Skessuhorn - 31.01.2007, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2007
§B3gSSlJli©BKI
Skiptar skoðanir um sldpulagsmál
Fundurinn var vel sóttur og greinilegt að íbúar hafa sterkar skoSanir á skipulagsmálum.
Almennur fundur um skipulags-
mál í Borgarbyggð var haldinn sl.
mánudag á Hótel Borgarnesi. Rætt
var um stöðu á skipulagsmálum í
sveitarfélaginu og skipulagi við
Borgarbraut 55-59. Kynning var á
nýju íbúðahverfi í Bjargslandi, rætt
um veitingahús við Hrafiiaklett og
hugmyndir um upphaf byggðar
handan Borgarvogs voru kynntar.
Fjölmenni var á fundinum og
greinilega skiptar skoðanir um mál-
in. Voru sveitarstjómarmenn hvattir
til þess að stíga varlega til jarðar í að
selja stórfyrirtækjum eins og Eykt
vænlegt byggingarland í kringum
Borgames og töldu sumir að betra
væri að selja það að hluta eða jafnvel
leigja tímabundið. Gagnrýnt var að
framhaldsskólinn skuli staðsettur
inni í miðjan bæ, þar sem plássleysi
og bflastæði em nú þegar af skom-
um skammti.
Torfi Jóhannesson, formaður
byggingar- og skipulagsnefndar
svaraði því til að þetta væri m.a.
fórnarkostnaðurinn við að þétta
byggð og nauðsynlegt væri fyrir alla,
bæði unga sem aldna, að hafa stutt í
þjónustu bæjarins.
Einnig kom óánægja ffam með að
reisa 5 til 6 hæða fjölbýlishús inn í
nú þegar gróna byggð í stað þess að
reisa slíkar byggingar á nýju svæði,
þar sem engin hætta væri á að þær
skyggðu á næstu hús.
I samtali við Torfa kom fram að
hann sagðist vera almennt mjög
ánægðtn með fundinn, margar radd-
ir og gagnlegar ábendingar hafi
komið þar ffam, en þó saknaði hann
að konur létu lítt sjá sig í ræðustól.
Fundir sem þessir væm ekki síst
mikilvægir til að hvetja til almennrar
umræðu um skipulagsmál í sveitafé-
laginu og nauðsynlegt að sú umræða
sé á breiðum grunni. Sjálfum fannst
honum umræðumar varðandi Eykt
vera mikilvægastar, enda um að ræða
mjög stórt mál fyrir þróun byggðar í
Borgarnesi (sjá ffétt á forsíðu
Skessuhoms í dag). KH
Rætt um að taka atvimmhúsnæði á leigu
Bæjarráð Akraness hefur ffestað
að taka afstöðu til leigusamnings
þar sem bæjarfélagið leigir Ægis-
braut 1-7 af Biffeiðastöð Þórðar Þ.
Þórðarsonar. Húsið er rúmir 1.295
fermetrar að stærð og leiguverðið
samkvæmt uppkasti að leigusamn-
ingi verður 489.700 krónur á mán-
uði. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
segir í samtali við Skessuhorn að
hugmyndin sé að nýta húsið tmdir
starfsemi vinnuskólans og sem
geymslu og aðstöðu fyrir ýmsan
búnað á vegum bæjarins og nefnir í
því sambandi búnað tækni- og um-
hverfissviðs.
Gísli segir að á mótd verði lögð
niður notkun hússins að Lauga-
braut 6b og einnig komi húsnæðið í
stað aðstöðu sem fyrir hendi var við
Suðurgötu 93. Trésmiðjan Bakki
hefúr hluta húseignarinnar til leigu
og verður svo áfram að sögn Gísla.
Þá segir hann hugmyndir uppi um
að komið verði upp aðstöðu til
geymslu biffeiða sem Heilbrigðis-
effdrlitið þarf að taka til varðveislu
svo og ýmsan búnað íþróttasvæðis-
ins á Jaðarsbökkum sem nú þarf að
standa úti. Þá verði golfklúbbnum
Leyni gefið færi á viðgerðaraðstöðu
að vetri í húsinu.
Leiguverðið leggst að jöfnu við
leiguverð þess húsnæðis sem sagt
verður upp og rekstrarkostnaði
aflagðs húsnæðis að sögn Gísla sem
einnig segir að mikið hagræði skap-
ist af því að koma tmdir eitt þak
ýmissi starfsemi sem nú sé á mörg-
um stöðum í bæjarfélaginu auk þess
sem betri aðstaða verði til viðhalds
og umhirðu á ýmsum búnaði bæjar-
ins.
