Skessuhorn - 13.10.2004, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 2004
L>A£i93UnUkw
Helst illa á karlmönnum
Það hefur
vakið athygli
margra sem
eiga viðskipti
við Islands-
banka á Akra-
nesi að allir
starfsmenn í
útibúinu eru Hluti kvennanna sem starfa í íslandsbanka. Á
konur og hafa mknQÍ,,la vaNar Sigþóru Ársælsdóttur, Ólafíu
. * 8 Björnsdóttur og Svölu Pálsdóttur.
verið um
Ovæntur bmidmnaður
nokkurra ára skeið. í það heila
starfa 10 konur við útibúið, þar
af ein matráðskona og einn
ræstitæknir. Brynja Þorbjörns-
dóttir hefur verið útibússtjóri í 7
ár og segir karlmenn hafa starf-
að í bankanum á þeim tíma, en
enginn þeirra hafi ílengst á
vinnustaðnum og einhverra
hluta vegna haldist dömunum í
bankanum illa á karlmönnum -
það er að segja samstarfsmönn-
um. Hún telur þó ekki að það
komi að sök né haíi áhrif á rekst-
ur bankans, þó vera kynni að
kvenkynsstarfsmenn séu örlítið
meira á mjúku línununni, án
þess þó að það komi niður á
starfmu eða viðskipavinirnir
gjaldi fyrir það. „Einu athuga-
semdirnar sem við höfum feng-
ið eru jákvæðar,“ segir Brynja og
bætir við „það kemur fyrir að
viðskiptavinir okkar hafi orð á
því að þeim fmnist notalegt að
hér séu bara konur en ég man
ekki til þess að nokkur hafi látið
í ljós óánægju með þessa skipan
mála í útibúinu.“
Brynja segir Islandsbanka
vinna markvisst eftir jafnræðisá-
ætlun sem er fjölskylduvæn og
gerir körlum og konum jafn hátt
undir höfði, enda hafi konum í
stjórnunarstöðum sífellt farið
fjölgandi hjá bankanum. ALS
Á Alþingi liggur nú fyrir tdl-
laga frá Guðjóni Guðmundssyni,
varaþingmanni Sjálfstæðisflokks-
ins á Vesturlandi, sem gengur út
á að fella niður órétdátt veggjald
í Hvalfjarðargöngum. Nú er það
þannig að samgönguráðherra,
Sturla Böðvarsson, hefur dregið
lappirnar í því að fella niður
veggjaldið og jafnvel lagt til að
Spölur taki að sér framkvæmd
fleiri verkefna á leiðinni frá
Reykjavík vestur á land. Ef sam-
gönguráðherra verður að ósk
sinni þá verða vegfarendur sem
leggja leið sína vestur á land
skattiagðir tvisvar sinnum.
Forsætisráðherra hefur látið
hafa eftir sér að nú væri komið að
því að huga að atvinnuuppbygg-
ingu í Norðvesturkjördæmi. Við
í Frjálslynda flokknum teljum
eina einföldustu og áhrifaríkustu
aðferðina vera einmitt að fella
niður veggjaldið í Hvalfjarðar-
göngin. Það yrði kjördæminu
vítamínsprauta fyrir margvíslega
atvinnustarfsemi s.s. ýmsa þjón-
ustu og myndi án efa stækka at-
vinnusvæðið.
Eg veit ekki betur en að aðrir
stjórnarandstöðuflokkarnir séu
einhuga um að fella niður þetta
óréttiáta gjald og nú höfum við
fengið góðan bandamann þar
sem Guðjón er og mér þætti lík-
legra en hitt að Kristinn H
Gunnarsson væri tilbúinn að
styðja rnálið. Staðan yrði þá sú á
Alþingi að einungis þarf einn
stjórnarliða í viðbót til þess að sjá
ljósið í þessu máli og leggjast á
árar með þeim sem vilja hætta
innheimtu veggjaldsins, en þá
yrði meirihluti fyrir því á þingi.
Það er von undirritaðs að ein-
hver af þingmönnum kjördæmis-
ins í stjórnarflokkunum standi
með atvinnuuppbyggingu í kjör-
dæminu og komi til liðs við
stjórnarandstöðuna í þessu máli.
Sigufjón Þórðarson,
Alþingismaður.
Vísa
Guðmundur Guð-
brandsson frá Tröð orti
eftir fjárrekstur um Borg-
arbrautina á nýafstaðinni
Sauðamessu í Borgarnesi
Sauðfé rekið að
sláturstað
Borgfirðingar flæma féð
fr~am og afitur strætin.
Efþeir tækju Möggu með
mundi aukast kætin.
Ekki þarf mikið hug-
myndaflug til að ímynda
sér að þarna sé átt við Mar-
gréti nokkra frá Melteigi
sem ítrekað hefur lagt til
atlögu við sauðkindina
með penna sínum.
lÁintihtWútj
Gitdcla skrimti, en Gvendur dó
Að nýafstað-
inni Sauða-
messu í Borgar-
nesi sé ég mér
ekki annað fært
en helga sauð-
kindinni megn-
ið af því rými
sem mér er út-
hlutað á síðum
Skessuhorns
enda á sauð-
kindin hvað mestan þátt í því að þjóðin
skuli yfirleitt hafa þraukað af í þessu
landi.
Meðan menn fóru til vers suður með
sjó var ferðanesti þeirra oftast af sauð-
kindinni þó misjafht væri þeim skammt-
að. Borgfirðingur einn fór til vers frá
heimili sem ekki þótti mjög ríflegt í útlát-
um og varð mötulaus í Hafnarskóginum
og var þá kveðið:
Utgeröin var ekki nóg,
einhver geröi spara.
