Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2006, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 27.09.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 ^ttUiunuKi! Amarvatnsheiði og hálendisvegir Fram yfir miðja síðustu öld kynntumst við landinu okkar á annan hátt en við gerum nú. Ferðalög milli landshluta fóru fram á sjó. A landi var setið á hestbaki um sveitir og á milli byggða. Atvinnuhættir kröfð- ust árstíðabundinna ferða- laga milli landshluta. A strandsiglingu í góðri tíð kynntist fólk landinu mjög vel og ekki síður á hestbaki um sveitir og heiðar. A skipsfjöl við komu til lands- ins og brottför var hrifning- in oft mikil á meðan landið sökk eða reis. Þau sem sátu gæðing nutu engra forrétt- inda fram yfir þau er sátu heimilishestinn. Farþegar á þriðja farrými nutu lands- sýnar jafnt og farþegar fýrsta farrýmis. Almenningur lifði sig inn í náttúru landsins. Nú er öldin önnur. Fáir eiga þess kost að sjá strend- ur landsins af sjó. Sjá fjalla- hringinn ffá miðjum Faxa- flóa, sigla um firði og flóa, fara fyrir Svörtuloft, Látra- bjarg, Straumnes, Hælavíkur- og Hornbjarg. Hesturinn, þarfasti þjónninn, er ekki lengur almenn- ingseign. Hvati að því að ég skrifa þessa grein er ferð mín og konu minnar Hrefnu Magnúsdóttur yfir Arnar- vamsheiði 6. september sl. Ferðin var farin í boði Magnúsar Magnús- sonar ritstjóra héraðsblaðsins okkar Skessuhorns. Það voru átta manns í ferðinni á tveimur stórum og vel búnum jeppum. Magnús var eig- andi og bílstjóri annars jeppans en á hinum var bílstjóri og eigandi Snorri bóndi Jóhannesson á Auga- stöðum í Hvítársíðu. Snorri tengist Arnarvatnsheiðinni betur en flestir menn aðrir, er þar veiðivörður og landinu, fjallasýninni. Frásögn mín dyggði skammt. Áningarstaðir voru vel valdir. Veðrið var mög gott. Ferðafélagarnir voru frábærir. Aldrei heyrðist kallað „jæja“ eða „eigum við ekki að halda áffarn." Ferðalagið leið áfram í í náttúruleg- um rólegheitum. Klukkan níu um morguninn tók Magnús okkur hjónin í bíl sinn í Borgarnesi og leiðir okkar skildu Brúai'stceði frá náttárunnar hendi er með því glæsilegast sem hœgt er að hugsa sér ofanverðu við Helluvað á Norðlingafljóti. þekkir svæðið allt mjög vel. Frá því er að segja að þetta ferða- lag gekk mjög vel. Mér leið ótrú- lega vel. Landið er svo fallegt og leiðsögnin var svo notaleg og góð hjá þeim Magnúsi og Snorra. Eg ætla ekki að reyna að lýsa umhverf- inu; vötnunum, veiðistöðunum, við Brú í Hrútafirði klukkan átta um kvöldið. Ellefu tíma lukkulegu ferðalagi yfir Arnarvatnsheiði, með meiru, var lokið. Við Hrefna héld- um norður Strandir og ferðafélag- arnir suður yfir Holtavörðuheiði til síns heima. í sumar hefur fjöldi fólks farið til að skoða landið sem á að fara undir Hálslón og virkjunina við Kára- hnjúka. Mörg í fyrsta sinn. Af hverju hefur fólk ekki farið til að skoða þetta landssvæði fyr en nú? Svarið við þeirri spurningu er ein- falt. Vegir færir farartækjum al- mennings voru ekki til staðar á svæðinu. Nú er búið að gera góða vegi þarna og auðvelt að komast þar um. Það eru þau sem standa að Kára- hnjúkavirkjun sem hafa annast vegagerðina. Eg naut þess vel að klúngrast í öflugum bíl og með ffábærri leið- sögn norður yfir Arnar- vatnsheiði. Við mættum ekki einum einasta bíl á heiðinni. Ekki þurffi að búast við mikilli umferð því að vegurinn er lengst af aðeins fær öfl- ugum sérbúnum bílum. Það gat ekki hjá því far- ið að manni kæmi til hugar hvort að öll þau sem áhuga hefðu á há- lendi Islands og vildu njóta þess væru stödd á góðu vegunum við Kárahnjúka. Þau ætluðu svo að bíða þess að Landsvirkjun léti gera stíflu í Norðlingafljót og safnaði vötnunum á Arnarvatnsheiði í eitt stórkostlegt lón með tilheyrandi vegagerð um heiðina. Þá yrði hægt að skoða landið - lónsbotninn. Þetta var ekki svona vont. Astæða þess að við mættum engri umferð var óvegurinn á heiðinni og Norð- lingafljót sem fara verður yfir á vaði. Þessi náttúruperla á hálendi íslands er lokuð almenningi. Um þetta landssvæði mega aðeins ferð- ast fýrsta farrýnis farþegar og þeir sem eiga gæðingana. Fg hefi ekki orðið var við það að þau sem eru kölluð náttúruverndar- sinnar