. Frá þvi að
Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri
Borgarbyggðar kom til starfa hafa
ekki stærri skiþ en árabátar lagst
þar að bryggju.
W&k Veðfvrhorftvr
Gert er ráð fyrir uppstyttu á
fimmtudag og föstudag en
jafnfram hlýindum. Um helgina
má búast við áframhaldandi
vætutíð með sunnan og
suðaustan strekkingi, sumsé rok
og rigning um og eftir helgi.
Spurnimj víkivnnar
I síðustu viku var spurt: „Til
hvaða fjármálastofnunar berð þú
mest traust?" 28,2% sögðu Spari-
sjóðanna, KB banka sögðu 25,6%,
7,7% sögðu Landsbankans, Is-
landsbanka 10,3% og 28,2% sögð-
ust ekki treysta neinni banka-
stofnun.
/ þessari viku er spurt:
Hvaða þingmaður Norðvesturkjör-
dæmis hefur staðið sig best það
sem af er kjörtímabilinu?
Takið afstöðu á
skessuhorn.is
Vestlendinjivr
vikivnnar
Er Daði Ein-
a r s s o n
bóndi og
uppfinninga-
maður á
Lambeyrum
í Dölum
sem hlaut
Landbúnað-
arverðlaunin
við setningu Búnaðarþings á
sunnudag.
Góðar líkur á hitaveitu í Grundarfjörð
Sex sekúndulítrar af um 80
gráðu heitu vatni fundust við
skáborun tilraunaholu á
Laugaskeri í Kolgrafarfirði í
síðstu viku en borunin er fram-
hald af jarðhitarannsóknum Is-
lenskra orkurannsókna á þess-
um stað á síðasta ári. Vatnsæð-
in fannst á 300 metra dýpi.
Samkvæmt upplýsingum Frá
Islenskum orkurannsóknum er
um um 40-50°C heit laug á
skeri sem liggur 3 50 - 400m frá
landi og kemur heitt vatn þar
upp um sprungur.
Efnagreiningar á vatninu
bentu til þess að þar mætti
vænta 80-90°C vatns með
djúpborunum. Til að ná til
sprungnanna voru boraðar
grannar rannsóknarholur á ská
frá ströndinni inn undir meinta
jarðhitasprungu. A tæplega
300mhitti borinn í vatnsæð og
renna nú um 6 1/s af tæplega
80°C vatni úr holunni. Þar
með hefur, að sögn starfs-
manna Islenskra orkurann-
sókna, tekist að sýna fram á að
hægt er að ná þarna nægjanlega
heitu vatni til hitaveitu fýrir
Grundaríjörð.
„Við erum mjög bjartsýn á
að þetta leiði til hitaveitu í
Grundarfirði,“ segir Sigríður
Finsen forseti bæjarstjórnar.
„Við þurfum að fýlgjast með
holunni á næstunni og rann-
saka vatnið betur áður en
næstu skref verða ákveðin en
það gæti orðið fljótlega eftir
páska. Það ræðst mikið af efna-
samsetningunni hvernig veitu á
Kolgrafarfjörður
Guðmundur Rimólfsson hf aftur
að fiölskyldufyrirtæki
Fjölskylda Guðmundar Run-
ólfssonar í Grundarfirði er
þessa dagana að kaupa upp fýr-
irtækið Guðmund Runólfsson
hf. og gera aftur að fjölskyldu-
fýrirtæki en það var sett á hluta-
bréfamarkað árið 2000.
„Væntingar okkar til verð-
bréfaþingsins brugðust algjör-
lega á öllum sviðum,“ segir
Guðmundur Smári Guð-
mundsson framkvæmdastjóri
Guðmundar Runólfssonar hf.
„Við ætluðumst til að almennir
fjárfestar kæmu að þessu með
okkur en við náðum aldrei að
tryggja dreifða eignaraðild og í
restina voru ekki nema þrír eða
fjórir aðilar sem áttu fýrirtækið
og framtíðarsýn þessara aðila
var misjöfn. Þetta var staða sem
við gátum ekki sætt okkur við
og því ákváðum við að koma
fýrirtækinu aftur í hendurnar á
fjölskyldunni.“
Fjölskylda Guðmundar Run-
ólfssonar átti 40% í fýrirtækinu
áður en uppkaupin hófust en
markmiðið er að hún eignist
allt hlutafé fýrirtækisins. Þetta
er ekki fýrsta fjölskyldufyrir-
tækið í sjávarútvegi sem er end-
urheimt af markaði en Askja á
Eskifirði og Gunnvör eru orðin
að fjölskyldufýrirtækjum á ný
að mestu leyti. „Stóru fjárfest-
arnir hafa margir hverjir áhersl-
ur sem henta kannski ekki
Guðmundur Smári Guðmunds-
son framkvæmdastjóri Guð-
mundar Runólfssonar hf.
heimamönnum á hverjum stað.
