Skessuhorn - 15.12.2004, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004
jntaaiinu...
Nýr nemendagarður
á Hvanneyri
Síðastliðinn fimmtudag
var gengið frá samkomu-
lagi um byggingu nýrra
nemendagarða fyrir Land-
búnaðarháskólann á
Hvanneyri. Það eru PJ
byggingar ehf á Hvann-
eyri sem sjá um fram-
kvæmdimar.
Um er að ræða fjölbýlis-
hús og á það að rísa við
Skólaflöt 14 við hlið nem-
endagarða sem teknir vom í
notkun á síðasta ári. Húsið
verður á tveimur hæðum með
fjómm tveggja herbergja íbúð-
um, ijóram þriggja herbergja í-
búðum og sex fjögurra her-
bergja íbúðum. Kostnaður við
byggingu hússins er um 160
milljónir króna. Samkvæmt
samningnum sem undirritaður
var af Magnúsi B Jónssyni rekt-
or Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri og Pétri Jónssyni frá
PJ byggingum, á húsið að verða
fullbúið 19. ágúst árið 2005.
Pétur Jónsson og Magnús B. Jónsson
Með þessari viðbót munu
nemendagarðarnir á Hvanneyri
hafa yfir að ráða 10 einstak-
lingsherbergjum með aðgengi
að sameign, 20 einstaklingsí-
búðum, 20 tveggja herbergja í-
búðum, 20 þriggja herbergja í-
búðum og 16 fjögurra herbergja
íbúðum eða samtals 86 leigu-
rýmum í 9 húsum (þar af fjögur
fjölbýlishús). Aætluð velta nem-
endagarðanna á Hvanneyri eftir
að nýr nemendagarður verður
tekinn í notkun er um 40
milljónir króna á ári.
Inga Osk í Nettó
Verslunarstjóraskipti eru nú
orðin í Nettó á Akranesi. Arnar
Erlingsson, verslunarstjóri hef-
ur ákveðið að hverfa á heima-
slóðir sínar á Akureyri og mun
þar starfa hjá Nettó í Glerár-
torgi frá áramótum, en við
starfi hans á Akranesi hefur tek-
ið Inga Osk Jónsdóttir, við-
skiptafræðingur. Hún er borin
og barnfæddur Skagamaður en
hefur síðustu árin unnið við
bókhald og fjármálastjórnun á
Isafirði og nú síðast á Akranesi.
I samtali við Skessuhorn segist
hún hlakka til að takast á við
nýja starfið enda um ögrandi
verkefni
að ræða.
Hún er
ekki óvön
verslunar-
stjórnun,
starfaði
m e ð a 1
annars í
stórmark-
a ð i n u m
Miklagarði í Holtagörðum
meðan sú stórverslun var og hét
en einnig var hún verslunar-
stjóri í Miklagarðsversluninni
Miðvangi í Hafnarfirði.
MM
Inga Ósk
Jónsdóttir.
v-ei.áttnq ni/mjuwr
Anna pæja
Þessi brauðréttur er nokkuð
klassískur og sáraeinfaldur í
ffamkvæmd. Gott að grípa til
þegar maður hefur ekki mikinn
tíma en langar að bera firam
eitthvað gott.
1/2 til 1 fransbrauð
1 dós grænn aspas
2 bréf skinka ( skorin í bita )
1 dós campells sveppasúpa
2 msk majones
2 dl rjómi
wá
■ v *
Lóðir uppseldar á Hvanneyri
hefóum nóg næstu árin - segir
Pálsdóttir sveitarstjóri
Töldum að við
Linda
I síðustu viku var síðustu lóð-
unum úthlutað í nýju hverfi á
Hvanneyri, Sóltúni, en fram-
kvæmdir hófust í því hverfi fyrr á
árinu. Alls voru skipulagðar 24
lóðir í Sóltúnshverfinu, þar af 23
undir parhús en ein undir íbúð-
arhús. Þessum lóðum hefur nú
öllum verið úthlutað og reiknað
er með að byggingaffamkvæmd-
um ljúki á næsta ári við þær 47 í-
búðir sem þarna eiga að rísa. Að
sögn Lindu Pálsdóttur sveitar-
stjóra er aðeins ein lóð laus á
Hvanneyri í dag en hún er á
Skólaflöt þar sem reistir hafa ver-
ið nemendagarðar.
