Skessuhorn - 04.01.2006, Side 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 1. tbl. 9. árg. 4. janúar 2006 - Kr. 300 í lausasölu
Metpöldi
fæðinga
227 börn fæddust á fæðingadeild Sjúkrahúss
Akraness á nýliðnu ári, 127 sveinbörn og 100
meybörn. Þar með er fæðingamet síðan árið
1973 fallið en þá fæddust 226 börn á deildinni.
Þess má geta að samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunnar um mannfjöldaaukningu á Vest-
urlandi þá hefur Vestlendingum íjölgað um rúm
3% á þessu ári. Sjábls. 2 og 3.
Norðvestur-
kjördæmi
verst sinnt
Ríflega íjórðungur landsmanna teliu: að ríkis-
stjófnin sinni málefhum Norðvesturkjördæmis
verst af kjördæmum landsins. Þetta kemur fram
í niðurstöðum símakönnunar Gallup sem fram
fór dagana 14.-27. desember. Urtakið var 1.178
manns á aldrinum 18-75 ára. Svarhlutfall var ríf-
lega 60%. Alls sögðu 27% svarenda að málefri-
um Norðvesturkjördæmis væri verst sinnt, 7%
nefndu Reykjavíkurkjördæmi, 6% nefndu Norð-
austurkjördæmi, 5% nefhdu Suðvesturkjördæmi
og 4% nefhdu Suðurkjördæmi. Þá sögðu 14%
þátttakenda að öllum kjördæmum væri sinnt jafn
vel og 37% tóku ekki afstöðu.
Þá var eínnig spurt hvort fólk teldi að ríkis-
stjórnin sinni byggðamálum almennt vel eða illa.
Um 53% landsmanna telja að byggðamáltun sé
illa sinnt, 18% svöruðu að þeir teldu máHnu
hvorki vel né illa sinnt og 29% sögðu byggða-
málum vel sinnt.
Þegar spurt var hvort fólk teldi að ríkisstjóm-
in sinnti málefhum allra kjördæma jafh vel svör-
uðu 83% landsmanna spurningunni neitandi.
HJ
ATLANTSOLIA
Dísel *Faxabraut 9.
Konráð Andrésson, forstjóri Loftorku í Borgamesi var af lesendum Skessuhoms valinn Vestlendingur ársins 2005.1 öðru sœti varð Runólfur Agústsson, íþvtþriðja
Jakob Baldursson og Guðbjartur Hannesson íjjórða sæti. Sjá umfjóllun um kjör Vestlendings ársins á bls. 8.
Fasteignamat hækkar um 30%
á Akranesi og í Borgamesi
Yfirfasteignamatsnefnd hef-
ur ákveðið fasteignamat fyrir
næsta ár. Mest hækkar mat á
sérbýli á höfuðborgarsvæðinu
eða um 35%. I nokkram sveit-
arfélögum á Vesturlandi hækk-
ar sérbýli um 30%. Þessi hækk-
un hefur í för með sér að álög-
ur aukast á húseigendur á Akra-
nesi og í Borgarnesi þrátt fyrir
lækkun gjaldstofna á Akranesi.
Af sveitarfélögum á Vestur-
landi má nefna að fasteignamat
sérbýlis hækkar um 30% á
Akranesi og í Borgarnesi. Sama
hækkun verður á sérbýli í þétt-
býli í Hvalfjarðarstrandar-
hreppi, Skilmannahreppi og í
frinri - Akraneshreppi. Mats-
verð fjölbýlishúsa hækkar um
20% á Akranesi, í Borgarnesi,
Hvalfjarðarstrandarhreppi,
Skilmannahreppi og í Innri-
Akraneshreppi. Matsverð íbúð-
arhúsa í Grundarfirði, Stykkis-
hólmi og í þéttbýli í Snæfellsbæ
hækkar um 15%. Þá hækkar
matsverð í Búðardal um 5%.
Þá hækkar matsverð atvinnu-
húsa og lóða þeirra á Akranesi
og í Borgarnesi um 20% á milli
ára.
A öðrum stöðum hækkar
matsverð íbúðarhúsnæðis um
10% og atvinnuhúsnæðis um
5%.
Eins og fram kom í fféttum
Skessuhorns var töluverð um-
ræða í bæjarstjórn Akraness við
gerð fjárhagsáætlunar ársins
2006 vegna mikillar hækkunnar
fasteignamats liðinna ára.
Gjaldstofn fasteignagjalda hef-
ur ekki lækkað til samræmis og
hafa því álögur á fasteignaeig-
endur hækkað mjög. Að tillögu
meirihluta bæjarstjórnar var
samþykkt að lækka gjaldstofn-
inn fasteignaskatts úr 0,431 % í
0,394%. Minnihluti bæjar-
stjómar vildi hins vegar lækka
stofhinn í 0,36%. Meirihluti
bæjarstjórnar lét hins vegar
bóka að þegar niðurstaða yfir-
fasteignamatsnefndar lægu fyr-
ir yrði skoðað hvort gerðar
verði frekari breytingar til
lækkunar á álagningarstofni
íbúðarhúsnæðis. Hækkunin nú
um 30% er nokkru meiri en
margir bjuggust við og því
kemur væntanlega til kasta bæj-
arstjórnar að fjalla um álagn-
ingarstofninn að nýju því í ratm
eru álögur á húseigendur að
aukast mikið þrátt fyrir lækkun
gjaldstofnsins.
Með hækkun fasteignamats-
ins nú á Akranesi hefur fast-
eignamat sérbýlis hækkað um
rúm 93% frá árinu 2002. Eig-
andi einbýlishúss sem var 15
milljónir að fasteignamati árið
2002 greiddi þá 94.650 krónur
í fasteignaskatt og holræsagjöld
en greiðir eftír síðustu breyt-
ingar á fasteignamatinu
172.200 krónur eða um 82%
hærri upphæð en á árinu 2002.
Frá því í janúar 2002 og þar tíl
í nóvember 2005 hækkaði
launavísitala um 21,2%. Ráð-
stöfunartekjur íbúðareigenda á
Akranesi hafa því samkvæmt
því lækkað til muna.
HJ
smii#w
Nííjfúr«'
Myllu Heimilisbrauó heilt
Hrossakjöt saltaó og úrb.
Gourmet lambalæri
GOURMET
Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvik • Egilsstaóir • Hafnarfjörður • Húsavík • ísafjöröur • Neskaupsstaður • Njarðvik • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd
Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin giida 05,- 08. jan.