Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 22
22 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er enn of snemmt að afskrifa hlaup en það eru minni líkur nú en áður að það verði,“ segir Eyjólfur Magnússon, sérfræðingur á Jarð- vísindastofnun Háskólans. Greint var frá því í byrjun júlí að mælingar á Mýrdalsjökli bentu til þess að hlaup gæti komið í Mú- lakvísl á næstu vikum. Ekkert ból- ar enn á hlaupinu nú sjö vikum síð- ar og segir Eyjólfur í samtali við Morgunblaðið að hreyfingar hafi verið á kötlum í jöklinum í sumar. „Það eru katlar sem hafa hlaupið en skila ekki sérstaklega miklu rennsli,“ segir hann. Jarðvísindastofnun Háskólans hefur unnið að rannsóknum á sig- kötlunum í Mýrdalsjökli síðustu ár. Er þar meðal annars notast við ná- kvæmar íssjármælingar sem geta sýnt hvort og hve mikið vatn hefur safnast fyrir undir einstökum kötl- um. Niðurstöður mælinganna fyrr í sumar þóttu gefa tilefni til að vara almenning við. Þá hafði nægt vatn safnast undir jarðhitakatla í austurhluta Mýrdalsjökuls til að valda heldur stærra hlaupi en komið hafa undanfarin átta ár. Tal- ið var að rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð í síð- asta hlaupi, árið 2017, en töluvert minna en í stóra hlaupinu árið 2011 þegar brúin yfir þjóðveg 1 eyði- lagðist. Eyjólfur segir að vel hafi verið fylgst með stöðunni í sumar en þróun mála hafi ekki verið með þeim hætti sem útlit var fyrir. „Við þekkjum yfir 20 katla á yfirborði jökulsins en það eru kannski í kringum tíu þeirra sem eru eitthvað afgerandi og eru að skila vatni yfir sumarið. Flestir eru það litlir að menn taka varla eftir þeim. Katlar 10 og 11 hlupu síðast 2017 og hefðu þeir tekið upp á því núna hefði mátt búast við stærra hlaupi. Þeir hins vegar ákváðu að gera eitthvað annað en maður bjóst við. Náttúran lætur ekki að sér hæða.“ Minni líkur á hlaupi en áður Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Múlakvísl Verulegar líkur voru taldar á hlaupi í Múlakvísl í byrjun júlí. Sú hefur ekki orðið raunin og minnkandi líkur eru á hlaupi þetta sumarið.  Rólegt sumar að baki í Múlakvísl Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Mest er fylgst með hættu á berg- hruni á þeim stöðum þar sem mannaferðir eru mestar að sögn Daníels Freys Jónssonar, sérfræð- ings í náttúruverndarteymi Um- hverfisstofnunar, en mikið grjóthrun varð úr Reynisfjalli í Reynisfjöru á þriðjudag þannig að gripið var til þess ráðs að loka umferð um fjöruna að hluta. Við grjóthrun í aðdraganda skriðunnar urðu slys á fólki. Tugir metra að brúninni Reynisfjall er ekki á könnu Um- hverfisstofnunar í stjórnsýslulegu tilliti, en Dyrhólaey kemur fyrst upp í huga Daníels Freys. „Við erum með landverði í Dyrhólaey, sem er auð- vitað í næsta nágrenni. Þar hefur orðið töluvert grjóthrun á síðustu ár- um og verið lokað niður í Kirkju- fjöru, aðallega vegna hættu af öld- unni en líka út af miklu hruni,“ segir hann. „Það hefur líka hrunið í víkinni við Tóna, þ.e. klettinn með gatið. Þar inn og áleiðis að vitanum hefur verið að hrynja, en það er á svæðum sem eru algjörlega lokuð. Göngustígurinn er nokkra tugi metra frá brúninni og þetta svæði er afgirt. Eins og staðan er í dag er ekki hætta þarna,“ segir hann, en síðast þegar grjóthrun varð í Dyrhólaey, árið 2015, féll úr Kirkju- fjörubjarginu á Lágey Dyrhólaeyjar. „Eftir það gerði Veðurstofan út- tekt á svæðinu. Árið 2012 fór líka fólk þarna niður með skriðu. Mér skilst að það fólk hafi reyndar staðið nokkra