Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 5

Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 5 Klínik sjúkraþjálfun auglýsir eftir móttökuritara Starfslýsing: Almenn afgreiðsla og samskipti við Sjúkratryggingar Íslands auk aðstoðar við störf sjúkraþjálfara. Óskum eftir reglu- sömun, duglegum, heilsuhraustum og hressum starfskrafti í 70% starfshlutfall. Tölvukunnátta er nauðsynleg. Umsóknir sendist á gisli@klinik.is Prógramm ehf var stofnað árið 2007 og vinna 24 starfsmenn hjá fyrirtækinu sem sinnir aðallega verkefnum fyrir opinberar stofnanir og fyrirtæki. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Þar má nefna hönnun og forritun ýmiskonar vinnslukerfa, gagnagrunna og vöruhúsa; nýsmíði og viðhald á vefsíðum og bakenda; margskonar endurgerð og þróunarvinna við eldri hugbúnað. Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast sendar á vinna@programm.is eigi síðar en 24. maí. Viðkomandi má gjarnan hefja störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Jósep Húnfjörð, josep@programm.is og Haraldur Haraldsson, haraldur@programm.is. Prógramm ehf leitar að áhugasömum einstaklingi um starf framkvæmdastjóra. Við bjóðum spennandi og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi. Leggjum áherslu á vönduð og nákvæm vinnubrögð, jákvætt hugarfar og ríka þjónustulund. Starfssvið • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri • Þróun og efling á samstarfi við samstarfsaðila • Samningamál • Starfsmanna- og endurmenntunarmál • Þátttaka í mótun, stefnu og framtíðarsýn • Verkefnastjórnun • Innleiðingar á verkferlum Hæfniskröfur • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla í rekstri fyrirtækja eða sem leiðtogi og stjórnandi • Gott vald á íslensku og ensku • Þekking á hugbúnaðargerð • Sjálfstæði, frumkvæði og dugnaður • Samskiptahæfileikar, jákvætt og gott viðmót Framkvæmdastjóri Rangárþing eystra Leikskólinn Örk á Hvolsvelli auglýsir lausar stöður 100% stöður deildarstjóra frá 6. ágúst 2019 Starfssvið: Starfar samkvæmt starfslýsingu og í samráði við leikskólastjóra. Menntunarkröfur: Leikskólakennaramenntun. Menntun og/eða reynsla á sviði stjórnunar er æskileg. 100% stöður leikskólakennara frá 6. ágúst 2019 Starfssvið: Starfar samkvæmt starfslýsingu og í samráði við leikskólastjóra. Menntunarkröfur: Leikskólakennaramenntun. Hæfnikröfur kennara: - Búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum - Hafa góða íslenskukunnáttu - Sýna frumkvæði, sveigjanleika, sjálfstæði og metnað fyrir starfi sínu - Þeir þurfa að vera tilbúnir til að vinna að uppeldi og menntun barna í samræmi við námskrá og í nánu samstarfi við stjórnendur. Ekki er verra ef viðkomandi hefur eilítið gaman af lífinu og er brosmildur. Leikskólinn Örk er 5 deilda leikskóli þar sem starfa rúmlega 100 hressir nemendur og 35 glaðir kennarar og starfsmenn. Uppeldisstefna Arkarinnar byggir á hugmyndafræði hugsmíðahyggju. Hugmyndafræðin felur í sér að börnin séu leitandi og gagnrýnin og tileinki sér þekkingu og skilning með ígrundun, lausnaleit, rökhugsun og að þau læri að nýta sér það í leik og starfi og taka ígrundaðar ákvarðanir sem byggðar eru á þekkingu þeirra og gildismat. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí nk. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um. Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá og meðmælum á heimasíðu leikskólans http://ork.leikskolinn.is/ undir flipanum - Upplýsingar – Starfsumsóknir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum FL við SÍS. Fáist ekki leikskólakennarar er heimilt að ráða aðra í stöðurnar til eins árs. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskóla- stjóri í síma 488 4270 eða með tölvupósti á leikskoli@hvolsvollur.is. Lögfræðingur ags senskra atvinnuuganna Lögfræðingur FÍA gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi stéttarfélagsins og sýnir frumkvæði í verkefnum. Meginhlutverk hans er að gæta hagsmuna félagsmanna ásamt því að starfa náið með stjórn. Lögfræðileg ráðgjöf tengd starfsemi félagsins, bæði til félagsmanna og stjórnar félagsins Samstarf og samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila Verkefnastjórnun Alþjóðasamstarf Önnur tilfallandi verkefni Embættis- eða meistarapróf í lögfræði Þekking á Evrópurétti, samningarétti og vinnurétti er kostur Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku og geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti St ar fs sv ið M en nt un ar - o g h æ fn is kr ö fu r au se hafa huga eru hvött ti að sen a feriskr ara ais frir   a næstkoan i nari u  singar  ais Laus störf í Ásbyrgi, Stykkishólmi! Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus til umsóknar eftirtalin störf í Ásbyrgi, hæfingar- og vinnustað fólks með skerta starfsgetu. Forstöðumaður - 1 stöðugildi • Leitað er einstaklings er hafi þroskaþjálfa- eða iðjuþjálfamenntun ellegar sambærilega menntun og reynslu er nýtist í starfinu. Hafi góða sam- vinnu- og samskiptahæfileika og áhuga fyrir starfi með fólki með skerta starfsgetu og til að leiða markvert þjónustuhlutverk Ásbyrgis. Starfsmaður - 2 stöðugildi • Leitað er einstaklinga sem hafa lokið og eða eru í starfstengdu námi félagsliða eða stuðningfulltrúa eða sambærilegu námi og reynslu er nýtist í starfi. Hafi góða samvinnu- og samskiptahæfileika og áhuga fyrir starfi með fólki með skerta starfsgetu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Skriflegar umsóknir um störf þessi er tilgreini menntun, starfsferil og umsagnaraðila ásamt próf- skírteini og sakavottorði berist undirrituðum sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 25. maí 2019. Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbær, sveinn@fssf.is. Starfsfólk óskast Starfskraftur óskast við uppsetningu. Einnig vantar starfkraft við framleiðslu. Áhugasamir sendi á ellert@alnabaer.is Þjónustustarf Vantar duglegan starfskraft í þjónustustarf á kvöldin á veitinga- staðinn Ban Thai, Laugavegi 130 Vinna frá kl. 18:00-22:00/23:00. Reyklaus, verður að tala ensku og eitthvað í íslensku. Áhugasamir sendi umsókn með mynd á netfangið banthai@banthai.is www.banthai.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.