Skessuhorn - 13.06.2007, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 2007
SiaÉSSlMÖBRI
Skólahald verður áfram í Heiðarskóla
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
hefur gefið frá sér viljayfirlýsingu
um að framtíðarstaðsetning grunn-
skóla í Hvalfjarðarsveit skuli vera í
tengslum við núverandi staðsetn-
ingu Heiðarskóla. Hallfreður Vil-
hjálmsson, oddviti, tilkynntd þetta á
samkomu í félagsheimilinu Hlöðum
á laugardag, á sama tíma og nýtt
byggðamerki var afhjúpað. Yfirlýs-
inguna á eftir að leggja fyrir sveitar-
stjórn til samþykktar og verður það
gert þann 26. júní næstkomandi. I
viljayfirlýsingunni kemur fram að
fara eigi í þarfagreiningu á skóla-
starfinu og stofna til hönnunarsam-
keppni um nýtt skólahús. Þá verði
stofnuð fimm manna ffamkvæmd-
amefnd sem hafi yfirumsjón með
verkefninu.
Nokkur styr hefur staðið um
framtíðarstaðsetningu skólans í
Hvalfjarðarsveit en nú hefur sveit-
arstjóm tekið af skarið, þó efdr eigi
að samþykkja tillöguna formlega. Ef
eitthvað er að marka viðtökurnar
sem tilkynningin fékk á Hlöðum á
laugardag er meiri sátt en minni um
málið, því lófatakið dundi lengi um
salinn eftir ræðu oddvitans.
Viljayfirlýsing sveitar-
stjómar er þannig:
„Þegar sveitarstjórn Hvalfjarðar-
sveitar var kosin vorið 2006, lá fyrir
að eitt brýnasta úrlausnarefnið sem
beið hennar var að finna grunnskóla
sveitarfélagsins framtíðarstað.
Staðsetning gmnnskóla Hvalfjarð-
arsveitar er ekki augljós og þaðan af
síður sjálfgefin, og því er eðlilegt að
slík ákvörðun fari í gegnum ákveðið
vinnuferli, sem óhjákvæmilega tek-
ur tíma. Þessi ákvörðun sveitar-
stjórnar er því ígrunduð út frá
nokkmm þáttum, vinnuferlið hefur
verið gagnlegt og faglegt og niður-
staðan skýr.
Það er niðurstaða sveitarstjómar
Hvalfjarðarsveitar að áffamhaldandi
uppbygging grunnskóla í Hvalfjarð-
arsveit, eigi að fara fram á núverandi
stað, þ.e. í Heiðarskóla. Sú niður-
staða er fengin út frá forvinnu sem
ffarn hefur farið undanfarið ár. Má
þar nefha starf Stýrihóps um skóla-
stefnu Hvalfjarðarsveitar, álit
tveggja fagnefhda og ýmsar skýrslur
sem tengjast málinu bæði beint og
óbeint.
Skólahald í Heiðarskóla og upp-
bygging þar á sér um hálfrar aldar
sögu. Framtakið sýndi ffamsýni
forsvarsmanna sveitarfélagana fjög-
urra til að bæta og efla samfélag
okkar. Höfðinglegt ffamtak Júlíus-
ar Bjarnasonar, bónda á Leirá, sem
gaf land undir skólahúsnæði, sýnir
einnig hvemig einstaklingar geta
lyft grettistaki. Það er því skoðun
sveitarstjórnar að þessi saga og
rúmlega 40 ára skólahald að Heið-
arskóla sé góður grunnur fyrir
ákvörðun um frekari uppbyggingu
skólans þar.
Trú okkar er að ffamtíðin fyrir
sveitarfélag okkar sé björt og stað-
setning skólans í þessu umhverfi
gefi okkur einstakt tækifæri til að
móta skólastarf sem verði sterkt og
einstakt. Aðstæður, náttrúmfar og
saga sveitarinnar em vörður. Hvort
heldur horft er til prentverks í Leir-
árgörðum, eða sögu búsem á Leirá.
