Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2005, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 14.09.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 Bœjarráðsfulltrúamir Sveinn Kristinsson, GuSmundur Páll Jónsson, Asta G. Asgeirsdóttir, Gísli bajarstjóri og GuSrún E Gunnarsdóttir. Hættir á bókasafioinu efitir 48 Þessa dagana lætur Asta G. As- geirsdóttir af störfum hjá Bókasafhi Akraness. Slíkt væri að sjálfsögðu vart fféttaefhi ef ekki væri fyrir það að Asta er eldri en tvævetur í starfi. Hún hóf störf við bókasafhið 1. október 1958 og hefur því starfað þar samfellt í tæp 48 ár. Ekki þarf að taka fram að hún á lengstan starfsaldur allra á bókasafninu. Þegar hún hóf störf var Sveinbjörn Oddsson bókavörður. Asta hefur lánað nokkrum kyn- slóðum Skagamanna bækur og margir telja vart hægt að hugsa sér bókasafnið án hennar enda er nafii hennar oftar en ekki nefht í sam- hengi við það. Þegar hún hóf störf var safnið á Kirkjubraut 8 í fremur lélegum húsakynnum. Arið 1972 bættust aðstæður bókaorma mikið er safnið flutti í núverandi húsa- kynni að Heiðarbraut 40. Þar hefur starfsvettvangur Astu verið síðan. Bæjarráð Akraneskaupstaðar boðaði Astu á sinn fund á fimmtu- daginn í liðinni viku þar sem henni voru þökkuð áratuga vel unnin ára starf störf í þágu íbúa sveitarfélagsins. I kaffisamsæti af þessu tilefni voru rifjaðar upp margar sögur af langri starfsævi Astu. I samtali við Skessu- horn sagði Asta að starfið á bóka- safhinu hafi ávallt verið mjög gef- andi enda stór hluti viðskiptavina safnsins börn og tmglingar. Fáir ef nokkrir þekkja því betur þá breyt- ingu sem orðið hefur á mannlífinu undanfarna áratugi en Asta. I dægurmálaumræðu liðinna ára hefur oft komið fram að börn og unglingar í dag standi töluvert að baki jafnöldrum sínum á fyrri árum. Asta tekur ekki undir þetta. Hún segir börn og unglinga í dag opnari persónuleika en áður og kannast ekki við að uppeldi þeirra hafi hrakað á liðnum árum. Gísh Gíslason bæjarstjóri flutti ávarp á bæjarráðsfundinum þar sem hann þakkaði Astu langa og dygga þjónustu við bæjarbúa og óskaði henni velfarnaðar á komandi árum. Færði hann henni að sjálfsögðu bókargjöf í tilefhi tímamótanna. HJ Tófan í tveimur litaafbrígðum Tófan á meðfylgjandi mynd var á þvælingi skammt frá þjóðveginum yfir Holtavörðuheiði um liðna helgi og var hún ekkert sérstaklega stygg þótt bílar stoppuðu til að skoða hana. Veltu menn því fyrir sér hvort það væri algengt að tófan væri orðin svo ljós á litinn miðað við árstímann. Staðreyndin er hins- vegar sú að af tófunni eru til tvö meginlitarafbrigði, hið hvíta og hið mórauða. Auk þess er allmikill breytdleiki í lit innan hvors afbrigð- is um sig. Dýr af hvíta litarafbrigð- inu eru hvít á vetrum en á sumrin eru þau dökkmógrá á baki og niður með sfðum en Ijósgrá á kvið og inn- an á útlimum. Mórauðu dýrin eru flest dökkbrún allt árið, þó heldur ljósari á veturna en sumrin. Sum virðast grásilffuð að vetrarlagi sem stafar af því að hluti vindháranna eru með ljóst belti neðan við hárbroddinn. Páll Hersteinsson, líf- fræðingur segir um mun- inn á litaafbrigðum tóf- tmnar: „Munurinn á lit- arafbrigðunum tveimur ræðst af einu geni og dýr af mismunandi litaraf- brigðum æxlast innbyrðis án tillits til litar. Hvíti lit- urinn telst vera víkjandi sem þýðir að genið sem veldur hvítum lit þarf að vera í tvö- földum skammti, þ.e. hafa erfst frá báðum foreldrum, til þess að dýrið verði hvítt. Tófur með tvö gen fyr- ir mórauðum lit eða með eitt gen fyrir móraðum lit og annað fyrir hvítum eru ávallt af mórauða lit- arafbrigðinu. A Islandi eru um það bil 2/3 allra refa af mórauða litaraf- brigðinu en hlutföllin eru þó mis- jöfii eftir landshlumm. A Vestfjörð- um og Snæfellsnesi er hlutfallslega minnst um hvít dýr, eða innan við 20%, en sums staðar á miðhálendi Islands og á Ausmrlandi er hlutfall hvítra dýra yfir 50%.