Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 5
Við leitum að starfsfólki til að vinna með okkur að
spennandi og fjölbreyttum þróunarverkefnum:
Umsjónarkennara fyrir eldra stig skólans (6.–10. bekk)
og íþróttakennara fyrir leik- og grunnskóladeildir.
Um er að ræða hvort heldur sem er heila stöðu
eða tvær hlutastöður.
Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna
í grunnskóla. Fáist ekki grunnskólakennari til starfsins
er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna / stöðurnar að
fenginni undanþágu.
Deildarstjóra leikskóladeildar í 100% starf
Leikskólakennara í allt að 100% starf 10 mánuði á ári.
Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða
annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.
Umsjónarkennari óskast í
Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi
Einkunnarorð skólans eru traust, virðing og vinátta.
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á því að búa
og starfa á landsbyggðinni að hafa samband og
kynna sér þann góða valkost að ganga til liðs
við okkur í Laugargerðisskóla. Við aðstoðum við
að finna húsnæði á staðnum. Óvíða er fallegra
en einmitt hér og á staðnum er íþróttahús og
sundlaug. Laugargerði er vel í sveit sett en 50
km eru í hvora átt í Stykkishólm eða Borgarnes.
Umsóknarfrestur er til 31. maí 2019.
Áhugasamir hafi samband við skólastjóra,
Ingveldi Eiríksdóttur, og sendi umsóknir
í tölvupósti ásamt ferilskrá og ábendingum
um meðmælendur.
skolastjori@laugargerdisskoli.is
768 6600 / 435 6600
Viltu öruggt umhverfi
og frelsi fyrir börnin?
Norðurland vestra nær frá Hrútafirði í vestri yfir í Skaga-
fjörð í austri. Þar er að finna fjölskylduvæn samfélög í
nálægð við stórbrotna náttúru. Tómstundastarf er
fjölbreytt og menningarlífið gróskumikið.
Hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Starfsfólk óskast í fjölbreytt störf á Norðurlandi vestra
Á vef Samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra er að finna
upplýsingar um áhugaverð störf
í boði í landshlutanum:
www.ssnv.is
Skólaþjónusta Rangárvalla- og
Vestur-Skaftafellssýslu, Hvolsvelli,
auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar:
Stöðu forstöðumanns skólaþjónustunnar
sem auk stjórnunar stofnunarinnar, sinnir einnig að
hluta sérkennsluráðgjöf í grunnskólum á svæðinu.
Krafist er menntunar í sérkennslufræðum auk
almennra kennsluréttinda og farsællar reynslu á sviði
kennslu/sérkennslu í grunnskóla. Menntun og reynsla
á sviði stjórnunar og kennsluráðgjafar í grunnskólum
er æskileg, auk réttinda á helstu greiningartæki sem
notuð eru til að greina námserfiðleika nemenda á því
skólastigi. Um er að ræða 100% starf.
Stöðu kennsluráðgjafa í grunnskólum.
Leitað er að ráðgjafa í sérkennslu og almennri
kennslu. Krafist er menntunar á sviði sérkennslu
auk almennra kennsluréttinda og farsællar reynslu
af kennslu/sérkennslu í grunnskóla. Reynsla af
kennslu ráðgjöf er æskileg, auk réttinda á helstu
greiningar tæki sem notuð eru til að greina náms-
erfiðleika nemenda í grunnskólum.
Um er að ræða 70 - 100% starf.
Skólaþjónustan veitir tíu leik- og grunnskólum á svæðinu lögbundna sérfræðiþjónustu. Við stofnunina starfar
öflug liðsheild sérfræðinga sem samanstendur af forstöðumanni, kennsluráðgjafa, leikskólaráðgjafa, náms- og
starfsráðgjafa og sálfræðingi. Sérfræðingar skólaþjónustunnar eiga í nánu og góðu samstarfi við starfsfólk
félagsþjónustunnar með heildarhagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi.
Leitað er að áhugasömum og jákvæðum einstaklingum sem búa yfir afbragðsgóðri samskiptahæfni, sjálfstæði
í vinnubrögðum og sveigjanleika og frumkvæði í starfi.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands
vegna starfsmanna á skólaskrifstofum.
Umsóknarfrestur er til 15. júní nk., en gert er ráð fyrir að ráða í störfin frá og með 1. ágúst. Umsóknir ásamt
náms- og starfsferilsskrám berist á netfangið skolamal@skolamal.is, eða í pósti á Skólaþjónusta Rangárvalla-
og Vestur-Skaftafellssýslu, b.t. Eddu G. Antonsdóttur forstöðumanns, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
Nánari upplýsingar veitir Edda í netfanginu edda@skolamal.is eða í síma 862 7522.
Vefforritari
óskast
mbl.is leitar
að öflugum
vefforritara
Laus er staða vefforritara hjá
mbl.is, mest sótta vef landsins.
Við leitum að einstaklingi sem...
• hefur þekkingu á Python og
reynslu af einhverju MVC-miðuðu
vefkerfi, t.d. Django
• hefur reynslu af framendaforritun
(HTML, CSS og Javascript)
• er framsækinn, tileinkar sér bestu
mögulegu tækni hverju sinni og
finnur nýjar og betri leiðir til að
leysa verkefnin
• hefur gagnrýnið hugarfar, er
sjálfstæður og sýnir frumkvæði í
vinnubrögðum
• hefur mikinn metnað fyrir
smáatriðum í viðmóti, virkni og
hönnun vefja
• er góður í samskiptum og á auðvelt
með að vinna í hópum
Það er mikill kostur ef viðkomandi
er hagvanur Linux og öðrum open-
source hugbúnaði, s.s. Apache,
PostgreSQL og Git. Þekking á Perl er
einnig vel þegin.
Hvernig á að sækja um
Umsóknir með ferilskrám sendist á
starf@mbl.is.
Frekari upplýsingar veitir
Árni Matthíasson í síma 569 1245.