Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 4

Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Viltu öruggt umhverfi og frelsi fyrir börnin? Norðurland vestra nær frá Hrútafirði í vestri yfir í Skaga- fjörð í austri. Þar er að finna fjölskylduvæn samfélög í nálægð við stórbrotna náttúru. Tómstundastarf er fjölbreytt og menningarlífið gróskumikið. Hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Starfsfólk óskast í fjölbreytt störf á Norðurlandi vestra Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er að finna upplýsingar um áhugaverð störf í boði í landshlutanum: www.ssnv.is Landssamband kúabænda auglýsir laust til um- sóknar starf verkefnastjóra. Starfið felst í grein- ingu á íslenskum nautakjötsmarkaði og markaðs- færslu íslenskrar nautakjötsframleiðslu. Skrifstofa Landssambands kúabænda er í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík og möguleiki á skrifstofu til umráða þar en starfið er auglýst án búsetuskilyrða. Starfinu gætu fylgt einhver ferðalög ef nánari út- færsla verkefnisins í samráði við stjórn LK krefst þess. Um er að ræða 100% vinnuhlutfall fyrir einn starfsmann í 12-18 mánuðir en skil á lokaskýrslu eru áætluð fyrir lok árs 2020. Vinnutilhögun og vinnutími verður eftir nánara samkomulagi við stjórn. Verkefnið sem um ræðir snýr meðal annars að greiningu á framleiðslukostnaði og getu, samræm- ingu í framleiðslu og eftirspurn, úttekt á sam- keppnisstöðu íslensks nautakjöts ásamt markaðs- yfirferð og úrvinnslu í framsetningu, merkingum, straumum og stefnum þegar kemur að vörufram- setningu og þróun nautakjöts. Helstu verkefni og ábyrgð • Viðeigandi greiningar, markaðsátak og ráðstafanir samkvæmt verklýsingu • Áætlanagerð, undirbúningur og frágangur • Upplýsingaöflun og úrvinnsla þeirra með aðgerðum til úrbóta • Samskipti við og vinna með bændum, ráðunautum, samtökum bænda, ráðuneytum, sláturleyfishöfum, ráðgjöfum og öðrum stofnunum til aðgerða í markaðsmálum • Samskipti við og upplýsingagjöf til stjórnar og framkvæmdarstjóra Landssambands kúabænda m.a. með áfangaskýrslum • Lokaskýrsla verkefnis og kynningafundir/- kynningaefni • Komið gæti til annarra tilfallandi verkefna í tengslum við starfsumhverfi Hæfnikröfur • Þekking og reynsla af nautgriparækt eða matvælaiðnaði er kostur • Einhver þekking á stoðkerfi landbúnaðar, helstu stofnunum og félagskerfi bænda er kostur • Mjög gott vald á íslensku er nauðsyn, önnur tungumálakunnátta er kostur • Góð tölvukunnátta er nauðsyn, reynsla af skýrslugerð er kostur • Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði, vera ábyrgur, vandvirkur og talnaglöggur • Jafnframt að vera jákvæður og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar veitir: Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK í síma 845-1859 eða gegnum netfangið lk@naut.is Umsóknir óskast sendar á lk@naut.is og þeim skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2019. Verkefnastjóri hjá Landssambandi kúabænda Ritarar, gjaldkerar, þjónustufulltrúar hagvangur.is Í áskorun aðalfundar Blindra- félagsins sem haldinn var í síðustu viku eru stjórnvöld hvött til að afnema reglur um fjögurra vikna sóttkví fyrir leiðsöguhunda við komu þeirra til landsins. Reglurnar eru sagðar yfirdrifnar, íþyngjandi og ónauðsynlegar samkvæmt nýju áhættumati sem unnið var af erlendum sérfræðingi fyrir íslensk stjórnvöld. Áhættumatið sýni að hætt- an á að leiðsöguhundar fyrir blinda beri með sér smitsjúk- dóma er mjög lítil. Helgast það meðal annars af því að leiðsöguhundar eru undir virku eftirliti dýralækna