Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2004, Page 4

Skessuhorn - 15.12.2004, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 anlUíSlinu^ WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500 Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 899 4098 Augl. og dreifing: íris Arthúrsdóttir 696 7139 Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Prentun: Prentmet ehf. skessuhorn@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is ritstjorí@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á briojudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass timanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. 433 5500 D»g eftir dag Gísli Einarsson, ritstjóri. Um langa hríð hefur mér liðið eins og ég hafi dagað uppi í frumskógi hinna f]ölbreyttustu daga. Sá siður hefur nefni- lega verið tekinn upp á Islandi að leyfa hverjum degi að hafa sína þjáningu og ekki rennur upp sá dagur hér á landi, mis- fagur, að honum sé ekki ætlað eitthvað hlutverk. Eg treysti mér ekki einu sinni til að muna hvaða málstað hver dagur stendur fyrir, það er alveg dagsatt. I fljótu bragði rifjast þó upp dagur kvenna, frídagur kvenna, dagur barna, dagur barnabarna, dagur hestsins, dagur frímerkisins, Dagur Sig- urðsson og svo framvegis, og svo framvegis. Sá merki fræðimaður, Arni Björnsson, hefur oftar en ekki rifjað upp hina fjölmörgu og aldeilis ágætu merkisdaga Is- lendinga í gegnum tíðina. A meðan höfum við hin hamast við að gleyma þeiin og finna upp nýja í staðinn eða öllu heldur að flytja þá inn frá útlöndum. Við höfum lengi átt dag eftir dag og marga góða daga jafhvel og því hef ég ekki séð sérstaka ástæðu til að fjölga þeim, nema þá helst á hlaupári. Sem dæmi um óþarfan auka- dag má nefna mæðradag og feðradag en hjá flestum foreldr- urn sem eiga því láni að fagna að hafa börnin sín hjá sér ættu flestir ef ekki allir dagar að vera annað hvort mæðra- eða feðradagar. Eins hef ég ekki almennilega botnað í degi elskenda sem nafnið bendir til að sé einhverskonar fengi- tími. Nýjustu ósköpin eru svo Þakkargjörðardagurinn sem margir Islendingar hafa tekið með þökkum. Eg hef reyndar grun um að það hafi verið íslenskur veitingamaður, þ.e. vert, sem laumaði þessum degi hingað til lands til þess að geta selt út á hann kalkúna. Þessi veitingamaður hefur þá verið nokkurskonar þakkarvert. Eg held ég geti næstum því fullyrt að ekkert fyrirbæri í heiminum sé svo fullkomið að það eigi ekki sinn eigin dag, nema þá kannski ég sjálfur og má í því sambandi nefna að það er furðulegt að í dagsins amstri skuli engum hafa dottið í hug að halda upp á gullfallega Gísladaginn. Það breytir því samt ekki að ég sakna þess þegar gömlu góðu dagarnir voru enn gömlu góðu dagarnir. Manni líður hálfpartinn eins og maður sé fastur í fótboltafrasanum „að taka einn dag fýrir í einu“ og oftsinnis óskar maður sér þess að geta fengið frídag frá öllum þessum dögum. Gísli Einarsson, daginn eftir. Eins og sést er lögreglubifreiðin í Búðardai gjörónýt. Lögreglubíll eyðilagður Maður gekk berserksgang á heimili sínu í Saurbæjarhreppi í Dölum uin tvöleytið á fimmtu- dag. Maðurinn réðst að bifreið lögreglunnar í Búðardal á stór- virkri vinnuvél og eyðilagði bif- reiðina. Þá er hann grunaður um að hafa skömmu síðar kveikt í íbúðarhúsi sínu. Eng- Snæfellsbær hefur tekið við höfðinglegri gjöf, tæpum sex milljónum króna, sem Svandís Elínmundardóttir, húsmóðir á Hellissandi, ánafnaði sveitarfé- laginu en hún lést síðastliðið vor. Á gjafabréfi sem sveitarfé- laginu var afhent í síðustu viku, af ættingjum Svandísar, kemur fram að ætlast sé til að pening- Nýr bátur kom til Ólafsvíkur fyrir skömmu en það er Geisli SH 155. Báturinnvar smíðaður