Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM* Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA 22.-26. ÁGÚST *Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. Gildir á meðan birgðir endast. Mattias Wager, organisti Dómkirkj- unnar í Stokkhólmi, kemur fram á tónleikum í dag kl. 12 á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Wager mun leika verk eftir Christinu Blomkvist, Wolfgang Amadeus Mozart og Louis Vierne. Wager hef- ur unnið til fjölda verðlauna á al- þjóðlegum vettvangi og meðal ann- ars til þrennra fyrstu verðlauna. Blomkvist, Mozart og Vierne á orgelsumri FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 234. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Það voru alveg viðræður við ein- hver lið en á endanum fannst mér ég ekki búinn með minn kafla hér. Mig langar að spila heilt gott tíma- bil með Augsburg og kann að meta hvað ég hef hér,“ segir Alfreð Finn- bogason, landsliðsframherji í knattspyrnu, við Morgunblaðið, en viðtal við hann er að finna í blaðinu í dag. »51 Alfreð kann að meta það sem hann hefur ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Söngkonan Marína Ósk Þórólfs- dóttir og gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson koma fram í sumar- tónleikaröðinni Sumarjazzi í Saln- um í Kópavogi í dag kl. 17. Þau hafa starfað saman frá árinu 2014 og gáfu út fyrstu plötu sína, Beint heim, fyrir tveimur árum og hlaut hún tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í djass- og blúsflokki. Marína og Mikael djassa í Salnum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kennsla á haustönn í Borgarholts- skóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bíla- málun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. „Þetta hefur verið keyrsla og ég ætla að reyna að púsla vinnu inn í stundatöfluna.“ Bætir við að hún sé staðráðin í að halda áfram að keyra trukk. „Þetta er frábært, það skemmtilegasta sem ég geri.“ Sandra er ekki dæmigerð 21 árs stúlka, ef svo má til orða taka. Hún er með skellinöðrupróf, gerir við bíla og torfæruhjól í frístundum og veit fátt skemmtilegra en að leika sér á tor- færuhjóli. En vinnan á hug hennar allan enda byrjaði hún á trukknum nær samstundis og hún fékk skírteini upp á að hafa lokið meiraprófinu í lok apríl. „Þetta var mikilvæg reynsla og allt svo skemmtilegt við vinnuna,“ áréttar hún. Nefnir sérstaklega að hún hafi keyrt trukk á fjallvegum í fyrsta sinn. „Ég „skrapp“ með fiski- vagn í Norrænu á Seyðisfirði og kom við á Akranesi á bakaleiðinni til að ná í annan vagn. Ferðin tók um sólar- hring og var algjört ævintýri, ég svaf meira að segja í kojunni í bílnum.“ Rífur í sundur og gerir við Námið hjá Söndru hefur gengið vel. „Ég er næstum því búin með bíla- málarann. Ekki er langt síðan ég ákvað að taka bifvélavirkjann með og er búin með tvær annir í honum.“ Hún tekur fram að hún hafi byrjað að gera við bíla löngu áður en hún tók bílpróf og hafi smitast af foreldrum sínum. Hugurinn hafi því lengi verið við allt sem við kemur bílum, ekki síst réttingum og málun. „Pabbi minn er mikill bílamaður og á marga flotta, ameríska bíla og mamma mín er líka með bíladellu að vissu marki.“ Fyrir skömmu sótti Sandra skot- vopnanámskeið, en hún á eftir að fara á veiðikortanámskeið, sem er nauð- synlegt til þess að fá skotvopnaleyfi. „Mér finnst mjög gaman á veiðum, þökk sé vini mínum og pabba hans, sem hafa tekið mig með á veiðar.“ Sandra hefur verið áhorfandi á Bíladögum á Akureyri árlega frá því hún var 14 ára, fyrir utan eitt sumar. „Ég var í útlöndum á sama tíma 2017, en ég keypti mér Pontiac Firebird Trans Am 1984 módel í sumar og stefni á vera með næsta ár. Þetta hef- ur verið draumabíllinn minn síðan ég var lítil og mig hefur lengi langað til þess að eiga einn slíkan.“ Hún lét ekki þar við sitja heldur keypti líka Chevrolet Dually 1984. „Pabbi smíðaði hann á sínum tíma og þegar hann kom á sölu um daginn var ég ákveðin í að láta hann ekki framhjá mér fara.“ Sandra á Kawasaki-torfæruhjól, árgerð 2006. „Ég er nýbúin að eyða um 300.000 krónum í að gera kross- arann upp og nú er hann eins og nýr,“ segir hún stolt. „Ég tók allt í gegn sjálf, mótorinn og annað, málaði og gerði það sem þurfti. Frítíminn undanfarna mánuði hefur að mestu farið í það.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Trukkari Sandra Rún Ágústsdóttir veit margt um ökutæki og kunni vel við sig í malarflutningum og öðru í sumar. Keyrsla á Söndru Rún  Vann á 18 hjóla trukki í sumar, gerir við bíla og torfæru- hjól í frístundum og er í námi í bílamálun og bifvélavirkjun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.