Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2007, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 13.06.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 2007 j&uaunu.. Friðland í Berserkjahrauni Það er flestum ljóst sem staldra við í Berserkjahrauni á norðan- verðu Snæfellsnesi og stunda útivist þar eða í nágrenni þess, að þar er um áhugaverðan stað að ræða. Ekki síst er jarðfræði svæðisins athyglis- verð og eftir að landnámsmenn settust að meðffam ströndinni hef- ur það að geyma miklar frásagnir og í sagnabrunninn er hægt að sækja margan fróðleik. Jarðsaga Snæfellsness er á margan hátt merkileg og áhugaverð. Nesið sjálft er talið vera eins kon- ar hliðargossvæði utan við rekbeltið og eftír því endilöngu liggja þrjú eldstöðvakerfi sem gosið hafa á nú- tíma og eru því virk. Það hraun sem nú er nefnt Berserkjahraun er í eld- stöðvakerfi sem heitir Ljósufjalla- kerfið og rann í þrem eldgosum fyr- ir um 4 þúsund árum (heimild; Ari Trausti Guðmundsson, Islandseldar 1986). Hraunið rann upp að Bjam- arhafnarfjalli og út í sjó í Breiða- fjörðinn milli Bjarnarhafnar og Hraunháls sem nú heita Hraunvík- ur. Einnig rann hraun út í Hrauns- fjörðinn sem gengur inn úr Kolgrafarfirði og nær stíflaði hann sem nú heitir Mjósund. Brú var byggð yfir Mjósund 1963 sem var mikil samgöngubót en er nú aflögð og önnur brú er tekin við utar í firðinum. Selvallarvam myndaðist í þessari eldgosahrinu og ofar í fjallgarðin- um er Hraunsfjarðarvatn og Baul- vallarvatn. Allt þetta svæði, vömin þrjú, Berserkjahraunið og Hrauns- fjörðurinn vesmr að Seljaodda er á náttúruminjaskrá. Jarðmyndanir í Mjósundum era á margan hátt stórfenglegar. Þarna er eini staðurinn á Islandi þar sem hraun hefur runnið út í fjörð að minnsta kostí síðan land byggðist og nær stíflað hann. Þarna er yndis- legur staður til þess að staldra við og skoða furðuverk náttúrannar, ganga um hraunið og fjörarnar, enda kemur þar talsvert af ferða- fólki. Inn í Hraunsfirði og Hrauns- fjarðarvami tjaldar fólk, rennir fyrir silung og nýtur kyrrðarinnar. Mér finnst Mjósundin sjálf, þar sem hraunbrúnin liggur út í vatnið, svipa mikið til Mývams enda er margt um líkt. A þessum slóðum er engin skipulögð aðstaða fyrir ferða- fólk. T.d. era þar engin merkt bíla- stæði né hreinlætisaðstaða. Nú væri tilvalið að ganga lengra en að þetta svæði verði bara á nátt- úruminjaskrá. Stofnun Snæfellsnes- jökulsþjóðgarðs árið 2001 var í senn tímabær og mikið framfaraspor og enn í dag koma ffam tillögur frá Umhverfisstofnun um stækkun hans. Búist er við því að umferð fólks sem var mikil fyrir á það svæði, aukist jafnt og þétt á næsm árum. Enda hefur þar verið hægt að bjóða fólki margt til að skoða ásamt margvíslegri afþreyingu. En ekki er nóg að hafa þjóðgarð- inn vestast á Snæfellsnesi einan sér. Við sem búum austar og á miðju Snæfellsnesinu höfum áttað okkur á því að það þarf eitthvert mótvægi við hann. I næsta nágrenni eða í út- jaðri hans er æskilegt að stofna fólk- vang og eða friðland ef landsvæði býður upp á það. Þetta svæði er á náttúraminjaskrá en hefur ekki enn verið sett inn í Náttúraverndaráætlun 2004 - 2008 en sú áætlun var sett fram af Um- hverfisstofnun um friðlýsingar eftír tillögum fagstofhana og sveitarfé- laga. Það er æskilegt að Berserkja- hraun verði tilnefnt fljótlega. Að mínu álití er það kjörið verk- efni að gera Berserkjahraun og ná- grenni