Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2006, Qupperneq 6

Skessuhorn - 04.01.2006, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 Á nýársdag var brotið blað í al- menningssamgöngum á Vestur- landi í tvennum skilningi. I fyrsta lagi hætti Sæmundur Sigmundsson sérleyfisakstri milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins eítir áramga farsælt starf og nýtt fyrirtæki tók yfir sérleyfið. I annan stað hóf Strætó bs. áætlunarakstur á Akranes í fyrsta skipti. Leiðakerfi Strætó er þannig ffamlengt með legg á Akra- nes þar sem farnar verða 13 ferðir á dag virka daga, 9 ferðir laugardaga og 7 ferðir sunnudaga, alls um 80 ferðir á viku. Strætóferðir á Akranes verða til- raunaverkefhi næstu 2 árin og fær Strætó bs. stuðning bæði sam- gönguráðuneytis og Akraneskaup- staðar, alls að upphæð 22 milljónir á ári til niðurgreiðslu fargjalda en Akranes tengt leiðakerfi Strætó þannig er Strætó bs gert kleift að bs. um tengingu Akraness við leiða- bjóða þessar ferðir á sama verði og íbúum höfuðborgarsvæðisins býðst í dag fyrir innanbæjarakstur. Al- menn fargjöld eru þar 250 krónur en elli- og örorkulífeyrisþegar greiða 75 krónur fýrir ferðina eftir gjaldskrárbreytingar sem tóku gildi um áramótin. Við athöfn á bæjarskrifstofunum á Akranesi sl. miðvikudag var ann- ars vegar tmdirritaður samningur á milli Akraneskaupstaðar og Vega- gerðarinnar um almenningssam- göngur á milli Reykjavíkur og Akraness sem fól í sér 6 milljóna króna árlegan styrk ráðuneytisins sem óskiptur rennur til Strætó bs. Hins vegar var undirritaður samn- ingur Akraneskaupstaðar og Strætó kerfi Strætó. Sá samningur felur í sér 16 milljónir króna á ári til við- bótar við fjárstuðning ríkisins þannig að allt í allt fær Strætó bs. árlegt 22 milljóna króna framlag til að halda úti þessari áætlun. 80 ferðir á viku „Nú verða farnar 80 ferðir á viku á milli Akraness og Reykjavíkur. Þetta mun hafa í för með sér bylt- ingu í samgöngumálum fyrir Skagamenn og þá sem vilja heim- sækja Akranes ffá Reykjavík. Um leið hættir gjaldið í Hvalfjarðar- göng að vera sá farartálmi sem það hefur verið fyrir þá sem vilja heim- sækja Skagann þar sem sama gjald mun gilda í Strætó, hvort heldur sem leiðin liggur á Skagann eða í Skerjafjörð, í Laugarnesið eða á Langasand,“ sagði Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri þegar samningarnir höfðu verið undirrit- aðir. Sagði hann samninginn stórt skref til að sameina þjónustusvæði beggja megin Hvalfjarðar í eitt og að tíðar og ódýrar ferðir kæmu skólafólki, fyrirtækjum og íbúum almennt mjög til góða. Strœtó í sínufyrsta stoppi viS Skútuna á Akranesi á nýjársdag. Ljósm: Hajþór Pálssmt. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri og Guðmundur Páll Jónsson, hœjarstjóri midirrita samning um almenningssamgöngur á Akranes. Björk Vilhelmsdóttir, formaður stjómar Strœtó bs, Ásgeir Eiríksson, framkvœmdastjóri og Guðmundur Pálljónsson, bœjarstjóri. Sambærileg þjónusta á kragann Ásgeir Eiríksson forstjóri Strætó bs. upplýsti við sama tækifæri að Strætómönnum hefði nú þegar borist fjöldi fyrirspurna frá íbúum í öðrum nágrannabyggðum höfuð- borgasvæðisins, þ.e. Árborgarsvæð- inu og ffá Reykjanesi um sambæri- lega þjónustu á þessi svæði og Strætó væri nú að hefja á Akranesi. Kvað hann stjómendur Strætó vera mjög opna fýrir þeim möguleika. Enn betra eftir Sundabraut Smrla Böðvarsson samgönguráð- herra undirritaði samning um styrk ríkisins við verkefnið. Hann óskaði Strætó bs. til hamingju með nýja samstarfsaðila og vænti góðs af þessu verkeftii einkanlega fýrir íbúa á Akranesi. Sagði hann tíðari ferðir á lágu verði verða lyftistöng fyrir þá sem sækja vinnu á höfuðborgar- svæðinu eða öfugt og breytingin yrði enn meiri og jákvæðari þegar ný Sundabraut kæmist á legg. Fyrstu farþegamir komnir um borð. Allir á vinnustað fyrir klukkan 8 Skessuhorn ræddi stuttlega við Pétur Fenger, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Strætó bs. og spurði um