Skessuhorn


Skessuhorn - 09.06.2004, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 09.06.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. TUNI 2004 Spila- reglur Fyrir skemmstu settust þeir niður við spil, synir mínir tveir og frændi þeirra einn, piltur á svipuðu reki og að norðan. Var þar spilaður Olsen að hætti hússins. Telst það varla til tíðinda nema fyrir þá sök að þeir frændur eru á- kaflega metnaðarfullir spilamenn og tapsárir með afbrigð- um. Kemur þar berlega í ljós að enginn er annars bróðir í leik og þaðan af síður frændi. Ganga þá jafnan svívirðing- arnar, allhroðalegar, veggja á milli í spilasalnum og oftar en ekki er hann skilinn eftir rétt tæplega fokheldur þegar leiknum lýkur. Það skýrist af því að oftar en ekki eru hendur látnar skipta þegar önnur tromp þrýtur. Eins og sönnum spilamönnum sæmir skeita þeir frænd- ur heldur engu um þótt allt nærsamfélagið sé í upplausn á meðan á viðureign þeirra stendur. I þetta umrædda sinn var rimma spilamannanna ungu ó- venju hatrömm enda hafði um nokkurt skeið borið á stirð- leika í samskiptum þeirra. Þeir bræður höfðu þá myndað meirihluta gegn frænda sínum og höfðu lagt fram drög að nýjum spilareglum, Olsen Olsen frumvarpið svokallaða. Eftir allnokkra umhugsun ákvað frændi þeirra að nýta sér meintan málskotsrétt sinn og vísa málinu til fjöl- skylduatkvæðagreiðslu. Hver einasti fjölskyldumeðlimur túlkaði þetta atkvæði stjórnarskrár heimilisins á sinn hátt en niðurstaðan varð sú að allir viðstaddir ættingjar myndu kveða upp sameiginlegan úrskurð sem skyldi hlýtt. Þetta gátu þeir bræður alls ekki sætt sig við þar sem þeir töldu sig ekki eiga vísan stuðning allra ættingja sinna að norðan og voru heldur ekki öruggir um hvernig atkvæði þeirra nánustu myndu falla. Akváðu þeir því upp á sitt einsdæmi að fjölskylduatkvæðagreiðslan skyldi því aðeins teljast gild að fjarskyldir ættingjar þeirra í Vesturheimi tækju þátt í henni og alls ekki með utankjörstaðaatkvæða- greiðslu. Það þarf ekki að orðlengja að eftir þetta síðasta útspil varð ekki meira úr þessari spilamennsku enda spilin illa útleikin eftir það uppþot sem varð í kjölfar þess. Það skal þó segjast þeim drengjunum til málsbóta að þeir eru 5, 8 og níu ára og bera ekki ábyrgð á stjórnun landsins. Gísli Eitiarsson, þjóðfélagsþegn. Gísli Einarsson, ritstjóri. Frá pallborðsumræðum sem fram fóru í lok fundarins. F.v: Magnús Pétursson, Jóhannes Gunnarsson, Haraldur L Haraldsson, Guðjón Brjánsson og Þórir Bergmundsson. Fyrsti ársfundur SHA Fyrsti ársfundur SHA var haldinn sl. föstudag og fór hann fram í Bíóhöllinni á Akranesi. Til hans var m.a. boðið fulltrú- um allra sveitarfélaga á Vestur- landi ásamt fulltrúum allra dvalar- og hjúkrunarheimila, heilsugæslustöðva og heilbrigð- isstofnana á Vesturlandi. Þá var öllum starfsmönnum boðin þátttaka í fundinum og öðru á- hugafólki. Alls sátu fundinn um 60 manns. Fundurinn hófst með stuttu ávarpi fundarstjóra, Reynis Þorsteinssonar læknis, en því næst flutti framkvæmdastjóri, Guðjón S. Brjánsson ítarlega skýrslu íyrir starfsárið 2003 og tæpti á fjölmörgu úr starfi og verkefnum stofnunarinnar. Þá kynnti Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri í máli og mjtndum Framtíðarsýn stofn- unarinnar 2003 - 2008 sem ný- lega hefur verið samþykkt. Að loknu kaffihléi