Morgunblaðið - 14.05.2019, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019
Þ
að er ekkert leyndarmál að samkyn-
hneigðir virðast mjög áberandi í
aðdáendahópi Eurovision, og jafnt á
sviði sem úti í áhorfendaskaranum
fær fjölbreytnin að blómstra. Hefur
keppnin jafnvel stundum verið kölluð nokkurs
konar Ólympíuleikar samkynhneigðra.
Hvað ætli valdi því að söngvakeppnin hittir
svona rækilega í mark hjá hinsegin fólki?
Ásta Kristín Benediktsdóttir íslenskufræð-
ingur hefur velt þessu fyrir sér, og minnist þess
sjálf hvernig sigurlag Serbíu í söngvakeppninni
2007 hafði djúpstæð áhrif á hana. „Meðal þess
sem gerði flutninginn á þessu fallega lagi svo
magnaðan var þessi mikli hinsegin kvenleiki
sem var sýnilegur á sviðinu,“ útskýrir Ásta, en
þar leiddi lesbían Marija Šerifovic hóp fimm
annarra glæsilegra kvenna í jakkafötum í kröft-
ugum en um leið innilegum söng. „Ég var 25 ára
þegar serbneska lagið sigraði og var ekki alveg
búin að átta mig á sjálfri mér, en fann fyrir
mjög sterkum áhrifum af þessu lagi. Var það
svo ekki fyrr en ég leit um öxl nokkru seinna að
ég byrjaði að átta mig á hvað það var sem hafði
heillað mig svona. Síðan þá hef ég heyrt af öðr-
um lesbíum sem hafa svipaða sögu að segja og
veit ég t.d. um eitt tilvik þar sem fjölskyldufaðir
reyndi að nota þetta fallega lag sem tækifæri til
að ræða við dóttur sína sem hann var farið að
gruna að væri lesbía.“
Kærkomin tilbreyting fyrir sveitastelpu
Ásta segist ekki vera neinn Eurovision-
sérfræðingur og játar að hún hafi takmarkaðan
áhuga á keppninni í dag. Hún reyndi samt að
missa ekki af Eurovision þegar hún var yngri en
segir það ef til vill frekar skrifast á að ekki var
mikil afþreying í boði. „Ég ólst uppi í sveit, þar
náðist bara ein sjónvarpsstöð og ekki einu sinni
til myndbandstæki. Var söngvakeppnin heil-
mikil tilbreyting á þessum tíma enda stór sjón-
varpsviðburður,“ segir hún og kveðst í dag vera
klofin í Eurovision-áhuga sínum. Hún hafi gam-
an af að vera boðið í Eurovision-selskap þar
sem fólk gerir sér glaðan dag í byrjun sumars,
en tónlistin sé yfirleitt aukaatriði.
Að sögn Ástu virðist það, merkilegt nokk,
hafa verið íslenskt atriði sem sáði fyrsta hinseg-
in fræinu í Eurovision: það var þegar Páll Óskar
Hjálmtýsson flutti „Minn hinsti dans“ með
miklum tilþrifum á úrslitum keppninnar í Ósló
1997. „Að því er ég kemst næst var Páll okkar
Óskar fyrsti opinberlega hinsegin söngvarinn
sem steig á sviði í allri sögu Eurovision. Svo
strax árið eftir kom transkonan Dana Inter-
national til leiks og sigraði fyrir hönd Ísraels ár-
ið 1998,“ útskýrir Ásta.
Síðan þá hefur hinsegin listafólk orðið æ
meira áberandi í keppninni og skemmst að
minnast Conchitu Wurst (f. Austurríki 2014),
drag-teknó-diskókúlunnar Verku Seruchka (f. í
Úkraínu 2007) og Ryan O’Shaughnessy sem
söng fyrir Írland í fyrra og hafði sér til halds og
trausts á sviðinu tvo karlmenn sem dönsuðu
innilegan ástardans. Í ár kemur svo íslenski
hópurinn með nýja vídd inn í keppnina með því
að klæðast BDSM-fatnaði á sviðinu.
Finna sig á jaðrinum
En það er fleira en sýnileiki litrófs kyn-
hneigðar og kynvitundar í tónlistaratriðunum
sem gæti skýrt hvers vegna Eurovision höfðar
svona sterkt til samkynhneigðra. Ásta telur að
það spili líka inn í að söngvakeppnin er svolítið á
jaðrinum í menningarlífinu. Hún bendir á að Ís-
land skeri sig nokkuð frá öðrum Evrópuþjóðum
þegar kemur að áhuga á Eurovision og víða
annars staðar fái keppnin ekki nærri því eins
mikla athygli og hér á landi. „Samkynhneigðir
hafa oft gaman af að taka jaðarmenningu upp á
sína arma, og í tilviki Eurovision má ætla að það
hjálpi að á þessum viðburði leyfast alls kyns
öfgar og klisjur sem má hafa gaman af,“ segir
Ásta og bætir við að það sé löng söguleg hefð
fyrir því sem kalla má „camp“ og „kitsch“ í hin-
segin menningu, sem sé kannski framlenging á
því að lengst af þurfti hinsegin fólk að finna sér
samastað utan við meginstraum menningar- og
listalífsins.
Kemur af stað umræðu
Eins og Ásta benti á hér að framan virðist
sýnileiki hinsegin fólks í keppninni almennt
vera af hinu góða, og veita t.d. fjölskyldum til-
efni til að ræða saman yfir keppninni um litróf
mannlífsins.
