Skessuhorn - 13.10.2004, Qupperneq 5
HÉR & NÚ / S(A
jntsðunu.-
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004
Stórgjöf til
öldrunar-
þjónustu
Nýlega lést heiðurskonan
Svandís Elinmundardóttir,
írá Hellissandi, og var frá því
greint á síðasta fundi bæjar-
stjórnar Snæfellsbæjar að
hún hafi ánafnað öldrunar-
þjónustunni á Hellissandi
peningagjöf að upphæð tæp-
lega sex milljónir króna. Bæj-
arstjórn þakkaði gjöfma og
þann hlýhug sem henni
fylgdi. GE
Vinningsfé
til Víkings
Eins og lesendum Skessu-
horns ætti að vera fullkunn-
ugt náði knattspyrnulið Vík-
ings í Olafsvík þeim glæsilega
árangri í sumar að vinna sig
upp um deild annað árið í
röð og leikur í 1. deild að ári.
I síðustu viku færði bæjar-
stjórn Snæfellsbæjar knatt-
spyrnudeild Víkings 200 þús-
und krónur sem viðurkenn-
ingu fyrir góðan árangur í
sumar og er það til viðbótar
við aðra styrki sem bærinn
veitir deildinni árlega. GE
Bandaríkj aforseti
minnist Dalamanns
George IV. Bush hugsar hlýtt til Dalamannsins
Leifs Eiríkssonar
George W.
Bush, Banda-
ríkjaforseti, lýsti
því yfir í síðustu
viku að 9. októ-
ber ár hvert verði
framvegis dagur
Leifs Eiríkssonar,
Dalamanns, son-
ar Islands og son-
arsonar Noregs.
Hvetur Bush alla
Bandaríkjamenn
til að heiðra nor-
ræna arfleifð í
Bandaríkjunum
með hátíðarhöld-
um hverskonar. I
yfirlýsingu, sem
birt er á heima-
síðu Hvíta húss-
ins, segir að fyrir rúmum 1000
árum hafi Leifur Eiríksson og
menn hans siglt yfir Atlants-
hafið og orðið fýrstu Evrópu-
mennirnir til að stíga á land í
Norður-Ameríku. I október ár
hvert sé þessa hugrakka vík-
ings og sögufrægrar siglingar
hans minnst í Bandaríkjunum.
Þá segir að innflytjendur frá
Danmörku, Finnlandi, Islandi,
Noregi og Svíþjóð og afkom-
endur þeirra hafi lagt mikið af
mörkum í Bandaríkjunum, svo
sem á sviði viðskipta, stjórn-
mála, lista og menntunar.
Norrænir Bandaríkjamenn
hafi einnig tekið þátt í að móta
þjóðfélag og menningu lands-
ins. Orka þeirra og bjartsýni
hafi örvað aðra til dáða og
hugrekki þeirra, hæfileikar og
áræðni hafi leikið mikilvægt
hlutverk í þróun Bandaríkj-
anna. Nú geti milljónir Banda-
ríkjamanna rakið uppruna sinn
til norrænna landa og eru
semsé allir Dalamenn að upp-
runa.
MM
.og það sem allir
afa beðið eftir...
Borgar-
fjarðar-
ædol
2004
Ungmennafélagið íslendingur stendur fyrir
söngvarakeppni þar sem valið verður
Borgarfjarðarædol 2004 í Brún í
Bæjarsveit, (jibbý, jibbý, jey)
22. október kl. 20:30
(dagsetninsu verður ekki breytt oftar).
Keppendur koma allsstaðar að úr Borgarfirðinum,
Reykholtsdal, Lundarreykjadal, Hvítársíðu,
Stafholtstungum, Andakíl, Skorradal og
Borgarnesi og úr öllum starfsstéttum. Þarna er
að finna, bændur, húsmæður, kennara,
leikskólakennara, nemendur LBH, fulltrúa úr
sveitarstjórn, forystumenn innan
bændastéttarinnar og fleiri.
Dómarar velja keppendur í úrslit en
. áhorfendur kjósa sigurvegarann í lokin sem
fær titilinn,
Borgarfjarðarædol 2004.
Hljomsveit hússins spilar
undir.
Missið ekki af frábœrri
skemmtun.
1300.- kr. fullorðnir,
600 kr.- fyrir börn.
allt í matinn á einum stað
nettð