Skessuhorn - 13.04.2005, Side 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud. 12-18
nettð
alltaf gott - alltaf ódýrt
14. tbi. 8. árg. 13. apríl 2005 - Kr. 300 í lausasölu
Akveðið að byggja
fjölnota íþróttahús
Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum sl.
fimmtudag að ganga til samninga við verktakafyrir-
tækið Sveinbjöm Sigurðsson ehf. um byggingu fjöl-
nota íþróttahúss á Jaðarsbökkum. Gert er ráð fyrir
að taka tilboði fyrirtækisins í óeinangrað og óuþphit-
að hús en þó með þeirri breytingu að burðarvirki
verði öflugra sbr. ffávikstilboð fyrirtækisins, enda má
þannig einangra húsið og hita það síðar. Bæjarráð
samþykkti einnig að gert verði ráð fyrir Ligoturf
gervigrasi ffá Polytan og fól bæjarstjóra að ganga til
samninga við Sveinbjöm Sigurðsson ehf. á ofan-
greindum forsendum og undirbúa stofhun fram-
kvæmdasjóðs íþróttamannvirkja og félags sem myndi
eiga og reka húsið. MM
Fiskistofa í
Stykkishólm
Umtalsverðar breytingar verða gerðar á starfsemi
Fisldstofú á næstu árum með stofhun fjögurra nýrra
útibúa á landsbyggðinni og eflingu útibúsins á Akur-
eyri. Fiskistofa er nú með aðstöðu á tveimur stöðum
utan Reykjavíkur, þ.e. á Akureyri og Isafirði. Sjávar-
útvegsráðherra hefur viljað færa fleiri störf út á land
þar sem stærstur hluti starfsemi Fisldstofu fer fram
utan höfuðborgarsvæðisins. Því vom útfærðar tillög-
ur um hvemig fiera mæti veiðieffirlitið út á land. Til-
lögurnar koma til ffamkvæmda á næstu fjórum
ámm. I tillögu ráðherra er m.a. gert ráð fyrir að árið
2007 verði opnað útibú Fiskistofu í Stykkishólmi
með alls 7 starfsmönnum en auk þess verða útibú í
Vestmannaeyjum, Höfh, Grindavík og fjölgað
mannskap í útibúinu á Akureyri. Þegar þessar breyt-
ingar verða allar um garð gengnar árið 2009 verða
átta starfsmenn eftir í Reykjavík en meginþungi
starfseminnar fer þá ffam á landsbyggðinni.
A fundi bæjarráðs Stykkishólms í síðustu viku var
fagnað ákvörðun sjávarútvegsráðherra að flytja hluta
af starfsemi veiðieftirlits Fisldstofu í Stykkishólm.
Undrast staðsetninguna
Bæjarstjóm Snæfellsbæjar fagnaði einnig á sínum
fundi í liðinni viku ákvörðun ráðherra um flutning
veiðieftirlits Fisldstofu á Snæfellsnes, en vakti athygli
á að: „..allsstaðar annarsstaðar en á Snæfellsnesi er
þessi starfsemi höfð þar sem mikill afli berst á land
og starfsemi Hafró er þar einnig [í Snæfellsbæ]. I
ljósi þess vekur það fúrðu að þessi starfsemi Fiski-
stofu skuli eklá hafa verið staðsett í Snæfellsbæ. A
Snæfellsnesi, á árinu 2004, kom efdrfarandi afli á
land, flokkaður eftir bæjarfélögum: Snæfellsbær
27.899 tonn, Grundarfjörður 11.356 tonn og Stykk-
ishólmur 5.019 tonn. A undanfömum árum hefúr
því þannig háttað tíl að þegar opinber störf hafa
komið á Snæfellsnes þá hafa þau flest öll verið sett á
einn stað og spuming hvort það sé opinber stefiia
ríkisstjómarinnar að öll störf á vegum hins opinbera
á þessu svæði skuli fara þangað," segir í bókun bæj-
arstjómar Snæfellsbæjar. MM
Sauðburður er hafinn hjá Hálfdáni bánda Helgasyni á Háhóli í Borgarbyggð. Hálfdán segist hafa hleypt til nokkurra kinda með fyrra fallinu; „áður gerði ég
það til að gleðja bömin á bœnum, en síðan þau stækkuðu, til að gleðja hrútana. “ A Háhóli er stundaður blandaður búskapur en þar má m.a. finna geit, endur,
hesta, kindur, hund og ketti. Auk þess taka bændur á Háhóli þátt í skógrækt Vesturlandsskóga og stunda jarðvinnslu og vegagerð á sumrin. Ljósm. í
Strákamir á stöðinni
skerða dómgreind bama
Á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 er náð að gabba Strákana upp úr eftírhermu gjörða Strákanna að samtali við Skessuhom.
