Skessuhorn - 13.10.2004, Qupperneq 9
a&iiSaunu^
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 2004
9
Dregur til tíðinda í
sameiningarmálum
I dag, miðvikudaginn 13. októ-
ber, dró til tíðinda í sameiningar-
málum sveitarfélaga í Mýra- og
Borgarfjarðasýslum þegar Kol-
beinsstaðarhreppur óskaði eftir því
að koma að sameiningarviðræðum
Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveit-
ar, Hvítársíðuhrepps og Skorra-
dalshrepps. Jafnframt var opnuð
heimasíða um sameiningarmál á
svæðinu.
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni hafa sameiningarvið-
ræðurnar átt sér stað frá því á vor-
dögum 2003 með það að markmiði
að kjósa um sameiningu vorið
2005. I kjölfar tillögu landsnefndar
um sameiningarmál sem lögð var
fram nýlega og með hliðsjón af við-
horfskönnun meðal íbúa í Kol-
beinsstaðarhreppi var ákveðið að
hreppurinn óskaði eftir þátttöku í
sameiningarviðræðum fýrrnefndar
sveitarfélaga.
Hólmfríður Sveinsdóttir verk-
efnisstjóri sameiningarnefndarinn-
ar fagnar því að fá Kolbeinsstaða-
hrepp inn í viðræðurnar. „Ef af
sameiningu verður þá verður hér til
öflugt sveitarfélag með rúmlega
3.500 íbúa. Eg tel að með samein-
ingu sveitarfélaga þá séum við bet-
ur í stakk búin til að efla svæðið enn
frekar og styrkja það atvinnu-,
þjónustu-, fjárhags- og félagslega.
Með því sameiningarátaki sem nú á
sér stað um allt land er stefnt að því
að efla sveitarfélögin sem stjórn-
sýslustig. Gera þau þannig hæfari
til að sinna þeim verkefhum sem nú
þegar eru þeim lögboðin og ekki
síður til að styrkja þau þannig að
þau geti tekið við fleiri verkefnum,
sem fram að þessu hafa verið á
verksviði ríkisins. Þetta gerist ekki í
óbreyttri mynd því mörg sveitarfé-
lög eru þannig sett að þau ráða vart
við þau verkefni sem eru þeim nú
þegar falin með lögum,“
segir Hólmfríður.
A fundi sameiningar-
nefndarinnar í dag var opn-
uð heimasíða um samein-
ingarmál. Vefslóð heima-
síðunnar er
www.sameining.is. „Til-
gangurinn með heimasíð-
unni er að gera íbúunum
kleiff að fylgjast með sam-
einingarferlinu og veita
þeim tækifæri til að spyrja
spurninga og fá svör við
þeim og jafnframt komið
skoðunum sínum varðandi
sameiningarmál á fram-
færi,“ segir Hólmfríður og
bætir við að með þessari
nútímatækni sem netið er
gefist frábært tækifæri til að
hafa áhrif á gang mála sem
hún hvetur íbúa til að
nýta sér.
Eins og fram kom í síð-
asta Skessuhorni verður
kosið um sameiningu
sveitarfélaga um allt land
23. apríl 2005 og hvetur
Skessuhorn íbúa Vestur-
lands til að kynna sér vel
kosti og galla sameiningar
í sínum sveitarfélögum.
GE
CANTABILE DUO
Marta og Jan spila
á selló ogfagott
Glæsileg klassísk
tónlist við
sérhvert tækifæri
Nánari upplýsingar:
Sími 451 2889
og 846 2387
netfang: jamamich@isl.is
Sviðsstjóri hættir
Aðalsteinn Hjartarson sviðs-
stjóri tómstunda- og forvarna-
sviðs Akraneskaupstaðar hefur
sagt starfi sínu lausu hjá bæn-
um frá 31. janúar nk. Tóm-
stunda- og forvarnasvið bæjar-
ins var stofnað árið 2002 og
hefur Aðalsteinn mótað starf-
semina frá því í september það
ár en hann er fyrsti og eini
sviðsstjóri þessa nýjasta sviðs
innan bæjarkerfisins. I samtali
við Skessuhorn segist Aðal-
steinn vera á förum til Sviss, en
þar bjó hann ásamt fjölskyldu
sinni, áður en hann hóf störf
hjá Akraneskaupstað. „Mér
hefur líkað afar vel í þessu
starfi og hef fundið mig vel í
því. Hefði gjarnan kosið að
vera lengur og komast lengra
með mótun starfseminnar sem
undir þetta svið heyrir, en fjöl-
skylduaðstæður ráða því að ég
hætti nú,“ sagði hann í samtali
við Skessuhorn. Aðalsteinn
stefnir á sjálfstæðan atvinnu-
rekstur í Sviss og mun snúa sér
að ferðaþjónustu fljótlega eftir
áramót. MM
Stykkishólmsbœr
Hafnarvörður
Staða hafnarvarðar við Stykkishólmshöfn er
laus til umsóknar. Krafist er
skipsstjómarréttinda og reynslu af skipsstjóm.
Umsóknarfrestur er til 26. október 2004.
Umsóknum skal skila á skrifstofu
Stykkishólmsbœjar, Hafnargötu 3, 340
Stykkishólmi.
Upplýsingar veita Óli Jón Gunnarsson,
hafnarstjóri og Þór Örn Jónsson, bæjarritari
ísíma 438-1700.
Hafnarstjóri
Vegna talninga
verður verslunin lokuð
föstudag 15. október og
laugardag 16.október.
, BYGGIIUGAVÖRUR I
L-----Borqamesi ]
Nýja litakortið komið!
Afþví tilefni verður
30% afsláttur af
BETT innimálningu
Litirnir kynntir í
INNLIT / ÚTLIT
Slippfélagið
LITALAND
Málningavöruverslun - Mátningarverktakar
Þjóðbraut 1 - 300 Akranes - Sími: 431 1799 - Fax: 431 4499
Netfang: akranes@litaland.is - Heimasíða: www.litaland.is
Komið, skoðið og veljið ykkar uppáhalds lit