Skessuhorn - 04.01.2006, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006
MC9sunu>j'
J - listi Éer
ekki áheym-
arfulltrúa í
Grundarfirði
Bæjarstjórn Grundarfjarðar
felldi tillögu Emils Sigurðsson-
ar bæjarfulltrúa þess efhis að J-
listi fái að tilnefna áheyrnarfull-
trúa til setu á fundum bæjarráðs
Grundarfjarðar. Tillagan hlaut
tvö atkvæði en fimm bæjarfull-
trúar greiddu atkvæði gegn
henni. I bæjarstjórn Grundar-
fjarðar sitja nú tveir fulltrúar af
B-lista framsóknarmanna, þrír
af D-lista sjálfstæðismanna,
einn af J-lista óháðra og einn af
U-lista Vinstrihreyfmgarinnnar
græns framboðs og óflokks-
bundinna. I bæjarráði eiga full-
trúar B, D og U-lista einn full-
trúa hver en J-listi engan.
HJ
Til minnis
Við minnum á dagskrá
íþróttahúsanna en víba munu
þau og íþróttafélögin í upp-
hafi árs bjóða upp á markvissa
þjálfun og ráðgjöf til að fækka
á ný þeim kílóum sem bættust
vib suma um hátíöirnar.
Ve?Mrhorfw
Næstu daga veröa sublægar
áttir og ýmist slydda eða snjó-
koma. Þab gengur í sunnan
hvassviðri með rigningu seint
á föstudag. Snýst í vestan átt
með éljum á laugardag, en á
mánudag er útlit fyrir subaust-
an hvassviöri með rigningu.
Spúrnin^ viKtynnar
í lok ársins var spurningin á
vef Skessuhorns þessi: „Trúir
þú ab árib 2006 verði betra en
2005 fyrir þig?" Flestir af þeim
450 sem þátt tóku í könnun-
inni takast á vib nýtt ár með
bros á vör og bjartsýni í huga,
því 67,1% hafa trú á að árib
verbi þeim betra. 20,3% vissu
það ekki en 12,6% óttast ab
þab verði þeim ekki eins hag-
fellt.
í næstu viku spyrjum við:
„Hvaö voru
flugeldar keyptir
fyrir háa fjárhœö á
þínu heimili?"
Svaraöu án undanbragöa á
www.skessuhorn.is
Vestlendintjtyr
viKnnncir
Er Konráb Andrésson í
Loftorku Borgarnesi, Vestlend-
ingur ársins.
Ibúum fjölgar í flestum
sveitarfélögum á Vesturlandi
Þann 1. desember voru 14.863
íbúar búsettir á Vesturlandi og
hafði fjölgað um 445 frá sama
tíma í fyrra eða um 3,08%. A
sama tíma fjölgaði landsmönnum
um 2,08%. Af einstökum sveitar-
félögum má nefna að íbúar á
Akranesi voru þann 1. desember
5.782 og hafði fjölgað um 2,25%
frá árinu á undan. Mest fjölgun
var í Skilmannahreppi en þar
fjölgaði íbúum um 28,14% á milli
ára. I Helgafellssveit fjölgaði íbú-
um um rúm 17%. Athygli vekur
að íbúum fjölgar eða fjöldi þeirra
stendur í stað í öllum sveitarfé-
lögum á svæðinu nema fjórum og
er það mikil breyting frá síðustu
árum.