HJ
Bæjarstarfsmenn geta valið sér félagsaðild
Bæjarráð Akraness telur að starfs-
menn bæjarins hafi ffelsi til þess að
velja sér aðild að stéttarfélagi. For-
maður Verkalýðsfélags Akraness ít-
rekar fyrri skoðun sína um að fyrrum
félögum í Starfsmannafélagi Akra-
ness sé betur borgið í VLFA en í
starfsmannafélagi Reykjavflcurborgar
því laun þeirra lægsdaunuðu mimi
lækka samkvæmt þeim samningum.
Formaður bæjarráðs Akraness segist
einnig hafa upplýsingar um að sú
verði raunin.
Eins og ffam hefúr komið í frétt-
tun Skessuhoms óskaði Verkalýðsfé-
lag Akraness (VLFA) eftir því að
starfsmönnum bæjarins verði heimil-
að að ganga í félagið effir að samein-
ing Starfsmannafélags Akraness og
Starfsmannafélags Reykjavíkurborg-
ar varð að veruleika um áramótin.
Bæjarráð Akraness ffestaði afgreiðslu
málsins í lok desember og óskaði eft-
ir áliti lögfræðings á málinu.
I bréfi sem Vilhjálmur Birgisson
formaður VLFA ritaði bæjaráði á sín-
um tíma kom ffam að hann hefði
verulegar áhyggjur af því að með
sameiningu áðumefndra félaga
myndu laun ófaglærðra standa í stað
og í sumum tilfellum lækka. Þá kom
einnig ffam að samanburður sem fé-
lagið vann á samningum Reykjavík-
urborgar og launanefndar sveitarfé-
laga að æðstu stjórnendur, milli-
stjómendur og forstöðumenn „muni
hækka um tugi þúsunda á mánuði“
eins og sagði orðrétt í bréfinu.
Bæjarráð kallaði Vilhjálm til fund-
ar í síðustu viku og að honum lokn-
um bókaði ráðið að í gildi sé samn-
ingur við Starfsmannafélag Akraness
og VLFA við Akraneskaupstað og
það sé skilningur ráðsins að einstaldr
félagar geti valið sér félagsaðild.
I samtali við Skessuhom segir Vfl-
hjálmur ákvörðun bæjarráðs ánægju-
lega og því bjóði hann fyrrum félaga
í Starfsmannafélagi Akraness vel-
komna í félagið enda tryggi samning-
ur VLFA og bæjarins þeim sömu kjör
áffam ólíkt því sem gerist ef þeir fær-
ast á samning Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar. „Formaður bæj-
arráðs upplýsti á fúndinum að sam-
kvæmt fyrirliggjandi upplýsingum
hennar muni ákveðnir hópar starfe-
manna lækka í launum fari þeir á
samninga hins sameinaða félags. Það
staðfesti því það sem hann hafi hald-
ið fram undanfarið. Við trúum því að
fleiri starfemenn Akraneskaupstaðar
vilji ganga í eitt virkasta verkalýðsfé-
lag landsins sem VLFA er að okkar
áliti.“
Karen Jónsdóttir formaður bæjar-
ráðs staðfesti í samtah við Skessuhom
að samkvæmt þeim upplýsingum sem
hún hefði aflað sér hjá launanefnd
sveitarfélaga þá muni ákveðnir hópar
ófaglærðra starfemanna lækka í laun-
um tald þeir laun samkvæmt samn-
ingum Starfemannafélags Reykjavík-
urborgar en einnig séu dæmi um
millistjómendur sem hækka muni í
launum. Samningur Starfemannafé-
lags Akraness muni hins vegar áffam
gilda til loka samningstímans árið
2008. Eigi að greiða starfemönnum
samkvæmt öðrum samningum þurfi
samningsaðilar að samþykkja það.
Engin slík ákvörðun hafi verið tekin í
bæjarráði.
Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
Akraneskaupstaðar segir að þrátt fyr-
ir að bæjarráð Akraness lítd svo á að
einstakir starfsmenn geti vahð sér
stéttarfélag þurfi samþykki beggja
verkalýðsfélaga til vilji menn skipta
um félag. Gísh segir ljóst að félaga-
ffelsi rfld á Islandi og því sé bókun
bæjarráðs engin tíðindi. Hins vegar
þurfi þeir starfemenn bæjarfélagsins
sem skipta vilja um verkalýðsfélag að
hafa til þess samþykki beggja félag-
anna, þ.e. félagsins sem þeir vilja
ganga úr og þess félags sem þeir vilja
ganga í. Hann telji að öllu jöfnu ætti
ekki að vera vandamál að afla slíks
samþykkis því tæplega vilji félög
halda fólki í sínum röðum sem ekki
vilja vera þar. HJ
Æskulýðsfulltrúi
Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða
æskulýðsfulltrúa til starfa í 25% starf. Menntun
eða reynsla af unglingastarfi æskileg. Um er
að ræða nýtt starf og verður það mótað í
samstarfi við þann sem ráðinn verður.