Samhliða þessari ákvörðun leggur
sveitarstjóm mikla áherslu á að strax
verði farið í þarfagreiningu og
fundið út hvernig eðlilegast sé að
standa að slíkri ffamkvæmd. Þá
leggur sveitarstjórn einnig til að far-
ið verði í hugmyndasamkeppni um
hönntm á nýju skólahúsnæði. Þá er
jafhffamt lagt til að sldpað verði í 5
manna framkvæmdanefhd sem hef-
ur yfimmsjón með ferlinu. Nefndin
hefði m.a. það hlutverk að leggja
ffam áætlun um það hvemig á að
byggja upp í Heiðarskóla, á hvaða
hraða og með hvaða hætti. Nefndin
þyrffi jafhframt að tryggja að fullt
samráð verði haft við ýmsa hags-
munaaðila eins og starfsfólk skól-
Fundargestir hlýða á Gunnar H Sigurðsson.
Kynningarfundur
Semtensverksmiðjunnar
Tæplega tuttugu manns mættu á
kynningarfund Sementsverksmiðj-
unnar hf. á miðvikudaginn í liðinni
viku. Til umræðu vora m.a. meng-
unarmál og vora nágrannar verk-
smiðjunnar sérstaklega hvattir til að
mæta á fundinn. Nokkur umræða
hefur verið um þessi mál að undan-
förnu og Skessuhorn hefur m.a.
greint frá óánægju nágranna verk-
smiðjunnar. A fundinum kynnti
Gunnar H. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri starfsemi fyrirtækis-
ins og það ferli sem framleiðsluvör-
umar fara í gegnum. Sesselja Ein-
arsdóttir, sem sér um gæðamál
verksmiðjunnar fór yfir mengunar-
vamir. Fundarmenn kvörtuðu sár-
an yfir mengun frá Sementsverk-
smiðjtmni, bæði útblásturs- og há-
vaðamengun. Nokkur þykkja var í
sumum og var kvartað sáran yfir því
að ekki fengust nein svör við um-
kvörtunum.
I máli Sesselju kom fram að á síð-
asta ári hefði það aðeins gerst einu
sinni að útblástur færi yfir viðmið-
unarmörk starfsleyfisins. Það hafi
verið við eina gerð síu, ofhsíu, en
hvorki við kæhsíu eða kvamasíu.
Meðaltalsmælingar síðustu fjögurra
ára sýndu að útblástur væri langt
undir starfsleyfismörkum. Gunnar
greindi frá því að við framleiðslu-
ferlið mynduðust efnisknastar inni í
ofhum og þá þyrfti að skjóta niður
með tilheyrandi hávaðamengun.
Ekki er vitað hvað veldur knöstun-
um og er mismunandi hve mikið
ber á þeim. Búið væri að fá hljóð-
deyfi á byssuna sem notuð er og
hefði hávaðinn því minnkað. Undir
það tóku fundargestir.
Ryk sem til fellur við framleiðsl-
una hefur verið geymt í þró við
húsið. Það er mjög fínt og lítið þarf
að blása til að það fari á hreyfingu.
Gunnar skýrði frá því að keyrt
hefði verið möl yfir rykið og hún
hefði bundið það og könnuðust
fundargestdr við það. Þó var nefnt
að ef það rigndi leitaði efnið upp og
fyki til eftir að það þomaði. Eins
mætti ekki hreyfa við neinu á svæð-
inu til að það færi af stað. Gunnar
sagði að verið væri að finna varan-
legri lausnir á þessu vandamáli og
nú þegar færi um helmingur ryks-
ins aftur inn í framleiðsluferlið og
væri nýtanlegt. Stefnan væri að
endumýta það allt. Þá væri hægt að
koma því fyrir, bæði í uppfyllingu
og eins í námum inni í Hvalfirði.
Fyrirtækið vildi hinsvegar nýta
verðmætin sem í því felast, en um
20 þústmd rúmmetra er að ræða.
Nokkuð bar á óánægju með
fundartímann, en hann var haldinn
klukkan 15 þegar flestir em í vinnu.
Gunnar sagði að verksmiðjan hefði
haldið svipaðan fund fyrir nokkrum
árum utan vinnutíma og þá hefðu
sárafáir mætt. Akveðið hefði verið
að reyna nýjan tíma núna. Gunnar
hvatti alla sem hefðu einhverjar
kvartanir til að koma þeim á fram-
færi við sig eða annað starfsfólk
verksmiðjunnar.
kóp
Heiðarskóli.
ans, íbúa og sveitarstjóm.