Mannfjöldi eftir sveitarfélögum á Vesturlandi
....l.des 2005.. ..1. des 2004.... ....Breyting
Akranes 5,782.. 5,655.... 2,25
Hvalfjarðarstrandarhreppur 147... 147.... 0,00
Skilmannahreppur 214... 167.... 28,14
Innri-Akraneshreppur 113... 117.... -3,42
Leirár- og Melahreppur 129... 130.... -0,77
Skorradalshreppur 64... 64.... 0,00
Borgarfjarðarsveit 732.. 670.... 9,25
Hvítársíðuhreppur 83.. 84.... -1,19
Borgarbyggð 2,708.. 2,593.... 4,44
102.. 100.... 2,00
Grundarfjarðarbær 974... 938.... 3,84
Helgafellssveit 55... 47.... 17,02
Stykkishólmur 1,165... 1,137.... 2 46
Eyja- og Miklaholtshreppur 437... 441.... -2*84
Snæfellsbær 1,743... 1,717.... 1.51
Saurbæjarhreppur '...77... 80.... -3,75
Dalabyggð 638... 631.... 1,11
Samtals 14.863.. 14.418... 3,09
Dýrt að svindla sér í gegnum göngin
Frá og með áramótum inn-
heimtir Spölur veggjald með 3.000
króna álagi hjá þeim sem aka um
gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess
að borga. Stjórn félagsins sam-
þykkti þetta fyrir jól. Eins og fram
kom í frétt Skessuhorns fyrir
nokkru eru nokkur brögð að því að
menn aki um gjaldhliðið á ytri
akreinum án þess að hafa veglykla
í bílunum. Svindli sér með öðrum
orðum í gegn. Stjórn Spalar ákvað
að bregðast við með því að sam-
þykkja þá breytingu á gjaldskrá
Hvalfjarðarganga að innheimt
skuli sérstakt þrjú þúsund króna
álag á veggjald fyrir staka ferð hjá
þeim sem brjóta af sér á þennan
hátt.
Veggjald fyrir staka ferð fjöl-
skyldubíls er 1.000 krónur og því
þurfa eigendur slíks bíls að greiða
alls 4.000 krónur fyrir að stelast í
gegn án þess að borga. I gjald-
flokki II er hliðstætt gjald með á-
lagi alls 6.000 krónur og í gjald-
flokki III er veggjald að viðbættu
álagi 6.800 krónur.
Þar með er öll sagan ekki sögð
því þeir sem stelast án veglykils í
gegnum gjaldhliðið aka gegn
rauðu ljósi og slíkt háttarlag telst
nákvæmlega jafhalvarlegt umferð-
arlagabrot og að fara yfir á rauðu
ljósi á gatnamótum og gangbraut-
um hvar sem er annarsstaðar í
gatnakerfi landsins. Brotamenn af
þessu tagi mega þannig búast við
að fá 15.000 króna sekt og fjóra
refsipunkta í ökuferilsskrána sína,
auk veggjalds og 3.000 króna álags
Spalar.
HJ
Misjafiiar álögur á Vesturlandi
Mjög misjafnt er hversu þungar
útsvarsálögur sveitarstjórnir á
Vesmrlandi leggja á íbúa á árinu
eða allt frá því að vera þær lægstu
sem leyfilegt er til þeirra hæstu.
Undanfarnar vikur hafa sveitar-
stjórnir verið að ganga frá fjár-
hagsáætlunum sínum og þar með
talið tekjustofnum. Samkvæmt
lögum geta sveitarstjórnir ekki lagt
á íbúa lægra útsvar en 11,24% og
ekki hærra en 13,03%. Þrjú sveit-
arfélög á landinu leggja lágmarks-
útsvar á íbúa sína og þar af eru tvö
þeirra á Vesturlandi; Skorradals-
hreppur og Helgafellssveit. Fimm
önnur sveitarfélög á Vesturlandi
leggja á lægra útsvar en hámarkið
segir til um.
Hér að neðan má sjá lista yfir álagningarprósentu einstakra sveit-
arfélaga á Vesturlandi.