metra frá brúninni. Í dag eru 20-30 metra frá brúninni, en þau stóðu ekki við brúnina heldur aðeins fyrir innan,“ segir Daníel Freyr. Opin augu á fjölförnum stöðum Mildi þótti árið 2012 að ferða- mennirnir tveir sem stóðu á syllunni sem hrundi kæmust lífs af. Fólkið flaut ofan á massanum sem hrundi og slasaðist smávægilega. Spurður hvort einhver sérstök svæði fái sér- staka athygli segir Daníel Freyr að vel sé fylgst með stöðum þar sem mannaferðir séu tíðar. „Þar sem um- ferðin er mest er best fylgst með þessu. Ég veit að neðri stígurinn nið- ur að Gullfossi hefur verið lokaður stundum á vorin, ekki bara vegna hálku, heldur hefur líka verið að sópast úr klettunum fyrir ofan. Þar hafa menn aðeins verið að berja í grjótið til að losa það, sem er hættu- legt,“ segir hann. Spurður hvort eftir berghrunið í Reynisfjöru sé minni hætta í ljósi þess að laust efni hafi losnað frá segir hann að strax á eftir sé í raun meiri hætta. „Nú hefur það sópast niður sem var orðið laust og síðan tekur það einhvern tíma fyrir fjallið að jafna sig. Það mun örugglega hrynja eitthvað áfram til að byrja með. Síðan líður tíminn þangað til annar svona atburður verður. Þeir verða reglulega við svona hamra,“ segir Daníel Freyr. Vel fylgst með fjölsóttum stöðum  Fylgjast vel með hættu á hruni á fjölförnum stöðum  Hrunið hefur í víkinni við Tóna í Dyrhólaey  Ráðstafanir voru gerðar í Dyrhólaey eftir skriður  Að líkindum mun grjót áfram losna í Reynisfjöru Dyrhólaey » Talsvert grjóthrun hefur orð- ið í Dyrhólaey undanfarin ár. » Árið 2015 varð hrun úr Lág- ey Dyrhólaeyjar ofan í Kirkju- fjöru. » Árið 2012 fóru tveir ferða- menn með skriðu í Dyrhólaey en sluppu nær ómeiddir eftir að hafa fallið um 40 metra. » Hættusvæði eru í dag afgirt og tugir metra að brúnunum. Ljósmynd/Jónas Erlendsson Dyrhólaey Árið 2012 hrundi brún Lágeyjar undan tveimur ferðamönnum. Þeir héldu lífi þrátt fyrir 40 metra fall. Ársþing Þjóðræknisfélag Íslendinga verður haldið á Icelandair Hótel Nat- ura kl. 14-16.30 á sunnudag. Það verður jafnframt 80 ára afmælisþing ÞFÍ, sem var stofnað 1. desember 1939. Ávörp flytja Hulda Karen Daníels- dóttir, formaður ÞFÍ, Lilja Dögg Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra og heiðursgestur þingsins, Anne-Tamara Lorre, sendi- herra Kanada á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Beverly Arason-Gaudet, for- seti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, og Sunna Pam Furste- nau, forseti Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Bandaríkjunum. Hjálmar Hannesson, fyrrverandi sendiherra, fjallar um sögu ÞFÍ, Guð- rún Nordal, forstöðumaður Stofn- unar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytur erindið „Drauma- landið“, Hugi Hreiðarsson greinir frá Ráðgátuherbergi Vestur-Íslendings- ins Sir William Stephenson, eins fremsta njósnaforingja Breta í heimsstyrjöldinni síðari, og þátttak- endur í Snorra West-verkefninu segja frá ferð sinni á Íslendingaslóðir í N-Ameríku í sumar. Svavar Knútur verður með tónlistaratriði og Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, og Soffía Óskarsdóttir, varaformaður ÞFÍ, stýra þinginu, sem er öllum opið. Þjóðræknis- félagið í 80 ár  Sérstakt afmælisþing á sunnudag Bílalest Lilja Dögg Alfreðsdóttir var heiðursgestur Íslendingadags- ins á Gimli í Kanada í sumar. Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Ofnæmið burt! Zensitin 10 mg töflur -10, 30 og 100 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.