Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2006, Qupperneq 13

Skessuhorn - 27.09.2006, Qupperneq 13
 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 13 un en talið var og augljóst að nafn- aruglingtu hefur orðið. Það hve hann var lengi notaður hefur hins vegar bjargað því að hægt var að finna bátinn.“ Á sífelldu iði Aðalsteinn hefur í nógu að snú- ast, hann dyttar að bátum sem þeg- ar eru komnir til safnsins og gerir upp húsnæði sem hann ætlar sér að nota sem bátageymslu. Þar er um að ræða svokölluð Prestsfjárhús, en þau eru í mjög slæmu ásigkomulagi og telja margir það óðs manns æði að ætla sér að gera þau upp. „Hing- að kom lögregluþjónn og leit inn og sagði að það þyrfti brjálaðan mann til að fara út í þetta mikla verk. Eg spurði á móti hvað slík ummæli segðu um þá sem þau gæfú og þá sljákkaði í honum.“ Aðal- steini fellur sjaldan verk úr hendi og þegar blaðamann bar að garði á Reykhólum og spurði til vegar heim til hans, töldu heimamenn af og ffá að hann sæti heima við, það ASalsteinn bjá Hafdísi, bátnum sem hann smííaði og keypti síðar á lífsleiðinni. gerði hann nánast aldrei heldur En ástríðan fyrir bátunum fleytir væri á sífelldu iði. Ljóst er að ef honum langt og með viljann að hugmyndir um Bátasafn Breiða- vopni, til að gera þeim hátt undir fjarðar verða að veruleika mun síst höfði, er allt mögulegt. draga úr starfanum hjá Aðalsteini. -KOP Bátasafh Breiðaf^arðar fyrirhugað á Reykhólum Óskar Steingrímsson var ráðinn sveitarstjóri að Reykhólum í vor. Sveitaifélagið hefur tekiðjákvcett t hugmyndir um stofnun Bátasafns Breiðajjarðar á Reykhólum og segist Óskar hinda miklar vonir við málið. Á Reykhólum er nú unnið að því að afla fjár til að koma á fót Báta- safni Breiðafjarðar. Sveitarfélagið hefur samþykkt aðkomu sína að málinu og hafið und- irbúning umsóknar til fjárlaganefndar Alþingis um styrk til málsins. Oskar Steingrímsson, sveitarstjóri á Reykhól- um, segir að mikill áhugi sé hjá sveitarfélaginu á að koma safninu á fót. Sveitarstjórn hafi lýst sig tilbúna til að leggja hús- næði undir safnið, svo- kallað Mjólkurbú sem nú hýsir m.a. Hlunn- indasýningu. Ljóst er hins vegar að byggja þarf við það hús og er talið að það getd kostað um 50-60 milljónir. „Við ráðum ekki við slíka fjárfestingu enda ný- búin að reisa íþróttahús fýrir svip- aða upphæð," segir Oskar. „Þess vegna þurfum við á aðkomu ríkisins að halda og ég mun funda með fjár- laganefhd nk. þriðjudag og kynna þeim málið.“ Stofhað hefur verið Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum og hef- ur það unnið ötullega að málinu. Aðalsteinn Valdimarsson er for- maður félagsins, en það var ffændi hans, Aðalsteinn Aðalsteinsson í Hvallátrum, sem var upphafsmaður hugmyndarinnar. Hugmyndin um bátasafn er nokkurra áratuga gömul og fýrst var reynt að fá byggt yfir það í Vatnsfirði við Flókalund um miðjan sjötmda áratug síðustu aldar. Um miðjan tíunda áratuginn var safnið boðið Stykkishólmsbæ að gjöf. Uppistaðan í gjöfinni voru þrír bát- ar; Egill, Súlan, sem var sveins- stykki Valdimars Olafssonar í Hval- látrum, föður Aðalsteins Valdi- marssonar, og Björg. Þá fýlgdu smíðatól Aðalsteins í Hvallátrum með gjöfinni. Það skilyrði var sett að reist yrði hús yfir safhið. Það var ekki talið gerlegt, en boðist var til að hýsa bátana í skemmu sem þeg- ar var fýrir hendi. Því hafnaði Aðal- steinn og byggðasafnið taldi sig ekki geta tekið við gjöfinni með þeim kvöðum sem henni fýlgdu. Af þeim sökum horfa áhugamenn um safnið nú til Reykhóla. Bátar voru þarfasti þjónninn Aðalsteinn Valdimarsson, for- maður áhugamannafélagsins, er sjálfur menntaður skipasmiður, líkt og frarn kemur í viðtali við hann hér í blaðinu. Hann hefur undan- farin ár og áratugi leitað að fleiri bátum sem hafa varðveislugildi. Hann hefur fundið marga merka