“ Þar höfum við það. MM/ Ljósm: GB Endurskoðun laga um lax- og silungsveiði Gildandi lög um lax- og silungs- veiði hér á landi eru frá árinu 1970, en stofn þeirra má rekja allt affur til ársins 1932. A þeim tíma sem liðinn er frá gildistöku laganna hefur margt breyst í umhverfi veiðimála hérlendis sem gerir heildarendur- skoðun nauðsynlega. Þýðing og mikilvægi atvinnurekstrar er tengist lax- og silungsveiðum hefur og aukist verulega á undanförnum árum, en lagaumhverfið hefur ekki í nægjanlegum mæli verið í stakk búið til að bregðast við þeim breytm aðstæðum. Löngu var því tímabært að ráðast í heildarendur- skoðun á lagaumhverfinu. Nefhd sem landbúnaðarráðherra skipaði til að endurskoða gildandi löggjöf um lax- og silungsveiði hef- ur tmnið drög að frumvörpum er þennan málaflokk varða. Þar er um að ræða frumvarp til laga um lax- og silungsveiði, frumvarp til laga um fiskeldi, frumvarp til laga um fiskrækt, ffumvarp til laga um varn- ir gegn fisksjúkdómum og fram- varp til laga um íslenskar vatna- rannsóknir. Stefnt er að framlagn- ingu framvarpa um efnið á kom- andi haustþingi. Framvarpsdrögin er að finna á vefslóðinni www.landbunadarraduneyti.is og gefst þar kostur á að skoða þau og koma á ffamfæri athugasemdum til nefndarinnar til 20. september. At- hugasemdir sendist á postur@lan.stjr.is. Mun nefndin yf- irfara innsendar athugasemdir og skila landbúnaðarráðherra frum- varpsdrögunum að því loknu. MM • • Ollum hlutum afturfer - allt er Hfið brekka Nú fyrir stuttu var haldið lands- mót hagyrð- inga á Hótel Sögu en slík mót era hald- in árlega og til skiptis í fjórð- ungum landsins. Meðal þess efnis sem nokkrir vel valdir hagyrðingar fengu til að yrkja um var stikkorðið „Baugur, efst á baugi.“ Um það hafði Helgi Zimsen effirfar- andi að segja: Vart kem augum á hver laug eitthvaö flaug mis-gaman en víba Baugur teygir taug togast haugar saman. Baugalínin Þórdís Sigurbjörnsdóttir hafði hins vegar þetta sjónarhorn á yrkisefhið: Menn hlaupa í baug á heimskautinu heyrist af því æsifrétt og efst á baugi í braskstautinu er bara ab geta svindlab rétt. Svefni raskab sýnist vera sjóbi ást í taugunum pör á fingrum bauga bera og bauga undir augunum. Nokkuð var rætt um Vatnsmýrina sem er í næsta nágrenni við Hótel Sögu og framtíð hennar ásamt fuglalífi og hugsanlegum þrengingum sem andastofn Reykvíkinga gæti orðið fyrir. Helgi Zimsen hafði þetta að segja um málið: Mig vib endur gjarnan gleb gœbum þeirra hrósa kannski einkum komi meb kartöflur og sósa. Það er alkunna að bændur era í góðu sam- bandi við náttúruna og effirtektarsamir á blæbrigði hennar enda sá Þórdís glöggt sam- hengi með Vatnsmýrinni og staðsetningu hagyrðingamótsins: Vísindaleg vissa telst vistfrœbingum skýrum ab skrítnum fuglum fjölgar helst í forarblautum mýrum. Davíð Haraldsson kvað einnig um Vatns- mýrina og hennar bæði væntanlegu og á- orðnu þrengingar: Minna rými