Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2007, Side 6

Skessuhorn - 31.01.2007, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 2007 ^ssunu^ Flest slys á leiðinni Skarðslækur - Holtavörðuheiði SfijÓf/éS '■■' mótt Hy0í3m; Sv»S*p' ‘W £^/;í ^ A «. (tííttólfi WoL. ;0.. .’::aaorjL r"MRSwí S*í *«*«««., ,-fH4pS ‘'U \itoixi! ■■■: .. 'Zer. wrfií .**'»•* Hi/amveyf*~- Utnáeffnn'ít*. A ««*• Rauihi þríhymingamir sýna hvar klippu- og tækjabíllinn hefurfarið í útköll. Kortið sýnir veginn upp á Holtavörðuheiði og vestur á Mýrar. Tíðni umferðarslysa er mjög misjöfn eftir því hvaða hlutar þjóvegakerfis- ins eiga í hlut. Astand vega, umferðarþungi og hæfni ökumanna til að haga akstri eftir aðstæðum eru allt þættir sem hafa áhrif á fjölda slysa á viðkomandi svæðum. Skessuhorni bár- ust upplýsingar frá Bjarna K Þorsteinssyni, slökkvi- liðsstjóra í Borgarnesi um fjölda útkalla þar sem klippu - og tækjabíll slökkviliðsins hefúr verið kallaður út. Fjöldi klippiút- kalla frá árinu 2000 til dagsins í dag er 50 talsins á starfssvæðinu en auk þess má telja 3 útköll þar sem ekki þurfti að beita klipp- um eða um falsútkall hafi verið að ræða. Tækjabíll er jafnan kallaður út þegar bílslys og veltur eiga sér stað og talin er þörf á að- stoð tækja við að losa öku- menn eða farþega úr bílflökum. I ljós kemur þegar tölur slökkviliðsins eru skoð- aðar eftir vegaköflum að flest útköll eru á veginum frá Skarðslæk í Borgarhreppi hinum gamla og upp á Holtavörðuheiði. I meðfylgjandi töflu má sjá hvernig þetta hefur skipst á milli svæða: Gunnar Gunnarsson hjá Umferð- arstofu segir fylgni á milli útkalla klippu- og tækjabíls slökkviliðsins og alvarlegra slysa og banaslysa. Þar kemur fram að ffá árinu 2000 til nóvembermánaðar 2006 hafa óhöpp með og án meiðsla á veginum ffá Borgarnesi að Miklagili á Holta- vörðuheiði verið 522 talsins. Flest slys með meiðslum hafi orðið á veg- arkaflanum ffá vegamótunum við verslunina Baulu í Stafholtstungum upp að bænum Laxfossi, eða alls 16. Nýlega varð einmitt alvarlegt slys á þessum vegarkafla. Banaslys á um- ræddum kafla hafa orðið þrjú síðast- hðin 6 ár. Hættulegustu staðirnir voru settir í töflu sem sjá má hér neðst í greininni: Eins og sjá má af þessari töflu er kaflinn ffá versluninni Baulu að Fomahvammi efst í Norðurárdal sá sem er hættulegastur á starfssvæði Slökkvihðs Borgamess. 43 slys með meiðslum verða á þessum kafla ein- göngu og 10 slys þar sem einstaling- ar bíða bana eða búa við varanleg ör- kuml á efdr. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Jóhannssyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar í Norðvesturkjör- dæmi em allar líkur á því, samkvæmt núgildandi vegaáætlun sem nær til 2010, að kaflanum upp að Brekku- nefi í Norðurárdal verði ffamhaldið og lokið. Langtímaáætlun gildir ffá 2007- 2010. Þar er búið að setja inn breyt- ingar og lagfæringar á veginum á Holtavörðuheiði. Verið er að skoða kaflann við Norðurá við heiðar- sporðinn og færslu á veginum, í átt að Holtavörðuvatni, nær gamla veg- inum. Einnig er til skoðtmnar færsla á hringveginum firam hjá Borgamesi til umræðu, en það verður líklega ekki á dagskrá fyrr en á síðari hluta áður nefndrar langtímaáætlunar. BGK Staður Öll óhöpp Slys með Alvarleg slys og slys meiðslum og banaslys Fornihvammur-sýslumörk 106 6 1 Kr ókur-F ornihvammur 36 15 3 Laxfoss-Dalmynni 80 12 4 Baulan-Laxfoss 60 16 3 Snæfellsnesvegam.