flutti Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss fyrirlestur um stöðu sinnar stofnunar á þessum tímamótum þegar unnið er að stefnumótun fyrir sjúkrahúsið og endurskoð- un heilbrigðislaga stendur yfir. I erindi sínu kom hann víða við og gerði m.a. að umræðuefhi stefnu og strauma í nágranna- löndum og taldi einsýnt að svipuð þróun væri fýrirsjáanleg á Islandi. Hann fagnaði aukn- um samskiptum og samvinnu heilbrigðisstofnana á SV hluta landsins og sagði viðræður allar til góðs. Hann lagði til að nú á næstunni gengju menn skrefinu lengra og hæfu stefnumarkandi viðræður um aukið og hagnýtt samstarf. Hann kom með þá tillögu að í september hittust fulltrúar SHA og LSH til þess að kanna grundvöll þessa. I lok fundarins var efnt til pallborðsumræðna þar sem þátt tóku Magnús Pétursson, for- stjóri LSH, Haraldur L. Har- aldsson, sveitarstjóri í Búðar- dal, Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri SHA, Guðjón S. Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA og Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri LSH. MM/GB Fyrsta myndlistar- sýningin í Skorradal Olafur Th Olafsson, mynd- listarmaður frá Selfossi, heldur sýningu á vatnslitamyndum og teikningum á Indriðastöðum í Skorradal í sumar. Olafur hef- ur haldið nokkrar einkasýning- ar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin nú verður opnuð sunnudaginn 13. júní næstkom- andi kl. 13:00 í kaffistofu hesta- leigunnar á Indriðastöðum. Þessi fyrsta myndlistarsýning í Skorradal er haldin í tengslum við Borgfirðingahátíð 11. - 13. júní. A sunnudaginn verður mikið um að vera á Indriða- stöðum; þar verður haldin flug- drekahátíð, spákona verður í hjólhýsi, fólki verður boðið á hestbak í hestaleigunni og hægt verður að leigja fjórhjól í fjór- hjólaleigunni. Auk þess verða kaffi og kleinur í hlöðunni á bænum. Hinu megin við Skorradalsvatn, á Stálpastöð- um, verður björgunarsveitin með vatnasport. Myndlistarsýning Olafs verður opin áfram í sumar og eru allar myndirnar til sölu. ✓ Atakíum- ferðrnni Tuttugu ökumenn voru bók- aðir iyrir of hraðan akstur á Snæfellsnesi um helgina en að sögn lögreglu er það ekld veru- legt miðað við hversu milál um- férðin var. Þá var einn ökumað- ur stöðvaður, grunaður um ölv- unarakstur og 12 önnur um- ferðarlagabrot voru færð til bók- ar hjá Snæfellsneslögreglu. Þessa vikuna, þ.e. 7-13. júní standa lögregluembættin á Vest- urlandi fyrir sameiginlegu átaki þar sem lögð er áhersla á að kanna notkun öryggisbúnaðar bama, bæði í Mum og reiðhjól- um. GE Forleikur að Borgfirð- ingahátíð Fimmtudaginn 10. júní n.k halda Eygló Dóra Davíðsdóttir, fiðla og Jónína Ema Amardótt- ir, píanó, tónleika í Borgames- kirkju kl. 21.00. Fhitt verða verk m.a. eftir Bach, Mozart, Lalo og Brahms. Tónleikar fyrir opnun Borg- firðingahátíðar em orðnir fástur liður í sumardagská Borgarfjarð- ar. Listrænn stjómandi, frá upp- hafi, hefiir verið Jónína Ema Amardóttir, píanóleikari í Borg- amesi. Jónína Ema Amardóttir og Eygló Dóra Davíðsdóttir. Róleg sjó- mannadags- helgi Að venju var mildð um dýrð- ir á Snæfellsnesi í tilefhi af sjó- mannadeginum. Að sögn lög- reglunnar á Snæfellsnesi fóm hátíðarhöldin vel íram að þessu sinni og þurffi ekld nema hót- lega drukkið vín til að gleðja sjó- mannsins hjarta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.