Þeir hafa skammtímahagnaðinn
að leiðarljósi á meðan heima-
menn eru að hugsa um lang-
tímahagnað,“ segir Guðmund-
ur Smári. GE
Kæru á hendur Guðrúnu
Jónu vísað frá
Sýslumaðurinn í Búðardal
hefur vísað frá kæru á hendur
Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur
hjúkrunarforstjóra Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Búðardal
um að hafa brotið trúnað við
meðferð sjúkraskráa skjólstæð-
inga stöðvarinnar. Fram-
kvæmdastjóri Heilsugæslu-
stöðvarinnar óskaði eftir rann-
sókn á því síðasta haust hvort
Guðrún Jóna hefði farið í
sjúkraskrár í heimildarleysi og
krafðist þess að hún mætti ekki
til vinnu á stöðinni á meðan
rannsókn stæði yfir. Niðurstaða
sýslumanns var að ekki væri til-
efni til að leggja fram kæru á
hendur Guðrúnar Jónu. „Til-
efni uppsagnarinnar er brostið
en ég hef ekkert heyrt frá fram-
kvæmdastjóranum og ég hef
ekki verið boðuð til vinnu á
ný,“ segir Guðrún Jóna. „Eg
kærði uppsögnina til heilbrigð-
isráðuneytis og á von á að það
fari að styttast í úrskurð þaðan.
Eg vona að þessu fari að ljúka
og ég geti snúið aftur til vinnu
enda hefur aldrei staðið annað
til frá minni hálfu. Alenn hljóta
að geta farið að setjast niður og
haga sér eins og fullorðið fólk,“
segir Guðrúnjóna.
Pétur Jónsson framkvæmda-
stjóri Heilsugæslustöðvarinnar
í Búðardal segir að málinu sé
ekki lokið. „Sýslumaður rann-
sakar þetta sem sakamál og all-
ur vafi kemur sakborningi til
góða. Eg mun vísa málinu til
ríkissaksóknara en það skiptir
ekki öllu hvort viðkomandi
starfsmaður verði kærður. Það
sem ég er að hugsa um eru
hagsmunir Heilsugæslustöðvar-
innar og hennar skjólstæðinga.
Spurningin er því hvort Guð-
rún Jóna hafi trúverðugleika
sem starfsmaður stöðvarinnar
og það kemur til greina að
henni verði sagt upp á þeim
forsendum. Eg mun hafa sam-
band við Landlækni á næstu
dögum og kanna hvernig málin
standa,“ segir Pétur.
að leggja en við verðum að
bíða róleg þar til í næsta mán-
uði.“
Ef af hitaveituframkvæmd-
um verður verður aðalæðin
lögð með nýrri brú yfir
Kolgrafarfjörð sem er í smíð-
um sem kunnugt er.“ GE
Breyt-
ingar á
Baugs-
lóðinni
Eins og greint var frá í
Skessuhorni fýrir skemmstu
sótti Þyrping eh£, sem er þró-
unarfélag í eigu Baugs, um
lóðina við horn Þjóðbrautar
og Esjubrautar á Akranesi.
Bæjarráð treysti sér ekki til að
taka afstöðu til umsóknarinn-
ar þar sem svæðið væri í end-
urskoðun hjá skipulags- og
umhverfisnefhd. Nefndin tók
svo málið til afgreiðslu og á-
kvað að tengja endurskipulag
svæðisins meðfram Þjóðbraut
við skipulag íbúðabyggðar við
klasa 5 og 6 í Flatahverfi en þó
yrði sá hluti sem er næstur
Esjubrautinni látinn verða
óbreyttur.
Nú hefur bæjarstjórn hins
vegar ákveðið að breyta
einnig hornlóðinni með því
að samþykkja á síðasta fundi
sínurn s.l. þriðjudag tillögu
Guðmundar Páls Jónssonar
formanns bæjarráðs þar sem á
umræddri hornlóð verði gert
ráð íýrir um 4000 m2 þjón-
ustulóð og öðrum lóðum við
Þjóðbraut verði breytt í fjöl-
býlishúsalóðir. Við þessa
breytingu minnkar sú lóð sem
Þyrping hefur augastað á um
3000 m2 og verður að telja ó-
líklegt að áætlanir þeirra um
að reisa þar 3000 m2 verslun-
arhúsnæði auk bensínaf-
greiðslu verði að veruleika.
Guðmundur Páll sagði í
samtali við Skessuhorn að
megin ástæðan fýrir þessari
tillögu væri skormr á íbúðar-
lóðum og að vilji væri fýrir
því að allar lóðir innan klasa 5
og 6 yrðu einbýlishúsalóðir
og hverfið yrði svo rammað
inn með fjölbýlishúsalóðum.
Aðspurður hvort hann teldi
ekki hættu á að Þyrping og
Baugur missm áhugann á lóð-
inni við þetta sagðist hann
ekki geta tjáð sig um það.
Ekki náðist í Odd Víðisson
verkefhisstjóra Þyrpingar þar
sem hann var staddur erlend-
is. -hdp