og taka þátt í umræðu um náttúruvernd hafi nokkuð fjallað um það hvernig auðvelda megi al- menningi aðgang að hálendi Is- lands. Þau eru alltof mörg sem eru úti- lokuð ffá því að komast til áhuga- verðra staða á hálendinu á bílum sínum. Við það bætist að atvinnu- og samgönguhættir hafa breyst það mikið á síðustu áratugum að störf og ferðalög fólks veita því minni tengsl við landið en áður var. Þessi staða getur valdið því að stærri og stærri hluti þjóðarinnar verði á- hugalaus um vemdun náttúru Is- lands. Áhugi minn beinist að því að fá þessari stöðu breytt. Gera þarf stór átak í því að bæta hálendisvegina. Gera þá vegi færa öllum bílum. Veita almenningi tækifæri til að njóta þess sem þar er að sjá. Vegirn- ir verði ofaníbornir slóðar sem lítið ber á í landslaginu sem síðar verði lagðir bundnu slitlagi. Til þessara vega nefhi ég veg um Arnarvatns- heiði og brú á Norðlingafljót, veg að Oskju og tilheyrandi brýr á þeirri leið og margar leiðir aðrar. Bestu þakkir til ferðafélaganna fýrir ánægjulega og fræðandi ferð. Skúli Alexandersson. 'U' Til hvers að móta menningantefhu? I síðasta t ö 1 u b 1 a ð i Skessuhorns kom fram að menningar- nefhd Borgar- byggðar hefði óskað eftir aukafjárffamlagi vegna vinnu við mótun menningastefhu. I ffamhald- inu langar mig til að skýra aðeins nánar ffá þeim hugmyndum sem þar er verið að vinna með. Eins og fram kom í umræddri frétt þá mun Menningarnefnd Borgarbyggðar vinna að stefnu- mörkun í menningarmálum næstu mánuði. Fram að áramótum mun nefndin bjóða á fund til sín fulltrú- um helstu menningarstofnana, fyrir- tækja og félaga í sveitarfélaginu í þeim tilgangi að ræða saman um þeirra ffamtíðarsýn og það sem er að gerast í menningarmálum á svæðinu. Þetta er gert til þess að gefa viðkomandi aðilum tækifæri á að koma með tillögur og hafa áhrif á mótun stefnunnar strax í upphafi og jafnffamt er þetta góð leið til þess að afla upplýsinga um það sem nú þeg- ar er á döfinni í menningarmálum. Þá mun nýráðinn starfsmaður nefndarinnar taka saman niðurstöð- ur þessarrar vinnu og í kjölfarið verður staðið fýrir íbúaþingi um menningarmál í upphafi næsta árs þar sem drög að stefnu verða kynnt íbúum sveitarfélagsins til frekari umræðu. Ný eða gömul stefna? I því stefhuskjali sem að lokum verður kynnt skal m.a. koma ffam stefha sveitarstjórnar hvað varðar safnastarfsemi, minjavernd, tórdist- ariðkun, húsvemdun, leildist, mynd- hst og flest það sem flokkast undir hugtakið menningarstarfsemi. Stefhan verði svo tekin til endur- skoðunar ár hvert að ffumkvæði menningarnefndar. Við mótun stefnunnar verða einnig hafðar til hhðsjónar fýrri greiningar og verður m.a. horft til menningastefhu Vest- urlands sem unnið var að á síðasta kjörtímabili sem og niðurstöðu íbúaþinga árið 2006 og 2007. Samstarf á sviði menningarmála Mikilvægt er að sem flestir komi að vinnu við mótun menningar- stefhu Borgarbyggðar, en það eykur til muna líkur á því að stefnumiðum verði ffamfylgt. Þess þarf þó að gæta að menningarstefha haldist í hendur við fjárhagsleg markmið og áherslur í rekstri sveitarfélagsins. Það er hlut- verk menningamefndar að sjá um að svo verði. Þá bindur menningar- nefndin miklar vonir við gott sam- starf þeirra aðila sem starfa að þessu málum í sveitarfélaginu. Að sem flestir sjái sér hag í því að vinna sam- an að því að styrkja grundvöll menn- ingarstarfsemi sem sérstakrar at- vinnugreinar en jafhffamt sem einn- ar af lykilstoðum samfélagsins. Félagsheimili - menningarhús! Um leið og velt verður upp nú- verandi og væntanlegum áherslum í menningarmálum í héraðinu þarf að huga að þvi hvemig nýta má betur þá aðstöðu sem nú þegar er til stað- ar. Það mætti til dæmis nýta félags- heimilin mun betur með því að ætla þeim að verða umgjörð utan um fé- lagsstarf eldri borgara og tmgmenna á svæðinu. Þá þarf jafhffamt að efla enn frekar samstarf við skólana og tómstundafélög með það að mark- miði að samtvinna skóladag og tóm- stundir barna og unglinga, ekki síst þeirra sem búa í dreifbýlinu. Menn- inganefnd vill almennt stuðla að sem bestri nýtingu félagsheimila, fyrir hvaða aldurshóp sem er. Þrátt fýrir fýrirliggjandi