Morgunblaðið - 16.05.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 16.05.2019, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is/atvinna Öryggisfulltrúi RARIK ohf óskar eftir að ráða kraftmikinn einstakling í starf öryggisfulltrúa. Öryggis- fulltrúi starfar náið með öryggisstjóra og öryggisnefnd RARIK. Aðsetur öryggisfulltrúa getur verið á einhverri af starfsstöðvum RARIK utan höfuðborgarsvæðisins. • Skoðun og eftirlit á öryggisbúnaði • Þátttaka í öryggisnefnd • Þátttaka í fræðslustar • Eftirfylgni með öryggisábendingum • Þátttaka í umbótaverkefnum Starfssvið • Sveinspróf í raðnaði • Þekking á öryggismálum kostur • Drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð • Almenn tölvukunnátta • Reynsla af verkefnastjórnun kostur Hæfniskröfur ið hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starð. ánari upplsingar veita Eyþór Kári Eðvaldsson öryggisstjóri og starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 27. maí 2019 og skal skila umsóknum með ferilskrá á www. rarik.is/atvinna. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að aa dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200 aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið. Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • sími 540 0160 VERKEFNASTJÓRI sterkstraums Starfssvið • Skipulag og umsjón námskeiða • Handleiðsla og kennsla • Þróun og nýsköpun • Kynningarmál • Gæðamál Hæfniskröfur • Reynsla af störfum innan sterkstraums • Reynsla af forritun stýringa kostur • Reynsla af kennslu kostur • Góð samskiptahæfni • Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun • Gott vald á íslensku og ensku í tali og ritun Menntunarkröfur • Sveinspróf innan rafiðngreina sterkstraums • Menntun á fagháskólastigi innan sterkstraums • Kennsluréttindi kostur • Tæknimenntun á háskólastigi kostur RAFMENNT, fræðslusetur rafiðnaðarins, óskar eftir að ráða verkefnastjóra í sterkstraumi RAFMENNT er samstarfsvettvangur Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og hefur það hlutverk að bjóða fræðslu og styðja fræðslutengd verkefni með það að markmiði að uppfylla fræðsluþörf á sviði rafiðnaðar og svara þannig þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Félögin eru í eigu SART og RSÍ. Umsóknir skulu sendar til framkvæmdastjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið á netfangið thor@rafmennt.is. Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 26. maí nk. rafmennt.is Ásett fermetraverð nýbygg- inga á höfuðborgarsvæðinu hefur á einu ári hækkað um 8% og er nú um 600 þúsund kónur. Ásett fermetraverð annarra íbúða er að meðaltali um 100 þúsund kr. lægra. Tæplega helmingur allra seldra ný- bygginga selst undir ásettu verði samanborið við um 80% eldri íbúða. Sá tími sem tekur að selja eign, það er frá skrán- ingu til fasteignasala uns hún er gengin út, er að styttast. Vaxtamunur eykst Sé horft til hlutfallslegrar stærðar leigumarkaðar, þ.e. fjölda þinglýstra leigusamn- inga í hlutfalli við heildarfjölda íbúða í hverju sveitarfélagi um sig, sést að stærsti leigumark- aður landsins er í Reykja- nesbæ. Um 14% íbúðarhús- næðis þar er í útleigu samanborið við 9% húsnæðis í Reykjavík. Á eftir Reykja- nesbæ er leigumarkaðurinn stærstur á Akureyri þar sem rúmlega 11% húsnæðis eru í útleigu. Lægstu vextir á fasteigna- lánum sen bjóðast eru hjá líf- eyrissjóðum. Þar býðst sjóðs- félögum lán með breytilegum verðtryggðum vöxtum allt nið- ur í 2,15%. Til samanburðar eru lægstu vextir sem í boði eru hjá bönkunum 3,4%. Bilið á milli lægstu vaxtakjara hefur farið talsvert vaxandi. Í maí 2017 var munurinn um 0,4% en í byrjun þessa mánaðar er hann kominn upp í 1,25% og hefur ekki mælst svo mikill áð- ur, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalána- sjóðs. Fjölgun í landinu Í fyrra fluttu 6.500 fleiri til landsins en þeir sem héldu ut- an. Árið 2017 var þessi tala 8.000. Síðast varð vart við sam- bærilega fjölgun aðfluttra árin 2006 og 2007 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru rúm- lega 5.000 talsins á ári. Á þeim árum bættust hins vegar tals- vert fleiri íbúðir við húsnæð- isstofn landsins en síðustu ár. Á árunum 2006-2008 bættust um 4.000 íbúðir við húsnæðis- stofn landsins árlega, í saman- burði við um 2.000 íbúðir á ári núna síðustu tvö ár. sbs@mbl.is Nýbyggingar nú undir ásettu verði  2.000 nýjar íbúðir á ári í not Morgunblaðið/Sigurður Bogi Byggð Hvarvetna er mikil eftirspurn eftir leiguhúsnæði. Frumvarp um breytingar á lögum um almennar íbúðir hefur verið birt til umsagnar á vefnum samradsgatt.is. Frestur til athugasemda er til 21. maí. Frumvarpið er liður í þeim aðgerðum sem ríkis- stjórnin greip til í vetur til að liðka fyrir gerð kjarasamn- inga á almennum vinnumark- aði. Fleiri lagafrumvörp sem styðja við samninganna eru væntanleg. 80 milljarðar króna á samningstíma Lög um almennar íbúðir tóku gildi sumarið 2016. Með þeim var sett á fót nýtt kerfi húsnæðisstuðnings með það að markmiði að bæta húsnæð- isöryggi og lækka húsnæðis- kostnað tekju- og eignaminni leigjenda. Lögin mæla einnig fyrir um nýtt rekstrarform húsnæðissjálfseignarstofn- ana, og hafa 11 slík félög nú þegar verið sett á laggirnar. Þá eru hafnar framkvæmdir vegna fjölmargra verkefna sem hlotið hafa stofnframlög á grundvelli laganna. Hefur nú rúmlega 8,5 milljörðum króna verið úthlutað í formi stofnframlaga til byggingar eða kaupa á 1.592 almennum íbúðum, segir í frétt frá fé- lagsmálaráðuneyti. Til að liðka fyrir gerð kjara- samninga nú á útmánuðum lagði ríkisstjórnin fram að- gerðir að umfangi um 80 millj- arða kr á gildistíma svo- nefndra lífskjarasamninga til að styðja við markmið um stöðugleika og bæta kjör launafólks. Aðgerðirnar eru í 38 liðum, þar af snúa 13 liðir að húsnæðismálum. Í einum þeirra kemur meðal annars fram að ríkisstjórnin muni vinna að innleiðingu tillagna átakshóps um húsnæðismál í samráði við aðila vinnumark- aðarins og sveitarfélög. Tillögur til framkvæmda Íbúðalánasjóði hefur verið falin eftirfylgni við tillögur átakshópsins í samráði við hlutaðeigandi ráðuneyti. Frumvarpinu sem fyrr er get- ið er ætlað að koma tillögum í skýrslu átakshóps um hús- næðismál til framkvæmda til samræmis við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar. Unnið er að nánari útfærslu annarra tillagna átakshópsins, s.s. um lækkun á fjármagnskostnaði stofnframlagshafa. Er stefnt að því að frumvarp þar að lút- andi verði lagt fram á Alþingi í haust. Leita samráðs um húsnæðisfrumvarp  Styður við lífskjarasamning Samið Ráðherrar við kynn- ingu á Lífskjarasamningnum sem var undirritaður 3. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.