Segir Ásta að atriði Conchitu Wurst hafi til
dæmis vakið umræðu um kynsegin fólk og
óhefðbundna kyntjáningu. Hún er samt ekki
svo viss um að það hafi haft mikil samfélagsleg
eða pólitísk áhrif að hinsegin fólk hafi tekið ást-
fóstri við Eurovision. Þar sem keppnin er haldin
reyni þjóðir að sýna sínar bestu hliðar og mögu-
lega fela mismunun í garð – og brot gegn – hin-
segin fólki bara rétt á meðan. „Svo mætti líka
halda því fram að sumar gestgjafaþjóðir notuðu
keppnina til að fegra eigin ímynd eða beita
henni í pólitískum tilgangi. Er skemmst að
minnast keppninnar sem núna er framundan í
Ísrael og hvernig stjórnvöld þar í landi hafa
reynt að bera saman stöðu hinsegin fólks í Ísr-
ael annars vegar og í arabalöndunum allt um
kring hins vegar og nota t.d. til að mála Palest-
ínu í neikvæðara ljósi.“
Hýra söngkeppnin
Allt frá því Páll Óskar hristi upp
í keppninni og Dana Inter-
national kom, sá og sigraði
hefur hinsegin fólk orðið æ
sýnilegra í Eurovision.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Ljósmynd/Betka Vass Photography
Ásta Kristín Benediktsdóttir
segir það mögulega skýra
vinsældir Eurovision hjá
samkynhneigðum að þar
leyfist öfgar og klisjur sem
hafa megi gaman af.
Reuters
Andrei Danilko sem draggbomban
Verka Seruchka árið 2007. Þar vant-
aði ekki glansinn.Ljósmynd/Lehtikuva
AFP
Lesbískur þokki og orka atriðis
Maríju Serifovic árið 2007
hæfði marga í hjartastað.
Bilal Hasani syngur fyrir
hönd Frakklands í ár. Hér
hittir hann fulltrúa ísraelska
hinseginsamfélagsins í
byrjun mánaðarins.
Ímynd Eurovision-óða hommans gæti
kannski verið enn ein staðalmyndin sem á sér
ef til vill ekki svo mikla stoð í raunveruleik-
anum. Alltént man Bergþór Pálsson söngvari
ekki eftir því að þekkja marga homma sem
eru á bólakafi í söngvakeppninni. „Ég hef ekki
orðið svo var við það hjá hommunum í kring-
um mig að þeir hafi meiri áhuga á Eurovision
en gengur og gerist, og hjá mér sjálfum var
áhuginn mestur þegar ég var krakki en
minnkaði svo jafnt og þétt svo að mér þótti á
tímabili lúðalegt að fylgjast náið með Euro-
vision. En svo finnst mér eins og standardinn
á keppninni hafi farið batnandi á undan-
förnum árum og ég neita því ekki að mér þyk-
ir stundum gaman að horfa á – með öðru
auganu.“
En hvað um félagslegu hliðina? Nú er Berg-
þór þekktur fyrir að vera einstaklega góður
gestgjafi og skemmtilegur félagsskapur.
Fagnar hann Eurovision kannski með ærlegri
veislu, eða mætir sem gestur eitthvað út í bæ
þar sem hann er hrókur alls fagnaðar? – Nei,
þvert á móti er Bergþór vanastur því að koma
sér þægilega fyrir uppi í sófa, helst með hann
Albert eiginmann sinn við hliðina á sér enda
Albert lunkinn við að giska á sigurlagið. „Ég
hef tvisvar farið í Eurovision-partí, og er núna
boðið í það þriðja á úrslitakeppninni. Þar
verður búningaþema,“ segir Bergþór og
heyrist á honum að hann hlakkar til.
Vináttan í fyrsta sæti
Áhugi Bergþórs á keppninni náði hámarki í
fyrra þegar gamall nemandi hans, Ari Ólafs-
son, keppti fyrir Íslands hönd í Lissabon.
Ferðaðist Bergþór meira að segja á staðinn til
að hvetja sinn mann áfram. Hann segir það
hafa verið mikla upplifun að sjá söngva-
keppnina með eigin augum, en það væru ýkj-
ur að segja að þar hefði verið mikið homma-
kraðak. „Vitanlega voru nokkrir inni á milli
sem virtust vilja sýna að þeir væru hinsegin,“
segir Bergþór og hlær. „En upplifunin var fyrst
og fremst sú að það ríkti mikil gleði í húsinu
og kom mér kannski mest á óvart að það var
eins og tónlistin væri í öðru sæti en mestu
skipti að koma saman í vinskap og friði.
Öllum atriðum var fagnað af sama ákafa og
hvert sem litið var þótti mér eins og fólk væri
reiðubúið að fallast í faðma af minnsta tilefni.“
Gleði og
vinátta
einkennir
keppnina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bergþór Pálsson sá keppnina í fyrra með eig-
in augum. Hann segir að þar hafi ekki verið
kraðak af hommum en mikil gleði í salnum.
Bergþóri er boðið í Eurovision-
veislu með búningaþema
Morgunblaðið/Eggert
Ari Ólafsson á sviðinu í fyrra. Bergþór Páls-
son fór til Portúgal til að styðja þennan gamla
nemanda sinn. Bergþór segist hafa gaman af
að horfa á Eurovision með öðru auganu.