Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2006, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 21.06.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. JUNI2006 Vestlendingar eignuðust nýjan ráðherra við síðustu breytingar á ríkisstjóminni: Fjölbreytt verkefiii í skemmtilegu ráðuneyti Magnús Stefánsson á nýrri skrifstofu ífélagsmálaráöuneytinu mei bleikt bindi í tilefni baráttudags íslenskra kvenna. Magnús Stefánsson tók við sem félagsmálaráðherra sl. mánudag. Magnús ólst upp í Olafsvík og er fyrsti þingmaður Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi. Magnús hefur átt fjölbreyttan feril, starfað við ýmislegt til lands og sjós og sinnt fjölbreyttum félagsmálum. Hann var lengi vel liðtækur íþrótta- maður og hefur um árabil leikið í ýmsum hljómsveitum og er gleði- sveitin Upplyfdng þeirra þekktust. I stuttu spjalli við blaðamanna Skessuhorns fór Magnús yfir feril- inn og leit ffam á veginn. Uppgangur og uppbygging Magnús Stefánsson fæddist árið 1960 og ólst upp í Olafsvík. Það hefur mikið vatn rurmið til sjávar ffá því að hann hljóp sem gutti um gömr Ólafsvíkur. Nú situr hann í ríkisstjóm sem félagsmálaráðherra. „Eg er þó ffáleitt fyrsti Olsarinn í ríkisstjórn. Það er gaman að segja frá því að ffændi minn Alexander Stefánsson var eitt sinn félagsmála- ráðherra," en Alexander skipaði það embætti á árunum 1983-1987. „Ég er því annar Olsarinn sem verður félagsmálaráðherra." Það má bæta því við að Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra er einnig fæddur í Olafsvík. Raunar er nokkuð skemmtileg tenging á milli þriggja ráðherra í ríkisstjórninni. „Við höf- um gantast með það að á Islandi sé einn bær sem hafi sérstaka skírskot- un inn í ríkisstjórnina, en það er Stakkhamar í Miklaholtshreppi. Afi Jóns Sigurðssonar, viðskipta- og iðnaðarráðherra og langafi Sturlu, Óli ffá Stakkhamri, bjó þar og síðar keypti Alexander afi minn jörðina og bændur í minni ætt hafa búið þar. Rætur þriggja ráðherra em því að Stakkhamri.“ Magnús reyndi ýmislegt fyrir sér í Olafsvík eins og tilheyra þykir í sjávarplássum. Hann vann í fiski og fór á sjóinn, vann í byggingarvinnu og starfaði á steypustöð, en faðir hans rak steypustöðina. „Unglings- árin voru mikill uppgangstími í plássinu, mikið var um að vera, hús vom reist og næga vinnu var að finna. Þetta var athafnatími og virkilega gaman að upplifa þá.“ Þegar Magnús var 18 ára fór hann í Samvinnuskólann í Bifföst og lauk prófi þaðan tveimur ámm síðar. 1985-1987 var hann síðan við nám í ffamhaldsdeild í Reykjavík og varð stúdent þaðan. 1988 fór hann síðan affur á Bifföst og var í fyrsta árganginum sem útskrifaðist í rekstrarhagffæði í hinum nýstofh- aða háskóla. Þá var fyrrnefndur Jón Sigurðsson einmitt rektor á Bifröst þannig að mikil tengsl era á milli hans og Magnúsar. Tónlistin alltaf með Magnús byrjaði snemma í hljóm- sveitum og var kominn inn í bílskúr 13 ára gamall. Það var svo á Bifröst sem hann kynntist félögum sínum sem síðar skipuðu með honum hljómsveitina Upplyftingu, en að öðrum ólöstuðum er það sú þekktasta sem hann hefur skipað. „Ég byrjaði sem gítarleiki en færði mig svo yfir á bassann af því það vantaði bassaleikara. Ég spilaði á bassa á fyrstu plötunni en síðar fór ég að leika á trommur. Þegar ég flutti aftur til Olafsvíkur stofhuðum við hljómsveitina Klakabandið og ég veit ekki betur en að hún sé enn starfandi," segir Magnús. Þess má geta að gamall félagi Magnúsar og einn af stofnendum Klakabandsins, Sigurður Egilsson, er nú