Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 42
Marta María mm@mbl.is Áhrifa áttunda áratugarins gætir í tísku haustsins. Í raun og veru áttu bara að klæða þig svolítið eins og drottningar fyrri tíma gerðu. Hönnuðurinn Diane von Furstenberg átti til dæmis mörg góð augnablik þegar kemur að fatastíl þess tíma. Og þá er ekki endilega verið að tala um fyrri fatalínur, heldur bara útganginn á henni. Gamlar myndir af henni geta veitt hinn besta innblástur þegar gosleysið í fatastíl líðandi stundar er algert. Í vetur verður rúskinn áberandi, bæði í flíkum og skótaui. Mikið verður um rúskinnsstígvél og -ökklaskó og kúrekastíllinn er ekki langt undan. Ef þú varst síðast í kúrekastígvélum í kringum 1990 við Levi’s- buxur og breitt belti með risasylgju get ég vel skilið að þú sért ekki alveg tilbúin að keyra á þetta en það má samt reyna. Bara ekki fara í Guns N’ Roses-bol við eins og þú gerðir á þessum tíma. Há rú- skinnsstígvél í kúrekastíl eru til dæmis mjög flott við gamla Fur- stenberg-kjóla og geta umbreytt útlitinu á þeim á augabragði. Það sem er líka áberandi hjá stóru tískuhúsunum er að setja þröngar gallabuxur ofan í stígvél sem ná alveg upp í hnésbót. Þetta er mjög hentugt fyrir þær sem eiga þröngar niður- mjóar gallabuxur á lager. Það er nefnilega töluvert snúið að girða útvíðar buxur ofan í stígvélin en þú get- ur hins vegar farið í útvíðar galla- buxur við kúrekaskóna. Hvort sem þú ert í útvíðum galla- buxum eða þröngum sem ná ofan í stígvélin má klára þetta mál með kamellitri kápu og rúllukragapeysu eða bara með loðkápu. Hún gæti til dæmis verið með belti eins og þessi frá Salvatore Ferragamo. Litapalletta haustsins er brún, vín- rauð og svolítið beige-lit. Svo er bara að skella á sig risasólgleraugum með ljósu gleri og þá getur þú tekist á við öll heimsins verkefni. Svona verður haustið Hvaða týpa ætlar þú að vera í vetur? Ætlarðu að vera þessi sem hefði gert allt vitlaust í atvinnulífi áttunda áratugarins eins og Diane von Furstenberg eða? Koníaks- brúnt Þessi stígvél frá Jimmy Choo eru með því fallegra sem sést hefur í hausttísk- unni. Þau fást á Net-A- Porter.com. Toppurinn Stígvél frá Jimmy Choo eru það heitasta heitt. Þessi fást á Moda Operandi. Snákaskinn Ökkla- skór frá Billi Bi lífga upp á skótískuna. Billi Bi fæst í GS skóm. Hressleiki Hér má sjá skyrtu frá Vero Moda. Klassík Hér má sjá rúskinnsskó frá Billi Bi fyrir látlausu kon- urnar. Billi Bi fæst í GS skóm. Brúnt skal það vera Brúnn er einn af heitustu litum hausttískunnar. Hér má sjá bol frá Vero Moda. Lekkert Hér má sjá ansi vel heppn- aða kápu frá Salvatore Ferragamo. Hún fæst á Net-A-Porter.com. Ný vinkona Hvern dreymir ekki um slíkan grip frá YSL. Þessi fæst til dæmis á Net-A-Porter.com Leðrið er líka málið Hér má sjá leðurkápu frá Salvatore Ferra- gamo. Hún fæst á Net-A-Porter.com. Einstakt Hér má sjá stígvélin við mjög svo áttunda- áratugar-vænan klæðnað. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.