Skessuhorn - 13.10.2004, Síða 7
jivtjaunu..-
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 2004
7
Sauðamessa laðaði
þúsundir gesta í Borgames
Hægt er að segja með sanni
að nýjasta hátíðin til heiðurs ís-
lensku sauðkindinni; Sauða-
messa 2004, hafi slegið rækilega
í gegn. Hátíðin fór fram sl.
laugardag og er talið að hátt í
íjögur þúsund manns hafi tekið
þátt í hátíðarhöldunum jafnt
Borgnesingar, aðrir Borgfirð-
ingar sem og gestir víða að af
landinu. Hátíðin var framtak
þeirra Bjarka Þorsteinssonar og
Gísla Einarssonar, sem jafn-
framt stýrði samkomunni. Ymis
fýrirtæki, sveitarfélög og stofn-
anir styrktu framtakið. Hátíðin
hófst með fjárrekstri þar sem fé
var sleppt á gamla malarvöllinn
og rekið þaðan niður Borgar-
brautina og í rétt sem komið
hafði verið upp á fýrrum timb-
urplani KB. Eftir það fór dag-
skráin fram á sviði við gamla
mjólkursamlagið, í Safnahúsinu
við Bjarnarbraut og á veitinga-
stöðum bæjarins fram á nótt.
Fjölmörg skemmtiatriði vöktu
lukku gesta og má nefna Jarm-
Idol, tónlistarflutning,
sveitafittness og keppni í ýms-
um nýstárlegum keppnisgrein-
um svo sem sparðatíningi,
sauðalærakappáti, sauðburði,
löglegum fjárdrætti og ýmsu
Við fjárréttina á Rauða torginu sem líklega er fjárflesta réttin í Borgar-
nesi þetta árið.
Einn dagskrárliða var kappát. Elduð voru þrjú jafn þung sauðalæri
sem lögð voru fyrir keppendur til áts og afgangurinn síðan viktaður.
Frá vinstri: Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti, Baldur Jóns-
son, formaður Verkalýðsfélags Borgarness og Guðlaugur Þór Þórðar-
son, þingmaður, borgarfulltrúi og fyrrum Borgnesingur. Baldur vann
keppnina, sporðrenndi rúmum 1100 grömmum á mettíma, Guðlaugur
varð í öðru sæti en öllu óvæntara þótti að Sigurgeir Sindri rak lestina,
hesthúsaði einungis rúmum 800 grömmum.
fleiru. Guðni Agústsson, land-
búnaðarráðherra ávarpaði sam-
komugesti og sagðist m.a. í
ræðu sinni styðja það að íslensk
börn yrðu skylduð til að fara í
sveit í svo sem hálfan mánuð
kringum fermingaraldur til að
kynnast lífinu á landsbyggðinni
og væntanlega
til að rækta
sauðinn í sjálf-
um sér. Hátíð-
ardagskráin stóð langt fram eft-
ir degi og má segja að brosið
hafi ekki farið af gestum hátíð-
arinnar og er líklega enn á sum-
um. Það er mál manna að
Sauðamessa muni festa sig í
sessi og verða árlegur viðburður
hér eftir í Borgarfirði. MM
Gestir í gamta mjólkursamlaginu. Frá v. Steinunn Árnadóttir, Hrönn Þorsteinsdóttir, Sigur-
geir Þorgeirsson, Sveinbjörn Eyjólfsson og Gunnar Gauti Gunnarsson.
Nokkrar eldri dráttarvélar prýddu svæðið og auðvit-
að fengu börnin að „taka í“.
Það var ekki ónýtt að fá að tilla
sér á háhest til að sjá eitthvað.
Feðgarnir í Björk, þeir Jón Pét-
ursson og Guðmundur Friðrik
Jónsson.
Hér er hann ásamt Jóhanni á Hæl að sýna Hér er reksturinn að fara af stað frá gamla íþróttavellinum
réttu handtökin. áleiðis niður í gamla bæ.
Borgarness kjötvörur kynntu nýjungar í fram-
leiðslu fyrirtækisins og buðu jafnframt öllum
sem vildu upp á íslenska kjötsúpu að góðum
sveitasið.
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir veitti ungu kynslóðinni
ýmsar gagnlegar upplýsingar um íslensku sauðkindina.
2622j^#
BILASALA S 431 2622
Þekking - Reynsla - Þjónusta
Nýir
sýningarbílar
á staðnum frá
B&L og Ræsi
Hyundai Terracan
Mazda 3
Mazda 6
Hyundai Tucson
Söluumboð B&L
og Ræsis á
Vesturlandi
Bílás
BILASALA S 431 2622
Þekking - Reynsla - Þjónusta
2622jp#
Renault Megane
Scenic