Morgunblaðið - 22.08.2019, Síða 16
16 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ævintýratími er nú runninn upp í
Vestmannaeyjum. Helsta skemmt-
un krakka í bænum er að leita
uppi pysjur sem nú á síðsumars-
kvöldum sveima úr klettum og
fjöllum að ljósunum í bænum, en
fatast þar flugið. Síðustu daga
hafa pysjur, sem eru ungar lund-
ans, fundist víða um bæinn, þá
ekki síst niðri við höfn, og þaðan
er ekki langt í pysjueftirlitið sem
er í gömlu Fiskiðjuhúsunum. Þar
er sýningin Sea life trust með
mjöldrunum víðfrægu, en í einu
rými hússins er eftirlitið þar sem
pysjurnar eru vegnar og væng-
mældar af vísindafólki. Að því
búnu fá krakkarnir pysjurnar aft-
ur og koma til sjávar, með því að
kasta þeim upp í loftið til dæmis
við sjávarhamra vestast á Heima-
ey.
Á hraðri uppleið
„Lundinn hér í Vestmanna-
eyjum virðist vera að styrkjast, en
skortur á sandsíli sem var mikil-
væg æta hans var talin ein helsta
ástæða þess hve veikt stofninn
stóð,“ segir Margrét Lilja
Magnúsdóttir, sem starfar hjá Sea
life trust. Hún stóð vaktina í eft-
irlitinu síðastliðinn mánudag þegar
krakkarnir komu þangað, gjarnan
með foreldrum sínum, með pysjur
sem þau höfðu náð fyrr um daginn
eða þá kvöldið áður.
„Árið 2016 var komið með 3.600
pysjur hingað í eftirlitið til okkar,
4.800 árið eftir og 5.600 í fyrra. Í
ár væntum við þess að krakkarnir
komi með um 10.000 pysjur. Þetta
er allt á mjög hraðri uppleið,“
sagði Margrét Lilja í samtali við
Morgunblaðið.
Fjölskyldusport
Í eftirlitinu er tekið á móti pysj-
um í eftirmiðdaginn og verður svo
næstu 4-6 vikur að minnsta kosti.
„Að fara í pysjuleit hefur alltaf
verið mikið sport hér í Eyjum.
Það nær langt aftur hefðin er
sterk. Oft fara krakkar í svona
leiðangra seint á kvöldin og svo er
þetta líka skemmtun þar sem fjöl-
skyldur sameinast. Það skilar okk-
ur í eftirlitinu líka mikilvægri
þekkingu að fá pysjur til að mæla
en veikburða fuglum hlúum við að
svo þeir geti tekið flugið seinna,“
segir Margrét Lilja um þessa
skemmtilegu náttúrumenningu í
Eyjum.
Pysjum fjölgar og stofninn styrkist
Ungar lundans Ævintýri á síðsumarskvöldum í Eyjum Ljósin í bænum
villa Vegið og vængmælt Eftirlitið væntir þess að fá 10 þúsund pysjur í ár
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flug Birnir Hólm Bjarnason fór með afa sínum, Ólafi Gíslasyni, að hömr-
unum vestast á Heimaey og saman komu þeir pysju á flug út á sjóinn.
Áhugasöm Birna María og Erna Hrönn Unnarsdætur og Birnir Hólm
Bjarnason með Margréti Lilju Magnúsdóttur í pysjueftirlitinu.
Pysjustúlka Elísabet Inga Þóris-
dóttir með fallegan fugl.
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Axelsbúð Akranesi
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum