Skessuhorn - 13.06.2007, Blaðsíða 11
gKESSIÍHÖEKi
MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 2007
11
Kvartöld að störfiun
hjá sveitarfélaginu
Eirtkur tekur við göfumfrá Önnu Ólafsdóttur, eins af vinnufélögum hans.
Ljósm. Helgi Helgason.
Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri
Borgarbyggðar átti 25 ára starfsaf-
mæli hjá sveitarfélaginu þann 1.
júní sl. Af því tileíni færði sam-
starfsfólk hans honum blóm og
gjafir, m.a. spilastokk með myndum
af hrútum. Eiríkur sagði í samtali
við Skessuhorn að hann vissi ekki
hvað það ætti að fyrirstilla að gefa
honum hrútaspil, hvort í því væri
fólgin dulin merking. Þaðan af síð-
ur sagðist hann skilja hvernig væri
hægt að eiga 25 ára starfsafmæli hjá
eins árs gömlu sveitarfélagi. Eiríkur
var ráðinn til Borgarneshrepps sem
breyttist síðar í Borgamesbæ og
loks í Borgarbyggð, en Borgar-
byggð hefur síðan sameinast öðmm
sveitarfélögum í tveimur hrinum.
Eiríkur segir mestu breytinguna
á starfi hans hafa orðið þegar sveit-
arfélagið hætti að vera eingöngu
þéttbýlissvæði og dreifbýlið bættist
við. „Það vom um 1600-1800 íbúar
í Borgamesi þegar ég flutti hingað
árið 1982 og eingöngu í þéttbýfi.
Breytingin var gffurleg þegar dreif-
býlið bættist við. Þá hefur starfstit-
illinn breyst. Eg var upphaflega
ráðinn aðalbókari, varð svo skrif-
stofustjóri, þá bæjarritari og loks
aftur skrifstofustjóri. Sem betur fer
hefur starfið breyst úr því að vera
bara skrifstofustarf í að vera þjón-
ustu- og upplýsingastarf fyrir íbú-
ana. Það hefur æ meira snúist um
að sinna íbúunum."
Eiríkur er Húnvetningur og var
nyrðra öll sín æskuár. Hann fór í
nám á Bifföst og kynntist þar konu
sinni, Júlíönu Jónsdóttur, en hún er
úr Borgarnesi. Þau hófu búskap
norður á Blönduósi. „Hún var treg
að koma með mér norður en fann
sig svo vel þar að þegar ég fékk
stöðuna hér þá var hún treg til að
snúa aftur á æskuslóðirnar. Það var
ekkert ákveðið hve lengi við yrðum
hér, en við kunnum svo vel við okk-
ur að við flengdumst. Við erum
ekkert á förum í bráð, þó maður
eigi í sjálfu sér aldrei að reyna að
spá fyrir um framtíðina," segir Ei-
ríkur Ólafsson að lokum. Skessu-
horn óskar honum til hamingju
með þennan langa og glæsta starfs-
feril hjá öllum þessum sveitarfélög-
um.
kóp
BöRSAiSYGGÐ
Borgarbyggð
hátíðahöld 17. júní
Hátíðahöld á vegum sveitarfélagsins
fara fram í Borgarnesi og dagskrá er
sem hér segir:
09.00- 12.00 sundlaugin í íþróttamiðstöðinni opin
10.30- 17. júní hlaup FrjálsíþróttadeiIdar Skallagríms
á Skal lagrímsvelI i
13.00 - Skátamessa í Borgarneskirkju
13.45 - Skrúðganga í Skallagrímsgarð
14.00 Hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði (eða í íþróttahúsinu
ef veður er slæmt):
Menningarfulltrui
Hátíðarávarp - Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
Ávarp fjallkonu - Nanna Einarsdóttir
Baula Brák, Sámur og Snerill Gjallandi sýna listir sínar
fyrir börnin
Atriði frá Óðali, félagsmiðstöð unglinga í Borgarnesi
Samkór Mýramanna syngur undir stjórn Jónínu E.
Arnardóttur
KK og Magnús Eiríksson spila og syngja
Götusmiðja Vinnuskólans verður með leiktæki á staðnum,
m.a.: hoppukastali, plankaganga, hringjakast, dósakast,
trampolín og stultur ásamt andlitsmálningu - popp og
Candyfloss.
Kvenfélag Borgarness selur kaffi og meðlæti - ágóðinn
fer til líknarmála
17.00 - skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur fyrir utan
Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi (þessi dagskrárliður
fellur niður ef veður er slæmt).
Sigursveitimar þrjár, Umf. íslendingur, Skallagrímur og Dagrenning.
Sparisjóðshlaup á Borg-
firðingahátíð
Sparisjóðshlaupið fór fram í
Borganesi á sunnudaginn í tengsl-
um við Borgfirðingahátíð. Fjöldi
manns tók þátt í hlaupinu að þessu
sinni, enda veður hið besta og að-
stæður allar eins og best verður á
kosið. Hlaupið var 15 kflómetra
boðhlaup með fimm þátttakendum
í hverri sveit og urðu að minnsta
kosti tvær konur að vera í hverri
sveit. Hver hlaupari þurfti að
hlaupa einn kflómetra þrisvar sinn-
um og fengu allir hlauparar viður-
kenningu íyrir hlaupið, sem og
þrjár fyrstu sveitirnar. Sparisjóður
Mýrasýslu er styrktaraðili hlaupsins
sem tókst vel í alla staði. I fyrsta sæti
varð sveit Islendings á 33,12 mínút-
um, sveit Skallagríms varð í öðru
sæti á 33,32 mínútum og sveit Dag-
renningar í þriðja á 36,14 mínútum.
A
Stéttarfélag Vésturiands
Orlofshús 2007
Enn eru fáeinar lausar vikur:
Á Ulugastöðum, í Ölfusborgum,
á ísafiroi og í íbúðunum á Akureyri.
Kynnið ykkur málið í Félagsfréttum, sem
dreift var um allt félagssvæðið í lok apríl
2007 og á heimasíðu félagsins.
Umsóknareyðublöð í Alþýðuhúsinu í
Borgarnesi og á heimasíðu félagsins
www.stettvest.is.
Nú gildir: Fyrstur kemur fyrstur fær.
Stéttarfélag Vesturlands
Sæunnargötu 2 a, Borgarnesi
Sími 430 0430 - Fax 430-0431
Bensínstöð - Vaktstjóri
Vaktstjóri óskast sem fyrst til framtíðarstarfa
ó bensínstöðina í Hyrnunni.
Um er að rœða f jölbreytt og spennandi starf í líf legu
starfsumhverfi þar sem létt lund, þjónustulipurð,
heiðarleiki, snyrtimennska og dugnaður skiptir mdli.
Vaktstjóri gengur í öll störf ó bensínstöðinni.
Hann stjórnar verkum ó sinni vakt og ber óbyrgð ó sölu
og góðri þjónustu bensínstöðvarinnar.
Æskilegt er að vaktstjóri hafi reynslu af hliðstœðu starf i
og haf i þekkingu bifreiðum ó og viðhaldi þeirra.
.Nónari upplýsincjar um starfið veitir
l Berglind Hallgrímsdóttir
tsími 430 5566 eða 899-1965