Akraneskaupstaður.......................................13,03 %
Hvalfjarðarstrandarhreppur..............................11,61%
Skilmannahreppur........................................11,61%
Innri-Akraneshreppur....................................11,61 %
Leirár- og Melahreppur..................................11,61%
Skorradalshreppur.......................................11,24%
Borgarfjarðarsveit......................................13,03 %
Hvítársíðuhreppur.......................................13,03%
Borgarbyggð.............................................13,03 %
Kolbeinsstaðahreppur....................................13,03 %
Grundarfjarðarbær.......................................13,03%
Helgafellssveit.........................................11,24%
Stykkishólmsbær.........................................13,03%
Eyja- og Miklaholtshreppur..............................12,80%
Snæfellsbær.............................................13,03%
Saurbæjarhreppur........................................13,03 %
Dalabyggð...............................................13,03%
Viourkenningar fyrir umgengni
Á síðasta virka degi nýliðins árs
var fimm fyrirtækjum í Grundar-
firði veitt viðurkenning fyrir góða
umgengni um fasteignir og um-
hverfi sitt. Það var skipulags- og
byggingarfulltrúi Grundarfjarðar-
bæjar sem sendi fyrirtækjunum við-
urkenningar fyrir hönd umhverfis-
nefhdar bæjarins. Þessir aðilar eru:
Farsæll hf, Sólvöllum 16
FISK Seafood hf, við Nesveg
Grundarfjarðarhófn
Guðmnndtir Runólfsson hf. Sól-
vóllum 2
Sojfanías Cecilsson hf, Borgar-
braut 1
„Einungis var Htið tdl fyrirtækja og
stofnana, en ekki einstaklinga, sem
margir hverjir ættu þó skihð klapp á
bakið fyrir góða umhirðu," segir á
vef Grundarfjarðarbæjar. Til upp-
lýsingar fyrir þá lesendur sem minna
þekkja tdl í Grundarfirði, má taka
ffam að öll fyrirtækin eru sjávarút-
vegsfyrirtæki og/eða útgerðarfyrir-
tæki. Starfsemi hafnarinnar þarfhast
þó ekki skýringa. MM
Kaupmenn
himinlifandi
VESTURLAND: Verslunar-
eigendur á Vesturlandi sem
Skessuhom hefur rætt við eru á
einu máli um að jólavertíðin
hafi verið mun betri fyrir síð-
ustu jól en árið áður og nefna
menn allt frá 10 til 25% aukn-
ingu. Svo virðist sem fleiri hafi
tekið þá ákvörðun að versla í
heimabyggð og bætist það við
að svo virðist sem kaupgeta al-
mennings sé umtalsvert meiri
nú en undanfarin ár. -mm
Afimæli
heilsugæslu-
stöðvarinnar
BORGARNES: Tímamót
verða nk. þriðjudag en þá verða
30 ár liðin ffá því Heilsugæslu-
stöðin í Borgarnesi var form-
lega opnuð. Þar sem í næstu
viku stendur yfir krabbameins-
leit hjá stöðirmi og því mikið
annríki, hefur verið ákveðið að
minnast tímamótanna síðar í
þessum mánuði. -mm
Nýtt ffamboð?
GRUNDARFJÖRÐUR: Boð-
að hefur verið til almenns fund-
ar í Grundarfirði þar sem
kynntar verða nýjar hugmyndir
í sveitarstjórnarmálum. I ffétta-
tilkynningu segir að í haust hafi
komið saman nokkrir einstak-
lingar sem áhuga hafa á málefn-
um Grundarfjarðar. I ffamhald-
inu hafi kviknað hugmyndir að
nýju framboði til bæjarstjórar
Grundarfjarðar í vor. Hefur á
undanförnum vikum verið unn-
ið að hugmyndafræði sem
byggð er á íbúalýðræði og
hvernig ólíkir einstaklingar geti
komið að undirbúningi málsins
að því er segir í fréttatilkynn-
ingu. Stefhan sé sú að byggja
upp lýðræðislegan vettvang
með samráði við íbúana um
málefni sveitarfélagsins. Fund-
urinn verður haldinn í Sam-
komuhúsinu í dag, 4. janúar og
hefst hann kl. 20. -hj
Dýrkeypt
hefndaraðgerð
AKRANES: Aðfararnótt
þriðjudags í liðinni viku var
ungum manni vísað út af dans-
leik sem fram fór á Akranesi.
Líkaði honum það heldur illa.
Hann tók þá upp á því að fara
heim til sín og sækja þar biffeið
sína. Á henni hélt hann svo að
húsi þar sem bifreið dyravarð-
arins sem hafði vísað honum út,
stóð. Ok hann bifreið sinni
nokkrum sinnum á bifreið
dyravarðarins og húsið sem hún
stóð við. Að því loknu ók hann
rakleitt að lögreglustöðinni til
að tilkynna um verknaðinn.
Ungi maðurinn sem var sýni-
lega ölvaður fékk að gista
fangageymslu um nóttina.-ww
Meðal aflahæstu
smábáta
SNÆFELLSBÆR: Kristinn SH
ffá Olafsvík er meðal þeirra sex
báta í krókaaflamarkskerfinu sem
öfluðu meira en 1.000 tonn á síð-
asta ári að því er kemur ffam á
vef Fiskistofu. Alls var afli bátsins
1.017 tonn. Mestan afla kom
Guðmundur Einarsson IS með
að landi eða 1.360 tonn. -hj.