bílstjóri félagsmálaráðherra. Auk tónlistar- innar hafa íþróttir skipað mikinn sess í lífi Magnúsar og lék hann m.a. í tvö ár með meistaraflokki FH í knattspyrnu. Ræturnar eru þó traustar í Víkingi í Olafsvík þar sem fyrsm skrefin vora stigin. Magnús var bæjarritari í Olafsvík á árunum 1982-1985 en hafði áður urrnið sem kennari. Arið 1990 var hann síðan kjörinn sveitarstjóri í Grandarfirði og þar starfaði hann þar til hann tók sæti á Alþingi árið 1995. Fjóram árum síðar missti hann sæti sitt á þingi og tók þá við starfi ffamkvæmdastjóra Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands á Selfossi, en þegar Ingibjörg Pálmadóttir sagði af sér þingmennsku í apríl 2001 settist hann aftur á þing og hefur setið þar síðan. Mikil uppbygging á Vesturlandi Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Vesturlandi á síðusm áram og margt hefur breyst, sveitarfélög hafa sameinast, fyrirtæki og stofn- anir hafa fæðst og samgöngur bam- að. „Ég man alltaf eftir því þegar fjárlaganefhd fór í ferð um Vesmr- land síðastliðið haust,“ segir Magn- ús, en hann var formaður nefndar- innar þar til hann tók við starfi fé- lagsmálaráðherra. „Við fóram á alla þéttbýlisstaði á svæðinu; Bifröst, Reykholt, Akranes, Snæfellsbæ - á alla staði á landssvæðinu. Það var svo merkilegt að fylgjast með því að hvar sem við komum var verið að reisa íbúðarhúsnæði. Þetta sýnir okkur hve mikil uppbygging er á svæðinu og hve mikil gróska ein- kennir það.“ Framhaldsskólar mikilvægir Uppbygging menntastofhana er kapímli út af fyrir sig og er ljóst að óvíða á landinu hefur meira verið gert í þeim efnum. Magnús telur hana skipta sköpum og ekki þurfi annað en að horfa til Bifrastar og Hvanneyrar til að sjá merki þess. „Síðan má ekki gleyma framhalds- skólunum á Akranesi, í Grandar- firði og það sem ffamundan er í Borgarnesi. Þetta skiptir sköpum fyrir samfélagið. Það er ljóst að þegar framhaldsskólar eru ekki í heimabyggð er það mtm erfiðari ákvörðun að fara í framhaldsnám og ég er viss um að einhverjir hafa einfaldlega hætt við það, bæði vegna kostnaðar og fleiri þátta. Það að geta sótt nám á sínu heimasvæði heldur tengslum við svæðið bemr og er hagkvæmara á allan máta. Síðan má ekki gleyma því að þetta era stórir vinnustaðir og hafa marg- feldisáhrif inn í samfélagið.“ Magn- ús telur einnig að ný tengsl skapist við þetta og tekur dæmi af skólan- um á Snæfellsnesi. „Þangað koma krakkar af öllu Snæfellsnesinu sam- an og mynda tengsl sem annars hefðu ekki verið mynduð. Það skiptir gríðarlega miklu máli og styrkir svæðið." Sameining ekki í óþökk íbúa Síðustu árin hefur sveitarfélögum fækkað töluvert á Vesmrlandi og þau um leið orðið stærri og öflugri. Segja má að þessi hrina hafi farið af stað árið 1994 þegar Snæfellsbær varð til og staðið óslitdð síðan og ekki sér enn fyrir endann á henni. Magnús telur að endapunktinum hafi ekki verið náð. „Ég tel að enn eigi einhver sveitarfélög eftir að sameinast, hvenær sem það verður. Nefna má sveitarfélögin á Snæfells- nesinu en ég held að það sé ekki óeðlilegt að þau sameinist öll í eitt. Fjölbrautaskólinn ýtir undir til- hneigingar til þess og þó að slík sameining hafi verið felld nýverið held ég að það hafi að mörgu leyti verið vegna þess að fólki fannst þetta ekki tímabært núna, ekki vegna þess að það væri alfarið á móti henni. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ekki verður um sameiningu í óþökk íbúanna að ræða. Það er háð vilja íbúanna hvort og hvernig sveitarfélög standa að sameiningu.