um þessar mundir sýndur þátt-
urinn Strákarnir klukkan 8 á
kvöldin fjóra daga vikunnar, þar
sem hinir bráðhressu félagar
Sveppi, Auddi og Pétur em
þáttastjómendur. Eins og þeir
sem horft hafa á þessa þætti em
meðvitaðir um, em ffamin hin
ýmsu heimskupör í þáttunum
þar sem m.a. er skorað á þátta-
gerðarmenn að framkvæma ýmis
áhættuatriði sem almennt flokk-
ast ekki undir háttvísa ffamkomu
eða gjörðir, nema síður sé.
Nefiia má nýlegt dæmi þegar
einn félaganna hleypur á G-
streng einum klæða í gaddffosti
og rold umhverfis lóð fangelsis-
ins á Litla Hrauni. Þetta mun átt
að hafa verið áskorun ffá föng-
unum á Hrauninu, sem vafalaust
em enn hlæjandi yfir því að hafa
skónum í orðsins fyllstu merk-
ingu. Fjölmörg önnur dæmi um
vafasamar gjörðir mætti nefna,
svo sem þegar þeir átu sand,
böðuðu sig í tómatsósu, fífluðu
gamalt fólk í Kringlunni með
falinni myndavél eða bemðu sig
í sundlaugunum, enda er athygl-
issýki Strákanna engin takmörk
sett.
Að sjálfsögðu er þáttunum
ætlað að ná til unga fólksins og
einkum barna, enda sýning
þeirra á þeim tíma sem helst
mætti ætla að böm horfi á sjón-
varp. Þar með er bömunum ætl-
að að greina á milli hvað sé rangt
eða rétt að gera og hvar mörk
hins siðprúða einstaklings liggja.
Börnin hafa hinsvegar ekki
þroska til að greina þama á milli
og svo rammt hefur kveðið að
foreldrafélag Grandaskóla á
Akranesi ályktaði tmi efni og á-
hrif þáttanna fyrir skömmu.
„Þegar böm í skólanum em t.d.
farin að bera á sér bossana þegar
þau em mönuð til þess, eða farin
að borða ánamaðka er einfald-
lega of langt gengið. Þessu hafa
böm hér verið uppvís að og
þetta era bein áhrif áhorfs þeirra
á þættina um Strákana. Við sjá-
um ástæðu til að hvetja foreldra
og uppalendur til að ræða við
böm sín um efni þessara þátta,
vekja þau til umhugsunar og
hjálpa þeim að greina á milli
hvað sé rétt og hvað rangt í
gjörðum fólks alveg á sama hátt
og t.d. eftirlitslaus notkun þeirra
á Intemetinu getur verið skað-
leg,“ segir Magnús Guðmunds-
son, formaður foreldrafélagsins í
Magnús segir að til standi að
skrifa Stöð 2 og greina forsvars-
mönnum stöðvarinnar fá
áhyggjum foreldra. „Við höfúm
engin ráð önnur en benda á
greinileg áhrif þáttanna og
hvetja sjónvarpsstöðina til að
gæta ákveðins velsæmis í hvað
fyrir bömunum er haft. Okkur
finnst einfaldlega of langt geng-
ið og því full ástæða til að benda
Stöð 2 á að Strákamir em gríð-
arlega sterkar fyrirmyndir bam-
anna okkar og það sem þeir gera
og sýna er ekki til þess fallið að
vera jákvæð fyrirmynd. Þeir geta
ömgglega verið bæði fyndnir og
skemmtilegir með öðrum hætti,
þetta era góðir strákar allir sam-
an.“ MM
IIIII II! III
Grisahnakki
atsLWúf á kassa
Verfl áðw S79
ísfugl kjúklingaleggir
magnpakkning
atóiKtiiríkJssa
Vwð áður 579 1>tA
ísfugl kjúklingalæri
maynpakkning
Tilboö 1 4. - 1 7. apríl ^
^ Samkaup íúrvai
25%
aísláttnr á kassa
Verd áður 1298 kr/k
Ekta ofnsteik
í álbakka
36%
Verd áflur 1398 kf/kg
25%
afslattor á kassa
Verð áðiit 1598 kr/kg^
Gourmet
lambaframpartssneiðar
Grindavík • Hafnarfjöróur • Njarövik • ísafjörður • Akureyri • Dalvik • Siglufjörður • Ólafsfjörður • Húsavik • Egilsstaðir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagaströnd • Bolungarvík