í bátsmiðjunni Knörr á Akra- nesi og er hinn glæsilegast í alla staði en fjallað var um sjósetn- ingu hans í næstsíðasta tölu- blaði Skessuhorns. Fjöldi manns kom niður að höfn til að taka á móti bátnum og var farið með áhugasama í prufuferð út á Ólafsvíkina. Eigendur Geisla SH er Smyrill sem er í eigu Hjörleifs Guðmundssonar og inn slasaðist í brunanum og brunatjón varð ekki mikið en talsverðar reykskemmdir urðu inni í húsinu. Lögreglan í Búðardal hefur fengið aðra lögreglubifreið lög- reglunnar í Borgarnesi að láni á meðan beðið er eftir nýjuin bíl. GE unum verði varið til öldrunar- mála. „Þetta er höfðingleg gjöf og góður hugur sem fylgir. Pen- ingunum hefur ekki verið ráð- stafað en þeir verða notaðir til góðra mála í þágu aldraðra," segir Kristinn Jónasson bæjar- stjóri Snæfellsbæjar. Fríðu Sveinsdóttur og er hún útgerðarmaðurinn. Mikið er um að eiginkonur útgerðar- mannana sjái um útgerðar- reksturinn í landi en mikil vinna fer í þann þátt rekstrarins og margs að gæta. Þess má geta að annar bátur kom til Ólafsvíkur þennan sama dag en það er Konráð SH og er hann í eigu Bóndabúðar ehf. Konráð er 18 lestir og er skipstjóri Sölvi Konráðsson. PSJ Sólfell byggir blokk ,Já það hefur lengi staðið til og það má segja að það sé nú eða aldrei,“ segir Sigurður Guð- mundsson framkvæmdastjóri byggingafyrirtæksins Sólfells í Borgarnesi aðspurður um hvort fyrirtækið sé að fara í byggingu stórhýsa í Borgamesi eins og sögusagnir hafa verið uppi um. „Við erum með lóðir í Arnar- kletti undir íbúðablokkir. Við eram með teikningu af níu í- búða húsi sem ég hef hug á að láta breyta þannig að í húsinu verði 16 íbúðir. Það gæti farið svo að að við byggjum tvö slík hús ef eitthvað er að marka fféttafluming af aukinni eftir- spurn eftir húsnæði hér í bæn- um,“ segir Sigurður. A öðram stað er sagt ffá sambærilegum ffamkvæmdum á vegum Hlíðar- enda ehf í bænum en það fyrir- tæki ætlar að byggja 10 íbúða blokk næstu mánuði. Snöggur vöxtur er því að færast í bygg- ingastarfsemi í bænum eftir nokkurt hlé. GE Leikskóliim oflítill Vegna þeirrar gríðarlegu upp- byggingar sem á sér stað á Hvanneyri liggur fyrir að leik- skólinn Andabær er að verða of lítill. Umræður eru hafnar í sveitarstjórn Borgarfjarðarsveit- ar um stækkun leikskólans og segir Linda B Pálsdóttir sveitar- stjóri að þótt engar ákvarðanir hafi verið teknar séu miklar lík- ur á að stefnt verði að nýbygg- ingu sem hægt verði að samnýta af grunnskólanum og leikskól- anum á staðnum en stutt er á milli þeirra. Ekki er þó reiknað með að ráðast í framkvæmdir á næsta ári en í vinnu við fjárhags- áætlun sveitarfélagsins er miðað við að veita þremur milljónum til undirbúningsvinnu á árinu 2005. GE Tvöföldun Umtalsverðar byggingafram- kvæmdir standa nú yíir í Borgar- nesi á atvinnuhúsnæði og til samanburðar má nefna að gatnagerðargjöld sem Borgar- byggð innheimtir í ár eru um tvöfalt hærri en í fyrra sam- kvæmt upplýsingum frá bæjar- skrifstofiinum. GE Klumba fær lóð Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur ákveðið að úthluta fisk- vinnslufyrirtækinu Klumbu í Ó- lafsvík lóð undir starfsemi sína við Fossá þar sem athafnasvæði Rarik og Vegagerðarinnar er fýrir. Sem kunnugt er brann fiskverkunarhús Klumbu til kaldra kola í haust en stjórnend- ur fyrirtækisins hafa síðan stefnt að því að byggja nýtt húsnæði undir starfsemina. GE Höfðingleg gjöf til Snæfellsbæjar GE Eigendur Geisia, þau Fríða Sveinsdóttir og Hjörleifur Guðmundsson ásamt tvíburunum sínum þeim Arnleifi og Hjörvari um borð í bátnum. Ekki var annað að sjá en að þeir væru ánægðir með hinn nýja og glæsilega bát foreldra sinna. Nýir bátar til Ólafsvíkur

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.