að friðlandi. Landsvæði sem hafa verið gerð að friðlöndum og fólkvöngum era víða tun land og það að gera þarna friðland yrði mikið framfaraspor og vaxtar- broddur fyrir ferðaþjónusm og byggð. Helgafellssveitin sjálf hefur upp á ótalmargt að bjóða, fjöl- breyttar strandlengjur, eyjar og á- hugavert mannlíf. Fuglaskoðunar- ferðir eru að vera áhugavert innlegg í ferðaþjónustu enda era þarna margar áhugaverðar leirar í fjörum og vatnasvæðin era heimkynni fjöl- margra fuglategunda á sumrin. Smtt er í Stykkishólm með rót- grónum ferðaiðnaði og Breiða- fjarðareyjar verða sífellt vinsælli kosmr til skoðunarferða og dvalar. Náttúrusetur og gestastofa Ég sé fyrir mér að í Berserkja- hrauni eða í næsta nágrenni verði sett á stofn náttúrusetur með gesta- stofu og upplýsingamiðstöð þar sem ferðafólk gemr haft viðkomu og fræðst um náttúrafar friðlands- ins, eldgosasögu og jarðfræði alls Snæfellsness. Það að stoppa á þess- um stað yrði hlutí af dagskrá rúm- ferða og skoðunarferða um Snæ- fellsnes. Það er mín hugmynd að gesta- stofan verði valin staður í Helga- fellssveit þar sem Vatnaleiðin mætir Snæfellsnesvegi og þar er gott út- sýni yfir nágrennið og út á Breiða- fjörðinn. Á Snæfellsnesi era komn- ar opinberar stofnanir sen tengjast náttúrafari og lífríki Breiðafjarðar. I Stykkishólmi er Náttúrastofa Vest- urlands og Háskólasetvn Snæfells- nes og í Olafsvík er Sjávarrann- sóknarsemr um lífríki Breiðarfjarð- ar og hugmynd er uppi að setja á stofn eldgosasögusafn í Stykkis- hólmi. Þessi gestastofa gæti tengst öllum þessum stofnunum. Einnig mun náttúrasetrið fræða fólk um sögustaði og þá afþreyingu sem er í boði og allt það sem teng- ist menningu og sagnaarfi Snæfell- inga og nágrennis. Það yrði memaðarfullt verkefhi ef fólk hér á Snæfellsnesi tæki sig saman og gerði þetta að veraleika. En allt verður þetta að fara hið venjubundna ferli og æskilegt er að fljótlega verði stofnaður áhugahóp- ur um ffiðland í Berserkjahrauni. Gunnar Njálsson Ilnfundur býr í Grundarfirði og lœrir ferðamálafræði í Hólasko'la l/íuiAÍM’lHíý Haga girti og hlóð upp brýr - hrafna myrti og skaðleg dýr f- Lengi var það siður hagyrðinga að yrkja bæjarímur þar sem taldir vora upp ábúendur í viðkomandi sveit og yfirleitt borið á þá lof efrir því sem við átti þó aðeins gæti útaf borið. Ég held að ég fari rétt með það að það hafi verið þau Halldóra B. Björnsson og Pémr Beinteinson sem ortu bændarímu um Hval- fjarðarstrandarhrepp, þá væntan- lega ungmenni heima í Grafardal. Þar sem orðfæri þessarar rímu er með nokkuð sérstökum hætti gæti verið gaman að kíkja aðeins í inni- haldið: A Þyrli býr með bykkjur, kýr og rollur. Kann að stæla kraftinn sinn kollubælavörðurinn. Hrafnabjarga bónda margir lofa. Brynki heitir torfljás týr, telst hann varla alveg nýr. Ami í Tungu oft hefur sungið bassa. Ristuspaðarunnurinn ryður taði á grasvöllinn. Gvendur á Hóli góður að skóla hesta. Nankinsjakkanjótur sá nýtum sprakka sefur hjá. Byggir Kambshól bóndi skrambi stuttur. Heystings runnur hraustur sá hefur munninn framaná. Ekki mjór er Oli á Þórustöðum. Þrammar sporin þunglega þundur forardreifara. Siggi heitinn „Ha“ var ekki al- mennt álitínn mikill hagyrðingur þó stunt af kveðskap hans hafi orð- ið lífsseigara en ljóðagerð sumra þeirra sem vora í meira áliti á þeim tíma. Ekki veit ég til að geymst hafi eftír hann heil bæjaríma en einhver brot munu