báta, þeirra merkastan bát sem smíðaðurvar 1881 eða 1910afÞor- láki Bergsveinssyni í Rúfeyjum, en hann er nú á Ballará á Skarðs- strönd. Vitað er af um 20 bátum sem gætu orðið safhgripir. For- svarsmenn áhugamannafélagsins hafa fundað með fulltrúum Þjóð- minjasafns Islands og Safharáðs, og kom þar ffam mikill áhugi á að koma safninu á legg. Þess má geta að Þjóðminjasafnið á nú tvo báta sem eru til húsa í Bátasafni sem Að- alsteinn sér um á Reykhólum, þannig að samstarf er þegar á milli aðilanna. I greinargerð sem Ásdís Thoroddsen, ritari Félags áhuga- manna um Bátasafh Breiðafjarðar á Reykhólum, skrifaði, kemur fram að breiðfirsku bátarnir séu stór- merkilegir. Þetta voru lítil skip, út- róðrabátar, grunnskreiðir en ristu þó vel, lotmiklir vegna stórgrýtis í fjörum, en hækkaði þó stefnið þeg- ar hafnir urðu algengar. Fyrir Breiðfirðinga var báturinn þarfasti þjónninn við samgöngur, sjósókn og flutninga eyja á milli. Algengt var að konur sigldu á við karlmenn, stunduðu sjósókn og urðu jafhvel skipstjórnendur. Lyftistöng ferðamennsku Merk ætt bátasmiða kemur úr Vestureyjum Breiðafjarðar og er hún gjaman kennd við Olaf Teits- son sem bjó þar á ártmum 1820- 1860, en tengdafaðir Ólafs stundaði einnig smíðar. Sonur hans, Eyjólfur ffá Sviðnum, var bátasmiður og hagur á alla málma. Hann smíðaði flest þau áhöld sem notuð voru á bátaverkstæðinu í Hvallátrum og fýlgdu með gjöf Aðalsteins. Hann smíðaði á verkstæðinu, sem og margir af þessari þekktu ætt báta- smiða, t.a.m. þeir feðgar Valdimar Ólafsson og Aðalsteinn Valdimars- son. Fyrirhugað er að öll tæki og tól Eyjólfs verði til sýnis á Bátasafhinu auk bátanna. Þar færi einnig ffam bátasmíði þannig að gestdr og gang- andi geti séð handbragðið. Er það von aðstandenda að safnið verði lyftistöng ferðamennsku á Reyk- hólum. Um leið mundi það varð- veita upplýsingar um forna starfs- hætti og miðla áffam handbragði liðinna alda, sem ekki má glopra niður. Von þeirra er að sú vitneskja sem býr í huga og höndum síðustu bátasmiðanna verði veitt áffam til komandi kynslóða og Bátasafnið verði menningarlegur bakhjarl slíkrar iðju. -KÓP Ég sendi innilegar þakkir til allra sem heimsóttu mig og sendu mér góðar kveðjur á 90 ára afmæli mínu 11. september sl. hanna Lind Pálsson. Gunnlaugsgötu 10 Borgarnesi VILJIR ÞÚ DREKKA, ÞÁ ER ÞAÐ ÞITT MÁL VILJIR PÚ HÆTTA, ER ÞAÐ 0KKAR HRINGDU í AA-SAMTÖKIN í SÍMA 615 1935 SUÐURGÖTU 108, AKRANESI www.skessuhorn.is ---------------------------1 Starf í Brekkubæjarskóla Laust er starf skólaliða í mötuneyti Brekkubæjarskóla. Um er að ræða 68,75% starf og er vinnutími frá 08:00 - 13:30. Umsóknarfrestur er til 6. október. Einnig vantar skólaliða í afleysingu frá 4. október í 5-6 vikur. Vinnutími frá 08:00-16:00. Upplýsingar veita skólastjórnendur og ritarar í síma 433 1300. REYKHÓLAHREPPUR " Leikskólakennari v óskast Reykhólahreppur óskar eftir að ráða leikskólakennara sem fyrst. Skemmtilegt og spennandi starf við mótun leikskólans okkar. Til greina kemur að ráða ófaglærðan starfskraft sem hefur langa reynslu við leikskólastörf. Af hverju Reykhólar? • Hagstæð húsaleiga, ca. 25.000 pr. mánuð. • Frábær grunnskóli • Stutt til Reykjavíkur, 230 km allt á bundnu slitlagi. • Stórgóð sundlaug með heitum pottum er á staðnum. • Nýtt og glæsilegt íþróttahús. • Mjög mikil náttúmfegurð. (Margir segja fallegasti staður landsins) • Verslun á staðnum. • Heilsugæsla á staðnum. • Kjörumhverfi fyrir böm að alast upp í. • Gott mannlíf og gott fólk sem hér býr. ! Á Reykhólum er mikil uppbygging um þessar mundir og vantar fólk í mörg störf. I Ef þú, leikskólakennari góður, átt maka er næsta víst að hann fær vinnu líka. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 434 7880 eða í tölvupósti sveitarstjori@reykholar.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.