mýrin fœr, mengast vatn og engi. Hún er eins og hefbarmœr sem hefur drukkib lengi. Eins og oft vill verða í fjölmennum veisl- um varð nokkur bið eftir matnum og kvað þá Friðrik Steingrímsson: Allt þó stefni á verri veg vosbúb þreyjum löngum, kanski ab rollan krœsileg komi í öbrum göngum. Helgi Zimsen var einnig með hugann við matdnn og hafði þetta að segja um rjúpuna: Nú ég œtla ab yrkja Ijób um yndislega rjúpu. Hún var falleg, hún var gób íheita rjómasúpu. Veislustjóri var sá þekkti maður Arni Johnsen en honum lýsti Sigurjón V Jónsson frá Skollagróf með þessum orðum: Hefur sterka fœtur og stóran haus meb stemningu nœr til gestanna en helvíti er önnur hendin laus ég held ab þab þurfi ab fest'ana Skálda, skip kvæðamannafélagsins Iðunnar reri óspart um borð og bekki og aflaði bæri- lega enda kvóti vel nægilegur í ferskeytluí- gildistonnum. Meðal þess afla er á land barst var þessi vísa eftir Helga Bjömsson: Flest úr lagi fœrist hér farib er ab skeika fólki því sem öruggt er um eigin flullkomnleika. Annar sómamaður bar ffam þessa kvörtun sem hefur þó ffáleitt komið inn á valdsvið forstöðumanna samkomunnar nema þá helst Sigurðar dýralæknis: Öllum hlutum aftur fer allt er lífib brekka. Búib er ab banna mér bœbi ab reykja og drekka. Oft á tíbum lífib leitt lœknar gera manni, enda fer ég ekki neitt eftir þessu banni. I Morgunblaðinu mun hafa komið sú at- hyglisverða frétt að skírlífi valdi auknum þungunum. Þetta vakti nokkra athygli Frið- riks Steingrímssonar og varð honum tilefni eftirfarandi stöku: Nú ber eitthvab nýrra vib og naumt hvab ber ab halda, skrítib er ab skírlífib skuli þungun valda. Það er alþekkt að unglingar velja sér fyrir- myndir og reyna að líkjast þeim effir ffemsta megni. Oft verða tónlistarmenn fyrir valinu en það er þó ekki algilt. Davíð Haraldsson sem er áhugamaður um náttúravernd hefur einmitt valið sér ffammámenn á því sviði til fyrirmyndar: Stolt er ég hins sterka kyns, stofns meb fáa galla, urgandi sem Árni Finns, meb Ómars Ragnars skalla. Tilraun Davíðs til að fanga anda mótsins varð með þessum hætti: Bœld um salinn bylgja fer, bíba skáld í stólum og hér er ég sem hrútaber íhrœrivél á jólum. Ekki man ég nú hvenær fyrsta hagyrðinga- mótið var haldið en það mun hafa verið á Hveravöllum og nokkrir létu sig helst ekki vanta á neitt mót úr því meðan nokkur blóð- dropi rann volgur í þeim. Andrés Valberg kvað um sjálfan sig á hagyrðingamóti árið 2000, þá kominn um áttrætt en þeir era ó- trúlega endingargóðir þessir gömlu hagyrð- ingar: Einn ég skunda um aftanstund eftir grund og halli. Ef hitti ég sprund þá léttist lund og lifnar undir kalli. Á hagyrðingamóti 1995 orti MagnúsJ. Jó- hannsson um Andrés og ber vísan vimi um þann anda sem oft hefur ríkt á þessum sam- komum: Andrés skokkar ávalt hress, oftast nokkub hnýsinn. Nebanlokkub nýtur þess nœlonsokkadísin. A sama móti lýsti Friðrik Steingrímsson því hvernig væri best að bera sig til við yrk- ingar: Fyrst er nú ab fá sér blab og fylla hugarskrínur, Svo er bara ab setja á þab sirka fjórar línur. Hafsteinn Stefánsson á Selfossi kvað einnig á sama móti og látum við það verða lokavísuna að sinni: Þab mun sannast allra orba og ætti best vib mig Ab þab er langtum betra ab borba en blabra yfir sig. Með þökkfyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt S 435 1367 og 849 2715 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.