Morgunblaðið - 02.05.2019, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 3
Komdu að vinna með okkur!
Vallaskóli – Sveitarfélaginu Árborg, lausar stöður fyrir skólaárið 2019-2020
• Umsjónarkennarar á yngsta stigi (1.-4. bekkur), miðstigi (5.-7. bekkur) og efsta stigi (8.-10. bekkur), 100% stöður.
• Forfallakennari, 100% staða.
• Kennari í leiklist, 60% staða.
• Tónmenntakennari á yngsta stigi, 46% staða.
• Umsjónarmaður fasteigna, 100% staða. Helstu verkefni: Almenn umsjón með húseignum skólans og innanstokksmunum
skv. nánari starfslýsingu. Starfsreynsla og þekking á viðhaldsvinnu eða iðnmenntun er æskileg.
• Deildarstjóri yngsta stigs, 100% staða. Helstu verkefni: Dagleg stjórnun og forysta á yngsta stigi (1.-4. bekkur), ásamt
öðrum fjölbreyttum verkefnum í samstarfi við stjórnunarteymi skólans skv. nánari starfslýsingu. Grunnskólakennararéttindi
eru áskilin. Menntun og reynsla í stjórnun er æskileg, ásamt skipulagshæfileikum og frumkvæði í starfi.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða íslenskukunnáttu og
brennandi áhuga á grunnskólastarfi. Reynsla af teymisvinnu er mikilvægur eiginleiki.
Í Vallaskóla eru yfir 630 nemendur í 1.-10. bekk og yfir 100 starfsmenn, sjá www.vallaskoli.is.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Guðbjarti Ólasyni
skólastjóra á netfangið gudbjartur@vallaskoli.is.
Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2019 og ráðið er í störfin frá og með 1. ágúst 2019. Störfin henta jafnt körlum
sem konum. Launakjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 9 þúsund íbúar, þar af um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur grunnskólum.
Í sveitar félaginu er unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á faglega forystu
í anda lærdómssamfélagsins, snemmtæka íhlutun, samstarf skóla og stofnana um umbótastarf og þróun úrræða fyrir börn.
Nánari upplýsingar um sveitarfélagið, fjölskyldusvið og Skólaþjónustu Árborgar má finna á www.arborg.is.
Laus störf í Ásbyrgi,
Stykkishólmi!
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus
til umsóknar eftirtalin störf í Ásbyrgi, hæfingar- og
vinnustað fólks með skerta starfsgetu.
Forstöðumaður - 1 stöðugildi
• Leitað er einstaklings er hafi þroskaþjálfa- eða
iðjuþjálfamenntun ellegar sambærilega menntun
og reynslu er nýtist í starfinu. Hafi góða sam-
vinnu- og samskiptahæfileika og áhuga fyrir starfi
með fólki með skerta starfsgetu og til að leiða
markvert þjónustuhlutverk Ásbyrgis.
Starfsmaður - 2 stöðugildi
• Leitað er einstaklinga sem hafa lokið og eða eru í
starfstengdu námi félagsliða eða stuðningfulltrúa
eða sambærilegu námi og reynslu er nýtist í starfi.
Hafi góða samvinnu- og samskiptahæfileika og
áhuga fyrir starfi með fólki með skerta starfsgetu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Skriflegar umsóknir um störf þessi er tilgreini
menntun, starfsferil og umsagnaraðila ásamt próf-
skírteini og sakavottorði berist undirrituðum sem
jafnframt veitir frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 25. maí 2019.
Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður,
Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbær, sveinn@fssf.is.
ATVINNA
Tækifæri á Akureyri
Nettó Glerártorgi leitar að jákvæðum, ábyrgðarfullum og kraftmiklum
verslunarstjóra sem hefur gaman af mannlegum samskiptum.
Allar nánari upplýsingar veitir Hallur Heiðarsson rekstrarstjóri Nettó - hallur@samkaup.is
Umsóknir skulu berast í gegnum heimasíðu Samkaupa – www.samkaup.is (Mannauður – Atvinnuumsóknir)
Umsóknarfrestur er til 12. maí 2019.
Starfssvið:
Ábyrgð á rekstri verslunar.
Samskipti við viðskiptavini og birgja.
Umsjón með ráðningu starfsmanna og
almennri starfsmannastjórnun í verslun.
Ábyrgð á vöruframsetningu og áfyllingum.
Ábyrgð á birgðahaldi í verslun.
Önnur tilfallandi störf.
Hæfniskröfur:
Marktæk reynsla af stjórnun og
starfsmannahaldi hjá verslunar- og/eða
þjónustufyrirtækjum.
Styrkleiki í mannlegum samskiptum,
sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni,
reglusemi og árvekni í hvívetna.