Nánari upplýsingar veitir Ragna
Kristmundsdóttir í síma 433 8888 eða 896 3888.
Netfang ragna88@simnet.is
Umsóknir skal senda í ofangreint netfang fýrir
15. febrúar 2007.
Hvalfj arðarsveit
Skipulags- og byggingarfulltrúi HvalfjarÖarsveitar
Miðgarði, 301 Ákranes
S: 433-8505, 896-5141 - F: 433-8509
Auglýsing um deiliskipulag leikskólalóðar
í landi Fögrubrekku, Hyalfjarðarsveit
Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst
eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi leikskólalóðar í landi Fögrubrekku,
Hvalfjarðarsveit.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Innri-Akraneshrepps 2002-2014 og gerir
ráð fyrir einni lóð 3.375,0 m2 að stærð.
Tillagan ásamt skipulags- og byggingarskilmálum liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar
Innrimel 3 frá 5. 2. 2007 til 5. 3. 2007 á venjulegum skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Miðgarði fyrir 20. 3.
s 2007 og skulu þær vera skriflegar.
] Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
\ Hvalfjarðarsveitar.
Beitt á bak
við stein
Alhr vita að Borgarfjörður er
ríkur af laxveiðiám og silungs-
veiðivötnum. Margir hafa ánetjast
veiðidehunni, m.a. einn úr sveit-
inni. Honum fannst sérdeilis
gaman að segja af sér stórfengleg-
ar veiðisögur og hafði alltaf eina
góða á hraðbergi. Var mál manna
að hann væri meiri sögumaður en
veiðimaður. Einhverju sinni var
hann að segja ffá mokveiði á sil-
ungi sem hann hafði komist í.
„Og bitu þeir svo grimmt á að ég
varð að fara á bak við stein til þess
að beita.“
Öllu má
nú ofgera
Margir bændur skíra ldndur
sínar sérstökum nöfnum. Ær-
nöfiún er oft dregin af úthti og
sérkenni, svo sem homalagi, ht
og fleiru. Bóndi einn vestur í
Dölum átti kind sem hann upp-
haflega nefiidi Hymu, en þar sem
hún bar tveimur lömbum á hveiju
vori, bætti hann síðar við nafn
hennar og kallaði hana Tví-
lembuhyrnu. Tvílembuhyrna
varð gömul og lét þá á sjá. Meðal
annars missti hún bæði homin og
var auk þess geld eitt árið. Eftir
það tdlfelli leit nafn hennar
þannig út í ærbók bóndans:
„Gelda - Tvflembuhyma - koh-
otta.
Margt leynist
í myrkrinu
Gömul kona bjó í húsi einu
ásamt dóttur sinni og dótturdótt-
ur sem var hin fríðasta og komin
að tvítugu. Maður nokkur var
frávita af ást til yngstu konunnar
en brast alltaf kjark til áhlaups á
virkið sem þær bjuggu í. Fór svo
að lokum að hann bað vin sinn
ásjár í ástsýki sinni. Samdist svo
með þeim að vinurinn skyldi fara
með honum í heimsókn á hentug-
um tíma. Ætiaði vinurinn að bíða
í forstofunni meðan hinn ástsjúki
hefði sig í að banka á herbergis-
dyr stúlkunnar. Fara þeir síðan og
ber biðillinn á dyrnar hjá
stúlkunni og fyrir innan er sagt:
„Kom inn.“ Gengur hann óhikað
inn en vinurinn bíður frammi. En
bið hans varð stutt. Biðillinn kom
svífandi út úr herberginu og
hurðinni skellt harkalega á efdr
honum. Með rödd sem var blanda
af reiði og öskri grenjaði hann
villidýrslega í eyra vinar síns:
„Þetta var amman!“
Ekki sofið hjá
hverjum sem er
„Oðru vísi mér áður brá,“
sagði maður einn í Borgarfirði
um daginn þegar fféttist að kon-
ur í héraðinu væru famar að
setja bændum sínum stólirm fyr-
ir dymar á fleiri en einn veg. Nú
er það nýjasta að ef karlamir
drífi sig ekki úr Framsóknar-
flokknum, þá geti þeir gjört svo
vel og sofið á gólfinu það sem
eftir er. Þær fari nú ekki að sofa
hjá hverjum sem er og allra síst
ff amsóknarmanni.
Svo mörg vom þau orð. Ekld
verða sagðar fleiri sögur úr sveit-
inni að sinni. Meira síðar.
Umsjón: Bima
Konrdðsdóttir