Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2006, Side 8

Skessuhorn - 04.01.2006, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 2006 SiSíKSSffltíOBKI Konráð Andrésson er Vesdendingur ársins 2005 Frá því um miðjan desember hafa lesend- ur Skessuhorns getað hringt og sent inn ábendingar um þann aðila sem þeir telja að hafi á einhvern hátt skarað framúr á Vest- urlandi á nýliðnu ári. Margir höfðu sam- band og sendu okkur tilnefningar og vill Skessuhorn þakka þann áhuga sem fólk sýndi, en þetta er í átt- unda skipti sem blaðið stendur fyrir útnefn- ingu á manni ársins á Vesturlandi. I fyrra komu verð- launin í hlut Jóns Odds Halldórssonar, frjálsíþróttakappa frá Hellissandi sem síðan þá hefur haldið áfram á sigurbraut og sýnt góðan árangur í spretthlaupi á íþrótta- mómm fatlaðra. Með flest stig og því Vestlendingur ársins 2005 er Konráð Andr- ésson, stjórnarfor- maður og stofnandi Loftorku í Borgarnesi Konráð Andrésson með áletraðan vasa og hlóm í tilefni viðurkenningarimiar. Hafhar íjölgun íbúða á Sól- mundarhöfða AKRANES: Skipulags- og um- hverfisnefnd Akraness hefur haíhað beiðni um að íbúðum í væntanlegri nýbyggingu á Sól- mundarhöfða á Akranesi verði fjölgað úr 12 í 18 en ósk þess efn- is barst firá Pálma Guðmundssyni Ragnars arkitekt. Samkvæmt því hefði húsið stækkað úr 1.600 fer- metrum í 1.900 fermetra. Nefhdin féllst hinsvegar á að fella út ákvæði um meðalstærð í- búða í húsinu. Jafhffamt benti nefhdin á að samkvæmt tillögu bæjarstjórnar er gert ráð fyrir sérstökum reit til bygginga íbúða fyrir aldraða á svæði við bóka- safnið, auk þess sem í undirbún- ingi sé bygging fjölda íbúða í fjölbýli á Akranesi. -hj Ekið á hrossa- stóð DALIR: Biffeið var ekið inn í hrossastóð á þjóðveginum skammt sunnan við Þorbergs- staði í Miðdölum um kl. 20 að kvöldi gamlársdags. Alls drápust þrjú hross og bíllinn er gjörónýtur. Okumaðurinn slapp að mestu við meiðsli. Að öðru leyti voru áramótin tíð- indalaus í umdæmi lögreglunn- ar í Búðardal. Jóhannes Björg- vinsson lögregluvarðstjóri segir áramótin hafa verið mjög róleg og allt farið vel fram. -hj Breytingar í lögregluliði Búðardals DALIR: Guðmundur Hjörvar Jónsson lögregluvarðstjóri í Búð- ardal hefur verið skipaður lög- regluvarðstjóri í Borgamesi frá áramótum. Guðmundur hefur verið í ársleyfi og átti að taka að nýju við störfum í Búðardal tun áramótin. Jóhannes Björgvins- son, sem gegnt hefur starfi Guð- mundar, hefur að nýju verið sett- ur til starfsins til 28. febrúar. -hj / Afengisveitingar í Safiiaskálanum AKRANES: Skipulags- og um- hverfisnefnd Akraness hefur samþykkt fyrir sitt leyti að Byggðasafni Akraness og ná- grennis verði veitt leyfi til áfeng- isveitinga í Safhaskálanum Görð- um á Akranesi. Þess má geta að áður en Byggðasafnið keypti rekstur einkaaðila sem ffam á síðasta ár ráku Maríukaffi á sama stað, var áfengisleyfi til staðar. Byggðasafhið keypti rekstur þeirra á hðnu ári og heitir veit- ingastaðurinn nú Garðakaffi. -hj Fjárfest í sorp- pressu fyrir Gámu AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur heimilað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ganga ffá kaupum á sorppressu fyrir sorp- móttökustöðina Gámu á Akra- nesi. Heildarkostnaður við press- una, tengibúnað hennar og upp- setningu er um 2,8 milljónir króna. Um er að ræða pressu sömu gerðar og verið hefur í stöðinni undanfarin ár. ,. ehf. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum og áratugum vaxið og dafnað undir hans stjórn og er í dag stærsti vinnustaðurinn í Borgarbyggð og stærsta verktakafyrirtækið í lands- hlutanum. Það veitir um 200 manns atvinnu, verkefnastaða er góð og afkoman einnig þrátt fyrir miklar fjárfestingar á nýliðnum árum. Konráð hefur nú dregið sig í hlé frá daglegri stjórnun í fyrir- tækinu en vinnur þar engu að síð- ur fullan vinnudag 6 daga vikunn- ar þó kominn sé á áttræðisaldur. Þeir sem tilnefndu Konráð nefndu einkanlega það hversu farsæll og þrautseigur frumkvöðull og stjórn- andi Konráð hafi alla tíð verið. Skessuhorn óskar Konráði og fjöl- skyldu hans innilega til hamingju með sæmdarheitið Vestlendingur ársins. I öðru sæti varð Runólfur A- gústsson, rektor Viðskiptaháskól- ans á Bifröst. Þetta er í annað skipti sem Runólfur „skorar hátt,“ í þessari kosningu því hann var kosinn Vestlendingur ársins 2002. Flestir þeir sem tilnefndu Runólf vilja þakka honum djarfa en árang- ursríka uppbyggingu Viðskiptahá- skólans á Bifföst. Runólfur hefur ffá því hann tók við rektorsstöðu á Bifföst sýnt framsýni, kraft og á- ræði sem leitt hefur til þess að á örfáum árum er í Norðurárdal