Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2006, Page 6

Skessuhorn - 27.09.2006, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 aikUSUnu^l Aukið framlag til húsafriðunar BORGARBYGGÐ: Byggða- ráð Borgarbyggðar hefur tekið jákyætt í ósk menningarnefndar sveitarfélagsins um aukið fram- lag til Húsafriðunarsjóðs Borg- arbyggðar. Var málinu vísað til gerðar næstu íjárhagsáætlunar. I bréfi sem menningarnefnd sveitarfélagsins sendi byggða- ráði kemur ffam að með sam- einingu sveitarfélaga hafi svæði sjóðsins stækkað og þar með fjöldi þeirra verkefna sem sjóð- urinn hefur heimild til að út- hluta til. Þá kemur fram að áhersla á mikilvægi húsvemd- unar og varðveislu menning- arminja almennt aukist hin síð- ustu ár og því megi gera ráð fyrir að umsóknum til sjóðsins muni fjölga mjög á komandi árum. Jafnframt verður leitað til Sparisjóðs Mýrasýslu að hann hækki einnig framlag sitt til sjóðsins en sjóðurinn og sveitarfélagið hafa árlega fram til þessa lagt til 500 þúsund krónur hvor til sjóðsins. ~bj Hótel á Garðavelli kemur til greina AKRANES: Skipulags- og byggingarnefnd Akraness telur að bygging hótels við golfvöll- inn á Akranesi geti fyllilega komið til greina. Eins og fram kom í Skessuhomi á dögunum hafa einkaaðilar viðrað þá hug- mynd við bæjaryfirvöld á Akra- nesi að byggja sex hæða hótel við Garðavöll, golfvöll Golf- klúbbsins Leynis. Bæjarstjóri óskaði umsagnar nefindarinnar um málið. Nefndin bendir á í umsögn sinni að það hljóti þó að fara eftir því hvernig slíkar hugmyndir em ffam settar og einnig er bent á að nauðsynlegt sé að breyta gildandi skipulagi áður en af byggingu hótelsins verður. Þar til frekari upplýs- ingar liggja fyrir tjáir nefndin sig ekki ffekar um málið. -hj Minnkandi umsvif vegna minnkandi afla á markaði Stykkishólmur. Trillum þar hefur fiekkaS ogfiskur á markaí hefiir dregist saman. Verulega hefur dregið úr afla sem landað er hjá Fiskmarkaði Islands í Stykkishólmi. Hefur það haft í för með sér minnkandi umsvif, bæði á markaðnum og þeirri starfsemi sem honum hefur tengst. Bæring Guð- mundsson sér um fiskmarkaðinn í Hólminum. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að veiðiheimildir hefðu þjappast á æ færri hendur hjá smábátunum. Eftir því sem vinnsl- urnar ættu meira sjálfar af veiði- heimildum, því meira minnkaði lönduðum afla á markaði. Hann sagði aðspurður að nú landaði ein- ungis einn stór bátur hjá markaðn- um í Hólminum og ein línutrilla. „Þeim hefur fækkað töluvert þess- um litlu línubátum sem hafa verið hér á haustin. Einhverjir róa ekki í augnablikinu en maður veit ekki hvað verður, svo landa aðrir annars- staðar. Haustin eru off erfið bæði hér og annarsstaðar." Bæring segir menn hafa áhyggjur af stöðtmni en þeir vonist samt til að ástandið lag- ist. „Gullhólminn landar nú fyrir norðan en við vonumst til þess að hann landi hér eftir áramót. Þeir taka sjálfir þorskinn en við væntum þess að fá aukaaflann.“ Björgvin Olafsson hefur rekið AB slægingu um nokkurt skeið og séð að mestu tun slægingu fisks sem landað er á markað í Hólminum.Nú er svo komið að svo lítið hráefni berst til fyrirtækisins að það hefur hætt störfum og aug- lýst tæki sín og tól til sölu. Björgvin segir að um eitt og hálft starf hafi verið að ræða að jafnaði, kannski tvö þegar best lét um háveturinn. Hins vegar hafi fækkun trilla og sú stefna að landa beint hjá vinnslum orðið til þess að ekki er lengur grundvöllur fyrir starfseminni. „Við vorum líka í því að salta grásleppu- hrogn en í vor kom ekki neitt af þeim. Nú landa menn beint til fyr- irtækisins Fram Food í Reykjanes- bæ þannig að við fáum ekkert til okkar. Það hefur líka verið svo djöf- ull lélegt fiskerí hér, allavega í haust. I það minnsta sáum við ekki tilgang í að halda þessu áfram.“ Ljóst er að ef þróunin heldur áfram á þessari braut munu fleiri fiskmarkaðir lenda í erfiðleikum. Vinnslur munu ekki sjá hag sinn í því að landa á markað, heldur taka fiskinn beint inn. Það er því um- hugsunarefni hvort samþjöppun veiðiheimilda muni grafa undan frjálsum fiskmarkaði. -KOP Listi Framsóknarflokks valinn með póstkosningu Kristinn H. Gunnarsstm alþingismaður vildi póstkosningu og hafði betur. Kjördæmissamband Framsókn- arflokksins í Norðvesturkjördæmi ákvað á fundi á Varmalandi á laug- ardag að efnt yrði tdl prófkjörs meðal flokksmanna í kjördæminu um skipan fimm efstu sæta fram- boðslista flokksins í kjördæminu við næstu Alþingiskosningar. Próf- kjörið fer fram með póstkosningu. Tillaga stjórnarinnar um að tvöfalt kjördæmisþing veldi frambjóðend- ur var felld með sex atkvæða mun eða 54 atkvæðum gegn 60. Til nokkurra orðaskipta kom á þing- inu um málið og féllu þung orð í garð stuðningsmanna prófkjörs. Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í síðustu viku ákvað stjórn kjördæmissambands Fram- sóknarflokksins að leggja til að tvöfalt kjördæmisþing myndi velja á ffamboðslista flokksins í kjör- dæminu. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður lýsti andstöðu sinni við tvöfalt kjördæmisþing og taldi vænlegra að efnt yrði til prófkjörs. Þegar til þings var komið voru lagðar fram tvær tillögur um próf- kjör auk tillögu stjórnarinnar um tvöfalt kjördæmisþing. Onnur frá Bolvíkingum undir forystu Sveins Bernódussonar og hin af Dala- mönnum sem Hjörtur Einarsson mælti fyrir. Nokkrar umræður urðu um til- lögurnar og sagði Gunnar Bragi Sveinsson formaður byggðaráðs Skagafjarðar að hirðar Kristins H. Gunnarssonar treystu sér ekki í heiðarlega baráttu með því að leggja til prófkjör meðal félags- manna. Nokkrir fundarmanna mótmæltu orðum Gunnars Braga og töldu rétt að grasrót flokksins fengi að velja sér þingmannsefhi. Sigurður Árnason formaður kjördæmasambandsins segir í sam- tali við Skessuhorn að ljóst sé að stjórn sambandsins hafi mislesið vilja kjördæmasambandsins. Hann segist ekki líta á úrslit fundarins sem vantraust á störf stjórnarinnar enda hafi hún þegar hafið undir- búning að kosningunni. Kjörnefnd hefur verið kosin sem starfa mun að kosningunni og þessa dagana er verið að fara yfir líklegar dagsetn- ingar í því sambandi meðal annars við hvaða dagsetningu eigi að miða félagaskrár við. Sigurður segist vonast til að allar dagsetningar liggi fyrir innan skamms og ef allt fer sem horfir geti úrslit í póst- kosningunni legið fyrir snemma í nóvember. Hann ítrekar þó að of snemmt sé að slá neinu föstu í því sambandi. Kristinn H. Gunnarsson alþing- ismaður segir niðurstöðu fundar- ins endurspegla svar við erfiðri stöðu flokksins um þessar mundir og því að uppstilling skilaði ekki góðum árangri síðast. Fundar- menn hafi ákveðið að snúa sér til fólksins og grasrótarinnar í flokkn- um og fela henni að velja á listann. Prófkjör þýði að frambjóðendur reyni að fá fólk til þess að ganga í flokkinn og því fylgi einnig um- ræða og kynning á flokknum. Eins og áður hefur komið fram hafa Magnús Stefánsson og Krist- inn H. Gunnarsson gefið kost á sér til setu í fyrsta sæti listans. Herdís Sæmundardóttir, sem áður hafði tilkynnt um framboð í annað sæti listans, tilkynnti á fundinum á laugardag að hún sæktist einnig eftir fyrsta sæti listans. Þá hefur Valdimar Sigurjónsson gefið kost á sér í þriðja sæti. HJ PISTILL GISLA Bændur eru ból Ég er stundum frekar seinn að hugsa. Jaínvel veru- lega seinn. Einstaka sinnum enn seinni en það. Dæmi um það er að það var ekki fyrr en allra síðustu daga sem ég áttaði mig á þeirri staðreynd að bændur eru böl. Þeir bera einir ábyrgð á því að matur hér á landi er dýr. Þeir okra á ketinu og smérinu sem ég þarf til að draga fram lífið og síðan hirða þeir megnið af sköttunum mínum í styrki. Ofan á allt annað halda þeir í gíslingu stærstum hluta af bújörðum landsins og halda þannig uppi jarðar- verði. Því þurfa aumingja litlu auðmennirnir að greiða okurverð fyrir þessa fáu tún- bleðla sem eru til skiptana á frjálsum markaði. Eina leiðin er því að fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum og fella niður allar niður- greiðslur til bænda. Þá verð- ur hægt að fá amerísk horm- ónanaut fyrir slikk að ég tali nú ekki um nýsjálensk hor- lömb með ullarbragði. Jafn- vel ólseiga úlfalda til að nota í glás. Helsti kosturinn við útlenskar landbúnaðarafurð- ir er nefnilega sá að þær eru ódýrar. Sérstaklega þó þar sem ekki er verið að velta sér upp úr smáatriðum eins og gæðum o^ heilbrigðisreglu- gerðum. Ég hef komið í slát- urhús í ónefndu útlandi og þar var ekki verið að bruðla með vatnið eins og hér eða eyða í flugna eða rottueitur. Þannig er hægt að ná niður kostnaði til að bæta hag neytenda. Þótt ég sé bráðungur í meira lagi man ég eftir finnsku kartöflunum. Astæð- an fyrir hingaðkomu þeirra var sú að íslenskir kartöflu- bændur gátu ekki annað eft- irspurninni þegar leið á vet- urinn og þar með ekki leng- ur einokað markaðinn. Þá skapaðist kærkomið svigrúm til að flytja inn ódýrar kart- öflur frá Finnlandi neytend- um til hagsbóta. Að vísu voru þær ekki aðeins ódýrar heldur einnig óætar en það er algert aukaatriði. Eins og einstakir, (alveg einstakir) Alþingismenn hafa bent er frjáls innflutningur eina leiðin til að fá íslenska bændur til að hætta að barma sér og fara að búa eins og menn. Þegar þeir fá al- vöru samkeppni verða þeir að fara að vinna fyrir kaup- inu sínu og þá fyrst geta þeir haft það gott. Ef þeir treysta sér ekki til þess geta þeir ör- ugglega fengið ærlega vinnu sem hestasveinar, garðyrkju- menn, brytar eða sósukokk- ar hjá nýjum eigendum jarð- anna. Eflum innflutning. Gísli Einarsson, neytandi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.