Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.09.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 ^ftusvnuk. i Tónlistar- skólafólk fundaðiá Akranesi á föstudag Svæðisþing tónlistarskóla fyr- ir Vesturland og Vestfirði var haldið á Akranesi á föstudag. Þingið bar yfirskriftina „Hlut- verk tónlistarskóla í samfélaginu - stefna hins opinbera". Auk fulltrúa frá tónlistarskólunum sóttu þingið fulltrúar sveitarfé- laga á svæðinu, starfsmenn menntamálaráðuneytisins og fleiri. Listaháskóli Islands kynnti starfsemi sína og einnig voru kynnt drög að nýjum lög- um um tónlistarskóla. Þá var pallborð þar sem saman sátu sveitarstjórnarmenn og skóla- menn. HJ Til minnis Vib minnum á fjölda nám- skeiba sem hefjast í næstu viku á vegum Símenntunarmib- stöbvarinnar á Vesturlandi. Sjá nýjan námsvísi og á netinu á simenntun.is Vefovrhorfwr Spáin gerir ráb fyrir subvestan átt og ab þab þykkni upp hér á Vesturlandi á fimmtudag. Rigning verbur á föstudag, laugardag og sunnudag. Útlit fyrir vestlæga átt meb áfram- haldandi vætu eftir helgina. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. Spfyrniruj viNnnar Vib spurbum á vefnum í sfö- ustu viku: „Hefur þú fordóma gagnvart útlendingum (ertu rasisti)?" Svarendur skiptust í tvo flokka. Nei, alls ekki svör- ubu 40,8%. Nei, sjaldan eba aldrei sögbu 16,2%. Hlutlausir gagnvart útlendingum kvábust 7,9% vera. já, stundum sögbu 20,9% og ]á, ég þoli þá ekki sögbu 14,1%. í næstu viku spyrjum vib: Ertu fylgjandi því ab gjald verbi tekib fyrir akstur um vœntanlega Sundabraut? Svarabu skýrt og skorinort og án allra undanbragba á fréttavefnum: www. skessuhorn.is Vestlendin^iAr vikfynnar Er Björn Jónsson, 14 ára fót- boltakappi af Akranesi sem yngstur íslendinga hefur nú gerst atvinnumabur meb er- lendu libi. Fæðingum fjölgar á Allt stefhir í að met verði slegið í fæðingum á Sjúkrahúsinu á Akra- nesi á þessu ári. Um miðja síðustu viku voru fæðingar þar komnar í 163 en voru á sama degi í fyrra 145. Þar af voru fæðingar í ágústmánuði 31 sem er að meðaltali ein á dag en meðaltal fæðinga á dag var t.d. 0,61 í fyrra. Arið 2004 voru fæðingar á SHA 224. A þessu ári má því nokk- uð örugglega reikna með að metdð frá árinu 1973 falli en þá voru fæð- ingar 226 á Akranesi. Til gamans má geta þess að Vest- lendingar koma víðar í heiminn en á Akranesi þessa dagana. Þann 4. september sl. fæddist lítill drengur á Heilsugæslustöðinni í Olafsvík þar sem hann gat ekki beðið þess að móðirin kæmist á sjúkrahús. Ljós- móðirin á staðnum, Fanney Berit Sveinbjörnsdóttir tók á móti þeim Akranesi stutta ásamt Friðgerði Jóhanns- dóttur og gekk allt saman vel fyrir sig. Foreldrar snáðans eru þau Ellen Magnúsdóttir og Guðjón Arnason. Það var fjölgun hjá fleir- um í sömu fjölskyldu því systir Ellenar, Tinna Magnúsdóttir, einnig frá Olafsvík fæddi stúlku- barn á Sjúkrahúsinu á Akranesi að- eins tveimur dögum áður. Helga og Asbjöm hætta Þótt ekki sé komin mikil hreifing á ffamboðsmál í Borgarfirði vegna sveitarstjórnarkosninga á næsta ári, liggur nú þegar fyrir að a.m.k. tveir af þremur bæjarfulltrúum Sjálf- stæðismanna í