Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2004, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 15.12.2004, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 ^&iiSaunuiw Skógarhögg í Daníelslundi Mynd: Rakel Bryndís. Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi stóð fyrir skógar- ferð um síðustu helgi þar sem fyrirtækjum var boðið að koma með starfsmenn og þölskyldur þeirra í Daníelslund til að velja jólatré og höggva þau. Að sjálf- sögðu voru vanir skógarhöggs- menn úr Björgunarsveitinni til halds og trausts og aðstoðar við skógarhöggið. Þá sá björgunar- sveitin um að koma trjánum heim til sinna eigenda. Að sögn Guðrúnar Krist- Samstarf VLFA og Vinnumiðl- unarinnar Verkalýðsfélag Akraness og svæðisvinnumiðlun Vesturlands hafa hug á að hefja samstarf er lýtur að námskeiðshaldi fýrir at- vinnulausa og félagsmenn VLFA. Félagið stendur fyr- ir fiskvinnslunámskeiði í janúar og hefur nú þegar boðið Svæðisvinnumiðlun Vesturlands að kanna hvort einhverjir sem nú eru at- vinnulausir hafi áhuga að fara á slíkt námskeð. Fyrir liggur að um 25 starfsmenn HB-Granda og um 17 starfsmenn hjá Laugafiski ætla að fara á fiskvinnslu- námskeiðið í janúar. MM jánsdóttur, ritara Björgunarsveitar- innar Brákar, hafa Borgnesingar tekið þessari nýbreytni vel en tæplega 90 manns frá nokkrum fyrirtækjum í Borg- arnesi tók þátt í skógarferðinni að þessu sinni. Þegar menn sneru aftur heim úr skóginum, með jólatréð á bakinu, var boðið upp á heitt kakó og smur- brauð. Þá má ekki gleyma að geta þess að björgunarsveitarmenn fundu nokkra jólasveina í skóg- inum en þeir höfðu villst á leið- inni til byggða. Þeir sem ekki höfðu tækifæri til að höggva sín tré í Daníelslundi þurfa ekki að örvænta því um helgina hefst jólatrjáasala Brákar í björgun- arsveitarhúsinu í Brákarey. Milli jóla og nýárs tekur síðan flugeldasalan við á sama stað. GE Troðfullt hús á jólaskemmtun á Akranesi Fullt var út úr dyrum á barnaskemmtun sem Mark- aðsráð Akraness stóð fyrir sl. laugardag í Bíóhöllinni. Margt góðra skemmtiatriða var á dagskrá, en að öðrum ó- löstuðum þótti Bjössi bolla slá rækilega í gegn hjá ungu kyn- slóðinni. Bjössi bolla hefur reyndar grennst svo mikið að ekki var nema ca helmingur hans mættur, enda hefur hann að undanförnu tekið þátt í upptökum á Latabæ þar sem hann leikur sjálfan bæjarstjór- ann. A myndinni hefur Bjössi kallað á svið 9 ára þríburana þau Jósef Halldór, Svönu og Þóru Björk Þorgeirsbörn, sem áttu 9 ára afmæli sania dag og fengu því 400 manna afmælis- söng í tilefni dagsins. MM Það sem fer hér á eftir er spurn- ing sem sett var fram á miðsvetrar- prófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkost- legt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess. Aukaspuming: Gefur helvíti ffá sér hita eða tekur helvíti til sín hita? Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minnkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi: I fyrsta lagi þá þurfuin við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í hel- víti og tíðni þess að sálir fari úr hel- víti. Eg tel þó að við getum gengið út ffá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti. Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trú- arbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tílheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til hel- vítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við. Þetta gefur okkur tvo mögu- leika: 1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýs- ingur að hækka þar allt fer til hel- vítis. 2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti ffýs. Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Guðrún bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: „Það verður kaldur dagur í helvíti áður en ég sef hjá þér“, og ef tekið er tillit til þeirrar staðreyndar að hún svaf hjá mér í gær þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi ffá sér hita og sé í reynd þegar ffosið. Hin hliðin á þessari kenningu er að þar sem helvíti er þegar ffosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilíff- ar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi kallaði Guðrún hvað efrir annað „Ó guð, Ó guð“. Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.