áform um að reyna að samræma rekstur og reglur um fé- lagsheimili þá þarf ávallt að skoða hvert tilfelli fýrir sig - þvi ekki erum við öll eins og aðstæður ekki endi- lega þær sömu. Við þurfum að leggja vinnu í það að greina hver þörfin er á hverjum stað og hvernig hægt sé að sérhæfa félagsheimilin í takt við það umhverfi sem þau eru hluti af. Aukin fjölbreytni Borgarbyggð er fjölbreytt samfé- lag og má ekki gleyma því að það eru fýrst og ffemst íbúar sveitarfé- lagsins sem skapa grundvöll fýrir því öfluga menningarstarfi sem hér á sér stað. Til að auka enn fjölbreytnina er mikilvægt að skoða með hvaða hætti við getum betur notið þeirrar menningarlegu víddar sem felst í þeim aukna fjölda erlendra ríkis- borgara sem kjósa að setjast hér að. Það er að lokum von nefndarinn- ar að með góðri samvinnu og virkri þátttöku íbúa og forsvarsmanna stofriana, fýrirtækja og félagsamtaka sem starfa á sviði menningarmála í Borgarbyggð, takist okkur að móta heildstæða og raunhæfa stefnu í menningarmálum. Hún mun án efa nýtast við uppbyggingu hins nýja sveitarfélags og verða til þess að efla samkennd íbúa og vekja almenna at- hygli á því fjölbreytta og öfluga menningarstarfi sem hér á sér stað. Sigríður Björk Jónsdóttir Formaður menningamefndar Borgarbyggðar. T^etuutut^rí. Þankastrik um Hvalfjarðargöng Þar eð höf- undur þessara þankastrika býr á Akranesi, en stundar vinnu á höfuðborgarsvæðinu, þarf hann að fara daglega um Hvalfjarð- argöng. Samkvæmt fféttum Skessu- homs og fleiri miðla, þá er verið að auka lýsingu innan við báða munna ganganna, og fagna ég þeirri ffam- kvæmd. Ennffemur hafa borist fféttir af að eigi að koma fyrir skynj- urum sem eiga að nema magn sviffyks í göngunum. Skilst mér að ef magn svifryks nái ákveðnum mörkum, eigi að blása því út með blásurum sem em staðsettir í lofiti ganganna með vissu millibili. Ekld vil ég amast við því að reynt verði að halda loffinu hreinu í göngunum, það er þvert á móti algjört grund- vallaratriði. Affur á móti efast ég stórlega um þessa aðferð og finnst að menn sjái ekki rætur vandans. Mín skoðtm er sú, að mesta meng- unin í göngunum eigi sér stað að vetrinum þegar ffosta- og snjóakafl- ar em og vegimir era saltbornir. Þá berst inn í göngin óhemju magn af salti/tjöraleðju sem bæði rennur inn um gangamunnana og berst með bílunum og dreifist þannig um allt yfirborð vegarins í göngunum og safnast fýrir í þykku lagi einkum næst kantsteinunum. Þessi leðja er nokkuð fljót að þorna og þyrlast þá auðveldlega upp sérstaklega frá stóra bflunum, þannig að skyggni verður ekkert þegar verst lætur. Að ætla sér að blása öllum þessum óþverra út með viftunum í lofdnu, er gjörsamlega útilokað að mínu mati. Enda hefur það sýnt sig að það er ekki hægt. Síðastliðinn vetur jókst þessi mengun stöðugt þegar líða tók á veturinn og haldið var áfram að salta veginn, einkum í syðri hluta ganganna, því margfalt meira er saltað sunnanvert við göngin held- ur en norðanvert. Nei, hér dugar ekkert nema reglulegur þvottur á veginum í göngunum með tækjum, því aug- ljóslega sér veðrið ekki um þvott- inn, eins og utan við göng. Eg vil því beina því til þeirra sem annast rekstur Hvalfjarðarganga, að gerð verði krafa á Vegagerðina, sem ber ábyrgð á öllum þessum óhóflega saltburði, að á veturna kosti hún reglulega hreinsun ganganna með þvottabflum og að þvottatíðnin verði fyllilega í takt við söltun veg- arins. Mér finnst góð reglan sem segir að, þeir sem óhreinka, skulu líka þrífa upp eftir sig. Annars er það mín skoðun og ef- laust fleiri, að þessi saltburður sé löngu kominn langt út fýrir öll vel- sæmismörk sem sést einnig á því að bremsubúnaður í nýlegum bfl, er stórskemmdur efdr akstur í einn vetur á sísöltuðum vegum. Eg vil einnig benda öðrum veg- farendum (þjáningarbræðram) sem eiga oft leið um göngin, að skipta reglulega um loftsíu í bflum sínum, vegna þess að þær fyllast ótrúlega hratt við þessar aðstæður sem hér að framan er lýst. Að lokum vil ég óska þess að bet- ur takist næsta vetur, að halda Hvalfjarðargöngum hreinum, heldur en tókst síðastliðinn vetur. Stefán Magnússon.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.