-Eskiholtsvegam. 41 8 3 Samtals 323 57 14 Staður 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Samt. Borgarnes- Skarðslækur 1 1 1 3 Skarðsl.-Holtavörðuh. 4 5 4 2 3 2 2 1 23 Borgarijarðarbraut 1 2 3 Borgarnes-Hafursfell 3 1 1 2 2 9 Við Borgames 1 2 1 1 5 Borgarnes-Laxá 1 3 1 1 1 7 Samtals: 50 Kaupa allar fáanlegar Zetor og Ursus dráttarvélar Mörgum er í fersku minni þegar Rússar fyrir nokkmm árum síð- an gerðu strand- högg í gömlum bflaflota íslendinga og fluttu úr landi heilu skipsfarmana af bflum, marga af Lödugerð, en þó ýmsar fleiri tegundir einnig svo ffemi sem hægt var að aka þeim að skipshlið. Nú er svipuð „landhreins- un“ farin af stað en að þessu sinni er safnað dráttarvélum. Þessa dagana kaupir hópur Pólverja gamlar vélar á Íslandi af gerðunum Zetor og Ursus. Þessi eðaltæki em til í mikl- um mæli um sveitir landsins, í mis- jöfhu ásigkomulagi. Því vom margir bændtu og aðrir dráttarvélaeigend- ur fegnir því að geta afsett þessi gömlu tæki fyrir einhvem pening. Enn aðrir líkja slíkri söfhun við þarfa landhreinsun. I síðustu viku lenti hópur Pólverjar hér á landi og fór beint upp í Borgarfjörð til að festa kaup á dráttarvélum af þessum gerðum af borgfirskum bændum. Leið þeirra lá einnig norður fýrir heiðar þar sem leitað var fanga. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkm vora Pólverjar á ferð í Reykjavík og sáu þar Zetor dráttar- vél fýrir ffaman hús. Eigandinn var ekki heima, en þeir munu hafa haff uppi á númeri hans og falað gripinn. I viðræðum kom í ljós að þeir vildu gjarnan kaupa fleiri vélar. Zetor-eig- andinn, Guðmundur Bergsson, vildi gjaman greiða götu þeirra, ræddi við menn í Vélabæ í Borgarfirði og þá fór boltinn að rúlla. Að sögn Guðmundar búa þessir Pólverjar rétt við Zetor verksmiðjumar úti í Póllandi. Þar geta þeir fengið vara- hluti fýrir lítið og gera því upp gamlar vélar sem þeir síðan selja til pólskra bænda. Guðmundur segir að gamli Zetorinn hans hafi nú ver- ið gerður upp og kominn í vinnu á pólskum akri. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns gekk söfnunin vel og em margar eðalvélar nú á leið úr landi þar sem þær ganga í endur- nýjun lífdaga eftir veruna hér á landi og fá nýtt hlutverk á ökrum Póllands. BGK Stækkun fyrirhuguð á Hymutorgi Að sögn Guð- steins Einarssonar hjá Borgarlandi ehf. eru áætlanir uppi um að stækka hús verslunarmiðstöðv- arinnar Hyrnutorgs sem Borgarland á og rekur, um 100 til 200 fermetra. „Við emm með arkitekta í vinnu sem era að teikna fýrir okkur val- möguleika og niðurstaðan liggur væntanlega fýrir í lok vikunnar,“ sagði Guðsteinn. Hvatinn að breytingum þessum er beiðni ffá Afengis- og tóbaksverslun ríkisins um leigu á stærra rými. Núverandi ATVR verslun er of lítil þar sem sala á áfengi, sérstaklega