Skessuhorn


Skessuhorn - 09.06.2004, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 09.06.2004, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 9 TJaSi/uytntS Umsjón: Gunnar Bender Guðmundur Viðarsson kokkur: Ræður ríkjum í þremur veiðihúsum -sér um kokkamennskuna í Norðurá, Hítará og Laxá í Kjós Það skiptir miklu máli að fá góða þjónustu og gott að borða í veiðihúsunum eftir erfiða daga við laxveiðiárn- ar, sérstaklega þegar rnaður hefur kannski landað einurn eða jafnvel tveimur löxum. „Það verður töluvert að gera í sumar en ég verð með reksturinn á veiðihúsunum við Norðurá í Borgarfirði, Hítará á Mýrum og Laxá í Kjós,“ segir Guðmundur Viðarsson kokkur við Norðurá, þegar við vorum búin að spyrja hann frétta af veiðiskapnum. Það verður nóg að gera hjá Guðmundi og hans starfsfólki í sumar við þessar veiðiár. Við ræð- um málin smástund en síð- an heldur Guðmundur á- fram að malla hádegismat- inn, veiðimennirnir koma inn einn af öðrum og allir eru þeir svangir. Við látum okkur hverfa, ég er saddur. Veiðiskapurinn gengur ró- lega og flestir hafa ekki fengið neitt. „Þetta gekk rólega,“ sagði Sigurður Héðinn þegar við hittum hann á leiðinni út. Hann hafði ver- ið að að veiða á Munaðar- nessvæðinu í Norðurá. Nokkru neðar í Borgar- firði, í Straumunum, er ungur erlendur veiðimaður að landa Maríulaxinum sín- um. I Ferjukostssíkjum eru veiðimenn að fá ágæta veiði, fallega fiska. Þar er heldur meira líf en í lax- veiðinni. En korna tímar og koma fiskar, því hollið sem hætti veiðum á sunnudaginn í Norðurá veiddi 15 laxa, 7 þeirra veiddust á maðkinn og restin á rauða og svarta Franses flugur og einn á Hitch túbu. Voru menn sammála um það á svæðinu að talsvert væri að ganga af laxi í ána. I Þverá í Borgarfirði hófst veiðin í morgun. Fylgst með veiðinni fyrsta daginn sem hún byrjaði í Norðurá, en Guðmundur Viðarsson kokkur er lengst til hægri á mynd- inni. Mynd: Skessuhom/Gunnar Bender Allt í veiðiferðina Hyman, bensínstöð sími 430-5565 pizzahlaðbotð MÓTÉI . alla fimttttudagð ^ 0%^ ftáW. 18-00 (jisti- otj veitmtjastaður Sími 437 2345 www.motelvenus.net Alltafmeð bestu pizzatilboðin..! Vilt þú auglýsa hér? Sími 433 5500 Búmenn æda að byggja í Borgamesi Aðalfundur Borgarfjarðar- deildar Húsnæðissamvinnufé- lagsins Búmanna var haldinn í Borgarnesi mánudaginn 7. júní 2004. Búmenn hafa uppi áform með að byggja í Borgarnesi nokkur parhús fyrir félagsmenn sína, sem þurfa að vera orðnir 50 ára við úthlutun. Félagar í Borgarfjarðardeildinni hafa látið í ljósi óskir um að þessi hús verði byggð á svokölluðu Granastaðalandi og hefur bæjar- stjórn Borgarbyggðar tekið vel í þá hugmynd. Guðrún Jónsdótt- ir, arkitekt, vinnur nú að deiliskipulagi svæðisins með þetta í huga. Búmenn munu hafa tryggt sér lánafyrirgreiðslu til framkvæmdanna hjá íbúðar- lánasjóði. Ædunin er að byggja í fyrsta áfanga 5 parhús með 10 í- búðum. Stjórn Borgarfjarðardeildar- innar var öll endurkosin, en hana skipa: Páll Guðbjartsson, Bjarni Arason og Geir Björns- son. í varastjórn: Gísli Sumar- liðason og Sveinn G. Hálfdán- arson. Félagar deildarinnar eru 30-40. Lóðir við Hjallatanga Stykkishólmsbær auglýsir til umsóknar 12 lóðir í næsta áfanga við Hjallatanga. Nánari upplýsingar veitir Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í síma 438 1700 eða netfang: olijon@stykkisholmur.is Bæjarstjórí 10 ára afmæli Borgarbyggðar Borgarbyggð fagnar 10 ára afmæli föstudaginn 7 7. júní n.k. og pví bjóðum við til afmælisveislu Dagskrá Kl. 11.00 Hátíðarfundur bæjarstjórnar í fundarsalnum á bæjarskrifstofunni. Kl. 14.30 Pakkhúsið við Brákarbraut tekið í notkun á ný eftir gagngerar breytingar. Þar verður opnuð sýning um sögu verslunar í Borgarnesi sem Páll Guðbjartsson hefur tekið saman. Þá verður afhjúpað söguskilti á vörðu við Brákarsund. Kl. 16.00 Kaffisamsæti á Hótel Borgarnesi, þar sem boðið verður upp á létta afmælisdagskrá í tali og tónum. Þar mun bæjarstjórn Borgarbyggðar heiðra tíu íbúa fyrir framlag þeirra í þágu sveitarfélagsins. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Bæjarstjórn Borgarbyggðar www.skessuhom.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.