Borgarbyggð ætla ekki að gefa kost á sér til endur- kjörs. Helga Halldórsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og forseti bæjar- stjórnar í Borgarbyggð hefur til- kynnt sínum flokksfélögum að hún taki ekki þátt í slagnum næsta vor og það hefur Asbjörn Sigurbjörns- son, sem skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir síðustu kosningar, einnig gert. „Eg er búin að vera í fremstu víg- línu í bráðum átta ár og það er á- gætur skerfur þannig að ég hef á- kveðið að snúa mér að öðru,“ segir Helga. „Eg held að við munum skila af okkur mjög góðu búi og að framtíðin fyrir hið nýja sameinaða sveitarfélag sé afar björt,“ segir hún. Helga tekur hinsvegar skýrt ffam að hún hætti ekki fyrr en kjör- tímabilinu ljúki og enn sé meira en hálft ár eftir. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Borgarfirði ljallar um það á næst- unni hvernig staðið verður að upp- stillingu lista fyrir komandi kosn- ingar. Þess má geta að þriðji bæjar- fulltrúi Borgarbyggðar í bæjar- stjórn, Bjarki Þorsteinsson hefur ekki gefið út hvað hann hyggst fyr- ir. Nokkur nöfn hafa hinsvegar ver- ið nefnd. Þar á meðal Torfa Helga Halldórsdóttir Jóhannessonar og Snorra Sigurðs- sonar á Hvanneyri og Jónínu Ernu Arnardóttur í Borgarnesi. GE Mestur samdráttur í afla á Akranesi Á fyrstu sjö mánuðum yfirstand- andi árs var landað 76.697 tonnum af sjávarfangi á Vesturlandi. Er það rúmlega 38% samdráttur í magni frá sama tíma á síðasta ári en þá hafði verið landað 124.352 tonn- um. Mestu munar um mikinn sam- drátt í afla á Akranesi. I ár var búið að landa 40.737 tonnum á Akranesi en í fyrra 93.361 tonni. Er það sam- dráttur um rúm 56% í magni talið. Sömu sögu er ekki að segja í flest- um höfnum öðrum á Vesturlandi. Eins og ffam hefur komið hefur orðið mikil aukning í löndun sjáv- arfangs í Grundarfirði á þessu ári. I ár hefur verið landað 11.878 tonn- um en í fyrra var landað á sama tíma 6.990 tonnum. Aukningin er því tæp 70% á milli ára. Á Arnar- stapa jókst afli um 10% á milli ára, á Rifi jókst afli úr 8.680 tonnum í 9.606 tonn eða um tæp 11%. í Ó- lafsvík er lítilsháttar aukning á milli ára. Aflinn í ár er 10.087 tonn og hafði aukist um tæp 2 % á milli ára. Afli í Stykkishólmi dróst hinsvegar saman um tæp 30% á milli ára fór úr 3.968 tonnum í fyrra í 2.789 tonn í ár. HJ Undirbúningur sameiningar- kosninga á Snæfellsnesi Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi hefur að undanförnu undirbúið kynn- ingu á tillögunni sem kosið verður um þann 8. október næstkomandi. Þá verður kosið um hugsanlega sameiningu fimm sveitarfélaga, þ.e. Snæfellbæjar, Stykkishólms- bæjar, Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helga- fellssveitar. Samstarfsnefndin er skipuð tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi og er formaður hennar Dagný Þórisdóttir í Stykk- ishólmi. Hún segir að nefndin sé þessa dagana að ganga frá efhi í kynningarbækling sem sendur verður út til íbúa eftir miðjan sept- ember. Þá hafa verið ákveðnir kynningarfundir í sveitarfélögun- um fimm og verða þeir haldnir 23. og 24. september en verða auglýst- ir nánar