„Við töldum að þetta myndi
duga næstu árin og ég held að
það hafi enginn átt von á þessari
gífurlegu eftirspurn þannig að
við stöndum frammi fyrir mjög
ánægjulegu vandamáli, ef svo má
að orði komast. Núna þurfum við
að fara að hugsa um hvar verður
byggt næst og að sjálfsögðu verð-
ur bragðist við þessu til að mæta
áffamhaldandi eftirspurn."
Samfundur
sveitar-
stjóma
Sveitarstjórnir Akraness,
Borgarbyggðar og Borgar-
fjarðarsveitar hittust á sam-
eiginlegum fundi síðastlið-
inn föstudag í Borgarnesi
þar sem farið var yfir sam-
starfsverkefni þessara sveit-
arfélaga og skrifað undir
endurnýjaðan samstarfs-
samning. GE
Umsjón: Iris Arthúrsdóttir.
1 dós sveppir - eða steiktir nýir
sveppir efþið viljiðfi'ekar
Ostur að eigin vali ofan á rétt-
Brauðið rifið niður og sett í
eldfast form. Skinkan, súpan,
aspasinn, majonesið, rjóminn
og sveppirnir sett í pott og hit-
að aðeins. Blöndunni hellt yfir
brauðið og osmr rifinn yfir .
Hitað í ofhi á ca. 180° þar til
osturinn er farinn að taka lit.
k. L v--"r HÚSRAD Til að losna við óæskilega lykt
m , r •- . , úr teppum, stráið matarsóda yfir og látið liggja á í klukkustund,
ryksugið síðan yfir.
Þcir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina
sína geta scnt hana inn ásamt Ijósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða
stærri), fullu nafni, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhom.is
Linda Pálsdóttir sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar.
Aðspurð segir Linda að hin
mikla eftirspurn eftir íbúðalóð-
um tengist væntanlega að miklu
leyti breytingum á Landbúnaðar-
háskólanum á Hvanneyri sem
um áramót verður Landbúnaðar-
háskóli Islands. „Þrátt fyrir að
ekki hafi verið gefið út hvernig
búist er við að skólinn þróist á
næstu áram þá er greinilegt að
rnenn hafa almennt trú á þessu
svæði og það eykur svo sannar-
lega bjartsýni okkar sem búum í
þessu sveitarfélagi," segir Linda.
GE
Handverkskonur í Borgarfirði standa fyrir jóiamarkaði i tuttugasta
sinn og að þessu sinni er hann staðsettur í Hyrnutorgi. Þar getur að
líta fjölbreytt handverk, jóiaskraut ofl. Mynd: GE
Hótel Stykkishólmur.
Félagsheimilið selt
Stykkishólmsbær hefur
gengið frá samningum um sölu
félagsheimilis Stykkishólms til
Péturs Geirssonar og Jóns Pét-
urssonar, eigenda Hótels
Stykkishólms en félagsheimilið
er hluti af hótelbyggingunni.
„Eigendur Hótels Stykkis-
hólms era að hefja framkvæmd-
ir við stækkun þess og þeir ætla
að byggja 45 herbergja álmu
við endann á félagsheimilinu.
Þessvegna þótti okkur eðlilegt
að þetta væri allt á sömu
hendi,“ segir Óli Jón Gunnars-
son bæjarstjóri Stykkishólms.
Óli Jón segir að samhliða söl-
unni hafi verið gerður samn-
ingur við Hótel Stykkishólm
um ákveðna þjónustu og segir
að þótt bærinn eigi ekki lengur
félagsheimilið þá muni það
þjóna íbúunum eftir sem áður.
GE
Umferðaróhöpp
Tvö umferðaróhöpp urðu í
Borgarfirði á föstudag. Bifreið
fór útaf veginum á Borgarfjarð-
arbraut við Árdal um klukkan
sjö á föstudagsmorgun og var
ökumaður fluttur á slysadeild
til skoðunar. Meiðsli hans
reyndust hinsvegar ekki alvar-
leg. Annar útafakstur varð síðan
á Snæfellsnesvegi við Urriðaár-
borgir um hádegisbil en enginn
slasaðist.
Þá fór bíll útaf veginum við
Tungulæk á Mýrum um kl. 10 á
sunnudag en engan sakaði.
GE