ris- ið eitt öflugasta þekkingarsamfélag hérlendis með rannsókna- og þekkingarsetri í fremstu röð. í þriðja sæti varð Skagamaður- inn Jakob Baldursson, kraflyft- ingamaður, eða Skaga-Kobbi eins og hann er oft kallaður. Hann þrí- bætti bekkpressumet í kraflyfting- um á árinu og er nú með 6. besta árangur í heiminum í sinni grein. I fjórða sæti fast á hæla Jakobs varð Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla á Akra- nesi. Guðbjartur hefur verið skóla- stjóri Grundaskóla frá upphafi. A árinu hlotnaðist skólanum sá heið- ur að hljóta Islensku menntaverð- launin og í haust sýndi elsta deild skólans mikið þrekvirki með upp- færslu gaman- og söngleiksins Hunangsflugur og Villikettir. I 5. til 12. sæti, með svipað mörg atkvæði, urðu eftirtaldir aðilar í stafrófsröð: Ejub Purejevic, knattspymuþjálf- ari hjá Víkingi. Eva Karen Þórðardóttir, dans- þjálfari í Borgurfirði. Gísli Einarsson, frétta- og dag- skrárgerðarmaður. Haukur Þórðarson, kennari í Lýsuhólsskóla. Ragnar Skúlason, stjómandi Fiðlusveitar Akraness. Sesselja Pálsdóttir, Stykkishólmi. Scemundur Sigmundsson, fv. sér- leyfishafi í Borgamesi. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. MM Það hófst allt með rekstri einnar loftpressu Rætt við Konráð Andrésson, forstjóra og Vestlending ársins Konráð Andrésson var tekinn tali sl. mánu- dag effir að honum höfðu verið færð tíðindin og viðurkenning. Hann var þá sem fyrr stadd- ur á skrifstofum Loftorku í Borgarnesi og var þar fyrir hátíð af öðru tilefhi. „Það eru í dag nákvæmlega 30 ár síðan ég sneri mér alfarið að vinnu við Loftorku. Að vísu stofnuðum við saman fyrirtækið árið 1962 ég og Sigurður Sigurðsson, mágur minn sem nú er látinn. Fyrstu árin var umfangið lítið en upphaflega byrjaði starfsemin með því að við keyptum loftpressu og rákum hana einkum í Reykjavík, þaðan kemur nafhið sjáðu til,“ segir Konráð um fyrsta aðdraganda þess að hann hóf rekstur fyrirtækisins. „Eg hafði áður verið starfsmaður Kaupfélagsins við ýmis störf frá því árið 1957 og hugðist hætta og segja upp þegar Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri bauð mér að taka við rekstri bifreiðastöðvar KB. Eg gat ekki neitað góðu boði enda hafði ég fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá og gat ekki hafnað starfi sem gaf öruggar tekjur. Við bifreiðastöðina vinn ég samhliða rekstri Lofforku allt til 2. janúar 1976 þegar ég sný mér alfarið að eigin fyrir- tæki.“ Konráð heldur áfram að skýra aðdraganda fyrirtækisins sem smám saman stækkaði í um- fangi og verkefhin urðu fjölbreyttari. „Röra- steypuna keyptum við árið 1969 og verður þá ákveðin stefnubreyting. Fyrstu árin höfðum við einkum starfað í Reykjavík en fórum nú að selja steypu og steypuefini hér í Borgarnesi. Arið 1981 hófum við síðan að þreifa okkur áfram með framleiðslu húseininga sem þá voru tiltölulega nýjar á markaðinum hér á landi. Fyrstu einingahúsin framleiddum við þetta ár og kom Sveinn Ingólfsson, verkfræðingur að hönnun þeirra og hefur hann starfað mikið fyrir Loftorku allar götur síðan.“ Konráð seg- ist hafa átt fyrirtækið með mági sínum fyrstu árin en þeir hafi ákveðið að skipta því upp og eru þau enn starfandi bæði, þ.e. Loftorka í Borgarnesi ehf. og Loftorka Reykjavík ehf., nú í eigu fjölskyldu systur hans og afkomenda hennar. „Vöxturinn byrjaði fyrir alvöru um 1981 en þá byggjum við yfir einingaframleiðsluna og starfsmönnum fjölgar mikið. Aftur verður stórt stökk um og uppúr 1997 og aftur síðustu 3 árin þegar veltan hjá okkur nær að þrefaldast á jafnmörgum árum. Þannig er sagan í örstuttu máli,“ segir Konráð. Hann er lítillátur þegar kemur að því að ræða viðurkenninguna sem slíka. „Eg skil nú eiginlega ekkert í að ég sé að fá viðurkenningu sem þessa nú. Eg seldi allan hlut minn í fyrir- tækinu Andrési syni mínum árið 2004 og hef- ur hann ásamt fleiri góðum mönnum tekið við framkvæmdastjórn. Eg hef undanfarin ár reynt markvisst að draga mig til hlés, þó ég sé enn eitthvað að sýsla. Það er bara svo gaman og nauðsynlegt að vinna ef maður getur og hefur heilsu til og er að einhverju gagni. Því tek ég við þessari viðurkenningu fyrir hönd allra starfemanna fyrirtækisins enda lít ég svo á að það væri ekkert ef þeirra nyti ekki við. Margir starfsmenn hafa verið hér lengi, á þriðja tug þeirra í áratugi og fyrsti starfsmaður Lofforku; Indriði Björnsson starfar t.d. hér enn. Það er fyrst og fremst öllu þessu góða fólki að þakka að vel hefur gengið - það getur enginn einn maður átt heiðurinn að því,“ segir Konráð Andrésson að lokum. MM

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.