og eru bólusettir gegn öllum þeim sjúkdómum sem Mat- vælastofnun krefst. Eftir stendur að sé tekið mið af áhættumatinu séu reglurnar sem hér gilda óþarfar, alltof íþyngjandi og þjóni ekki öðr- um tilgangi en þeim að hefta ferðafrelsi leiðsöguhunda fyr- ir blinda. Einangrun er slæm Eins til tveggja ára aðlögun og þjálfun leiðsöguhunda fyr- ir blinda hefst strax þegar þeir eru hvolpar. Síðasta ára- tuginn hefur Blindrafélagið flutt inn 9 hunda frá Noregi og Svíþjóð sem koma fullþjálf- aðir til landsins eftir að hafa gengist undir ítarlegar lækn- isskoðanir. „Það segir sig sjálft að hundar sem hafa verið þjálf- aðir í svo langan tíma til að þjóna ákveðnu hlutverki hafa ekki gott af því að vera í fjög- urra vikna einangrun frá þjálfara sínum,“ segir Blindrafélagið í ályktun sinni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leiðsögn Björk Arnardóttir hundaþjálfari, Krzysztof Jerzy Gancarek og hundurinn Laban saman á æfingu síðasta haust. Blindrahundar ekki í sóttkvína  Reglurnar sagðar óþarfar Þórir Einarsson Long var út- nefndur ungur vísindamaður Landspítala á fundinum Vís- indum á vordögum sem hald- inn var ný- lega. Hann fékk jafn- framt 200 þúsund króna við- urkenn- ingu. Þórir er fæddur 1989 og út- skrifaðist með kandí- datspróf í læknis- fræði frá Háskóla Íslands 2015. Hann lauk kandídats- ári á Land- spítala 2016 og hefur síðan þá starfað sem sérnámslæknir á lyf- lækningasviði Landspítala. Klínískar rannsóknir Í kjölfar BSc-rannsóknar- verkefnis í læknisfræði 2012 fékk Þórir mikinn áhuga á klínískum rannsóknum og þar má sérstaklega þakka áhuga- hvetjandi og drífandi leiðbein- endum. Hann vann í rann- sóknum meðfram læknanámi og kandídatsári og hóf síðan formlega doktorsnám við Há- skóla Íslands vorið 2016, segir í frétt frá Landspítalanum. Doktorsvörn Þóris fer fram í desember næstkomandi. Tit- ill doktorsverkefnisins er: Bráður nýrnaskaði - Nýgengi, áhættuþættir, endurheimt nýrnastarfsemi og lifun. Leið- beinendur hans við verkefnið eru Gísli H. Sigurðsson, Ólaf- ur Skúli Indriðason og Martin Ingi Sigurðsson en auk þeirra sitja í doktorsnefndinni Run- ólfur Pálsson og Tómas Guð- bjartsson. Þórir hefur kynnt rannsóknir sínar á mörgum ráðstefnum bæði hérlendis og erlendis og hefur meðal ann- ars fengið styrki frá Vísinda- sjóði Landspítala. Við sama tilefni var Helga Jónsdóttir útnefnd heiðurs- vísindamaður Landspítala 2019 og viðurkenningarféð sem hún fékk var 400 þúsund krónur. Helga er prófessor í hjúkrunarfræði við hjúkrun- arfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður hjúkrunar langveikra fullorðinna í sam- tengdri stöðu á Landspítala. Hún lauk doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá Háskólan- um í Minnesota árið 1995. Þróar hjúkrunarþjónustu Helga hefur einkum fengist við rannsóknir á reynslu, ein- kennum og líðan fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma, einkum lungna- og taugasjúk- dóma, og fjölskyldna þess. Einnig hefur hún þróað og prófað hjúkrunarþjónustu byggða á samráði fyrir þetta fólk. Rannsóknirnar eru unn- ar í samvinnu fjölda vísinda- manna innanlands og erlendis og hafa birst ríflega 70 rit- rýndar tímaritsgreinar byggðar á þessum og fleiri rannsóknum. Þrír hjúkrunar- fræðingar hafa lokið doktors- prófi undir leiðsögn Helgu og nokkrir eru í doktorsnámi. Hjúkrunarfræðingar sem lok- ið hafa meistaraprófi undir hennar leiðsögn eru á þriðja tug. Viðurkenningar fyrir vísindastarf  Þórir og Helga  Landspítali Þórir Einarsson Helga Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.