Skessuhorn - 21.06.2006, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006
^sunu^.
Borgar-hvað?
Af lýðræði og stýrðu (þvinguðu lýð-
Þótt of
seint sé í rass
gripið má ég
til með að
setja hér fáein
orð á blað um
nafn sveitar-
félagsins okk-
ar. Vegna
leiðandi val-
kosta við skoðanakönnun meðal
annars varð nafnið Borgarbyggð
ofaná. I sjálfu sér var það hag-
kvæmt því nú þarf ekki að breyta
um nafn á ráðhúsinu nýja, né bréf-
hausum, möppum eða öðrum
gögnum sem sveitarstjórn hefur
með að gera. Eg vona þó að enginn
túlki það sem áréttingu innlimunar
- miklu frekar sem ábendingu
meirihluta kjósenda um vilja til
ráðdeildar og peningalegs sparn-
aðar í rekstri sveitarfélagsins.
Hvert svo sem nafn hins nýja
sveitarfélags verður/er mtm það í
munni þorra fólks verða Borgar-
fjörður, svo inngróið sem það er í
vitund heimafólks og afbæjar-
manna. Fyrst hnýta þarf orðinu
byggð aftan við heiti sveitarfélags
svo löglegt verði, voru það mistök
(?) að bjóða ekki kjósendum upp á
kostinn þar sem orðinu fjarðar var
skotið inn á milli borgar og byggð-
ar.
Einhver nefndi að fleiri Borgar-
firðir væru til, og ekki er það verra.
Við höfum hins vegar um árabil til
dæmis haft Ungmennasamband
Borgarfjarðar og Búnaðarsamband
sama héraðs án vandræða og ný-
verið var tekin skóflustunga að
Menntaskóla Borgarfjarðar. Eg
vona að það nafn fái líka að standa
- svo syngjandi fallegt sem það nú
er. Borgarfjörður er líka þegar
grannt er skoðað inngróið tákn og
vörumerki, í sama klassa og KB,
Kók og Næk sem engin ástæða er
til að afbaka.
Opinberar reglur um heiti sveit-
arfélaga eru heldur klúðurslegar og
effir því verður ffamkvæmd þeirra.
En líklega verða þær nú til þess að
við helst eitt stjórnsýsluheitið enn,
sem fáir, ef nokkur utan þess kerf-
is, nota ótilneyddir. Því mun þorri
fólks áfram hafa Kalmanstungu í
Borgarfirði, Sæmund í Borgarnesi,
og hrópa Afram Borgfirðingar á
næsta Landsmóti, en treina sér
mjög að tala um borðbyggðska
rektorinn Runólf, forvera hans
borðbyggðska landnámsmanninn
Skallagrím, ellegar segjast munu
verja sunvarleyfi sínu í bústað uppí
Borgarbyggð ...
Svona getur nú kerfið fjarlægst
þegna sína á dögum upplýsinga-
tækninnar. Sameinumst hins vegar
um að styrkja enn það efnilega
sveitarfélag sem við með lýðræðis-
legum hætti og góðu heilli höfum
samþykkt að mynda - hvaða nafn
sem svo kann að standa á kontór-
dyrum þess ellegar bréfhaus.
Bjami Guðmundsson
Ástæða þess að ég sting niður
penna er greinarkorn sem Þórólfur
vinur minn á Ferjubakka skrifaði í
síðasta tölublaði Skessuhoms, und-
ir yfirskriftinni „Borgarbyggð og
íbúalýðræði." Þar vísar hann til
niðurstöðu kosninga um nafh á
nýju sveitarfélagi, þar sem nafnið
Borgarbyggð fékk 1034 atkvæði en
Sveitarfélagið Borgarfjörður 624
atkvæði. Spyr hann síðan hvort
safna þurfi undirskriftum til að
knýja þetta fram.
Onnur ástæða þessara skrifa er
síðan eftirfýlgjandi gjörningur
sveitarstjórnarinnar. Skrýtið er vort
lýðræði. Við kosningar um samein-
ingu fjögurra sveitarfélaga í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu svo og Kol-
beinsstaðahrepps, höfnuðu íbúar
Skorradalshrepps sameiningunni. I
hinum sveitarfélögunum var hún
samþykkt. Nú vom komnar upp
breyttar aðstæður íbúa þeirra sveit-
arfélaga sem samþykktu en ekki
hvað varðaði Skorradalinn. Ibúar
hans vora nú skikkaðir til að kjósa
aftur, þrátt fyrir óbreyttar aðstæður.