fyrirkomulag ferðanna á Akra- nes. Hann segir að farnar verði 13 ferðir á dag alla virka daga, 9 ferðir á laugardögum og 7 ferðir á sunnu- dögum eða alls um 80 ferðir á viku. „Fyrsta skiptistöð farþega ffá Akra- nesi verður við Háholt í Mosfellsbæ þar sem hægt er að taka áætlun áffam til Reykjavíkur. Við stflum ferðir inná það að þeir sem þurfa að mæta til vinnu eða í skóla í Reykja- vík klukkan 8 á morgnana eiga að ná því á tilsettum tíma. Söluskálinn Skútan verður endastöð okkar á Akranesi, ekið verður Innnesveg og Ljósrn: Hajþór Pálsson. er fýrsta stopp við Esjuskálann á Kjalarnesi. Farþegar í fyrstu ferð eiga að vera við Háholt í Mosfells- bæ klukkan 07:24 en þar er fyrsta skiptistöðin og fara þeir þaðan áffam í síðasta lagi þremur mínút- um síðar með öðrum vagni.“ Pémr kveðst fýrir hönd Strætómanna vera spennmr fyrir þessari viðbót í leiðakerfi Strætó sem undanfarin ár hefur lengst náð í Grundarhverfið á Kjalarnesi. „Þetta er kærkomin við- bót en um leið tilraunaverkefhi til tveggja ára. Ef ástæða er til munum við breyta áætlun okkar og sníða að þörfum farþeganna eftir því sem reynslan sýnir okkur. Við teljum okkur geta boðið þjónusm og verð sem er raunhæfur valkostur fyrir al- menning á móti einkabflanotkun.“ MM PISTILL GISLA Um áramót Þótt erfitt sé að sætta sig við það þá nær maður ekki alltaf árangri þótt viljinn sé fyrir hendi og duglega sé tek- ið á því. Eg nefni sem dæmi að ég reyndi eins og ég mögulega gat að láta mér þykja áramótaskaupið fyndið. Mér tókst það reyndar í nokkur skipti, fáeinar sek- úndur í senn, en alls ekki eins og ég hafði fyrirfram óskað mér. Horfði ég þó með já- kvæðu hugarfari og í félags- skap mikilla húmorista. Eg reyndi líka eins og ég gat að standa fyrir glæsilegri flugeldasýningu til að gleðja börnin mín á gamlárskvöld. Samt var fjarri því að mín sýning jafhaðist á við þá sem boðið var upp á í Hveragerði fýrr um daginn og í saman- burði virkaði ég sem hinn mesti eymingi. A síðasta ári gerði ég líka ít- rekaðar tilraunir til að gera mig að fífli og tókst það reyndar með ágætum í ein- hver skipti. A því sviði virkaði ég hinsvegar eins og mesti eymingi í samanburði við einstaka stjórnmálamenn. Þrátt fyrir að mér hafi ekki tekist eins vel upp og ég hafði ætlað í umræddum tilfellum þá hef ég heitið því að leggja ekki árar í bát. Eg trúi því að í nánustu framtíð bíði ný tækifæri, nýtt áramótaskaup, nýjar flugeldasýningar og ný og betri tækifæri til að verða sér til skammar. Þótt eitt og annað gangi upp þá má alltaf gera betur. Liðið ár var Vestlendingum hagfellt á margan hátt. At- vinnuástand var víðast hvar með albesta móti og vítt og hvar sem farið er um lands- hlutann blasir við uppbygg- ing og framkvæmdagleðin virðist sem stendur ekki eiga sér mikil takmörk. Sem er sérstaklega gleðilegt í ljósi þess að um langt árabil ríkti hálfgerð stöðnun hér vestan- lands. Eg er heldur ekki fjarri því að bjartsýni sé í sögulegu hámarki hér á svæðinu sem skilar sér að sjálfsögðu í því að hingað flykkist fólk í stór- um hópum. Galdurinn við að öðlast tiltrú annarra er nefni- lega sá að hafa sjálfur trú á því sem maður er að gera. A það hefur því miður skort „hér á Vesturlandi á“ eins og segir í kvæði Hallbjarnar Hjartar- sonar. Þrátt fyrir að allt sé að ger- ast eru enn ónýtt tækifæri í stórum bunkum. Aukinn áhugi á Vesturlandi sem bú- setukosti opnar margar dyr. Sömuleiðis nýgerður menn- ingarsamningur. A íþrótta- vellinum vantar heldur ekki nema herslumuninn upp á stóra sigra. Það þarf varla að nefna að miklar væntingar eru gerðar til Skagamanna á knattspyrnuvellinum nú sem fyrr og sömuleiðis hafa Ols- arar skotist upp virðingar- stigann á þeim vettvangi og í körfuboltanum gætu Hólm- urum og Borgnesingum verið allir vegir færir ef sjálfstraust- ið svíkur þá ekki. Með öðrum orðum þá er ekkert annað en mígandi hamingja framundan á nýju an. Gísli Einarsson, á nýju og enn betra ári.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.