Skessuhorn - 13.04.2005, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 2005
Alhliða þjónusta
fyrir fyrirtæki og einstaklinga
O SkattskiI einstaklinga O Skrifstofuþjónusta
ogfyrirtækja OEndurskoðun
I Bókhald og uppgjör OStofnun
O Launaútreikningar einkahlutafélaga
Hafðu samband og kannaðu málið
VIÐSKI
AKRANESS ehf
Stillholt 23, 2 hæð - 300 Akranesi Sími 431 3099
Fax 431 2282 - www.vtha - vtha@vtha.is
KJOLUR
Stéttarfélag starfsmanna
í almannaþjónustu
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn ísal
Fiðlarans, 4. hœð, Skipagötu 14,Akureyri
laugardaginn 16. apríl2005 kl. 15:00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Kjaramál
Önnur mál
Menningardagskrá verður frá kl. 17:00 til 18:00
Stjórn KJALAR
www.KJOLUR
Strípihneigð íslenskra karl-
manna úr dróma dregin á ný
Listaklúbbur NFFA: Stæltu
Stóðhestamir.
Höfundar: Anthony McCarten
og Stephen Sinclair.
Þýðing: Omar Olafsson og Júlí-
us Guðmundsson.
Leikstjóri: Ingrid Jónsdóttir.
Leikarar: Jón Ingi Þrastarson,
Guðmundur. O. Kristjánsson,
Viðar Freyr Viðarsson, Jón
Gunnar Garðarsson, Jón Gústi
Jónsson, Elvar Ami Þrastarson,
Bjöm Dan Karlsson og Þóra
Geirlaug Bjartmarsdóttir.
Danshöfundur: Sigrún Yr
Magnúsdóttir.
Hljóð: Marinó Amason.
Ljós: Sölvi Páll Ásgerisson,
Friðrik Rúnar Haraldsson,
Magnús Geir Guðmundsson og
Salvar Georgsson.
I blálokin á 20. öldinni tóku þér
Omar Olafsson og Júlíus Guð-
mundsson hjá Leikfélagi Keflavík-
ur upp á því að snara leikriti Ant-
honys McCarten og Stephens
Sinclair yfir á íslensku, en kvik-
myndin The Full Mounty sem
byggð er á verkinu hafði áður not-
ið mikilla vinsælda hér sem annars-
staðar. I íslenskum búningi fékk
verkið yfirskriftina Stæltu stóð-
hestarnir og var frumsýnt í Frum-
leikhúsinu í Keflavík árið 1999 í
leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar.
Þessi sýning markaði upphafið að
undarlegum tímum í árshátíðarlífi
Islendinga því lengi á eftir þótti
enginn maður með mönnum án
þess að rífa sig úr að minnsta kosti
næstum því hverri spjör við slík
tækifæri. Hvort sýning Leiklistar-
klúbbs NFFA verður til þess að
drepa stírpihneigð íslenskra karl-
manna úr dróma skal ósagt látið en
hitt er víst að uppfærslan er
sprenghlægileg og greinilegt að
leikarar skemmta sér ekki síður en
áhorfendur. I leikskrá segir að
verkið „...fjalh um sex atvinnulausa
þumba sem hafa ekkert betra að
gera en að hanga á börum og pikka
fæt,“ fyrr en einn þeirra fær þá
snilldarhugmynd að stofna stripp-
hóp og græða á því að dilla bossan-
um fýrir kvenfólk. Þegar þeir hafa
fengið vilyrði fyrir því að koma
fram á skemmtistað einum hefjast
strangar æfingar með tilheyrandi
skemmtilegheitum. Sýningin er
ekki mannmörg, aðeins átta per-
sónur koma við sögu og eðli máls-
ins samkvæmt mæðir mest á stóð-
hestunum sjálfum. A þeirri sýningu
sem hér er til umfjöllunar tók það
reyndar smá stund að komast í gír-
inn, held það skrifist á þá staðreynd
að um sýningu númer tvö var að
ræða og frumsýningarhrollurinn
rétt að rjátla af fólki, en þegar sýn-
ingin fór almennilega af stað gekk
hún vel og snuðrulaust fyrir sig.
Leikarnir uxu í hlutverkum sínum
eftir því sem leið á sýninguna og í
rauninni hefði maður verið til í
miklu meira þegar tjaldið féll.
