Skessuhorn - 10.03.2004, Blaðsíða 16
PÓSTURINN
. , '1 www.postur.is
Þu pantar.
Pósturinn afhendir. Heimsending um allt land
Háhraba internet til siávar os sveita
Þráðlausar netlausnir fyrir heimili og fyrirtæki
/BtekTOLVUBáNPINN
Cfui AAA AAKA .. Cfui OOA AOOO
SÍMI S44 »*5A
stw ;S4488.Q,
Í5www,spm,is
Nú er úti veður vott
Andakílsárfoss var með mesta móti.
Miklir vatnavextir hafa verið
á Vesturlandi þessa vikuna
vegna úrhellisrigninga. Ar og
vötn hafa víða farið víðar en
þeim er almennt ætlað og hafa
valdið vegaskemmdum á
nokkrum stöðum.
Vegurinn við Miðá, norðan
við Bröttubrekku, var lokaður
á mánudag vegna vatnavaxta í
ánni. Vegurinn fór í sundur á
um 100 metra kafla við Breiða-
bólsstað. Viðgerð stóð fram
eftir degi. Nokkrar skemmdir
Sveinn ráðinn
skólastióri
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
hefur ákveðið að ráða Svein
Þór Elínbergsson skólastjóra í
nýjum sameinuðum grunn-
skóla Snæfellsbæjar. Sveinn
var ráðinn úr hópi fjögurra
umsækjenda.
Sveinn, sem er Olsari að ætt
og uppruna, hefur verið
skólastjóri Grunnskólans í Ó-
lafsvík frá árinu 1999 en þar
áður kennari og aðstoðar-
skólastjóri við sama skóla.
Hann tekur við stöðu skóla-
stjóra í sameinuðum skóla
innan tíðar en sameining
Grunnskólans á Hellissandi,
Grunnskóla Ólafsvíkur og
Lýsuhólsskóla tekur formlega
gildi næsta haust. Eins og
fram hefur komið í Skessu-
horni verður skólunum á
Hellissandi og Ólafsvík ald-
ursskipt á þann veg að yngri
börnunum verður kennt á
Hellissandi en eldri deildin
verður í Ölafsvík.
„Mér lýst bara vel á þetta
verkefni. Þetta verður ögrandi
og vandasamt en er að sama
skapi spennandi,“ sagði
Sveinn í samtali við Skessu-
horn. „Sameining skólanna
eru í eðli sínu mikil breyting
íyrir íbúana og sjálfsagt mjög
vandasamar en breytingar
Sveinn Þór Elínbergsson
nýráðinn skólastjóri í samein-
uðum Grunnskóla Snæfells-
bæjar.
geta verið af hinu góða.“
Sveinn segir að þegar sé
byrjað að undirbúa samein-
ingu og að starfsfólk skólanna
sé farið að rugla saman reitum
og vinna ýmiskonar hug-
myndavinnu. „Við munum
vinna þessa vinnu frá grunni
og leggjum áherslu á að hér er
um að ræða nýja stofnun og
eina stofnun þótt þetta séu
þrír skólar. Vissulega kvíða
margir þessum breytingum en
hér ríkir góður andi og við
teljum þetta allt yfirstíganlegt.
Við munum reyna að vanda til
allra hluta og ætlum okkur að
búa til einn góðan og sam-
heldinn skóla,“ segir Sveinn.
GE
Fossinn Glanni í Norðurá var ansi glannalegur í rigningunni á mánudag. Mynd: Björn Theodórsson.
urðu einnig á veginum
í Svínadal í Dölum en
hann lokaðist þó ekki.
Urkoman var hvað
mest í Borgarfírði og á
utanverðu Snæfells-
nesi. A mánudag
mældist sólar-
hringsúrkoma við
Andakílsárvirkjun 183
millimetrar en sam-
kvæmt upplýsingum
Skessuhorns hefur að-
eins tvisvar mælst
meiri úrkoma þar frá
því mælingar hófust
um miðja síðustu öld.
I Ólafsvík mældist úr-
koman um 130 milli-
metrar.
Hvítárbakki í Borgarfirði var umflotinn vatni á mánudaginn.
Mynd: Sigurður Óskar.
Cj / Sý'j
Sýningar í Grundaskóla:
Miðvikudag 17. mané kl. 17:15 og 20:00
Fimmtudag 18. mars kl/17:15 og 20:00
Miðasola hálftíma fyrir hvírja sýningu
Miðaverð kr. SOU fyrir fullorðna ogkr. 200 fyrir börn
//,
ATH! Foreldrar sem eiga börn á fleiri en einni sýningu borga aðeins fyrir einn miða