þó vera til eins og þessi um Húsafell: Hyllir undir Húsafell, þar býr ríkur bóndi. Þorsteinn heitir Magnússon - hann á margar rollur. Líklega er eftírfarandi ekki úr neinni bæjarímu heldur ort af gefnu tilefni: Giljabóndinn greinirfrá í Góulok- in Að hann sé orðinn eldiviðarlaus, - geti ekki soðið ofaní sig. Ollu algengari er væntanlega sá blær sem er yfir bæjarímu um Hvítársíðu, Hálsasveit og Reyk- holtsdal efrir Þorstein Jakobsson eða „Steina Hreðu“: Atalt ríð ég óðarval, (atall=ötull) öngvu kvtði, bændatal, Hálsa- smíða um hreppinn skal Hvítársíðu og Reykholtsdal. Geta Ijóðin bóndans Brands, buðlungs Fróðastaðalands, víða um slóðir hrósfer hans hugvitsgóða sæmdarmanns. Kæðahjóli snart ég sný snigla bóla að ftnna tý, þrauta í gjólu þyngri en blý, Þorleif Hólakoti í. Þó kom fyrir að menn fengu sneiðar eins og séra Arni Þórarins- son í bæjarímu um Kolbeinsstaða- hrepp eftír Guðmund Illugason. Stórahrauni Ami er á öldungur ípresta vali. Horuðum gemsum gefur sá guðspjöllin í dropatali. Fleiri gáfu mixtúrar í dropatali en prestar. Láras Jónsson frá Haga í Þingi var um hríð læknir á Skaga- strönd og í góðu vinfengi við Lúð- vík Kemp enda hafa vafalaust margar inntökur farið þeirra á milli í dropatali því báðir kunnu vel að meta sakramentin. Um ástandið á Skagaströnd á þeim tíma kvað Kemp: Við brennivínsleysi og bölvaða tíð er barist hér nætur og daga. Og þorskinn og ýsuna og lang- soltínn lýð - og Lárus ffá Þingeyrarhaga. Nú er töluvert talað um Héðins- fjarðargöng og þær samgöngubæt- ur sem af þeim munu leiða. Veit ég þó ekki hvort breytingin verður tiltölulega meiri en við lagningu vegar yfir Siglufjarðarskarð á sín- um tíma en þar var Lúðvík Kemp verkstjóri. Um þá vegagerð og sér- staklega einn undirmann sinn sem Arni hét og var kenndur við Bakka í Vallhólmi og samskipti hans við samstarfsmenn sína kvað Kemp „Bragskælingarímur" og verður nú gripið stmdurlaust þar ofaní: Dómar þvinga ei dáð úr hal, þótt drulluga hringi makka og sífellt klingi saurugt tal um „Sérfræðing“ á Bakka. Um búskap og giftingu Áma skálds: Rollur hirti, hesta og kýr, í honum snyrtimennskan býr. Haga girti og hlóð upp brýr, hrafna myrti og skaðleg dýr. Fljótt sig gifti falda gná, fallega klippti skeggið þá, huga lyfti heimifrá, hafði ei skipti konum á. Um hænsnabúskap Árna á Siglufirði og þörf staðarbúa fyrir samgöngubætur: Keypti hana og hænur margar hokri vanur stálaþór. Yjðu granir ótal vargar andskotanum blöskrafór. Hneykslaðist fyrst á hana siðum hjörva kvistur þá um sinn. A holdsins lystisemda sviðum sá ífyrstu vanmáttinn. Siglufjörður svo er gjörður að sérhver örðug þar er leið. En hetjur gjörðu að hlaða vörður um hæstu skörðin út úr neyð. Um Hildimund þann er hóf verkstjórn við Siglufjarðarbraut og upphaf verksins: Hildimundur heitir þegn, hann er undan tröllum sagður hjörvalundur góður, gegn, gengur stundum borðalagður. Sleggju og haka hajði svift, hraustara bak ei var á neinum. Grettistaki tíðum lyft, tveggja maki íflestum greinum. Jám og haka herðar á hraustir taka ogfjalla leita. Garpar aka grjótifrá og gömlum klaka burtu hreyta. Og að lokum: Aður voru aðeins sjö undraverk í heimi talin. Bráðum hafa bæst við tvö; Bragskælingaríma og Stalín. Meðþökkfyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum 320 Reykholt S 435 1489 og 849 2715 dd@simnet.is i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.