“ Erfitt kjördæmi Við síðustu alþingiskosningar var í fyrsta sinn kosið eftir nýrri skipan um kjördæmi landsins. Mikil breyt- ing varð um allt land og hið nýja Norðvesturkjördæmi samanstendur af þremur kjördæmum, Vestur- landi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Nú er nokkur reynsla komin af þessari breytingu og liggur því beint við að spyrja ráðherra félags- mála hvernig hún hafi verið. „Þessi brejmng hefur að mörgu leyti verið mjög erfið,“ segir Magnús. „Þau svæði sem sameinuð vora í eitt kjördæmi era að mörgu leyti mis- jöfn og búa yfir misjöfhum hefðum og kúltúr á pólitíska sviðinu. Það hefur verið erfitt að halda tengslum við fólk í kjördæminu vegna stærð- ar þess og að mörgu leyti hefur þetta því ekki verið til góðs. Það ber þó að horfa til þess að þetta er allt í þróun og við eram enn að læra á þetta. Það er ljóst að það tekur tíma að venjast svona miklum breyting- um og í því ljósi má horfa til breyt- inganna árið 1959. Þær hafa eflaust verið erfiðar, sérstaklega hvað sam- göngur varðar. Við verðum því að þróa þetta áfram og venjast þessu betur." Sækist eftir fyrsta sætinu að ári Magnús er eins og áður segir fyrsti þingmaður Framsóknar- flokksins í kjördæminu. Mikið hef- ur verið rætt og ritað um formanns- og stjórnarkjör í flokknum að und- anförnu. Til að hvíla sig á þeirri umræðu er ágætt að beina sjónum að næstu kosningum til Alþingis, enda innan við ár í þær. „Ég er ákveðinn í að bjóða mig aftur fram og sækjast eftír stuðningi í fyrsta sætið. Ég vona að flokkssystkin mín treysti mér til að vera áffarn í for- ystu í kjördæminu.“ Mörg verkeftii Heimsóknin til Magnúsar bar upp á 19. júní, baráttudag íslenskra kvenna, og skartaði félagsmálaráð- herra bleiku bindi af því tilefin. Það leiðir hugann að þeim störfum sem framundan era, en jafnréttismálin heyra undir félagsmálaráðuneytið. Magnús viðurkennir að þróunin í þeim málum hafi verið mjög hæg, þó málin hafi aðeins þokast áfram. Meira þurfi að leggja upp úr jafn- réttismálum og stuðla að aukinni framþróun þeirra með átaki þjóðar- innar allrar. „Við höfum líka horft til þess að vinna þurfi ffekar í jafn- rétti almennt, ekki aðeins á milli kynjanna heldur jafnræðis á milli alls fólks. Við höfum eflt upplýs- ingagjöf í þessu samhengi og hug- um að frekari ffamþróun á því sviði, ekki síst á heimasíðunni okkar. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar jókst hlutur kvenna aðeins, en hann er samt ekki nema um 36% og bet- ur má ef duga skal.“ Jafnréttismálin era aðeins brot af þeim verkefhum sem bíða nýs ráð- herra, enda óhætt að segja að starf- svið félagsmálaráðuneytisins sé óvenju fjölbreytt. „Ég hef verið að læra á málin hérna og hlakka til að takast á við starfið. Mín bíða fjöl- breytt verkefni í skemmtilegu ráðu- neyti sem spannar mörg svið. Nú emm við að vinna að viðræðum að- ila vinnumarkaðarins og vonumst effir niðurstöðu í þeim málum fljót- lega. Ljóst er einnig að verkefhi tengd málefhum innflytjenda fara vaxandi og verða æ mikilvægari. Við höfum verið að vinna í húsnæðis- málum og vonumst til þess að á þessu ári getum við klárað stórátak varðandi þjónustu við geðfatlaðra. Verkefiiin era því óteljandi og jafh- fjölbreytt og þau era mörg. Þetta er hinsvegar skemmtilegt starf og verkefnin nauðsynleg og því get ég ekki sagt annað en að ég hlakki til starfans," segir Magnús að lokum. Ljóst er að hans bíður flókið og fjölbreytt starf og óskar Skessuhorn honum velfamaðar. KOP

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.