Brauöiö var hrátt og bringan mjó,
brot af mjaömarspaöa.
Á sama heimili andaðist maður og lá
það orð á að ekki hefði honum verið of-
skammtað en þó myndi hafa verið látinn
askur hjá honum eftir að hann var skilinn
við svo sjá mætti að hann hefði gengið frá
leifðu. Vinnukona var þar einnig þennan
vetur sem Gudda var kölluð en vildi ekki
vera lengur en til vors. Eftir móður
Guddu, Þuríði Guðmundsdóttur mun
eftirfarandi vísa vera og víkja að um-
ræddri vetursetu:
Cudda skrimti en Gvendur dó,
gott er fátt aö skrafa.
Ekkert fiimt um þetta þó
þarftu eöa máttu hafa.
Þeir nafnar og góðvinir, Jón Sigurðs-
son á Haukagili og Jón Eyjólfsson á Há-
reksstöðum skiptust á nokkrum Ijóða-
bréfum og verður birt hér sýnishorn úr
þeim. Var tilefhi þeirra að Jón Eyjólfsson
fékk hnakk hjá nafna sínum sem var
söðlasmiður og lét veturgamlan sauð upp
í viðskiptin. Jón Sigurðsson þóttist hins-
vegar vera óánægður með greiðsluna og
sendi ljóðabréf til nafna síns:
Fengiö hef ég frá þér sauö
fjögra krónu viröi.
Varla held ég verra gauö
vaxi í Borgarfiröi.
Bjálfi þessi bara úr hor
bráöum held ég deyi.
Crunar mig hann væri í vor
vel fram genginn eigi.
Jón Eyjólfsson svaraði og vildi ekki
viðurkenna að sauðnum væri ábótavant
að neinu leyti:
Nú hef ég fengiö nafni minn
nokkrar iínur frá þér.
Litli Hvítur lágt metinn
líst mér vera hjá þér
Hann þó sýnist heldur smár,
hann er þokkalegur,
meö silkimjúkt og svanhvítt hár
sem hann nœrri dregur
Horföu bara á höfuöiö
hvort þaö sýnist lítiö.
Sjáöu þaö er svipmikiö
sauöarlegt og skrítiö
Jón Eyjólfsson hafði líka hugmyndir
um hvernig mætti nýta þessa prýðis ull:
Efþér bætist ung og hlý
eygló biröar Crana,
reyfiö vœri ágœtt í
undirbrók á hana.
Og svo mátti reyna að bera sig illa yfir
sauðarmissinum:
Neyö er þaö aö nú í bráö
nokkuö brestur auöinn,
ef ég heföi einhver ráö
aftur keypti ég sauöinn.
Sárlega þetta sauöartap
svíöur geöi mínu.
Þitt ef nokkuö skánar skap
skrifaöu aftur línu.
Jón Sigurðsson svarar:
Vinur þér ég þakka hlýt
þína bragarsnilli.
Lofiö um hann litla Hvít
líst mér skítinn gylli.
Ekki leist honum á ullina til nærfata-
gerðar:
Hans um reyfi hrósi þín
hvergi mun ég sinna,
né undirbrók á auöarlín
úr því láta vinna.
Ljúft þó sé aö leika sér
lífs í helgidómum,
skemmtun veit ég engin er
aö undirbrókum tómum.
Þetta veit náttúrlega hver maður og
engin þörf að taka það fram en ekki vildi
hann láta á því bera að hann sæi eftir
skepnunni til föðurhúsanna:
Öll er skepnan ósköp Ijót,
ef aö þú vilt fá hann.
Því skal ég ei mæla mót,
mér er raun aö sjá hann.
Ekki er pláss til að tíunda hér mikið
meira úr þessum yrkingum þó margt sé
þar skemmtilegt að finna en ljúkum þeim
með tveim vísum úr síðasta ljóðabréfi
Jóns Sigurðssonar:
Þegar ég geri gifta mig
og ganga í hjónafletiö.
Sjálfsagt læt ég sækja þig
svo þú fáir ketiö.
Þegar þú dregst í dauöans flet
dagur nýr þér skíni.
Boröaöu heilagt hangiket,
helst meö brennivíni.
Jón Sigurðsson virðist sem sagt hafa
haft trú á að bæði hangiket og brennivín
fyrirfindust á æðri tilverusviðum og er
lítið annað að gera en bíða þangaðkom-
unnar til að ganga úr skugga um þá kenn-
ingu. Sé svo er næsta öruggt að þar er
einnig stunduð sauðfjárrækt (ekki verður
hangiket til öðruvísi) og væntanlega
markvisst ræktunarstarf. Jóhann Olafsson
í Miðhúsum missti lambhrút snemma
vetrar og taldi sig hafa eitthvað við rækt-
unaráhuga skaparans að athuga:
Drottins ráö þó reynist holi
raunum er ég sleginn,
Cuö mun ætla aö gera hann Koll
aö gemling hinumegin.
Benedikt frá Hofteigi orti líka um
Himnaríkishugmyndir sínar:
Hálfgert er ég hræddur oss
himnavistin svíki
ef aö hvorki œr né hross
eru í himnaríki.
Lömbin sem hér líöa tjón
læknast þar aö fullu.
Þaö væri Guö minn grátleg sjón
gemlingar meö drullu.
Meö þökk fyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstööum
320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@hvippinn.is