Skessuhorn - 15.12.2004, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 49. tbl. 7. árg. 15. desember 2004
OPIÐ:
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud. 12-18
netté
alltaf gott - alltaf ódýrt
Kr. 300 í lausasölu
Gott hljóð í
kaupmönnum
Nú er jólaverslunin að ná
hámarki sínu. Skessuhorn
heyrði hljóðið í nokkrum
kaupmönnum á Vesturlandi
og lém menn almennt mjög
vel af verslun það sem af er
aðventu, ýmist væri aukning
eða svipað og í fyrra. Gunnar
Kristjánsson í Hrannarbúð-
inni í Grundarfirði og Guðni
Tryggvason í Módel á Akra-
nesi sögðu báðir að verslun
væri mjög svipuð og síðasta
ár í verslunum þeirra sem
væri ágætt í ljósi þess að þá
hafi hún verið góð. Gunnar í
Hrannarbúðinni sagði sam-
drátt í bóksölu þar sem ekki
væri hægt að keppa við verð
stórmarkaða en aukning væri
í annarri vöru á móti. Guðni
í Módel sagði fólk hafa byrj-
að jólainnkaupin snemma og
hafi nóvember þannig verið
mun betri en í fyrra og spáði
hann góðu með dagana ffam
til jóla. I Samkaupum,
Hyrnutorgi í Borgarnesi
fengust þær upplýsingar að
talsverð aukning væri í sölu
milli ára. Asta Gísladóttir
verslunarstjóri í Bjargi á
Akranesi lét vel af sölunni hjá
sér og sagði hana töluvert
meiri en í fyrra.
MM
Auglýsinga-
frestur
Skessuhorn minnir á að
síðasti fresmr til að panta og
skila inn efni í auglýsingar í
jólablað Skessuhorns er á
morgun, fimmtudaginn 16.
desember klukkan 16:00.
Síminn er 433-5500.
Það var kátt yfir börnunum í Brekkubæjarskóla sl. fimmtudag en þá var nýjasti sparkvöllurinn í sparkvallaátaki
KSI og sveitarfélaga vígður við hátíðlega athöfn. Völlurinn stendur við Brekkubæjarskóla og er fullnýttur öllum
stundum frá morgni og fram á rauða kvöld. Sjá bls. 22 Ljósm. MM
Metár í
bameignum
Samkvæmt upplýsingum
frá bæjarskrifstofúm Borgar-
byggðar eru barnsfæðingar í
sveitarfélaginu í ár orðnar 3 8
eða fleiri en verið hafa all-
mörg síðustu ár. Meðalfjöldi
í árgangi hefur verið á bilinu
25 - 30 nokkur síðusm ár og
því ljóst að Borgfirðingar
hafa sinnt þessunt mála-
flokki af mikilli alvöru á ár-
inu.
A fæðingardeild SHA
höfðu rnenn sömu sögu að
segja. I gær höfðu fæðst 211
börn það sem af er árinu og
stefnir í metfjölda, eða yfir
220 börn fyrir árantót. Slík-
ur fjöldi barna hefur ekki
fæðst þar á einu ári í mörg ár
eða áratugi.
GE/MM
Vegurinn yfir Kolgrafarfjörð opnaður
Fjöldi fólks safnaðist saman við Berserkseyri áður en nýi vegurinn var
opnaður fyrir umferð.
Síðastliðinn mánudag var
umferð hleypt á nýjan veg og
brú yfir Kolgrafarfjörð, tæpu ári
fyrr en upphaflega var gert ráð
fyrir að framkvæmdum yrði
lokið. Að vísu er lokafrágangur
eftir og því verður formleg
vígsla þessa samgöngumann-
virkis ekki fyrr en næsta vor.
Fjölmenni var viðstatt þegar
vegatálmar voru teknir í burm
og Smrla Böðvarsson, sam-
gönguráðherra ók í broddi fylk-
ingar yfir brúna. Það er óhætt
að segja að langþráð stund hafi
runnið upp fyrir Snæfellinga
því nú er allt norðanvert Snæ-
fellsnes tengt saman með
bundnu slitlagi.
,Já, þetta er stór smnd fyrir
okkur Snæfellinga þar sem þessi
nýi vegur tengir saman byggð-
ina hér á norðanverðu Nesinu
og eykur til muna umferðarör-
yggið en vegurinn fyrir
Kolgrafarfjörð hefúr oft verið
illur yfirferðar," segir Björg Á-
gústsdóttir, bæjarstjóri í Grund-
arfirði. Hún segir einnig að
hinn nýi vegur snúist ekki að-
eins um þægilegri ökuferðir
heldur hafi hann meðal annars
verið gnmdvöllurinn fyrir Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga sem
tók til starfa í Grundarfirði í
haust. Þá segir Björg að þverun
Kolgrafarfjarðar skipti sköpum
fyrir væntanlega hitaveim frá
Berserkseyri í Grundarfjörð.
Vegurinn yfir Kolgrafarfjörð
er tæpir tíu kílómetrar en þar af
er sjálf brúin ekki nema 230
metrar. Með tilkomu vegarins
hefúr leiðin milli Stykkishólms
og Grundarfjarðar stytst um
rúma sex kílómetra auk þess sem
hún hefúr orðið mun greiðfærari
sem fyrr segir.
Það voru verktakafyrirtækin
Háfell og Eykt sem önnuðust
ffamkvæmdir í Kolgrafarfirði en
þessi fyrirtæki höfðu frumkvæði
að því að framkvæmdatíminn var
styttur til muna. GE
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU
Bráðum koma blessuð iólin...
Frábær jólatilbod í sérvörudeild okkar - gefðu spennandi jólagjafir
ítábær si0l(. ^
ötl leikföng _ Allt jólaskraut
Allir geisladiskar
20% 4Ö%.
30% 20%
Afnemum ',s*‘
«»iTum
Allt á jólabordid
í matvörudeild
girnileg tilbod...
- W Stórmarkaður Hyrnutorgi Borgarnesi
Opið: 18. des. laug. 10-22,19. des. sun. kl. 12-19, 20. des. mán. 9-21, 21. des. þrið. 9-21, 22. des. mið. 9-22, 23. des. fim. 9-23, 24. des. aðfangad. 9-13