I hinum sveitarfélögunum, þar sem
kringumstæður em breyttar, er ekki
gefinn kostur á slíku. Þannig virkar
sko lýðræðið.
Þegar nýju sveitarfélagi var valið
nafn, var lýðræðið í hávegum haft.
Aðferðin var sú að auglýst var eftir
tillögum. Ur þeim tillögum vann
svo nefnd, sem til þess var skipuð.
Nefndinni var og heimilt að leggja
ffam sínar eigin tillögur. Eðlilegast
hefði verið að strika út alfarið öll
gömlu nöfnin og leggja verulega
vinnu í að finna nýtt nafn á nýtt
sveitarfélag, svo að gjörningurinn
hljómaði ekki eins og innlimun í
eitt af þeim gömlu.
Ekki varð sú raunin. Nafnið
Borgarbyggð fékk að vera einn af
valkostunum, en ekki hin. Ekki datt
undirrituðum til hugar að nefna
Borga rfj arðarsvei t, í sínum tillög-
um. Taldi slíkt hreina og klára
frekju og tilætlunarsemi og bera
keim af innlimunaráformum. Það
sama á við um nafnið Borgarbyggð.
Urslitin urðu eins og áður er greint
ffá og ljóst að þarna var um stýr-
andi eða þvingað lýðræði að ræða
og kosningar jafnvel óþarfar. Og
þó. Ef skoðaðar era tölur um kjör-
sókn í Borgarfjarðarsveit, þar sem
501 voru á kjörskrá og nálægt 380
kusu, er Ijóst að þó að þeir allir hafi
ef til vill kosið annað en Borgar-
byggð þá hafa u.þ.b. 240 kjósendur
til viðbótar gert slíkt hið sama.
I samtölum sem ég átti við
nokkra nýkjörna sveitarstjórnar-
menn kom fram að þeir skutu sér á
bak við gjörning fyrrverandi sveit-
arstjórnarmanna og að þeir vildu
sem minnst við honum hrófla. Von-
andi hafa þeir þó kjark í ffamtíðinni
til að gera nauðsynlegar breytingar
við nýjar aðstæður sem upp kunna
að koma. Tveir þeirra lýstu því þó
yfir að þeir hefðu talið Borgar-
byggð ill skárri kost til að reyna að
sætta sjónarmið.
Nafnið Borgarbyggð virðist ekki
hafa svo sem neina ímynd í hugum
landsmanna þrátt fyrir tólf ára til-
vist þess. Vera má að vinur minn
Stefán Olafsson á Litlu Brekku hafi
haft rétt fyrir sér þegar hann segir í
grein sinni í hér í blaðinu fyrir
skömmu, að nafnið Borgarbyggð
hafi unnið sér sess. Sá sess virðist
bara ekki vera fyrir hendi á lands-
vísu. Það er sennilega bara gott, því
slík nöfn sem ekki vitna til alls þess
svæðis, sem þeim er ætlað, geta
máð út eldri ömefhi með komandi
kynslóðum.
Enn eru Norðlendingar að fara
suður í Borgarfjörð eða vestur á
Mýrar en ekki í Borgarbyggð. Sama
gildir um íbúa Reyjavíkur og á Suð-
urlandi. Skagfirðingar féllu ekki í
þessa gryfju. Enn eru menn að fara
norður í Skagafjörð, bæði í land-
fræðilegum og stjórnsýslulegum
skilningi. Ekki Skagabyggð. Eyja-
fjarðarsveit væri og litlaus eining ef
hún héti Eyjasveit og nafnið segði
okkur lítið um staðsetningu.
Vera má að eitthvað meira af
stýrandi eða þvinguðu lýðræði
skjóti upp kollinum áður en öll kurl
koma til grafar. Vonandi þó ekki.
Þorualdur Jónsson,
Brekkukoti,
Reykholtsdal í Borgarfirði.
~0t>3ilwznu$
Umsjón: Gunnar Bender
Tveir vænir laxar í opnun Laxár í Leirársveit
Haukur Geir Garðarsson, Hallfreður Vilhjálmsson,
Vilhjálmur Gíslason og Olijohnson við Laxfossinn
meðfyrstu laxa sumarsins i Laxá í Leirársveit.
„Það er mikið vatn en fyrstu laxarnir eru
komnir á land, tveir fallegir laxar. Það er þó
nokkuð síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni,“
sagði Haukur Geir Garðarsson og í sama
streng tók Oli Johnson við Laxfoss í Laxá í
Leirársveit. Ain var eins og stórfljót á að líta
þegar fyrstu veiðimenn sumarsins byrjuðu
veiðina snemma sl. sunnudagsmorgun.