síðar í þesssari viku. HJ Yfir 100 nýjar íbúðir á Bifröst Um þessar mundir er verið að taka í notkun 51 nýja íbúð við Við- skiptaháskólann á Bifröst. Þetta kom fram í setningarræðu Runólfs Ágústssonar rektors skólans fyrir skömmu. I ræðu hans kom einnig ffam að í vetur er gert ráð fyrir að byggja 50 aðrar íbúðir í þremur fjcilbýlishúsum í nýrri götu ofan leikskólans. Eiga þær flestar að vera tilbúnar að ári en um er að ræða 2, 3 og 4 herbergja fjöl- skylduíbúðir, auk 8 einbýlishúsa. Þá verður um miðjan september tekinn í notkun nýr lessalur með tæplega 60 básum í nýju þekking- arsetri skólans. HJ Neviendagarðar á Bifröst. STAK boðar til verkfalls 3. október AKRANES: Starfsmannafélag Akraneskaupstaðar hefur boðið til verkfalls 3. október, semjist ekki fyrir þann tíma. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfalls- boðun var afdráttarlaus. 73% fé- lagsmanna tóku þátt í atkvæða- greiðslunni og 97% þeirra greiddu atkvæði með vinnu- stöðvun. -mm Þórunn ráðin umhverfisfúlltrúi STYKKISHÓLMUR: Þórunn Sigþórsdóttir, ferðamálafræðing- ur hefur verið ráðin í starf um- hverfisfulltrúa hjá Náttúrustofu Vesturlands. Mun Þórunn vinna að umhverfismálum sveitarfélaga á Snæfellsnesi í tengslum við vottun þeirra hjá samtökunum Green Globe 21. Green Globe 21 eru alþjóðleg samtök fyrir fyr- irtæki í ferðaþjónustu sem vilja starfa út frá markmiðum um sjálfbæra þrótm. Þátttakan bygg- ist á vottun á umhverfisvænum starfsháttum þar sem tekið er mið af umhverfislegum, efna- hagslegum og félagslegum þátt- um. Auk ijölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu á Islandi eru sveit- arfélög á Snæfellsnesi aðilar að samtökunum. -hj Rennsfið mælt GRUNDARFJ ÖRÐUR: Nú í vikunni á að hefja djúpdælingu niður í borholuna á Berserkseyri, sem mun dæla upp vatni næstu mánuði til að sannreyna hver af- köst holunnar verða í sek- úndulítrum talið. Vonast er til að holan gefi um 25 - 30 ltr/sek. Til að hægt sé að athafna sig við að koma dælunni niður verður að „kæfa“ vamsrennslið uppúr hol- unni enda rennur nú úr henni um 5 sekúnduh'trar af 75 gráðu heitu vatni. Verkið er unnið með svokölluðum saltpækH sem dælt er niður í holuna og við það mun rennsli uppúr henni stöðvast tímabundið. -mm Tíu þúsund gestir á Safna- svæðið AKRANES: Um tíu þúsund gestir sóttu Safiiasvæðið á Akra- nesi heim á fyrsm átta mánuðum ársins. Þetta kom ffam á fundi stjórnar Byggðasafns Akraness og nærsveita sem haldinn var á dögunum. Á fundinum kom einnig ffam að ffamkvæmdum við Stúkuhúsið er lokið að utan og raffnagn tengt og hitaveita. Óskað hefur verið effir styrk að upphæð 12-13 milljónir króna ffá fjárlaganefnd Alþingis til end- urbyggingar hússins. Þá er einnig lokið endurbyggingu bátsins Sæljóns og hefur honum verið komið á sinn stað á Safna- svæðinu. -hj Vetraropnun HVANNEYRI:: Ullarselið á Hvanneyri boðar breytingu á opnunartíma frá og með 15. september n.k. Vetraropnun verður fimmrndaga, föstudaga og laugardaga ffá kl. 13:00 til 18:00. Meðal nýjunga í sölu hjá Ullar- sehnu er lopi, léttlopi og ein- gimi. -mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.