bjór, fjór- faldast yfir sumartímann og núver- andi rými annar ekki þeim álags- tímum. Guðsteinn bætir við að ákveðinn aðili hafi auk þess sýnt áhuga á að leigja effi hæði hússins, þar sem skrifstofur KB vora áður til húsa, en til þess að svo geti orð- ið þarf lyftu sem ekki rúmast í hús- inu að óbreyttu. BGK PISTILL GISLA Eldri ogþroskaðn en nokkru sinnijyrr Um síðustu helgi varð ég fýrir því að þá voru fjörutíu ár frá því ég var í heiminn bor- inn samkvæmt kirkjubókum Lundarsóknar. Þetta er svos- em ekki í ffásögu færandi þar sem ég er ekki fýrsti maðurinn hér á landi sem verð fýrir þessari lífsreynslu. Sjálfur hef ég hinsvegar aldrei lent í þessu áður þannig að ég tók þetta nokkuð inn á mig. Kannski var það frekar að- dragandinn sem var erfiður vegna þess að fjölmargir meintir vinir og kunningjar höfðu spáð því fýrir margt löngu og ítrekað aftur síðar að ég næði aldrei þeim áfanga að verða fertugur. Eg geri því ráð fýrir að margir þeirra hafi orðið fýrir allnokkrum von- brigðum síðastliðinn föstu- dag. Það sem kannski helst breyttist um síðustu helgi er að eftir þessi áratugaskipti er ég loks orðinn fullþroskaður og munu lesendur Skessu- horns væntanlega sjá þess glögg merki í pistlum þessum á komandi tímum. Héðan í frá verður ekki fjallað um mál af neinni léttúð eða ábyrgðar- leysi heldur verður hvert orð vandlega og varlega ígrundað og fram sett af mikilli ábyrgð sem hæfir mínum aldri. Oll- um unggæðingshætti verður nú frá hrundið og við taka al- varlegri tímar. Eg tek aldur- inn sumsé alvarlega og er staðráðinn í því hvað sem á dynur að haga mér framvegis eins og sæmir mönnum á mínum aldri. Til að ná þessu markmiði hef ég verið að afla mér upp- lýsinga að undanförnu um það hvernig fólk á fimmtugsaldri og þaðan af eldra á að haga sér. Eðlilega leitar maður að fyrirmyndum meðal þeirra sem mest eru áberandi í þjóð- félaginu og þá sér í lagi þeirra sem valist hafa til að stjórna því. Eðlilega því varla eru menn valdir til áhrifastarfa nema vera til fýrirmyndar til orðs og æðis. Eg neita því þó ekki að við þessar rannsóknir mínar komst ég að því að stundum fara þeir fýrrnefndu kannski full sparlega með þroskann þótt aldurinn vanti ekki. Svo dæmi sé tekið af handahófi þótti mér undarlegt í öllu fár- inu í kringum Byrgið að þeir sem hæst höfðu hrópað fýrir tveimur árum eða svo um að bjarga skyldi Byrginu hamast nú yfir því að mönnum skyldi detta í hug að ausa fé í þessa klámbúllu. Þessi málflutning- ur hefur mér sýnst að hæfi ekki fólki sem komið er á og yfir fimmtugsaldurinn. Eg veit hinsvegar ekki hvursu aldraðir þeir voru sem stýrðu kjörfundi á aðalfundi Frjálslynda flokksins þar sem frjálslyndið virðist hafa geng- ið út í öfgar. Hef ég þó grun um að þetta hafi verið fólk á mínum aldri. Hitt veit ég þó að flestir þeir sem komið hafa að hinu svokallaða Baugsmáli eru jafnvel enn eldri en ég og því þroskaðri en maður hefði haldið. Eg held þó að ekki þurfi að fjölyrða neitt um hversu mikill þroski hefur verið sýndur í því máli. Gísli Einarsson, fullorðinn

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.