Verkið gengur auðvitað út á að
vera hlægilegt og leikstjórinn,
Ingrid Jónsdóttir, finnur hárrétta
tóninn til að koma þeim skemmti-
legheitum til skila. Vitleysisgang-
urinn fer aldrei út í öfgar og til-
burðir stóðhestanna við að vera
sexí er trúverðugur og um leið ó-
borganlega fyndinn á köflum.
Leikarar standa sig flestir með
mikilli prýði, þó má ég til að geta
sérstaklega Þóru Geirlaugar Bjart-
marsdóttur í hlutverki Heiðu sem
tekur að sér að veita stóðhestunum
tilsögn. Leikur hennar var algjör-
lega tilgerðarlaus og flutningur
textans eins og hann væri spunninn
á staðnum en ekki lærður úr hand-
riti. Vel gert Þóra! Þá fór Viðar
Freyr Viðarsson einnig á kostum
sem hinn uppburðarlitli Hermann
og hann skilaði því vel hvernig
honum óx ásmegin eftir því sem á
leið.
Sýningar eru á sal Fjölbrauta-
skólans og leikstjóri nýtir mjög
skemmtilega það rými sem er til
staðar. Þannig er leikið til hliðar
við sviðið, á tengigangi og ffammi
í sal þar sem ljósamenn og tækni-
fólk hefur aðsetur. Leikmynd er í
lágmarki en það kemur ótrúlega
vel út að nota videóupptökur sem
varpað er upp á tjald á miðju svið-
inu til að brjóta látleysið upp.
Á heildina litið er þetta stór-
skemmtileg sýning sem ég mæli
hiklaust með að allir drífi sig á. Það
eru þó fáein atriði sem betur mættu
fara. I fyrsta lagi er framsögn á
köflum með þeim hætti að áhorf-
andinn skilur ekki orð af því sem
sagt er - taki þeir til sín sem eiga. I
öðru lagi hafa sífelldir hurðaskellir
og hávaðasamur umgangur um
sviðið og leiksvæðið áður en sýning
hefst truflandi áhrif og skemmir
dálítið fýrir þeirri eftirvæntingu
sem skapast hjá áhorfendanum eft-
ir að ljósin dofna og allir bíða í of-
væni eftir því að sýningin hefjist.
Einnig fannst mér tónlist (sem var
skemmtilega valin) allt of hátt
stdllt. Þegar hún þagnar skyndilega
dettur allt í svo mikið dúnalogn að
það truflar einbeitingu áhorfand-
ans. En þar fýrir utan: Frábær
skemmtun fýrir þá sem ekki eru
viðkvæmir fýrir berum karlmanns-
bossum!
Anna Lára Steindal
Að vera sendur á fieðingarhreppinn
og leitaö brauös fyrir börn og víf.
Þaö á ekki skylt viö ættjaröarleysi
til annara landa þó hann „reisi."
Aö Axlarhaga eitt sinn bar
utan af snaga veraldar.
Alla daga drakk hann þar,
djöfuls lag á honum var.
Svona œviárin runnu,
um hann sögur margir kunnu,
svallaöi meö Siggu og Cunnu,
setti þó aö mönnum ugg.
l/íinfihe’tíúr}
I síðasta þætti birti
ég vísuna „Með hálfu
glotti er hugsun mín“
án höfundar, en nú
hefur mér borist sú vit-
neskja að hér sé á ferð-
inni þýðing á ljóði eftir
Piet Hein eftir Bárð
Stein Róbertsson og
upplýsist það hér með.
Nokkuð hefur kólnað að tmdanförnu ffá
því sem var og náttúrulega þarf mannskepn-
an alltaf að vera að kvarta undan veðurfar-
inu. Þó má telja líklegt að sumarið komi nú
einhverntíman, hvað sem öðru líður. Kol-
beinn Högnason orti um sumarmál:
Vetur hrumur víkur stillt,
valdarumur strangi.
Býöur gumum brosiö milt
bjartur sumarvangi.
Vonandi hefur þetta hret ekki haft nein á-
hrif á þá farfugla sem komnir voru en að
minnsta kosti hefur spóinn vit á því að vera
ekkert að þvælast hingað norðureftir fýrr en
öllu er óhætt.
Halldór Helgason á Asbjarnarstöðum setti
saman eftirfarandi hugleiðingu um spóann
og nefndi „Ættjarðarleysi" (stytt):
Af spóanum hefur þú spurnir þœr
aö sportfugl sé hann á íslands ströndum,
en eigi víst heima í öörum löndum.