Það er von sveitarstjómar að íbú-
ar Hvalfjarðarsveitar séu sáttir við
þessa niðurstöðu og að nú leggist
allir á eitt við að standa vel að upp-
byggingu skólans og stuðli þannig
að farsælu skólastarfi til framtíðar.“
kóp
Eigendur að kaffistofunni Gamla Rifi. Frá vinstri Anna Þóra Böðvarsdóttir og Sigríður
Margrét Vtgfiísdóttir. Ljósm. Támas Alfonsson
Gamla Rif kaffistofa opnar
Ný kaffistofa opnar í Rifi á næstu
dögum í húsi sem heimamenn kalla
Gamla Rif og hefur nýlega verið
endurgert. Húsið er í grunninn yfir
hundrað ára gamalt, því veggimir
era frá árinu 1896. Það era Sigríður
Margrét Vigfúsdóttir og Anna Þóra
Böðvarsdóttir sem eiga og reka kaffi-
stofuna.
Sigríður Margrét sagði í samtali
við Skessuhom að meiningin væri að
bjóða upp á súpu og brauð, gæða-
kaffi ffá Kaffitári og heimabakað
meðlæti. „Stemningin á að vera eins
og að koma í kaffi til ömmu. Hægt
verður að setjast inn í setustofu eins
og heima hjá ömmu. A veggjum
setustofunnar verða myndir frá
gömlum tíma hér í Rifi og einnig
skiptibókamarkaður, þar sem þú get-
ur komið með bókina sem þú varst
að lesa og skipt henni út fyrir nýja.
Við verðum einnig með sýningar,
bæði ljósmyndir og málverk og þeg-
ar hefur fyrsti hstamaðurinn sett upp
Gamla Rifi glœsilegt hús eftir gagngera
endumýjun. Ljósm. MV
myndir hér en það er heimamaður-
inn Aslaug Sigvaldadóttir. Við ædum
ekki að hafa opið á vetuma þar sem
við vinnum báðar aðra vinnu en hins
vegar munum við bjóða klúbbtun
upp á aðstöðu hér fyrir sfna fundi ef
áhugi er fyrir því. Nú erum við bara
að bíða eftir síðustu leyfunum til að
geta opnað formlega og viðskipta-
vinimir bíða við útidymar,“ sagði
Sigríður Margrét. Þess má geta að
Gamla Rif verður opið til að byrja
með frá klukkan 12 til 22, alla daga
vikunnar.
1 Ú L i
Söguiniðstöðin opnaði
á laugardag
Sögumiðstöðin í Grundarfirði
hóf starsemi sína á nýjan leik sl.
laugardag. Nokkrar endurbæmr
hafa verið gerðar innanhúss á að-
stöðu og aðgengi sem og í Gesta-/
stofú. Þá stendur fyrir dyram að
endurbæta aðstöðuna á lóð Sögu-
miðstöðvarinnar. Starfsemi Eyr-
byggju - Sögumiðstöðvar felst í
rekstri upplýsingamiðstöðvar fyrir
ferðamenn, rekstri Bæringsstofu og
ljósmyndasafns Bærings Cecilsson-
ar sem og sögusýningar. I sumar
verður opnuð þar „Þórðarbúð" í
minningu verslunar Þórðar Páls-
sonar sem rak verslun í Grandar-
firði fyrir nokkram áratugum og
bauð upp á fjölbreyttan varning,
m.a. sælgæti og leikföng. Sögumið-
stöðin verður opin daglega í sumar
frá klukkan 10 til 18.
Um miðjan maí var haldinn aðal-
fundur sjálfseignarstofnunar um
Eyrbyggju - sögumiðstöð og var
þar gengið endanlega frá samþykkt-
um um stofhunina. Ný stjóm var
kjörin og hana sldpa: Björg Agústs-
dóttir formaður, Elínborg Sturlu-
dóttir varaformaður, Runólfur
Guðmundsson gjaldkeri, Una Yr
Jörahdsdóttir ritari og Guðmundur
Ólason meðstjórnandi. Jafnframt
var kjörin fimm manna varastjóm.
kóp