Það var Hallfreður Vilhjálmsson á
Kambshóli sem veiddi fýrsta lax sumarsins í
ánni eins og hann reyndar gerði einnig í
fyrra, 12 punda fisk. Vilhjálmur Gíslason
veiddi lax númer tvö í Laxfóssinum og
mældist hann 12,5 pund. Laxar voru að bylta
sér í Laxfossinum og gaf áin 4 laxa fyrsta
daginn og tveir sluppu. „Þetta er orðið fast-
ur punktur, lax núna og lax í fyrra og held
Baulan í hjarta Borgarfjarðar
bara að ég hafi veitt fýrsta laxinn fýrir tveim-
ur árum síðan,“ sagði Hallffeður Vílhjálms-
son bóndi og oddviti glaðbeittur við blaða-
mann Skessuhorns.
og stórflóð í þeim sumum. Síðasta holl í
Norðurá veiddi 27 laxa og áin hefur gefið
yfir hundrað laxa.
Enginn lax veiddist þegar Hítará var opn-
uð.
I Kjarrá vora Bubbi Morthens og Harald-
ur Eiríksson: „Ain var eins og stórfljót yfir
að líta og erfitt að veiða í henni núna,“ sagði
Haraldur er við spurðum um stöðuna,
nokkrir laxar hafa veiðst núna í Kjarrá.
Fyrstu laxar sumarsins eru komnir á land
úr Haffjarðará en þar er líka mikið vatn og
erfitt að finna laxinn.
Ríkbarður Sigmundsson með Maríulaxinn sinn á
bökkum Norðurár, en áin hefur gefið yfir hundrað
laxa. Þennan fisk fe'kk Ríkharður á tvíhendu með
heimagerðri Grýlu. Laxinn vóg 3,2 pund og náðist í
Myrkhylsrennu.
Veiddi Maríulaxinn í Norðurá
„Það var ansi gaman að veiða Maríulaxinn,
mikið vatn var í ánni og hún lituð,“ sagði
Ríkharður Sigmundsson, en hann veiddi
Maríulaxinn sinn í Norðurá í Borgarfirði
fýrir þremur dögum. „Eg var ekki lengi að
landa laxinum enda var hann fremur smár,“
sagði Ríkharður í samtali við Skessuhorn.
Mikið vatn hefur verið í ám á Vesturlandi
Sigurður Þóroddsson náði 12 pundara efst í Biyggj-
unum í Norðtirá og vegna mikils vatns þá náðifisk-
urinn að halda sér lengi niðri og tók athöfnin því
hátt í tvo klukkutíma.
Veiðihom Skessuhoms er í boði:
Veðrið á undanförnum dögum hefur verið
gott fýrir vatnsbúskapinn en ekki endilega að
sama skapi fýrir veiðimenn. Ar hafa verið í
miklum vexti og sumar flætt yfir bakka sína.
Að sama skapi hefur rok og rigning haft þau
áhrif á veiðivötn að þau hafa orðið kakóbrún
að lit og ekkert verið hægt að veiða í þeim.
Þannig var opnunin á Arnarvatnsheiði um
miðja síðustu viku ffemur blaut. Hvöss vest-
anátt á miðvikudag og fimmtudag gerði það
að verkum að flest vötnin á Heiðinni voru
gruggug og því veiddu flestir lítið og sumir
ekkert fýrstu dagana. Þar hefur nú veður
gengið niður og silungurinn farinn að taka
vel eftir veiðistopp allt frá því í fýrrahaust.
Ellefu laxar komnir í Flóku
„Það eru komnir 11 laxar á land og hann
er 8 pund sá stærsti, fiskarnir fengust meðal
annars á Pokabreiðunni og í Hjálmfossinum.
Það er eitthvað komið af fiski í ána,“ sagði
Ingvar Ingvarsson við Flókadalsá í Borgar-
firði, en áin var opnuð í ár degi fýrr en
venjulega, eða 17.júní. Opunarhollið er
núna í þrjá daga í Flókadalsá.
Stefán Hallur Jónsson tannlæknir veiddi
fýrsta laxinn í Gljúfurá í Borgarfirði á
þriðjduagsmorgun í Kerinu. Mikið vatn var
þá enn í ánni eftir rigningar liðinnar viku.
Laxinn var 4 pund.