- Og sagan er líklega sönnu nær
- sé upprunann sleppt aö yfirvega
og allt er tekiö bókstaflega.
Og hér á hann allt sitt heimilislíf
og hér er búiö viö ástargengi,
um flóa og móa, um fjöll og engi,
En hitt er svo auövitaö annaö mál
um íslendinginn - þó þaö sé spói,
aö hentugast er aö ekkert snjói
og vel sé bruggaö í vorsins skál.
Aö vetrarlagi hann væri ekki heppinn
aö vera sendur á fœöingarhreppinn.
Sjaldnast fækkar fýrirliggjandi verkefnum
þó vorhret gangi yfir. Eg held endilega að
það hafi verið Jón Jónsson póstur í Galtar-
holti í Borgarhreppi sem falaði vinnumann á
köldu vori með þessum orðum:
Þaö er svalt, ég býst viö byl,
bana er allt í skolti.
Er þaö falt þú fáist til
aö fara aö Galtarholti?
Þó verður að segjast að ég er ekki alveg
fullkomlega viss og finn ekki þá heimild sem
ég hélt að ég ætti um málið. Vildi ég því
biðja þá sem geta annað hvort staðfest þetta
eða leiðrétt að hafa samband við mig.
Ekki er ég viss um að það hafi alltaf verið
sældarlíf að vera vinnumaður í sveit meðan
sú stétt manna var ennþá nokkuð fjölmenn. I
rímu af Stefáni Péturssyni eftir Stefán Stef-
ánssson ffá Móskógum lýsir höfundurinn
vinnumennsku hetjunnar meðal annars á
þessa lund.
Var í Sléttu æskuár,
öslaöi léttur stararflár.
Bændastéttar klakaklár
kunni rétt aö afla fjár.
í Hálsasveit á Hofstööum
hélt til beitar gemlingum,
aldrei neitaöi ölföngum,
át og skeit meö fádœmum.
Margt hafa íslenskir bændur baslað um
aldirnar og átt í stríði við óbh'ð stjórnvöld,
bæði veðurfarsleg og pólitfsk. Oskar Sigur-
finnsson í Meðalheimi nefnir eftirfarandi
kvæði „Ófullgert lofkvæði um íslenska bónd-
ann.“ (Tileinkað Húnvetningum og Skag-
firðingum.)
Strax viö fæöing hann var hylltur,
hugumstór en ekki villtur,
virkilega var hann stilltur,
víst af öörum sveinum bar.
Þar var mesti þrifapiltur
(þó hann skiti í brœkurnar).
Elti hross og ær í haga,
auö hann vildi í búiö draga,
síþreyttur meö svangan maga
sjaldan kom í bæinn þurr.
Fullur var hann flesta daga
fyrirmyndar unglingur.
Dvaldi oft meö drós í fangi
á dimmum staö í fóöurgangi,
getnaöarins gróöurangi
gjarnan tók aö lifna viö.
Og stráksi, þessi Ijóti langi,
lagöist oná kvenfólkiö.
Þegar hann fann tóma tunnu
og tók aö stunda landabrugg.
Öörum margan geröi greiöann,
góndi út í daginn heiöan,
yfir dalsins botninn breiöan
bykkju þandi er tuggöi mél.
Flestu lífs og liönu reiö hann
og líkaöi bara nokkuö vel.
Guðmundur „dýri“ Andrésson hét maður
og fékkst nokkuð við dýralækningar. Var
stundum settur dýralæknir um stundarsakir.
Hafði unnið töluvert með dýralæknum sem
þá voru fáir í landinu og aflað sér töluverðr-
ar þekkingar þó formlega menntun skorti. Á
tímabili vann hann hjá apótekara og bland-
aði þar hundaskammta og afgreiddi lyf. Ævi
sinni lýst hann á þennan hátt:
Skrykkjótt œviiöjan gekk,
eins til munns og handa.
Loks viö hæfi hlutverk fékk
hundaskammta aö blanda.
Engan heiöurs á ég krans,
illa úr trompum spilaö.
En skítverkum hvers meöalmanns
mun ég hafa skilaö.
Og munu margir geta tekið undir að
minnsta kost seinni vísuna með honum.
Með þökkfyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1361 og 849 2715
dd@hvippinn. is